Vikublaðið - 26.11.1992, Síða 20
2. TÖLUBLAÐ • 1. ÁRGANGUR
26. NÓVEMBER 1992
VIKUBLAÐIÐ -
Skattar á 4 manna fjölskyldu hækka um 95 þúsund milli ára
30,9% hækkun
beinna skatta
Auk þess bensíngjald og virðisaukaskattur á menningu og ferðaþjónustu
Almennur tekjuskattur á alla einstaklinga, lækkun barnabóta, lækk-
un vaxtabóta og hátekjuskattur upp á 5%, þýða 4,1 milljarð í auknar
álögur. Beinir skattar á einstaklinga hækka um 30,9% á næsta ári.
Auk þess hefur virðisaukaskattur á menningu, ferðaþjónustu og hús-
hitun í för með sér 1,3 milljarð í álögur og bensíngjald 350 milljónir.
Samanlagt felast í tillögum ríkisstjórnarinnar skattahækkanir upp á
tæplega 6 milljarða króna, sem svarar til 44,2% hækkun tekjuskatts
einstaklinga milli ára. Alögurnar hafa í för með sér 95.200 króna
aukna skattheimtu á fjögurra manna fjölskyldu.
í tillögum ríkisstjómarinnar er
engin tekjujöfnun. Þar er með ótrú-
lega ósvífnum hætti haldið þannig á
málum að ALLT lendi á launafólki.
Þegar gengið var frá ráðstöfunum
höfðu engar kannanir farið fram á
því hvemig þessar aðgerðir koma
niður á launafólki og einstökum
tekjuhópum. Það er þó ljóst að þess-
ar aðgerðir munu líka skerða kaup-
mátt þeirra sem hafa lægst launin.
L des samkoma
Hin árlega 1. des-samkoma Alþýðu-
bandalagsins á Akranesi verður
haldin n.k. þriðjudag í Rein og hefst
kl. 20:30.
Dagskrá: Avarp Jóhann Arsælsson
Ýmis skemmtiatriði
Kaffiveitingar.
1. Lagður verður á 1,5% tekju-
skattur sem á að skila alls um 2.850
milljónum króna. Þessi skattur á að
renna til sveitarfélaga í gegnum rík-
issjóð og er því í raun útsvarshækk-
un. Viðkoma peninganna í Stjómar-
ráðinu hefur verið kölluð peninga-
þvottur.
2. Lagður er á 5% hátekjuskattur.
Hann skilar aðeins 300 milljónum
króna 1993 og hann verður aðeins
lagður á í tvö ár samkvæmt yfirlýs-
ingum forsætisráðherra.
3. Lagður er á bensínskattur upp á
350 milljónir króna á ári. Til ára-
móta mun bensín hækka í verði um
10% eða meira en bensínið hefur
hækkað alls á síðustu tveimur ámm.
4. Virðisaukaskattur er lagður á
nýja þætti, eins og
- hótel, sem kemur harkalega við
„eina vaxtarbroddinrí* í íslensku at-
vinnulífi;
- bækur, tímarit og blöð og aðra
fjölmiðla sem meðal annars mun
hafa hrikaleg áhrif á bókaútgáfu hér
á landi;
- húshitun sem leggst þyngst á þá
sem borga mest fyrir í húshitunar-
kostnað.
Virðisaukaskatturinn skilar 800
millj. kr. í ríkissjóð á næsta ári en
hækkar tekjur ríkisins af virðisauka-
skatti um 1350 millj. kr. á árinu 1994.
5. Bamabætur em lækkaðar - eða
með öðmm orðum: Skattar hækka í
raun mest á þeim sem eiga flest
bömin! Gert er ráð fyrir því að skera
niður framlög til bamabóta og
bamabótaauka um 500 millj. kr.
Vikublaðið tekur fyrstu skrefin
Vikublaðið fékk hlýjar móttökur þegar það kom út sl. fimmtudag og
almennt sáu áhugamenn um þjóðfélagsmál á vinstri kantinum mögu-
leika á nýjum vettvangi fyrir skoðanaskipti í blaðinu.
Hér er Hildur Jónsdóttir, ritstjóri blaðsins frá og með áramótum,
að fylgjast með hönnun þess hjá Gísla Steinari Jónssyni sem haft hef-
ur veg og vanda af útiitsþróun þess.
Kvótakerfið fest í sessi
Niðurstaða ríkisstjórnarinnar er óbreytt fiskveiðisteíha út öldina! Alþýðubandalagið ræðir tillögur um nýja fiskveiðistefnu
„Þetta er sátt um fiskveiðistefnuna. Þetta er sátt um aflamarkskerfið
og að menn geti treyst því að á næstu árum að við því verði ekki
hróflað þannig að gerðir manna geti staðist.“ Þannig fagnaði Kristj-
án Ragnarsson, formaður LIU, niðurstöðu ríkisstjórnar Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins um síðustu helgi þegar ákveðið var að
halda óbreyttri fiskveiðistefnu út þessa öld.
Alþýðubandalagið
Aðalfundur
miðstjómar
Aðalfundur miðstjómar Alþýðu-
bandalagsins verður haldinn um
helgina í veitingahúsinu Firðinum,
Strandgötu 30, í Hafnarfirði. Efna-
hags- og atvinnumál, flokksstarf og
viðhorf vinstri manna til umhverfis
og hagvaxtar eru helstu mál mið-
stjómarfundarins að þessu sinni.
„Tillögur Alþýðubandalagsins
verða kynntar í upphafi fundarins og
lagðar til grundvallar umræðunni, en
einnig hlýtur fundurinn að ræða
efnahagsráðstafanir ríkisstjómarinn-
ar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon,
formaður miðstjórnarinnar, í samtali
við Vikublaðið.
A laugardag verða almennar stjóm-
málaumræður þar sem Ólafur Ragnar
Grímsson, Ragnar Amalds og Stein-
grímur J. Sigfússon hafa framsögu.
Um kvöldið verður sameiginlegur
kvöldverður og kvöldvaka.
A sunnudag verða meðal annars
umræður um viðhorf vinstri manna
til umhverfis og hagvaxtar. Þátttak-
endur í þeim umræðum er Álfheiður
Ingadóttir, Bjöm Guðbrandur Jóns-
son, Einar Valur Ingimundarson,
Hjörleifur Guttormsson og Már
Guðmundsson.
Miðstjómarfundurinn verður settur
kl. 09:30 laugardaginn 28. nóvember.
Eftir þessa niðurstöðu ríkisstjóm-
arinnar er kvótakerfið fastara í sessi
en nokkru sinni fyrr. Þorsteinn Páls-
son og Kristján Ragnarsson hafa
unnið þann sigur að engin endur-
skoðun mun fara fram á fiskveiði-
stefnunni á næstu árum. Ákvæðið
sem er í gildandi fiskveiðilögum um
að endurskoða skuli kerfið fyrir lok
ársins 1992, hefur í reynd verið tekið
úr sambandi.
Þessi niðurstaða um óbreytt
kvótakerfi er vissulega mikill ósigur
fyrir alla þá sem á undanfömum ár-
um hafa haldið fram málefnalegri
gagnrýni á kvótakerfi Kristjáns
Ragnarssonar og LÍÚ. Alþýðuflokk-
urinn setti það sem meginskilyrði
fyrir þátttöku í núverandi ríkisstjóm
að ný lög yrðu sett um fiskveiði-
stjómun á kjörtímabilinu. Það fyrir-
heit sem staðfest var með stofnun
hinnar svokölluðu tvíhöfðanefndar
hefur nú verið svikið. Það verður
ekki hreyft við kvótakerfinu á þessu
kjörtímabili. Hinir svokölluðu
„sægreifar" fá áfram að styrkja stöðu
sína.
Morgunblaðið hefur undir fomstu
Styrmis Gunnarssonar verið fremst í
flokki þeirra sem gagnrýnt hafa
kvótakerfið á undanfömum misser-
um. Það reynir nú að hugga sig við
að í leiðinni hafi verið ákveðið að ein
af tekjulindum hins svokallaða Dav-
íðssjóðs verði veiðiheimildagjald
sem lagt verði á eftir 4 ár, fiskveiði-
árið 1996-1997! Svo mikið er Morg-
unblaðinu í mun að breiða yfir sigur
kvótakerfisins að reynt er að gera
þessa lítilfjörlegu gjaldtöku að höf-
uðatriði í efnahagsaðgerðum ríkis-
stjómarinnar. Hún er sett í risafyrir-
sögn á forsíðu Morgunblaðsins sem
hingað til hefur nær eingöngu verið
lögð undir stórfréttir utan úr heimi.
Kristján Ragnarsson gerir hins
vegar lítið úr þessu gjaldi og segir:
„Eg met friðinn svo mikils og sam-
komulagið, að ég tel að þetta sé
ásættanlegt fyrir okkur. Þetta þýðir
það að Hagræðingarsjóður er lagður
niður og þessi sala hans með veiði-
heimildir legst af. Við fáum þeim
veiðiheimildum úthlutað héreftir án
gjalds og fáum auk þess fjögurra ára
aðlögunartíma fyrir þeirri gjaldtöku
sem á að hefjast haustið 1996.“ Þetta
sé lítilfjörleg ^reiðsla fyrir að festa
kvótakerfi LIÚ í sessi.
Niðurstaða ríkisstjómarinnar um
óbreytt kvótakerfi knýr á um það að
allir gagnrýnendur kvótakerfisins
taki nú höndum saman og setji fram
tillögur um nýja fiskveiðistefnu.
Sjávarútvegsráð Alþýðubanda-
lagsins hefur á undanfömum mánuð-
um unnið að tillögugerð um nýja
fiskveiðistefnu. Það starf mun halda
áfram og á næstu vikum mun Al-
þýðubandalagið efna lil umræðu-
funda um fiskveiðistefnuna þar sem
öllum þeim sem vilja breytingar á
kvótakerfi LÍÚ og ríkisstjómarinnar
verður boðið að taka þátt.
Forystumenn Alþýðubandalagsins
munu á næstunni eiga viðræður við
fjölmarga aðila sem lýst hafa síðustu
daga áhuga á því að mæta þessari nið-
urstöðu ríkisstjómarinnar um óbreytt
kvótakerfi með öflugri umræðu og
markvissri kröfu um breytingar.
Áskriftarsími Vikublaðsins er 17 500 Áskriftargjald Vikublaðsins er kr. 1000 á mánuði Lífeyrisþegar fá 20% afslátt Námsmenn fá 20% afslátt
1 HAFIO SAMBAND íÁSKRIFTARSÍMA 91-17500