Vikublaðið - 26.11.1992, Side 17
Fimmtudagur 26. nóvember 1992
VIKUBLAÐIÐ
17
ERLENDIR A HRIFA MENN
Bjargvættur borgar-
anna í Danmörku
Aðalleikarinn í dönskum stjórnmálum síðastliðin tíu ár gæti þurft að taka hatt sinn
og staf og ganga út af pólitíska sviðinu í jólamánuðinum vegna Tamílamálsins svo-
kallaða. En hitt er svo sem mögulegt að Poul Schlúter standi af sér ásakanir um mein-
særi eins og hann hefur hrist af sér öll áfóll og uppákomur á tíu ára ferli sem forsætis-
ráðherra.
Poul Schliiter er heildsala-
sonur af Suður-Jótlandi sem
15 ára var orðinn formaður í
flokkslelagi Ihaldssama
þjóðarflokksins (Konservativ
Folkeparti) í Haderslev, þar
sem hann ólst upp. Hann
fékk pólitísku bakteríuna
snemma og hún hefur aldrei
látið hann í friði síðan. Lög-
fræðinám hans sat lengi á
hakanum vegna pólitískra
starfa og hann var um skeið
formaður ungra hægrimanna
í Danmörku. Hann var fyrst
kjörinn á þing 1964 og um
hríð var hann einnig borgar-
fulltrúi í Gladsaxe nálægt
Kaupmannahöfn.
Ekki fór mikið fyrir
Schlúter á þingi fyrstu árin
en upp úr 1970 var hann kjör-
inn til ýmissa trúnaðarstarfa í
flokknum á tímum þegar
hann þjáðist af uppdráttar-
sýki og innri deilunt. í einum
af fastaþáttum útvarpsins var
hann látinn koma inn í hléum
mánuðum saman og syngja
við lag Leópolds úr söng-
leiknum „Sumar í Týról“:
„Ja, ja, ja, nu kommer jeg,
mit navn er Schliiter". Það
var gert grín að honum sem
ávallt reiðubúnum reddara.
Schlúter er íhald
Og honum tókst að redda
íhaldssinnaða þjóðarflokkn-
um. Þegar hann varð formað-
ur flokksins 1974 hafði Poul
Hartling, formaður Venstre,
nýverið niðurlægt foringja
íhaldsmanna með því að
segja upp í opið geðið á þeim
að þeir hefðu enga stöðu til
þess að vera með kröfur.
Poul Schlúter vann markvisst
að því að tefla flokknum inn
í valdamiðju danskra stjórn-
mála og um 1980 var ekki
lengur hlegið að dönskum
íhaldsmönnum.
Mörg tilsvör Schlúters
hafa orðið fleyg: „Auðvitað
er ég íhaldssinnaður, en ekki
svo mjög að það geri nokkuð
til.“ Hann hefur sett valda-
sóknina ofar en kenningar og
kreddur. Innávið í flokknum
hefur þó ætíð verið ljóst að í
deilunum um „íhald“ eða
„alþýðlegheit", sem lengi
geisuðu í Konservativ Folk-
eparti, var Schlúter í flokki
íhaldsmanna eins og Erik
Ninn Hansen. Ninn Hansen
var í senn fóstri hans og
vopnabróðir í flokknum, en
gæti einnig orðið valdur að
falli forsætisráðherrans með
gerðum sínum sem dóms-
málaráðherra í Tamílamál-
inu. Schlúter gerði fornvin
sinn Ninn Hansen að forseta
þingsins þegar Svend Jakob-
sen sagði af sér því embætti í
lok árs 1989. Með því var
hann að staðfesta vaktaskipt-
in í danskri pólitík. Jafnaðar-
flokka í Danmörku sem lifði
af þingkosningar. Síðar á
áratugnum var Róttæki
vinstri flokkurinn tekinn inn
í stjórnina í stað tveggja síð-
astnefndu flokkanna og loks
situr nú í Danmörku tveggja
flokka stjórn íhaldsmanna og
Venstre, sem er enginn
vinstri flokkur.
Við upphaf tíu ára ferils
sem forsætisráðherra daðraði
„Það á að verða auðveldara að vera
Dani, “ sagði hann og réðst gegn
reglugerðarfrumskóginum. Sarnanlagt
settu stjórnir á vegum Schliiters fram
2000 tillögur um afnám reglna en
sarnt sem áður varþað niðurstaða
prófessors Grönnegaard Christensens
í hókinni „Hið ósýnilega ríki“ 1991 að
það liefði ekki orðið auðveldara að
vera Dani, ef slíkt ætti að meta eftir
fjölda gildandi reglna.
menn, sem höfðu „átt“ for-
seta þingsins um áratuga
skeið, „áttu“ ekkert lengur.
Orðheppinn markaskor-
ari
„Það eru bara þeir sem
skora mörkin sem koma í
sjónvarpinu, “ hefur Schlúter
sagt um árin sem hann strit-
aði við að endurreisa flokk-
inn. En 1982 var komið að
honum að skora þrennu í
danskri pólitík. Hann sneri
Anker Jörgensen niður úr
stóli forsætisráðherra, mátaði
Henning Christophersen,
sem þá var formaður
Venstre, í taflinu um
embætti forsætisráð-
herra í nýrri stjórn
borgaraflokkanna, og varð
fyrsti forsætisráðherra
íhaldsmanna í sögu Dan-
merkur.
„Fjögraflokkasmárinn" -
stjórn Konservativ Folkep-
arti, Venstre, Kristlig Folk-
eparti og Centrumdemokrat-
erne - var minnihlutastjórn
en hún lifði ekki aðeins út
kjörtímabilið heldur varð
hún fyrsta stjórn borgara-
Schlúter enn við hugmyndir
um samvinnu við danska
jafnaðarmenn um leið og
draumsýn hans var nokkurs-
konar íslenskur Sjálfstæðis-
flokkur sem höfðaði að hluta
til fylgis kratanna. Síðar setti
hann fram þá kenmiigu að
borgaralegur meirihluti á
þingi ætti að hafa í för með
sér stjórn á vegum borgara-
flokkanna. I efnahagsmálunt
vildi hann í byrjun síðasta
áratugar spara, hagræða og
Þeir Schliiter og Ellernan-Jensen hafa orðið að temja sér
ákveðna andlitsdrœtti þegar þeir hafa verið ofurliði
bornir íþinginu hvað eftir annað ert samt setið áfram
eins og ekkert hafi ískorist...
Tíu ár á sama snarbrjálaða
stólnum......
endurbæta í opinberum
rekstri, en taldi nauðsynlegt
að hafa stóran opinberan
geira í þjóðfélaginu. Við lok
áratugarins höfðu áherslurn-
ar breyst verulega yfir í nýf-
rjálshyggjustílinn.
„Það á að verða auðveld-
ara að vera Dani“, sagði
hann og réðst gegn reglu-
gerðarfrumskóginum. Sam-
anlagt settu stjórnir á vegum
Schlúters fram 2000 tillögur
um afnám reglna en samt
sem áður var það niðurstaða
prófessors Grönnegaard
Christensens í bókinni „Hið
ósýnilega ríki" 1991 að það
hefði ekki orðið auðveldara
að vera Dani, ef slíkt ætti að
meta eftir fjölda gildandi
reglna.
Lipurð og lagni, orð-
heppni og stílgáfa eru ein-
kunnir sem danski forsætis-
ráðherrann fær gjarnan.
Hann hefur sjálfur orðað
stjórnarsáttmála jafnt sem
slagorð í kosningum og ljáð
þeim hressileika og
bjartsýni, sem orðið hafa
vörumerki Schlúters. „ V7Y)
erum meira ráðherrar held-
ur en flokksmenn, “ segir
hann um ástæðuna fyrir góð-
um starfsanda í flestum
stjórna sinna. En það mun
ekki hafa lítið að segja að
Schlúter snýr ágreiningi í
ráðherraliðinu ýmist upp í
fræðilegar vangaveltur eða
afgreiðir flókna deilu með
orðaleikjum. Fari ráðherrar
út af línunni eru þeir hins
vegar teknir á teppið í
óvægnum einkasamtölum.
Einstætt danskt ástand
I flestum þingræðisríkjum
hefði hið danska ástand veri
talið óþolandi. Minnihluta-
stjómir sem rúmlega eitt
hundrað sinnum á áratug eru
ofurliði bornar í atkvæða-
greiðslum, bæði í utanríkis-
málum og efnahagsmálum,
sitja sem fastast í Danmörku,
en hefðu víðast annarsstaðar
hrökklast frá völdum. Enginn
vafi er á því að persóna Poul
Schlúters á stóran hlut í því
að borgaraflokkunum hefur
tekist að sigla milli skers og
báru allan þennan tíma. 1986
kom hann til að mynda Ank-
er Jörgensen, leiðtoga jafn-
aðarmanna, í opna skjöldu
með því að efna óvænt til
þjóðaratkvæðagreiðslu um
Einingarlög Evrópu. Og
hann sneri hvað eftir annað á
hinn nýja foringja jafnaðar-
rnanna Svend Auken. Þriðji
foringi krata í forsætisráð-
herratíð Schlúters, Poul Nyr-
up Rasmussen, virðist hafa
burði til þess að geta staðið
uppi í hárinu á foringja
íhaldsmanna.
I bókinni Danmörk
Schlúters eftir danska rit-
stjórann Henning Fonsmark
er bent á þá brotalöm sem
verið hefur í ríkisstjórnum
hans. Miðjuflokkarnir, sem
verið hafi í þeim eða stutt
þær, hafa haft tilhneigingu til
þess að vilja frekar sernja við
jafnaðarmenn heldur en að
vera með hreinar borgaraleg-
ar lausnir. Þá er það auðvitað
fáheyrt að stjórnir Schlúters
hafa sjaldnast verið þess um-
komnar að tryggja eigin
meirihluta fyrir árlegum fjár-
lögum, en það er í flestum
þingræðisríkjum talið eina
ófrávíkjanlega skilyrðið fyrir
áframhaldi stjórnarsam-
starfs. Þessar mótsagnir gera
það að verkum að hin langa
seta Schlúters þykir taktískur
stórsigur. En hvaða verði er
hann keyptur?
Leiðtogi borgaralegra
afla
Fonsmark heldur því fram
að það hafi ekki einungis
orðið vaktaskipti í stjórnar-
ráðinu danska, þar sent krat-
ar höfðu komið upp nokkurs-
konar einokun, heldur hafi
borgaraflokkarnir náð fram
ýmsu í fjármálum, tekjust-
efnu, utanríkismálum,
skatta- og hagræðingarpóli-
tík sem miklu skiptir fyrir þá,
og hefði farið á annan veg ef
jafnaðarmenn hefðu áfram
verið dagskrárstjórar stjóm-
málanna.
Poul Schlúter hefur litið á
það sem helsta verkefni sitt á
stóli forsætisráðherra að
tryggja samvinnu borgara-
flokkanna á þann máta að
þeir geti náð saman um
stjórnargmndvöll á hverjum
tíma enda þótt samsetning
flokkanna í ríkisstjórn sé
mismunandi. Hann hefur lát-
ið sína eigin flokkshagsmuni
víkja fyrir þessu markmiði
og þessvegna hefur honum
tekist að grunnmúra stöðu
sína sem leiðtogi borgara-
legra afla í Danmörku hvar í
flokki sem þau eru.
Það yrði því mikið áfall
fyrir „borgarana" í Dan-
mörku ef Poul Schlúter
neyddist til þess að segja af
sér í desember, þegar og ef
dómstólar komast að þeirri
niðurstöðu að hann hafi vitað
meira en hann vill vera láta
um tilraunir Erik Ninn Han-
sens, þáverandi dómsmála-
ráðherra, til þess að tefja af-
greiðslu á umsóknum Tamfla
um fjölskyldusameiningu í
Danmörku.
Áður en við skiljumst við
Schlúter er rétt að vitna í orð
hans sem ef til vill hafa að
geyma lykil að skilningi hans
á stjórnmálum:
„Harlling sagði einu sinni,
og því gleymi ég aldrei:
Flokkar hafa engar tilfinn-
ingar. Mér rann kalt vatn
milli skinns og hörunds og
ég var innilega ósammála
honum. Auðvitað hafa flokk-
ar tilfinningar. Við tileinkum
okkur heilmikið af tæknileg-
um og efnahagslegum rök-
semdurn, sem við getum
breytt í takt við þróunina, en
annars eru það tilfinningar
sem við mestmegnis reiðum
okkur á.“