Vikublaðið - 26.11.1992, Síða 7

Vikublaðið - 26.11.1992, Síða 7
Fimmtudagur 26. nóvember 1992 ViKUBLAÐIÐ 7 þetta fallegt, enda með Akureyri í kjördænti sínu. Hann færi vísast að skipta sér áf því ef draslið færi að hrúgast upp þar hver sem ætti það. En svo blasir við Washington- borg og minnir á allt annað en Man- hattan. Borg með evrópsku yfir- bragði, höfuðborg mesta ríkis heims. Við nýjan minnisvarða um rúmlega 58.000 Bandaríkjamenn sem létu líf- ið í Víetnam standa hreyknir foreldr- ar, eiginkonur og börn og renna fingrunum yfir nafnið á múrnum. Nöfnin voru lesin og það tók hálfan annan sólarhring því að slfkt lesa menn hægt og virðulega. Þeir féllu fyrir föðurlandið. Ferðalangur fann fyrir annars konar hreykni og kenndi eitt andartak gamalkunnrar þreytu í fótum eftir langar mótmælagöngur gegn þessari mannfórn. Ef til vill hefðu Beiri fallið ef heimurinn hefði ekki mótmælt. Og við heimsækjum musteri Abrahams Lincolns og þinghúsið og saga þessa mikla ríkis hellist yfir okkur, ótrúleg saga fólksins sem flúði undan kúgun úrkynjaðrar yfir- stéttar Evrópu og braut land í nýjum heimi með frelsishugsjónina að leið- arljósi, en sótti sér síðan lifandi fólk úr enn annarri álfu og hneppti í hlekki sem enn svíður undan. Fólkið sem gekk kaupum og söluni skóp þann ævintýralega auð sem afkom- endur þess hafa enn í svo litlum mæli notið. Og það er kannski vandi Banda- ríkjanna nú. Misskipting auðsins er orðin þjóðfélagsmein sem hinir auð- ugu eru farnir að finna fyrir. Ekkert nútímaþjóðfélag hefur efni á 25- 30% ólæsi, ekkert þjóðfélag hefur heldur efni á heilbrigðiskerfi sem ekkert ræður við farsóttir vegna þess að menn hafa ekki ráð á að leita læknis. Hið mikla ríki er að rotna innan frá meðan það leikur hlutverk gjafarans gagnvart vanþróuðum þjóðum. Þjóðarstoltið er orðið holt að innan, sjálfumgleðin blekking. Til þess er sorglegt að vita. Þegnar þessa mikla ríkis hugsjóna um frelsi og lýðræði eiga betra skilið. Ótrúleg þrautseigja genginna kynslóða má ekki og á ekki að vera unnin fyrir gýg. Bandaríkin eru þrátt fyrir allt von mannkynsins um friðsamlega sambúð ólíkra kynþátta í gjöfulu landi þar sem nóg ætti að vera fyrir alla. Ótti minn er þó sá að undirstöð- urnar kunni að vera að fúna, og vissulega fer sú umræða fram meðal hugsandi Bandaríkjamanna. Því að þar er engu leynt og þess vegna verð- ur þeim ýmislegt fyrirgefið. Ef til vill er það orðin mest þjóðarnauðsyn þar í landi að skilgreina hvað felist í því langþreytta hugtaki frelsi. Betlarinn fyrir utan hótelið okkar á Manhattan, ungur drengur sem hvorki er drukkinn né dópaður, er svo sannarlega frjáls. Hann þarf ekki að vinna því að hann fær enga vinnu. Hann hefur ekkert húsnæði og sefur þarna á horninu. Rétt hjá skýja- kljúfnum sem Japanir keyptu fyrir nokkrum árum en hirða ekki um að leigja út, svo að hæðirnar hundrað standa auðar. I Ameríku er allt leyfi- legt, engin boð eða bönn. Frelsið er algjört. Engin yfirvöld að blanda sér í einkamál. Og maður venst frelsinu fljótt. Jafnvel kvenpersóna frá Is- landi gengur glaðbeitt fram hjá manni sem liggur í anddyri verslunar annaðhvort sofandi eða jafnvel dauð- ur og gerir innkaup sem ekkert væri. Sama kona í verslun á Laugavegin- um væri búin að kalla til alll tiltækt björgunarlið við sömu aðstæður. Það er engu líkara en siðferðiskenndin og samkenndin sé orðin alfrjáls. En það er lfka frelsun þegar dimmir á Manhattan og Ijósin kvikna í álfaborgunum milli himins og jarðar. Þá fara ferðalangar að fá sér að borða eða sækja heimsins bestu leikhús og tónleika, en aðrir leggjast til svefns á gangstéttunum í skugga skýjakljúfanna. En hvað með það, ég meikaði það en þeir ekki, eða hvað? VÍMUEFNA VANDtNN Helgi Seljan, formaður Landssambands gegn áfengisbölmu: Bíndíndisdagur fjöl- skyldunnar 28. nóv. Það er mér mikið gieðiefni að fá aftur tækifæri til þess að viðra skoðanir mínar í eigin málgagni. Ekki er það síðra að mega taka bindindismálin fyrir, því löngum hafa þau hugleikin verið íslenzkum sósíalistum sem voru hvarvetna á varðbergi, þar sem gróðaöfl reyndu að læsa greipum sínum og það átti þá ekki hvað sízt við um áfengisauðmagnið. Þar þarf áfram á verði að vera og vonandi bera íslenzkir sósíalistar ávaiit gæfu til þess að standa sem bezt gegn vímunnar vá. Þar er oft þjóðfélagsvandinn verstur viðureignar. um ærnum fjármunum í afleiðing- arnar, lækningarnar, meðferðina, og ekki skal vanmetið margt sem þar er gert. En nær hygg ég væri okkur þó að eyða einhverju í þær fyrirbyggj- andi aðgerðir sem ættu að geta skilað okkur enn meiru, því að orsökinni á öðru fremur að hyggja. Þangað fer undralítið fé í dag. A bindindisdegi fjölskyldunnar er okkur öðru skyldara að huga að æsk- unni og allri hennar velferð. Með til- komu bjórsins gerðist það sem við andstæðingar hans óttuðumst mest: áfengisneyzlan færðist enn neðar í aldurshópa. Aukning áfengisneyzlu hefur að langmestu leyti orðið hjá æskunni - hjá óþroskuðum unglingum og þar verður á að ósi að stemma. Átak til þess að gera grunnskólann okkar áfengislausan, sem hugmynd er um hjá mætum starfsmönn- um Áfengisvarnaráðs, væri verðugt að hefja í kjölfar bindindisdagsins. Þætti mönnum það ef til vill til of mikils mælzt að unglingar innan 16 ára aldurs væru ekki farnir að ánetjast vímunni? Myndi „frelsis“lið gróðaafl- anna ekki af göflum ganga - yfir ósvinnunni? Á það lið hefur verið hlustað öðrum Öðnr sinni er nú efnt til bindindis- dags fjölskyldunnar og nú á laugar- degi, þeim degi þegar þess má því miður vænta að eitthvað beri út af hjá alltof mörgum fjölskyldum. Dag- urinn á að vera okkur öllum áminn- ing um holla siði, heilbrigða lífshætti og um leið er sérstök áhersla lögð á mikilvægi fjölskyldunnar í samfé- laginu. Við höfum æma ástæðu til að staldra við varðandi stöðu okkar í vímuefnamálum almennt. Fréttir lið- inna vikna hafa vissulega verið slík- ar að þær hljóta að hafa ýtt við ein- hverjum, vakið einhvern til umhugs- unar um það hvert þessi óheillaþróun alvöruatburða myndi yfirleitt leiða okkur. Þegar lögreglan kynnir óhugnanlega tíð útköll til að skakka leikinn inni á heimilunum þá hljót- um við að hugleiða, hversu ástatt er í raun, hversu börnin hljóta að líða, hvernig afleiðingarnar eru fyrir and- lega og líkamlega vellíðan þeirra, hversu það heimili er í raun statt sem þarfnast lögregluaðstoðar við að leysa mál - sem auðvitað eru svo ekki leyst í alvöru með slíku. Og áfengið er nær alltaf orsakavaldur- inn. Þegar við heyrum æðstu menn heilbrigðismála okkar fullyrða með gildum rökum, að áfengið sé einn stærsti ofbeldisvaldurinn, flest alvar- legri ofbeldisverk séu unnin á valdi vímunnar, þá undrar það engan sem allsgáðum augum fær litið ástand mála. En ógnvekjandi er þessi óræka staðreynd og til umhugsunar á bind- indisdegi fjölskyldunnar. hampa gömlu farísearéttlætingunni og fordæma hart í eigin upphafn- ingu, gera þannig skil góðs og ills, þar sem áfengið er í hlutverki hins góða á meðan önnur vímuefni leika andstæðuna. Sannarlega er sam- hengið slikt að það eitt væri vert ær- innar umhugsunar á degi sem þess- um, hver skrumskæling þar er uppi höfð. En ekkert er þó mikilvægara en huga að sem beztum forvörnum, huga að því hvernig sem bezt má bægja frá þessari ógnarvá. Við eyð- fremur á umliðinni tíð og af- leiðingarnar blasa nú við. Á hið falska „frelsis“hjal að verða stefna stjórnvalda, þar sem bjórgoð- ar fara í fylkingarbrjósti fremst? Allt hugsandi fólk ætti til varnar að snúast af einbeitni og djörfung þess mæta málstaðar sem barizt er fyrir. Bindindisdagurinn hinn 28. nóvember verður vonandi til þess að sá málstaður að minnka sem mest vald vímunnar innan fjölskyldunnar, meðal unglinganna, megi eiga greið- ari leið lil fólks og forystunnar ekki sízt. Þegar svo það er þrautsannað neyzla ólöglegra vfmuefna á rætur sínar í áfengisneyzlu í nær 100% til- vika þá kemur hvað gleggst í Ijós hversu hættuleg sú tvöfeldni er sem almenningsálitið speglar allt upp í æðstu staði um þessi skýru skil, sem eiga að vera milli áfengis annars vegar og ólöglegra vímuefna hins vegar. Þar kemur annar þáttur tvískinnungs til, því ótæpt er látið í veðri vaka að áfengisneyzla sé með öllu ótengd annarri vímu- efnaneyzlu, eitthvað allt, allt annað og algengt er að á sama tíma og menn mæra áfengið og mæla með auknu frelsi þar, óheftu helzt af öllu, þá fordæma þeir hinir sömu ákaflega önnur vímuefni, og alveg sérstaklega það ógæfufólk sem þeim er orðið háð. Sú mikla dómharka áfengis- dýrkenda í garð þeirra sem ánetjazt hafa öðrum eiturefnum fer raunar furðu oft saman við álit þeirra á þeim sem hafa beðið algert skipbrot í bar- áttunni við Bakkus. En alltof víða er þessi tvískinnungur á ferð og vinnur óbætanlegt tjón. Sá sem áfengið dýrkar og hreykir sér hátt í fullvissu þess að það sé auðmjúkur þjónn hans er oft áður en varir háður því, þannig að hans er þjónshlutverkið, að ekki sé talað um þrælshlut einan. En það er líka gott og hentugt að IVAF Kratastefna eftir kosningar Alþýðullokksmenn viðruðu marg- ir megna óánægju með verkstjórn Davíðs Oddssonar á viðræðum milli stjórnarflokkanna og við hagsmuna- samtök og stjórnarandstöðu. Mikið var talað um lausatök, vingulshátt og ótímabærar yfirlýsingar í fjölmiðl- um. Forsætisráðherra lét koma fram á fundum að ágreiningur væri milli stjórnarflokkanna og bjó Uokks- ráðsfund undir það að Sjálfstæðis- flokkurinn þyrfti að gefa eftir stefnu sína ef hann ætti að sitja áfram í stjórn og koma í veg fyrir að vinstri flokkar kæmust aftur til valda. Þegar upp er staðið þykir mörgum kratanum sem Davíð hafi leikið á þá með sauðarskapnum og það hafi ver- ið meiri úlfur í honum en þeir héldu. Þannig hafi honum tekist að snúa Jón Baldvin niður í öllum helstu málunum og skjóta stefnumálum Al- þýðuflokksins á langan frest. Stefnu krata á að framkvæma eftir næstu kosningar en fram að því verður stefna Sjálfstæðisflokksins í gildi. Það verður að teljast nokkuð góð út- koma fyrir Davíð. Tóti tappi - Ástæðan fyrir því að Jón Bald- vin vildi ekki birta efnahagsúrræðin fyrr en undir mánaðamót var ekki sú að þá er ASÍ-þingið afstaðið. Hann ætlaði að gleðja fólk á bindindisdegi fjölskyldunnar sem er 28. nóvember. Þura þögl£ - Eg hef heyrt að til standi að veita Ingimar Ingimarssyni sjón- varpslréttamanni persónulega aðild að evrópska efnahagssvæðinu. \;w\ Cj , vV Veitingastaður ^ í miöbæ Kópavogs F Kráarhornié Opið til kl. 3 Lifandi tónlist föstudaga og laugardaga Lítill, kr. 350, Stór, kr. 450. Pizzur - steikur - fiskréttir á vœgu verði Veisluþjónusta Hamraborg 11 - sími 42166 =0 8 s 4 =S&

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.