Vikublaðið


Vikublaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 2
2 VIÐHORF VIKUBLAÐIÐ 18. mars 1993 VIKUBLAÐIÐ Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingar.: Ólafur Þórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91) - 17 500 Fax: 17 5 99 Áskriftarsími: (91) - 17 500 Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Áskriftarverð kr. 1000 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 250. Hagkerfi pabbadrengjanna Hvemig hagkerfi er á íslandi? Ríkir hér markaðskerfi þar sem lögmál framboðs og eftirspurnar skila jákvæðum árangri? Eru lyk- ilfyrirtæki í aðstöðu til að ráða þróun efnahagslífsins? Eru það fá- einar fjölskyldur í landinu sem stýra hagkerfínu? Svörin við þessum spurningum hafa verið að birtast á undan- fömum vikum. Aðalfundir Eimskipa, Flugleiða, Sjóvár-Almennra, íslandsbanka, Stöðvar 2, Skeljungs og ýmissa annarra lykilfyrir- tækja eru haldnir á þessum árstíma. í fréttum hefur greinilega kom- ið fram að fáeinar fjölskyldur ráðstafa lykilsætum í stjómum þess- ara fyrirtækja. Stundum birtast lítilsháttar átök milli þessara ætta, en fréttir sýna að nokkrar meginættir ráða mestu. Þetta ættarveldi er eitt sterkasta einkennið á íslensku efnahags- lífi. Hægt er að færa fyrir því skýr rök að hæpið sé að almennt markaðshagkerfi ríki á Islandi. í staðinn drottni hér fáein fyrirtæki. Lykilmennirnir í stjórnum þessara fyrirtækja og forstjórasveitin til- heyra svo örfáum lykilættum. Á fyrri hluta þessarar aldar komust til áhrifa í íslensku efnahags- lífi sterkir einstaklingar. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur stundum gefið þeim hátíðarnafnið athafnaskáld. Þessir einstaklingar skiluðu vissulega merku ævistarfi og mörkuðu djúp spor í hagsögu Islend- inga. f þessum hópi má nefna menn eins og Ingvar Vilhjálmsson, Hallgrím Benediktsson, Einar Sigurðsson, Svein Benediktsson, Halldór H. Jónsson og nokkra aðra. Allir þessir menn eru nú látnir. í stað þeirra sitja nú synir eða jafnvel sonarsynir í stjórnum fyrirtækjanna þar sem ættfeðumir voru áður í forystu. Þessi sveit sona og sonarsona er nú að takast á um sætin í stjórn- um stærstu fyrirtækjanna á íslandi. Þeir skipta herfanginu á milli sín. Nánast enginn þessara manna hefur menntað sig sérstaklega til að gegna forystustörfum í atvinnulífi. Þeir eru flestir úr hópi lög- fræðinga eða arkitekta og lítt eða ekkert búnir undir afgerandi for- ystu í fyrirtækjarekstri. Stundum hefur þessu samtvinnaða ættarneti í íslenskum stórfyr- irtækjum verið gefið nafnið „Kolkrabbinn“. Slíkt heiti hefur fest í sessi. Það er þó í raun einföldun því að vandamálið er miklu alvar- legra. Auk tengslanna milli lykilfyrirtækjanna sem kolkrabbaheit- ið bendir til, er um að ræða að stjómunarstöður eru skipaðar mönn- um sem lítið hafa til síns ágætis annað en að vera fæddir inn í þess- ar lykilfjölskyldur. Hagkerfi pabbadrengjanna er því réttnefni á hinu séríslenska markaðskerfi. » í raun er það eitt af meginvandamálum í íslensku efnahagslífi að hinn þröngi stjómendahópur er nánast eingöngu skipaður þessum pabbadrengjum úr forystusveit helstu fyrirtækjanna á íslandi. Þannig skipa Benedikt Sveinsson, Einar Sveinsson, Jón Ingvars- son, Garðar Halldórsson, Jón Halldórsson, Halldór H. Halldórsson, Bjöm Hallgrfmsson, Sigurður Einarsson, Kristinn Bjömsson, Finnur Gestsson, Ingimundur Sigfússon og ýmsir aðrir sjálfa sig í lykilstöður helstu fyrirtækjanna á íslandi. Þeir taka ákvarðanir um hagþróun, fjárfestingar, rekstrarhætti og annað sem ræður úrslitum í íslenskri efnahagsþróun. Um þessar mundir er mikið rætt um það hvaða leiðir þurfi að fara til að færa ísland út úr þeirri kreppu sem nú ríkir hér á landi. Ýmsar ágætar hugmyndir hafa komið fram í þeim efnum. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða einnig á opinn hátt þau innanmein sem hagkerfi pabbadrengjanna og hin samofnu fjölskyldutengsl í lykifyrirtækjum landsins hafa skapað. Kostir markaðskerfisins, þar sem menn glíma á opnum velli og sanna ágæti sitt með eigin verkum, nýtast ekki þegar þröng ættar- tengsl ráða öllum stjómunarstöðum í helstu lykilfyrirtækjum landsins. Það er brýnt verkefni í íslenskurn efnahagsmálum að víkja hag- kerfi pabbadrengjanna til hliðar. Það þarf að leysa upp „Kolkrabb- ann“ og afnema forgang ættanna að stjómarsætum í helstu fyrir- tækjum landsins. Atvinnuleysi Félagsfundur veröur haldinn á Laugavegi 3, 5. hæð fimmtudaginn 18. mars nk. kl. 20.30. Efni: hvernig á aö taka á afleiðingum atvinnuleysis? Frummælendur: Svavar Gestsson alþingismaöur Nýjar tillögur um rétt þeirra sem ekki hafa atvinnu. Sigríður Baldursdóttir, starfsmaður Félagsmálastofnunar Kópavogs Hlutverk vinnumiðlunar - reynslan í Kópavogi. Félagar, fjölmennið! Stjórn ABR. Aform nýkjörinnar stjómar Félags frjálslyndra jafnaðarmanna um að efna til funda um siðfræði stjórnmálaflokka hafa mælst misjafnlega fyrir innan Alþýðuflokksins. Því mun stjórn FFJ KRATAR! KRATAR! Mikilvægur ákvörðunarfundur verður í Kratarósinni nk. sunnudag kl. 19:00-21:00. Fundarefni: 2ESXYONJPXX2 MFO 1TYY ks ss OO 1 MFXX 1 SS OOO js YY 1 M F js XX Mætum öll — Godot kemur. HREINIR ENGLAR í FFJ Vikublaðið hefur reynt að ráða í rúnimar og komist að þeirri niðurstöðu að lykillinn að dulmálinu sé sá, að X, Y og O séu merkingarlausir stafir, tölustafir gegni sínu eiginlega hlutverki, hástafir merki efni en lágstafir menn. Þá mætti hugsanlega lesa svona úr málinu: Siðfræði Alþýðuflokksins íhuga hvort ekki sé ráðlegt að fara að dæmi Hvítra engla sem auglýstu fundarefni á dulmáli í Alþýðublaðinu 3. febrúar. Viku- blaðið hjálpar hér til með tillögu að auglýsingu: Fyrsta röð: 2 E = 2 embætti, S = sendiherra, NJ = Nýju Jórvík, P = París, MF = tillögur FFJ um menn (krata) í embættin. Önnur röð: 1 T = 1 T = 1 embætti forstjóra Tryggingastofnunar, ks = Kalli Steinar, ss = Sighvatur síbrotamaður, 1 MF = tillaga um mann FFJ í embættið. Þriðja röð: 1 SS = 1 embætti seðlabankastjóra; js = Jón Sigurðs- son, 1 M F js = eina tillaga FFJ er Jón Sigurðsson. SJÓNARHORN ein lausn Eitt auga ■ Það er lægð á markaðnum eins og sakir standa, sagði Hreinn Loftsson sem gegnir formennsku í einkavæðingarnefnd ríkis- stjórnarinnar í viðtali í sjónvarpsfréttum í vikunni. Til um- ræðu voru einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar. Svo var að skilja að bæði væri erfitt að finna kaupendur að ríkisfyr- irtækjum nú um stundir en ekki síður reyndist ríkisstjórn- inni erfitt að koma frumvörpum um einkavæðingu opinberra stofnana í gegnum þingið. Með öðrum orðum: lægð á mark- aði væri bæði vegna takmarkaðs framboðs og eftirspurnar. í sumum tilvikum væri nær að tala um gjafir en kaup og sölu. Þannig er öllum án efa í fersku minni þegar svokallaðir einkaað- ilar fengu færða á silfurfati alla - áfengisframleiðslu ÁTVR. Lát- um vera með vodkann og líkjör- inn. En íslenska brennivínið. Um það gegnir öðru máli. Brennivín- ið er ekki bara áfengur drykkur heldur einnig hluti af hefð - þjóðarhefð: brennivín og hákarl. Þegar ÁTVR var látin afsala sér brennivíninu fylgdi neytandinn þess vegna nauðugur með. Ef ég man rétt var prísinn 17 milljónir fyrir tæki, uppskriftir og neyt- endur. Hinir nýju eigendur voru agndofa yfir gjafmildi ríkissjóðs og gátu ekki leynt undrun sinni í viðtölum við fjölmiðla yfir því gjafverði sem þeir fengu pakkann á. Og svona rétt í framhjáhlaupi fyrir áhugamenn um hagræðingu má geta þess að áfengisfram- leiðslan hafði farið fram á lager- um ÁTVR - í pásum. Að selja þvottahús Einkavæðingamefndin getur glaðst yfir því að eitthvað kann markaðurinn að taka við sér með vorinu - alla vega hvað fram- boðshliðina snertir - því nú hefur heilbrigðisráðherra boðað sölu á þvottahúsi ríkisspítala. Það sem er markvert við þetta nýjasta einkavæðingarspor er að fyrir fá- einum árum var kannað sérstak- lega hversu hagkvæmt þetta væri og var það einróma álit allra sem að þeirri könnun komu að þetta væri dýrari og óhagkvæmari kostur en við nú búum við. En heilbrigðisráðherra segist kunna við þessu mótrök. Þegar búið er að einkavæða þvottahúsið mun það færa út kvíamar og hafa af því arð sem verði skattskyldur fyrir ríkissjóð. En hér hljóta menn að spyrja á móti hvort sú starfsemi sem hið nýja þvotttahús á að taka yfir sé ekki skattskyld. Einnig þarf að spyrja hvort ekki væri með þessu móti verið að búa til einokunar- aðstöðu undir fölskum formerkj- um frjálsrar samkeppni. Hvort hinn nýi einokunarrisi myndi ekki sökum sérstöðu sinnar leiða af sér hið gagnstæða við frjálsa samkeppni og binda hinn opin- bera viðskiptavin í verðlagsbönd sem risinn væri sjálfráður um að hnýta. Og í framhaldinu þarf að spyrja hvort þetta yrði ekki mun dýrari kostur fyrir almenning þegar upp væri staðið. Pétur Jónsson framkvæmda- stjóri stjórnunarsviðs ríkisspítal- anna kveðst óttast að einmitt þetta myndi gerast, að spítalarnir þyrftu að greiða hærra verð fyrir þjónustuna. í viðtali á Stöð 2 síð- astliðinn sunnudag benti hann á að viðskiptavinir umrædds þvottahúss væm opinberir aðilar. Þeir hefðu byggt upp þvottahús- ið. Og ef einkavæða ætti það og selja hlutaféð hlyti að koma upp krafa um arðsemi og arðsemin fengist ekki nema með því að hækka þvottaverð og þar með verðið til sjúkrahúsanna. Nú er spumingin hvort ráð- herrar munu hlusta á röksemdir af þessu tagi. Hingað til hefur þeim mörgum því miður reynst nóg að fletta upp í markaðsfræð- um frjálshyggjunnar þar sem menn vita öll svör fyrirfram, allar lausnir eru fyrirfram gefnar. Þar sem hvorki þarf að líta til hægri né vinstri. Þar sem menn þurfa bara á einu auga að halda. Og það í miðju enninu. Ögmundur Jónasson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.