Vikublaðið - 26.11.1992, Side 11
Fimmtudagur 26. nóvember 1992
VIKUBLAÐIÐ
11
Aðstæður eru nú
um margt óvenju erf-
iðar í íslenskum
þjóðarbúskap og
ntikið umrót er í
efnahagslífi um-
heimsins. Atvinnu-
leysi er vaxandi og virðist vera að festast í sessi um land allt.
í sjávarútvegi og fleiri undirstöðuatvinnugreinum er rnikill
taprekstur og gjaldþrot tfð. Samdráttur er í ýmsum greinum iðn-
aðar, landbúnaði og þjónustugreinum. Stöðnun eða afturför rík-
ir á flestum sviðurn atvinnulífsins á sama tíma og störfum er
fækkað í velferðarþjónustu.
Við slíkar aðstæður er ríkari þörf en nokkru sinni fyrir
bjartsýna sóknarstefnu í íslenskum þjóðarbúskap, sóknarstefnu
sem getur á nýjan leik blásið mönnum kjark í brjóst og skapað
skilyrði til þróunar í framfaraátt.
Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur því ákveðið að setja
frarn tillögur í efnahags- og atvinnumálum sem unnar hafa verið
á undanförnunt vikuin. Tillögurnar fela í sér aðgerðir í íslensk-
um þjóðarbúskap til að skapa ný störf og auka verðmætasköpun
um leið og lögð er áhersla á stöðugleika og jafnvægi í efnahags-
lífi.
Sá vandi sem við er að glíma er ntikill og djúpstæður. A hon-
um verður að taka af fyllsta raunsæi og jafnframt með kjarki og
bjartsýni. Landsmenn allir verða að horfast í hreinskilni í augu
við það sem gera þarf.
Þingflokkur Alþýðubandalagsins er reiðubúinn til viðræðna
um nauðsynlegar aðgerðir og nýja stjómarstefnu við alla stjórn-
málaflokka, samtök launafólks og atvinnulífs og aðra þá sent
málið varðar.
Við göngum til þeirra viðræðna með opnum huga og leggjum
fram eftirfarandi tillögur til umræðu og umfjöllunar.
Nýr grundvöllur: Samhæfing og samvinna
1. Markmið til-
lagna Alþýðubanda-
Iagsins er að skapa
samstöðu um nýjan
grundvöll í hagstjórn-
inni jafnframt því
sem birt er ítarleg
skrá yfir sérstakar aðgerðir á helstu sviðum efnahagslífsins.
Nýjar hugmyndir þurfa að koma í staðinn fyrir það afskiptaleysi
sem einkennt hefur landstjórnina á undanförnum misserum og
sótt hefur fyrirmynd sína til Bretlands og Bandaríkjanna þar
sem stjórnvöld hafa trúað því í rúman áratug að markaðurinn og
einkavæðingin myndu leysa öll vandantál. Kenningin var sú að
stjórnvöld ættu hvergi að koma nálægt þróun atvinnulífsins. Þau
áttu að láta lítið til sín taka í efnahagsmálum. Þessi leið hefur
leitt hagkerfi Bandaríkjanna og Bretlands í rniklar ógöngur og
reynslan af þessari stefnu á íslandi á undanförnum misserum
hefur verið á sama veg.
2. íslendingar þurfa nú þjóðarsátt uni nýja leið: Leið sam-
hæfingar og samvinnu.
Kjarni hennar þarf að vera:
- Stjórnvöld samhæfi aðgerðir sínar og áherslur fyrirtækjanna.
- Sóknarlínur atvinnulífsins séu mótaðar með samráði og sam-
starfi.
- Framleiðsla vöru og þjónustu og áhersla á útflutning og
gjaldeyrissköpun séu drifkrafturinn í hagkerfinu og njóti for-
gangs í fjármögnun og skattalögun.
- Langtímauppbygging á tilteknum forgangssviðum verði leið-
arljós í fjárfestingum og starfsemi lánastofnana.
- Sameiginleg sókn á erlenda markaði verði ráðandi í sam-
skiptum fyrirtækja.
- Viðurkennt verði að traustar samgöngur, öflugt heilbrigðis-
kerfi, menntun, rannsóknir, starfsþjálfun og markaðsþekking
séu forsenda hagvaxtar og nauðsynleg ef atvinnulífíð á að
hafa almenn skilyrði til að sækja fram.
3. Sú stefna sem hér er lýst byggir á þeim viðhorfum:
- Að opnir stjórnunarhættir séu lykillinn að árangri í sókn fyr-
irtækja, atvinnulífs og þjóðarbúskapar.
- Að lýðræðisleg þátttaka starfsfólks í ákvörðunum atvinnu-
lífsins tryggir að þjóðin í heild sé reiðubúin að taka þátt í
lausn djúpstæðra erfiðleika.
- Að víðtæk ábyrgð í fyrirtækjum, í atvinnugreinum og í
stjórnsýslu sé áhrifaríkt tæki til að skapa nauðsynlegt aðhald.
4. Þær auðlindir sem íslendingar geta helst nýtt til nýrrar
sóknar í atvinnulífinu eru:
- Fiskstofnarnir og önnur auðæfi hafsins
- Orka fallvatna, jarðhitinn og ómenguð vatnsból
- Landið og óspillt náttúra
- Hugvit, hæfni, menntun og menning.
5. Lykilorðin í hinutn nýja grundvelli hagstjórnarinnar eru:
Samhæflng - Sóknarlínur - Framleiðsla - Útflutningur -
Sparnaður - Viðskiptasiðferði - Bjartsýni
Aðgerðir í efnahagsmálum og atvinnulífi
1. Ný atvinnuþróunarstefna:
1A. Bætt alnienn
rekstrarskilyrði at-
vinnulífsins:
IA.1 Veruleg lækkun
vaxta, m.a. með að-
gerðum í peninga-
málurn eins og lækk-
un bindiskyldu innlánsstofnana í Seðlabankanum sem gerir
lækkun útlánsvaxta og vaxtamunar bankanna mögulega.
1 A.2 Stöðugleiki í verðlagsmálum verði tryggður með stöð-
ugleika í nafngengi krónunnar og ahnennti samkomulagi aðila
vinnumarkaðar og ríkisvalds um jöfnunaraðgerðir í skattamál-
urn og á sviði félagslegrar þjónustu sem bæti kjör hinna verst
settu en feli ekki í sér breytingar á almennu launastigi.
IA. 3 Bætt samkeppnisstaöa íslensks atvinnulífs og lækk-
un raungengis með lækkun tilkostnaðar, afnámi aðstöðugjalds
og lægri verðbólgu en í samkeppnislöndum.
IB. Aðgerðir til að örva atvinnustarfsemi:
IB. 1 Aukning fjárfestingar ríkis og sveitarfélaga og aðrar
aðgerðir til að örva atvinnulífið verði fjárntagnaðar með há-
tekjuþrepi í tekjuskatti, skattlagningu fjármagnstekna og sér-
stöku sameiginlegu átaki sveitarfélaga.
IB. 2 Aðstöðugjald verði afnumið. I staðinn fái sveitarfélög
rýiuri heimildir til að ákveða útsvar samkvæmt eigin mati,
leggja á umhverfisgjöld og nýta m.a. bifreiðaeign og uml'erð
sem skattstofn ásamt því að innleiða breytileg fasteignagjöld.
IC. Samstarf um atvinnuþróun.
IC. 1 Samhæfing aðgerða samtaka atvinnulífs og opinberra
aðila til að móta sóknarfæri sem auka hagvöxt og efla útflutn-
ing.
1C.2 Sérstakar skattaívilnanir verði ákveðnar vegna mark-
aðs- og þróunarstarfsemi í tengslum við útflutning.
1C.3 Auknar samgöngubætur stuðli að þróun atvinnu- og
þjónustusvæða sem séu nægilega stór til að verða grundvöllur
sérhæfðrar nýsköpunar í atvinnulífinu.
IC.4 Fyrirtækjanet unt samstarf á útflutningsmörkuðum.
ID. Aukin framlög til rannsóknar og þróunarstarfsemi.
Framlög á fjárlögum til rannsókna og þróunarstarfsemi verði
aukin. Með breytingum á skattalögum verði fyrirtæki hvött til
þess að verja meira fjármagni til þessarar nýsköpunar.
IE. Efling menntakcrfis og starfsþjálfunar í atvinnulífi.
Menntun er forsenda hagvaxtar í framtíðinni. í því skyni þarf
einkum:
- að efla menntakerfið
- að auka veg verkmenntunar nteð sérstöku samstarfsátaki at-
vinnulífs og skóla
- að efla starfsþjálfun í atvinnulífinu og auka endurmenntun og
fullorðinsfræðslu.
2. Jöfnunaraðgerðir - Sátt á vinnumarkaði
2.1 Aðgerðir til að
örva atvinnulífið og
,, bæta rekstrarskilyrði
fyrirtækja munu auka
atvinnu launafólks.
Byrðarnar af þessum
aðgerðum verða fyrst
og fremst lagðar á þá sem betur mega sín nteð ákvörðunum unt
hátekjuskatt og fjármagnstekjuskatt.
2.2 Til að tryggja árangur af þessum aðgerðum og varðveita
jafnframt þann stöðugleika sent náðst hefur er mikilvægt í ljósi
þeirra erflðu ytri skilyrða sem framundan eru að ná samkomu-
lagi um lítt breytt almennt launastig í landinu. Það útilokar
þó ekki leiðréttingar launa á afmörkuðum sviðum sem aðilar ná
samkomulagi um.
2.3 Til að tryggja slíka launastefnu og milda áhrifin af hærri
sköttum sveitarfélaga í framhaldi af afnárni aðstöðugjalds á kjör
launafólks yrði beitt jöfnunaraðgerðum í skattamálum og á
sviði félagslegrar þjónustu sent jafnframt niyndu bæta kjör
þeirra verst settu. Aukin útgjöld vegna þessara jöfnunaraðgerða
gætu verið á bilinu 800-1500 m.kr. Ákveðið verði í samráði við
samtök launafólks hvernig þeirri upphæð verði varið. í því sam-
bandi má nefna hugmyndir eins og
- húsaleigubætur eða aðrar aðgerðir til að lækka húsnæðis-
kostnað
- hækkun barnabóta lágtekjufólks
- lækkun greiðslubyrði og affalla í húsnæðiskerfinu.
3. Varðveisla stöðuglcika - Jafnvægi í þjóðarbúskapnum
3.1 Stöðugleiki í
verðlagsmálum verði
varðveittur með stöð-
ugleika í gengismál-
um og samkomulagi
því á vinnumarkaði
sem áður er lýst.
Jafnframt verði forsendur stöðugs gengis styrktar til lengri tíma
með því að koma á fót gjaldeyrismarkaði þar sent breytingar á
framboði og eftirspurn eftir gjaldeyri hefði áhrif á gengi krón-
unnar og því þannig leyft að hreyfast innan ákveðinna marka.