Vikublaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 1
Rflásstjómin sviðsetti Landsbanka-
fárið tíl að bjarga Islandsbanka
Á þriðjudaginn sviðsetti ríkisstjórnin uppákomu þar sem
hún frestaði þingfundum Alþingis og skaut á neyðarfundi
undir því yfirskini að koma þyrfti Landsbanka Islands snar-
lega til bjargar. I nokka tíma hélt þjóðin að stærsti banki
landsins væri að fara á hausinn og menn biðu milli vonar og
ótta eftir niðurstöðu ríkisstjórnarfundarins í Stjórnarráðinu.
En það var ekkert sem knúði á um skyndilausn á málum
Landsbankans. Engar nýjar upplýsingar um stöðu bankans
höfðu litið dagsins ljós. Ríkisstjórnin þurfti tilefni til að
leggja fram frumvarp um stuðning ríkissjóðs við illa staddan
banka. Sá banki var hins vegar ekki Landsbankinn heldur
hinn einkavæddi Islandsbanki.
Frumvarpið sem ríkisstjórnin
smíðaði á skyndifundi sínum er í
sjö greinum og aðeins ein fjallar
um Landsbankann. Hinar sex
fjalla um Tryggingasjóð við-
skiptabankanna sem verður veitt
heimild til að taka að láni erlend-
is allt að þrjá milljarða króna
með ríkisábyrgð, en aðeins einn
milljarður á að renna til Lands-
bankans. Það er vitað að íslands-
banki er illa staddur vegna tap-
aðra útlána. Það er hinsvegar
pólitískt mjög erfitt fyrir ríkis-
stjómina að koma til Alþingis og
biðja um stuðning við íslands-
banka sem er flaggskip einka-
væðingarinnar og tengist helstu
áhrifaaðilum í Sjálfstæðisflokkn-
um. Með því að'fá frumvarp um
aukið hlutverk Tryggingasjóðs
viðskiptabankanna samþykkt
með hraði er ríkisstjómin að búa
í haginn fyrir Islandsbanka svo
að hann geti sótt um stuðning
sjóðsins eftir nokkrar vikur.
Þegar búið er að samþykkja
frumvarpið mun Tryggingasjóð-
ur viðskiptabankanna hafa tvo
milljarða til ráðstöfunar. Strax
daginn eftir neyðarfund ríkis-
stjórnarinnar gaf Valur Valsson,
bankastjóri íslandsbanka, út þá
yfirlýsingu að vegna „samkeppn-
isstöðu bankanna“ væri nauðsyn-
legt að ríkisstjómin kæmi einnig
til móts við aðra banka.
Leikflétta ríkisstjórnarinnar
gengur út á það að fá frumvarp
um Tryggingasjóð viðskipta-
bankanna samþykkt undir því yf-
irskini að bjarga þurfi Lands-
bankanum. En það er rangt því
að Landsbankinn er ekki í neinni
hættu. Bankinn er með góða
lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu
upp á sex milljarða. Samkvæmt
upplýsingum Vikublaðsins var
eiginfjárstaða bankans 8,3 pró-
,sent en alþjóðareglur kveða á um
8 prósent eiginfjárhlutfall.
Mörgum þótti í meira lagi
kyndugt að bankastjórar Lands-
bankans voru víðs fjarri þegar
ríkisstjómin fjallaði um málefni
bankans á neyðarfundi. Viku-
blaðið hefur heimildir fyrir því
að Jón.Sigurðsson viðskiptaráð-
herra hafi á þriðjudagsmorgun átt
samtal við bankastjóra Lands-
bankans og ekki látið neitt uppi
um áform ríkisstjórnarinnar.
Þvert á móti hafi Jón sagt banka-
stjórunum að ríkisstjómin væri
ekki með í bígerð aðgerðir til að
taka á málum bankans. Þegar
ósköpin dundu svo yfir eftir há-
dagi á þriðjudag hafi þrír banka-
stjórar Landsbankans setið eins
og illa gerðir hlutir á skrifstofum
sínum og fylgst með athöfnum
ríkisstjórnarinnar í gegnum síð-
degisþætti útvarpsstöðvanna.
Starfsaðferðir ríkisstjómarinn-
ar enr til þess fallnar að rýra
traust erlendra bankamanna á ís-
lensku efnahagslífi. Það gæti
orðið til þess að lánskjör íslend-
inga versnuðu á erlendum pen-
ingamörkuðum og kostuðu okkur
stórfé vegna hærri vaxta-
greiðslna.
Um síðustu helgi birti Morgunblaðið opnugrein þar sem harkalega er vegið að Jóni Sigurðs-
syni iðnaðarráðherra. Jón er sakaður um fordild og hégóma, að sniðganga aðra ráðherra og
ætla að þjösnast með mál í gegnum ríkisstjórn og þingið, að gefa iðnaðinum opinbert fé og
fara með ósannindi. Allt bendir til þess að atlagan sé gerð fyrir tilstilli einhvers eða einhverra
ráðherra. Miklir hagsmunir eru í veði og Morgunblaðið hefur tekið að sér að verja hið opin-
bera gegn ásókn atvinnugreinanna í sjóði almennings.
Morgunblaðið hefur tekið að sér að verja almannahagsmuni gegn
ásókn sérhagsmuna atvinnugreinanna í opinbera sjóði. Styrmir
Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins.
Tilefnið fyrir ásökunum á
hendur Jóni Sigurðssyni er áætl-
un hans um að stofna fjárfest-
ingabanka iðnaðarins með því að
slá saman Iðnlánasjóði og Iðn-
þróunarsjóði. Nýi bankinn yrði
hlutafélagsbanki í eigu samtaka
iðnaðarins annarsvegar og hins-
vegar ríkisins.
Jón er sagður ætla að reisa sér
pólitískan minnisvarða með því
að gangast fyrir stofnun fjárfest-
ingabankans. Hann er sakaður
um að fara á bakvið ríkisstjórn-
ina með því að ræða ekki þessi
áform á þeim vettvangi. í frétta-
skýringu Morgunblaðsins eru
endursögð samtöl sem Jón Sig-
urðsson átti við aðra ráðherra og
þótt ekki sé það sagt berum orð-
um er vart hægt að komast hjá
þeirri ályktun að samráðherrar
Jóns hafi tekið undir ásakanir
Morgunblaðsins,
Á ráðstefnu sem samtök fé-
lagsmálastjóra. á Islandi gekkst
fyrir á mánudag og þriðjudag
var fjallað um liðveislu við fatl-
aða og sjálfræðishugtakið. Að-
alsteinn Sigfússon félagsmál-
astjóri Kópavogs birti þar sam-
antekt sína um það hvernig
sveitarfélögin standa sig í lið-
veislunni. Nokkur sveitarfélög
Fréttaskýringin í sunnudags-
blaði Morgunblaðsins er engin
venjuleg afgreiðsla á frétt eða
fréttatengdu efni. Stjómendur
Morgunblaðsins, ritstjóramir
Styrmir Gunnarsson og Matthías
Johannessen, hafa ákveðið að
taka iðnaðarráðherra á beinið.
Blaðamaðurinn sem er skrifaður
fyrir fréttinni, Agnes Bragadóttir,
er „ritstjórablaðamaður" Morg-
unblaðsins. Agnes er sett í þau
mál sem ritstjóramir bera sér-
staklega fyrir brjósti og er um-
hugað um að*fái „rétta“ meðferð.
Dæmi urp það er þegar Agnes
vann langar og ítarlegar frétta-
skýringar um kvótamálið og ftsk-
veiðistjómunina, þótt annar
blaðamaður Morgunblaðsins,
Hjörtur Gíslason, sé sérfræðing-
ur blaðsins í sjávarútvegsmálum.
Agnes skrifar ritstjóralínuna inn í
fréttir blaðsins.
skera sig úr að því leyti að þau
verja ekki einum eyri til þessa
málaflokks. Það eru Akranes,
Akureyri, Hveragerði, Ólafs-
fjörður og Sauðárkrókur.
Grindavík ver áberandi mest til
liðveislu, eða 515 krónum á íbúa
á ári, og Selfoss er í öðm sæti
með 411 krónur. Þá eru Dalvík,
með 267 krónur á íbúa, og Höfn
Upp á síðkastið hefur Morgun-
blaðið boðað að ríkisstjórnin
skuli fara sér hægt í því að hrófla
við bankakerfinu. I Reykjavíkur-
bréfi blaðsins 6. mars síðast lið-
inn er lagt að ríkisstjóminni að
leggja til hliðar, a.m.k. um sinn,
áform um að einkavæða ríkis-
•bankana. Þegar ritstjórar Morg-
unblaðsins horfa síðan upp á það
að Jón Sigurðsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, ætlar að ger-
breyta fjárfestingalánasjóðum at-
vinnugreinanna, hefur Morgun-
blaðinu þótt kominn tími til að
láta ráðherrann fá til tevatnsins.
Það undarlega við þetta mál er
að bandamenn Morgunblaðsins í
ráðherraliðinu hafa ekki stigið
fram og lýst sig andvíga áform-
um Jóns Sigurðssonar um fjár-
festingabanka iðnaðarins.
Morgunblaðið reynir að draga
fleiri aðila inn í málið til að tor-
Bragi Guðbrandsson aðstoð-
armaður félagsmálaráðherra:
Vegna smœðar sveitarfélag-
anna eiga þau erfitt með að
uppfylla lagaskyldur um lið-
veislu til fatlaðra.
tryggja það. í fréttaskýringunni
segir að stjórnarmenn í Iðnlána-
sjóði og Iðnþróunarsjóði hafi
ekki fengið vitneskju um fyrir-
ætlan Jóns Sigurðssonar. Stað-
reyndin er sú að Jón undirbjó
ntálið í fullu samráði við for-
svarsmenn samtaka iðnaðarins.
Það er hagur iðnrekenda'að fá til
sín stóran hlut í öflugum fjárfest-
ingabanka. Þórleifur Jónsson,
framkvæmdastjóri Landssam-
bands iðnaðarmanna, segist
reyndar líta svo á að ríkisstjórnin
hafi þegar samþykkt að stofna
fjárfestingabanka iðnaðarins.
Verkalýðshreyfingin á kröfu í
fjárfestingabankann
Morgunblaðið óttast að verði
slíkur banki að veruleika muni
hinar stóru atvinnugreinarnar,
sjávarútvegur og landbúnaður,
gera kröfu um að fá með sam-
bærilegum hætti til sín Fisk-
veiðasjóð og Stofnlánadeild
landbúnaðarins. Sjóðirnir eru að
mestu eða öllu leyti í eigu rikis-
sjóðs, en atvinnugreinamar gera
tilkall til þessara fjármuna.
með 213 krónur á íbúa langt yfir
meðaltalinu, sem er 129 krónur
á íbúa. Reykjavík er talsvert
undir því, en í höfuðborginni er
varið 88 krónum á hvern íbúa til
liðveislu við fatlaða.
I máli Braga Guðbrandsson-
ar, aðstoðarmanns félagsmála-
ráðherra, kom fram að nijög
vandasamt væri að skýra þetta
ákvæði laganna. Þjónustan ætti
að vera persónubundin eftir
þörfum hvers fatlaðs einstakl-
ings. Hinsvegar væru mörg
sveitarfélög svo smá að þau
gælu ekki sinnt þessu hlutverki
sem skyldi. Bragi taldi að í
framtíðinni þyrfti að fela sam-
vinnufélögum fatlaðra að reka
þessa þjónustu og veita þeim
fjármagn til þess.
Á síðustu árum hefur Morgun-
blaðið í slauknum mæli tekið að
sér að gæta hagsmuna hins opin-
bera og almennings, samanber
baráttublaðamennsku Morgun-
blaðsins gegn því að útgerðin fái
úthlutað veiðiheimildum endur-
gjaldslaust. Morgunblaðið hefur
fyllt út í valdatóm sem myndast
hjá hinu opinbera gagnvart stóru
atvinnugreinunum.
Verkalýðshreyfingunni hefur
ekki tekist að móta sameiginlega
stefnu til mótvægis við hags-
munapólitík atvinnugreinanna.
Lauslegar fyrirspurnir um af-
stöðu verkalýðshreyfingarinnar
til stofnunar fjárfestingabanka
iðnaðarins benda til þess að mál-
ið hafi lítið verið rætt á þeim vett-
vangi. Þetta er þó að breytast því
að í gær afhenti Benedikt Dav-
íðsson, forseti ASÍ, ríkisstjórn-
inni kröfu um að samtök launa-
fólks verði ekki sniðgengin þegar
fjárfestingabankar atvinnuveg-
anna verða stofnaðir.
Ákveðin rök eru fyrir því að
samtök verkafólks fái eignarhlut
í sjóði sem yrði stofnaður upp úr
Iðnlánasjóði. Iðnrekendur hafa
greitt í Iðnlánasjóð og það fram-
lag dregist frá þeim hagnaði sent
skiptist á milli eigenda fyrirtækja
og starfsfólks. Ef iðnfyrirtæki
hefðu ekki greitt í sjóðinn hefði
rneira verið til skiptanna og
starfsfólk fengið hærri laun.
I kjarasamningum segja at-
vinnurekendur að reksturinn beri
svo og svo mikinn kostnað og
laun starfsfólks verði að taka mið
af því. Iðnrekendur telja sig hafa
náð samkomulagi við ríkisstjórn-
ina unt að fá 40% eignarhlut í
nýjum íjárfestingabanka iðnað-
arins, á grundvelli framlaga til
Iðnlánasjóðs sem iðnrekendur
hófu að greiða árið 1963. Iðn-
lánasjóðsgjaldið var fært sem
kostnaður í bækur iðnfyrirtækja.
Ef þessi kostnaður verður núna
að eign er eðlilegt og sanngjamt
að iðnverkafólk og samtök þeirra
fái hlutdeild í eigninni.
Er Friðrik í óvirkri
andstöðu?
Ríkisstjórnin á að gæta al-
mannahagsmuna og að Davíð
Oddssyni forsætisráðherra frá-
töldum stendur það upp á Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra að
verja fjármuni hins opinbera fyrir
ásókn sérhagsmunaaðila. Opin-
berlega hefur Friðrik verið að-
gerðalaus og ekki andmælt ein-
leik Jóns Sigurðssonar í málefn-
um fjárfestingasjóðanna. Þögn
Friðriks varð hrópandi þegar
hann lét hjá líða að taka þátt í
umræðum á Alþingi í byrjun vik-
unnar þar sem framganga iðnað-
arráðherra var rædd.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, hóf
umræðuna en af hálfu stjórnar-
liða tóku aðeins Davíð Oddsson
og Jón Sigurðsson til máls. Davíð
lýsti yfir stuðningi við Jón en
gerði það almennum orðum og
forðaðist eins og heitan eldinn að
fara út í efnisatriði málsins.
Það er ekki ósennilegt að Frið-
rik Sophusson hafi veitt Morgun-
blaðinu upplýsingar um það
hvernig Jón Sigurðsson hefur
unnið að undirbúningi stofnunar
fjárfestingabanka iðnaðarins.
Davíð Oddsson liggur líka undir
grun því að í fréttaskýringunni er
sagt frá tveggja manna tali þeirra
Davíðs og Jóns Sigurðssonar.
Þegar liðsoddar ríkisstjómar-
innar þurfa að fara í fjölmiðla til
að stöðva einleik einstakra ráð-
herra er ekki mikið að marka þau
orð forsætisráðherra að traust og
samvinnuhugur einkenni starfs-
háttu ríkisstjórnarinnar.
pv
Ekkí eyrir í liðveislu við fatlaða
Grindavík ver 500 krónum á hvem íbúa meðan mörg önnur sveitarfélög gera ekkert
Geysilegur munur er á því hversu miklu fé sveitarfélögin
verja til svokallaðrar liðveislu við fatlaða. Samkvæmt lög-
um um málefni fatlaðra frá árinu 1991 eiga sveitarfélög
„eftir föngum“ að veita fótluðum aðstoð til þess að rjúla fé-
lagslega einangrun. Áður gekk aðstoð af þessum toga undir
heitinu tilsjón, en hún getur falist í hjálp til fatlaðra við að
komast á milli staða og sinna erindum, sækja vinnu og jafn-
vel stunda nám.