Vikublaðið - 26.11.1992, Side 14

Vikublaðið - 26.11.1992, Side 14
VIKUBLAÐIÐ 14 Fimmtudagur 26. nóvember 1992 SKÁLDSKAPARMÁL Rithöfimdar tíl sölu Kaffihús og bókmenntir hafa löngum átt samleið og það á fleiri en einn veg. Þegar hvítur nóvember er á leið inn í enn hvítari desember er blátt áfram gott að setjast í hlýjuna og spjalla yfir kaffibolla um jóla- bókaflóðið og íslenskar skáldsögur. A kaffihúsi sem heitir því þjóðlega og eðlilega nafni: „Tíu dropar“ hittum við Alfrúnu Gunnlaugs- dóttur, Jóhann Pál Valdimarsson og Svölu Þormóðs- dóttur. Alfrún er einkum þekkt fyrir skáldsögur sín- ar en hún er líka prófessor í bókmenntum og hefur kennt þær við Háskóla Islands síðan 1970. Jóhann er formaður félags bókaútgefenda og útgáfustjóri For- lagsins. Svala hefur verið að læra bókmenntir við * H.I. og í Danmörku og vinnur nú að ritgerð um skáldsögu Thors Vilhjálmssonar: „Grámosinn glóir“. Eftir Kristján Jóhann Jónsson Hlutverk skáldsögunnar Ég spurði þau að því hvert væri hlutverk skáldsögunnar á vorum dögum. Jóhann: Góðar bókmenntir glæða skilning okkar á lífinu og tilverunni. Verða til þess að við náum að átta okkur á stöðu okkar í tilverunni, líð- an okkar sjálfra. Þær gefa okkur kost á því að samsama okkur öðrum per- sónum. Lestur bókmennta fullnægir mér á þann hátt. - Eru bókmenntirnar þá ein- hvers konar meðal? Jóhann: Ekki veit ég það nú en þær bjóða upp á sjálfskönnun. Svala: Það er líka oft þannig að maður finnur sjálfan sig í bókmennt- um en fær samt eitthvað alveg nýtt út úr þeim - nýja flís af tilverunni. Eftir lestur góðrar bókar er maður ekki al- veg sama manneskjan. Þess vegna vill fólk skáldskap. Það vill þroskast. Álfrún: Ætli megi ekki bæta því við að bókmenntir svala forvitni eða hnýsni. f bókum er hægt að komast nær fólki en menn eiga kost á í lif- anda lífi. - Er það gluggagægjuhneigð sem heldur mönnum við lestur? Álfrún: Kannski undir niðri þótt það sé ekki mjög meðvitað. Sam- bandið milli höfundar og lesanda er mjög sérstakt og næst ekki nema með tilstilli listar. Við komumst nær höfundi með því að lesa það sem hann skrifar en með því að tala við hann. - Vilja lesendur þetta sam- band? Nýlega var mér sagt að allt- af kæmi út jafnmikið af bókum en skáldsögurnar yrðu alltaf færri og færri. Þær væru teljandi á fingr- um annarrar handar. Jóhann: Það er ekki rétt. Ég hef ekki talið saman hvað þær eru marg- ar en þú þarft áreiðanlega fingur beggja handa. Ungir, sætir rithöfundar - Eru höfundar íslenskra skáldsagna ekki orðnir gamlir? Það virðist heldur lítil endurnýjun í þeirra hópi. Jóhann: Það er aftur á móti alveg rétt. Sem útgefandi sakna ég þess mjög að sjá ekki yngri menn. Ég hef fengist við þetta í tuttugu ár og kringum 1974 var svo óskaplega gaman. Þá voru að koma fram menn eins og Pétur Gunnarsson. Þá þótti mér þetta miklu meira spennandi. Ég neita því ekki að ég sakna spennandi nýgræðinga. Svala: Finnst þér ekki vera spenn- andi nýgræðingar á ferðinni? Mér dettur í hug til dæmis Gyrðir Elías- son og Kristín Ómarsdóttir sem mér finnst vera að gera merkilega hluti. Jóhann: Vissulega hafa komið fram ágætir ungir höfundar en þeir sæta ekki sömu tíðindum og Pétur Gunnarsson gerði á sínum tíma. Hann kom með verulega ferskan tón. Álfrún: Hafa útgefendur áhuga á ungum höfundum? Þeim fylgir meiri áhætta og er ekki viðbúið að útgef- endur lesi þeirra handrit með öðrum augum? Jóhann: Ég heyri alltaf öðru hverju þá skoðun að útgefendur þori ekki að taka þá áhættu sem fylgir bókum ungra höfunda og ég fullyrði að svo er alls ekki. Ég er ekki einn um að vera með verkjum af löngun eftir því að finna nýja vaxtarbrodda. Ég veit að það gildir um fleiri útgef- endur. Þeir okkar sem á annað borð hafa einhvern áhuga á bókmenntum eru mjög opnir fyrir því ef fram kemur eitthvað nýtt sem er gott. Við fáum ógrynni handrita en gæði þeirra eru lítil. Margar eða góðar skáldsögur? - Þá komum við aftur að því hvort of fáar skáldsögur eru gefn- ar út. Svala: Gerir nokkuð til þó að út komi fáar skáldsögur, bara ef þær eru góðar? Þarf endilega að gefa út eitthvert rosalegt magn af skáld- skap? Jóhann: Ég held nefnilega að út komi of margar skáldsögur. Það koma út góðar skáldsögur á hverju ári en því miður koma líka skáldsög- ur sem er afskaplega Iítil ástæða til að gefa út. Þess vegna er ég alls ekki sammála því að gefnar séu út of fáar skáldsögur. Það er lika vandamál í útgáfunni hvað salan dreifist á marga titla. Skáldsagna- og fagurbók- menntaútgáfa yfirleitt er fjárhags- lega séð tóm þvæla fyrir útgefand- ann. Það er einungis í undantekning- artilfellum sem slíkar bækur standa undir sér en sem betur fer eru til út- gefendur á Islandi sem hafa nægileg- an metnað til að gefa þær út samt. - Hvers vegna eru þeir að því? Er það ekki stefna dagsins að leggja allt niður sem ekki ber sig fjárhagslega? Jóhann: Ég held að á næstu árum verði þróunin sú að útgáfa fagurbók- mennta dragist saman. Það verður erfiðara en verið hefur fyrir höfunda að fá verk sín útgefin en jákvæða hliðin á því verður sú að salan verður meiri á þeim sem út koma. Þau hand- rit sem ekki geta talist verulega góð- ar bókmenntir og eiga ekki neina sérstaka sölumöguleika munu hins vegar lenda úti í kuldanum. Svala: Það hefur verið dálítið erfitt fyrir mig að fylgjast með því sem út kemur vegna þess að ég hef búið í út- löndum síðustu fjögur ár. Hins vegar finnst mér koma út íslenskar skáld- sögur sem standast fyllilega saman- burð við það sem best gerist erlend- is. Ég get til dæmis nefnt „Grámos- inn glóir“ eftir Thor Vilhjálmsson og „Gunnlaðar sögu“ Svövu Jakobs- dóttur. Það eru heimsbókmenntir að mínu mati. - Ef það er rétt hjá Jóhanni að erfiðara verði í framtíðinni að fá skáldsögur útgefnar þá vekur sú staða spurningar: Getur nokkur orðið ritsnillingur án þess að gefa út nokkrar bækur, ef til vill mis- góðar? Og hætta rithöfundarnir ekki að þroskast af verkum sínum ef hvert einasta handrit verður að vera annað hvort með rífandi sölumöguleika eða alveg ótvírætt bókmenntagildi? Álfrún: Þótt ég sé ekkert að mæla með einhverri meðalmennsku þá finnst mér að alls konar gróður verð' Svala Þormóðsdóttir, Jóhann Páll Valdimarsson og Álfrún Gunnlaugsdóttir í kaffihússrabbi við Vikublaðið.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.