Vikublaðið - 26.11.1992, Page 16
VIKUBLAÐIÐ
16
Fimmtudagur 26. nóvember 1992
MYNDLISTARMAÐUR VIKUNNAR
Tungumál náttúrunnar og listarinnar
Jóhann Eyfells
er fæddur í Reykjavík 1923. Hann stundaði nám í skúlptúr, málaralist og
byggingarlist í Berkeley-háskóla í Kaliforníu 1946-50. Þá fluttist hann
til Flórída þar sem hann lauk námi í byggingarlist við Flórídaháskóla
1953 og í höggmyndalist frá sama skóla 1964.
Jóhann hefur starfað sem prófessor í myndlist við University of Cent-
ral Florida, Orlando, frá 1969. Hann hefur haldið um 15 einkasýningar,
flestar í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.
Verk: Flatt sem flatt sem teningur,
1991-1992.
Efni: ál
Stærð: 129,5x129,5x15,2 sm. hver
hlið.
Verkið er opið í endana, en hlið-
arnar eru skrúfaðar saman. Verkið
var til sýnis á sýningu Jóhanns í
Listasafni Islands sem er nýlega af-
staðin.
„í gamla daga varð okkur feðg-
um, Eyjólft J. Eyfells og mér, tíð-
rætt um öflin sem skópu fjöllin.
Honum þótti sjálfsagt að mála
myndir af þeim eins og þau voru, en
ég hafði meiri áhuga á tilurð
þeirra."
Þannig kemst Jóhann Eyfells að
orði í viðtali í vandaðri sýningar-
skrá, sem fylgdi nýafstaðinni sýn-
ingu hans í Listasafni íslands. Orð
hans bera vitni um ólíkan skilning
tveggja kynslóða á náttúrunni. Þau
undirstrika líka þær spurningar, sem
verk Jóhanns vekja, um tengslin á
milli tungumáls náttúrunnar og
tungumáls mannsins, og sambandið
á milli þess sem við köllum náttúru-
lega fegurð og listræna fegurð.
Náttúran talar til okkar í marg-
breytileik sínum á mörgum tungu-
málum. Við notum rökhyggju og
náttúruvísindi til þess að skilja og
skilgreina mörg þeirra. En það fyr-
irbæri sem við köllum í daglegu tali
„náttúrufegurð“ er í raun sam-
kvæmt skilgreiningu sá eiginleiki
náttúrunnar, sem býr handan þess
sem skilgreint verður með aðferð
raunvísindanna. Náttúrufegurðin er
um leið órofa tengd tímanum og
upplifun okkar sjálfra og næmleika.
Arangursríkasta og kannski eina að-
ferðin sem maðurinn hefur til þess
að ráða þetta óræða tungumál nátt-
úrunnar, er sú að skapa listaverk,
sem eru hvort tveggja í senn ands-
vör við og túlkun á þessu óræða
tungumáli náttúrunnar. Þannig er
það hlutverk listaverksins að segja
hið ósegjanlega. Og einmitt þess
vegna er það vonlaus vegur fyrir
gagnrýnandann að „túlka“ tungu-
mál listaverksins í orðum: það
stefnir á hið ósegjanlega.
Þetta verður ekki síst augljós
vandi þegar við stöndum andspænis
verkum Jóhanns Eyfells. Við sjáum
þó auðveldlega að „Flatt sem flatt
sem teningur" fjallar frekar um til-
urð fjallsins en eftirlíkingu á ytra
formi þess. Verkið fjallar eins og
önnur verk Jóhanns um náttúruöflin
eða orkuna sem býr handan hins
efnislega forms og mótar það.
Stundum nálgast verk hans það að
vera eins og ósnortin náttúrufyrir-
bæri eða hraunstorka. Þau eru þó
yfirleitt úr tilbúnum efnum eins og
áli eða annarri málmblöndu. Og þau
bera alltaf í sér hið stundlega augna-
blik sköpunarinnar. í þeim má einn-
ig alltaf greina einhvern strúktúr
eða geómetrísk grunnform sem tak-
ast á við yfirþyrmandi formleysu.
Við getum merkt vilja listamanns-
ins í þeirri spennu sem hann setur á
svið í verkinu á milli þessara grunn-
forma, sem við getum kennt við sið-
menningu, og formlausrar stork-
unnar, sem er eins og blind náttúru-
öflin handan góðs og iils. Sjálfur
talar Jóhann um sjálfan sig sem „vél
sem vinni úr öflum alls staðar frá,
sjúgi þau í sig og ryðji þeim frá sér
á víxl“.
Samkvæmt orðum Jóhanns sjálfs,
þá vakir það jafnframt fyrir honum
með skúlptúrum sínum að afhjúpa
takmörk hefðbundinnar rökræðu og
tungumáls, er geti ekki notað sama
táknkerfið til þess að spanna andleg
og efnisleg gildi: „Ég er að vona að
verk mín geti hjálpað ungu fólki að
skynja að fyrirskipandi orðræða er
eins og hver önnur sjónhverfing:
hún bregður upp mynd af heild sem
á sér enga stoð í raunveruleikanum.
Hin „raunverulega" heild er aldrei
nema augnabliks sannleikur."
Þess vegna er augnablik sköpun-
arinnar og tilviljunin svo ríkir þættir
í verkum Jóhanns Eyfells. Þau eru
djörf og áleitin glíma við að túlka
hið óræða tungumál náttúrunnar.
Það væri verðugt og áhugavert
verkefni að kanna þá ólíku sýn á
náttúruna sem birtist í verkum lista-
manna eins og Þórarins B. Þorláks-
sonar, Jóhannesar Kjarvals og Jó-
hanns Eyfells. Það gæti gagnast
okkur til þess að skilja þá alla betur
og þann mun sem við gerum á nátt-
úrulegri og listrænni fegurð.
Blóðdropar Megasar
Skífan hefur gefið út hljómdisk með kvæðum, lögum og söng Megasar. Ýms-
ir góðir hljómlistarmenn eru honum til samlætis. Þrír blóðdropar nefnist
diskurinn og þar er meðal annars Vanskilablús (Fógetablús), sem hér birtist:
Ég er vanskilamaður
og vanskila kveina ég blús
því ég verð senn á götunni
- lögmenn komu að hirða mín hús
Ég átti að borga tíkall
en ég trassaði það bara sísona
og nú taka þeir það hundraðfalt
en ég get sparað mér að vona
Fógetinn smælar
fjórðungurinn er hans
ég finn hvað hann elskar mig
kannski sendir hann krans
Fógetinn hlakkar
hann fær jú að skemmta sér
og hann fílar það í tætlur
meðan eitthvað af mér eftir er
Fógetinn gleðst
hann fær vel útilátinn sinn skerf
hann fílar mig í botn
en það er líka þar sem ég hverf
Fógetinn ljómar
honum finnst sjálfsagt hann geti vel dreymt
hann fattar ekki martröðina
- allt er reimt en ekki gleymt
Ef þér tekst að aura saman
handa einum og hann fær það svo allt
kemur óðar sá næsti
og hann heimtar sitt margfalt
Hríðin er sem veggur
gluggapósturinn eins og páskasnjór
það er kominn pyttur við lúguna
en ég veit ekki hvert ástin mín fór
Þú þarna fulltrúi
ég á bara eina ósk handa þér
nei hún er ekkert smáheit
en ég segi þér helst ekki hver hún er
En þegar upp er staðið
sést að flas gerir kannske einhvern flýti
en engan fögnuð að ráði
því svo brennurðu um eilífð í víti
Ég er óskilamaður
þetta er vanskilablúsinn ef þú ekki veist það
og vindurinn hvíslar í eyrað mitt
að djöfullinn hyggist brennimerkja á þér eistað