Vikublaðið - 26.11.1992, Qupperneq 6

Vikublaðið - 26.11.1992, Qupperneq 6
VIKUBLAÐIÐ 6 Fimmtudagur 26. nóvember 1992 AD UTAN Tvær vikur í nýjum heimi Tvær vikur í nýjum heimi eru eins og höfuðhögg fyrir þann sem þang- að kemur í fyrsta skipti með hugmyndir um staðinn úr bíómyndum æsku- áranna, misgóðum skáldsögum og kvikmyndum Woody Allens. Allt er annaðhvort upp eða niður og þriðju víddina vantar og allt er svo geggjað að eftir örfáa daga finnst manni Woody Allen vera eini heilbrigði ein- staklingurinn í borginni. Borginni þar sem fólk ferðast með leigubílum sem mynda gula keðju milli skýjakljúfanna, stundum kyrrstæða á um- ferðartíma, eða arkar strætin á strigaskóm og gætir þess að líta hvorki til hægri né vinstri með fingurna klemmda um eigur sínar. Lítt heimsvanir þingmenn eru varaðir við að fara í neðanjarðarlestina og strætisvagna- kerfið nennir enginn að útskýra. Auðvitað er ömurleiki örbirgðarinnar flestra landa gestur. Hann er bara einhvern veginn augljósari í Bandaríkjunum en annars staðar. Og það er kannski það sem veldur því að þetta land er þrátt fyrir allt sér- kennilega heillandi. Öryggisfíkill ofan af íslandi stendur agndofa frammi fyrir fólki sem ekkert á nema sjálft sig og þraukar eða þraukar ekki og hefur ekkert til að treysta á efí harðbakkann slœr. Samt er maður á einhvern undar- legan hátt eins og heima hjá sér. Maður er ekki útlendingur, af því að þarna eru allir útlendingar. Konan sem ræstir herbergið mitt er pólsk, dyravörðurinn frá Ghana, bílstjórinn frá Filippseyjum, veitingamaðurinn ítali. Það olli næstum undrun að gengilbeinan var frá Chicago. Maður getur gengið lengi án þess að sjá venjulega hvítan Ameríkana eins og maður hugsar sér þá. Og enn lengur án þess að sjá barni bregða fyrir. Bömin í New York virðast ekki búa á Manhattan, enda er það kannski eins gott. Þetta er borg sem aðeins er fögur eftir að myrkrið er skollið á og ljósin hafa verið kveikt. Þá er ljótleiki dagsins horfinn og borgin á að líta eins og uppljómuð álfaborg. Ofan af 29. hæð eru bílljósin á 5. stræti eins og glitrandi perlufesti og heimilis- leysingjarnir sem liggja í pappaköss- um á gangstéttunum angra ekki lengur viðkvæma velferðarsál norð- an frá íslandi. Enda á hún eftir að sjá það verra. Forsetaefnin eru að halda síðustu framboðsræðurnar og Bush þakkar almættinu fyrir að vera alinn í mesta ríki jarðar, „The greatest Country on Earth“. Clinton gleymir því heldur ekki, en hann minnist eitthvað á að hann muni gera allt sem hann getur til að berjast gegn ólæsi, fátækt og sjúkdómum. Enda var hann kosinn og fólk virtist láta sér fátt um finnast. Aðspurt yppti starfsfólkið á hótelinu öxlum. Kosningaglaðir þingmenn frá Islandi gerðu sér ferð til að sam- fagna mönnum á aðalkosningaskrif- stofu Clintons hið merka kvöld og áttu von á gleðskap, sem seint gleymdist, en hittu fyrir tuskulegt fólk sem var að troða velktum mynd- um af hinum nýkjörna forseta í svarta plastpoka og rífa merkingar af veggjum. Fúlum manni sem stóð á rifinni mynd af forsetanum þóttu það lítil tíðindi að við værum þingmenn frá íslandi, hefur sjáfsagt haft svipað álit á svoleiðis fólki og starfsmaður- inn sem sýndi okkur þinghúsið í Washington og sagði okkur allt um það hvað þingmenn þar væru latir, fáfróðir og vitlausir og vissu aldrei skapaðan hlut um þau mál sem þeir væru að fjalla um. Og það gæti verið rétt hjá henni. Eitthvað er alla vega að í þessu mesta ríki jarðar. Eitt er þó í besta lagi, en það er sjálfumgleði þessarar þjóðar. Þegar á þing hinna sameinuðu þjóða er komið tala innfæddir fjálglega um sjálfa sig sem gjafara til hinna van- þróuðu ríkja heims í baráttunni gegn fátækt, menntunarskorti, sjúkdóm- um og örbirgð. Eins og þeir viti ekki af berklafaraldrinum í New York, rottugerinu sem heldur veislu í sorp- inu á gangstéttunum, þar til einka- væddu fyrirtækin senda menn á stað- inn, eða ömurlegum biðröðunum af útilegufólki með plastpoka á fótun- um sem bíður eftir súpu dagsins hjá Hjálpræðishernum. Þessir sömu menn ætla líka að ráðast gegn fátækt í hinum nýfrjálsu austantjaldsríkjum, en þeir tala ekk- ert um að sinna hálfri milljón manna sem býr í suðurhluta Chicago við að- stæður sem komu þingmannsbjána úr Reykjavík til að skæla. Viðmæl- anda okkar í Alþjóðabankanum varð enda svarafátt þegar hann var spurð- ur um hvernig bankinn skilgreindi vanþróuð ríki. Getur þjóð sem sendir menn til tunglsins talist vanþróuð? Eg ætla að spyrja hann Hannes Hólmstein að þessu næst þegar ég sé hann. Það þýddi ekkert að ræða óbærilegan ljótleika sem fyrir augun bar við íhaldsmann að heiman. Hann sagði bara að þetta væri ennþá verra í Sovjét. Hver hugbót það átti að vera er einhver trúarleg réttlæting sem ég hef víst aldrei skilið. Auðvitað er ömurleiki örbirgðar- innar flestra landa gestur. Hann er bara einhvern veginn augljósari í Guörún Helga- dóttir segir frá þeim hughrifum sem húit varð fyrir ífyrstu dvöl siiiiti í Baiidaríkjum Norður-Aineríku eit þangað fór hún til þess að fylgjast með störfum alls- herjarþings Sam- eimiðu þjóðanna á vegunt Alþingis. Bandaríkjunum en annars staðar. Og það er kannski það sem veldur því að þetta land er þrátt fyrir allt sérkenni- lega heillandi. Öryggisfíkill olan af Islandi stendur agndofa frammi fyrir fólki sem ekkert á nema sjálft sig og þraukar eða þraukar ekki og hefur ekkert til að treysta á ef í harðbakk- ann slær. Og það tekur nokkra daga að hætta að fyrirverða sig fyrir að gauka að fullorðnum manni dollara- seðli fyrir að opna fyrir manni dym- ar eða færa manni dagblöðin. Hann á einfaldlega allt undir gjafmildi þeirra sem hann þjónar. Gjafmildi hinna ríku. Þegar maður horfir upp eftir þessu 30 hæða hóteli og hundr- að hæða Crysler-byggingunni beint á móti og horfir á sex dyra bifreiðarnar með lituðum glerjum líða eftir göt- unni spyr maður kannski af hverju ég og aðrir veslingar þurfum að greiða þessu fólki laun, en þá spurningu myndi enginn skilja í þessu mikla ríki. You make it or you don’t. Svo einlalt er það. Ég veit ekki hvað þær tugmilljónir manna sem hafa „meikað það“ hugsa um þessa hluti. Held þó að það fólk hugsi ekkert mikið um þá. Fólkið í fallegu hverfunum stígur aldrei fæti í Ijótu hverfin. Illinois-háskólahverfið er ekki steinsnar frá hryllingi hverf- isins sem fékk mig til að grenja. Chi- cago-háskólinn ekki heldur. En þar ónáðar hvorugur aðilinn annan. Landamærin eru skýrari en Berlínar- múrinn nokkurn tíma var. Og há- hýsaþyrpingin við ströndina er feg- urri en orð fá lýst, sannkallað lista- verk þjóðar sem er öðrum þræði háþróuð menningarþjóð, hins vegar vanþróuð á borð við þær þjóðir sem skilgreindar eru sem slikar. En hér er heldur engu leynt. Eng- inn bannar neinum að sjá allt það sem hann vill sjá. Og víst er það frelsi. Ósvífið, hrokafullt frelsi. Pólska ræstingakonan sagði að hún væri ekki miklu ríkari í Bandaríkjun- um en hún var í Póllandi fyrir sex ár- um. En hún sagði að það væri betra að vera frjáls en undirokuð af Iam- andi kerfi sem engar útgönguleiðir veitti. Hér hefði hún alltaf von. Ég spurði ekki von um hvað, en ég velti því fyrir mér, og hún fékk meira en einn dollaraseðil að skilnaði sem hún tók við eins og ekkert væri eðli- legra en ég gæfi henni peninga. Því að í þessu landi er máttur pen- inganna algjör. Frelsið algjört til að eiga eða eiga ekki. A þriggja tíma iestarferð frá New York til Washing- ton starir ferðalangur furðu lostinn á endalausan haug af drasli, aflagðar verksmiðjur, brunarústir og bílhræ, svo að Djúpavík á Ströndum er eins og lystigarður í samanburði við það. Þannig hefur þetta bersýnilega verið lengi. Þetta er allt í einkaeign, þetta er mitt Iand og mitt drasl og verður svona eins lengi og mér sýnist og engin yfirvöld blanda sér í það. Ihaldsmaðurinn vinur minn lítur ekki upp úr bókjsinni alla leiðina, af því að hann er ekki al veg nógu mikill frjálshyggjumaður til að fmnast En hér er heldur engu leynt. Enginn bannar neinum að sjá allt það sem hann vill sjá. Og víst er það frelsi. Ósvífið, hroka- fullt frelsi. Pólska rœstingakonan sagði að hún vœri ekki miklu ríkari í Bandaríkjunum en hún var í Póllandi fyrir sex árum. En hún sagði að það vœri betra að vera frjáls en undirokuð aflamandi kerfi sem engar útgönguleiðir veitti. Hér hefði hún alltaf von.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.