Vikublaðið


Vikublaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 18. mars 1993 MENNTUNIN 19 / / I tilefni málþings um menntamál 27. mars að Hótel Islandi Getur sjálfstœð stofnun rannsakað sjálfa sig? Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála á að gegna merkilegu hlutverki. Samkvæmt lögunum frá 1988 á hún að vera „SJÁLFSTÆÐ VÍSINDASTOFNUN OG SAMSTARFS- VETTVANGUR aðila er sinna rannsóknum“ á sviði mennta- og uppeldismála. Ég skrifa þessi verkefni með upphafsstöfum til þess að undirstrika þá mikilvægu áherslu sem felst í orð- unum: Stofnunin á að vera sjálfstæð. Hún á að vera vísindastofnun. Hún á að vera samstarfsvettvangur. Svavar Gestsson Þegar lögin voru sett tókst um þau mjög góð samstaða á alþingi og um stofnunina hefur ríkt sátt í öllum meginatriðum. Þar hefur valist gott fólk til starfa og allir sem koma að menntamálum ern sammála um nauðsyn þess að efla slíka sjálfstæða vísindastofnun. Þar til nú. í skýrslu 18 manna nefndarinnar er gengið mjög á svig við þessi grundvallaratriði eins og sýnt verður fram á. Til þess áð undirstrika sjálf- stæði stofnunarinnar er í lögun- um gert ráð fyrir því að rektorar Háskóla íslands og Kennarahá- skólans eigi sæti í stjórn stofnun- arinnar, en þar komi auk þeirra við sögu fulltrúar menntamála- ráðuneytis, félagsvísindadeildar, skólaráðs KHI og kennarasam- takanna. í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu er stofnuninni ætl- að nýtt hlutverk. Þar er gert ráð fyrir því í nafni valddreifmgar að flytja tiltekna þætti út úr mennta- málaráðuneytinu og til Rann- sóknastofnunar uppeldismála. Það er því - eins og í tillögunum um flutning til sveitarfélaganna - aðeins valddreifíng að nafninu til. I skýrslu 18 manna nefndar segir: „Heildarmat á menntakerfmu verði tekið upp á næstu árum til að afla áreiðanlegra upplýsinga um þaétti eins og innra eftirlit í skólum, skólanámsskrá, námsár- angur nemenda, umgengni nem- enda og aga í skólum, kennslu- hætti og áhrif þeirra á námsár- angur svo og tengsl skóla og heimila. Stefnt verði að því að gera reglulegar úttektir á skólum í landinu. Sérstök áhersla verði lögð á að meta innra eftirlit skól- anna.“ Að rannsaka sjálfan sig Og hver á að gera allt þetta? „Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála verði falið að gera áætlanir um úttektir og verk- stýra þeim.“ Rökin eru: „Brýnt er að úttektir á menntakerfinu og ráðgjöf um innra eftirlit í skólum verði í höndum stofnunar sem nýtur almenns trausts kennara og skólastjórnenda í landinu.“ Þetta er allt rétt því hér er að- eins gert ráð fyrir upplýsingaöfl- un. En það er meira blóð í kúnni: „Samræmdar mælingar á frammistöðu nemenda í grunn- skólum verði efldar og þeim komið á í framhaldsskólum. Prófagerð verði endurskoðuð. Meðal annars þarf að skilgreina þau námsmarkmið sem prófað er úr á samræmdum prófum. Tryggt verði að kennarar af grunn- og framhaldsskólastigi taki þátt í prófagerð. Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála verði falið að sjá um FRAM- KVÆMD.“ Ég vara eindregið við þessum tillögum. Rannsóknastofnun á að vera sjálfstæð og óháð vísinda- stofnun, samstarfsvettvangur. Samkvæmt tillögunum virðist hún eiga að semja prófin, að leggja þau fyrir og að rannsaka þau og afleiðingar þeirra. Það er fráleit stjómsýsla að sami aðilinn rannsaki og refsi eða framkvæmi. Ég er sannfærður um að þessi til- laga hefur ekki verið vandlega rædd í 18 manna nefndinni. Spurningarmerki við þrjár tillögur í þremur greinum hef ég farið yfir þrjú atriði sem ég tel vega þyngst í áliti 18-manna nefndar. Ég hef lýst afstöðu minni til þeirra. í fyrsta lagi andstöðu við prófafarganið og faglegu mið- stýringaráráttuna sem ég tel koma fram í tillögunum. í öðm lagi efasemdum um flutning skólans til sveitarfélag- anna fyrr en búið er að sameina sveitarfélögin. Og í þriðja lagi varað við því að rannsóknastofnun verði breytt í framkvæmdastofnun. Önnur at- riði í skýrslunni eru að mínu mati mest sjálfsagðir hlutir sem vekja spumingar vegna þess samhengis sem þeir eru settir fram í, þó að „Vil undirstrika sjálfstœði Ramtsóknastofnunarinnar.“ öðm leyti sé samstaða um þá. í inngangi skýrslunnar segir nefndin líka að mikið starf sé óunnið. Þetta er talið upp: - Áhrif foreldra á skólastarf - sjálfstæði framhaldsskóla - innri uppbygging náms á framhaldsskólastigi og skilgrein- ing lokaprófa - stuðningur við verk- og list- greinar í framhaldsskólum - samstarf skóla og atvinnu- lífs - jafnrétti til náms - fyrirkomulag námsráðgjafar og starfsfræðslu - sérkennsla - sálfræðiþjónusta. Svo kemur það hvergi fram í skýrslunni hvað tillögur hennar kosta. Og það er galli. Eitt það versta við skólamála- umræðu finnst mér hvað hún er oft loftkennd og erfitt að festa hönd á áþreifanlegum atriðum. Því miður er skýrsla 18 manna nefndar í öllum meginatriðum af þessum toga; utan þeirra beinu tillagna sem hér hafa verið raktar í þremur greinum. Þetta er þriðja greinin í fjögurra greina fiokki um menntastefnu. Höfundur er alþingis- maður og fyrrverandi menntamálaráðherra. Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgát- una. Þeir mvnda bá nafn á kaunstað. X i 6' 1 ? b 9 55 )o II 12 )é 52 )¥ 52 15 J(p 7- J? 52 )<o 18 )°) 12 52 Uo 7- 9 20 15 2/ 52 '32 Y2T iL 52 )? )2 2) 23 5? 21 18 5? x¥ )8 9 52 2 3 3 Z )8 52 /5 )b )2 3 )3 )sr Z ? 7 52 20 (p 18 52 1 21 8 5? 9 XI T~ 52 /3 W 20 52 8 9 25 3 52 8 Zé> 5? ? T? 5 XU 20 r~ )X J~ 52 T 2? 3 55 *— ? 1T (p IX 52 2 19 )é 3 Z 52 21 zr~ 3 2 52 ) 2 2(o T~ 19 ? 52 )(? 2o T~ 9 >2 5P 25 )3 9 52 /9 23 f z 52 20 )to 5^ 21 ? 55 n 52 23 M 2! , 0 V 52 2 18 )2 52 ? XI 52 2 li T 52 12 20 52 23 29 IZ I? 52 26. 30 <r~ S2 2H 31 9 52 32 20 52 1T 2H 3 19 )2 23 A= Á= B= C= D= E= É= F= G= H= 1= í= J= K= L= M= N= o= Ó= P= R= S= T= U= ú= v= x= Y= Ý= Z= Þ= Æ= Ö= 1= 2= 3= 4= 5= 6= 7= 8= 9= 10= 11 = 12= 13= 14= 15= 16= 17= 18= 19= ' 20= 21= 22= 23= 24= 25= 26= 27= 28= 29= 30= 31= 32= 33= SAGT MED MYND HÖF. HJÖRTUR GUNNARSSON OG ÞURÍDUR HJARTARDÖTTIR Verðlaunahafi fyrir nr. 15 Þegar dregið var úr réttum lausnum kom upp nafn Ásu Norðdahl, Langholtsvegi 172, 104 Reykjavík. Hún fær bókina Lífssaga Ragga Bjarna - söngvara og spaugara sem Eð- varð Ingólfsson skráði. Ráðning 15 myndagátu: „Tveir fremstu skákmeistarar heims, Kasparoff og Short ætla að stofna samband atvinnu- skákmanna." VERÐLAUNAGÁTA 17 Lausnir sendist Vikublaðinu, Laugavegi 3,101 Reykjavík. Skilafrest- ur er tvær vikur. Verðlaun fyrir myndagátu nr. 17 er bókin Blá augu og biksvört hempa eftir Tryggva Emilsson.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.