Vikublaðið


Vikublaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 18. mars 1993 17 Demókratar meta stöðuna svo að þjóðin eigi ekki annars úrkosta en að hið opinbera verði virkara. I augnablikinu er þ.a.l. munurinn á bandarísku llokkunum tveimur býsna greinilegur og kemur fram á ýmsan hátt. Það er t.a.m. léttir að sjá og heyra til fólks í Hvíta húsinu sem er í sambandi við raunveruleikann. Nóg var komið af hugarástandi 9. áratugarins á þeim bæ; rætnum ójöfnuði í bland við afneitun og nostalgíu. Eftir 12 ára útlegð frá Hvíta húsinu eru demókratar loks komnir þangað aftur. Clinton virðist ælla að leiða heilbrigða skynsemi og hugarafl aftur til virðingar. Meðulin sem hann býður upp á eru blanda gamalla kratískra lausna sem Franklin Roosevelt innleiddi í USA og nýrra uppskrifta sem taka mið af því að nútíminn er einstakur. Af- ar spennandi verður að sjá hver þróunin verður en ætlunarverk hins nýja forseta er hvorki meira né minna en að færa USA aftur til framtíðar. Baltimore, 9. mars 1993 Höfundur er við nám í USA mála hvað Clinton á við með nýr demókrati. I Hvíta húsinu hafa átt sér stað söguleg kynslóða- skipti og þau býsna greinileg. Clinton er fyrsti forsetinn af eft- irstríðskynslóðinni sem hér í Bandaríkjunum er kölluð ‘Baby boomers’. Clinton var ekki einu sinni fæddur þegar George Bush vann stríðsafrek sín. Kynslóð Clintons er stundum kennd við árið 1968, andstöðu við Víetna- mstríðið o.s.frv. Viðhorfin eru þrátt fyrir allt í mörgum grund- vallaratriðum afar ólík þeim sem eldri kynslóðin aðhyllist. Mála- tilbúnaður Clintons varðandi her- inn og hvort hommar/lesbíur ættu þar heima er vísbending um að Clinton treystir á að frjálslynd viðhorf eigin kynslóðar verði of- an á. Á öðrum sviðum er einnig hætt við að stefna Clintons rekist á rótgróin bandarísk viðhorf. Hugmyndir hans um endurreisn í mennta- og heilbrigðiskerfinu stangast á við hefðbundnar hug- myndir um yfirburði einkarekstr- ar á þessum sviðum sem öðrum. Aukin ríkisafskipti óhjákvæmileg Svo ekki sé minnst á viðhorf A1 Gore varaforseta til umhverf- ismála sem fyrir örfáum árum þóttu afar framúrstefnukennd. Hugmyndir hans ganga út á um- hverfisskatta, umbreytingu hem- aðarmaskínunnar yfir í rann- sókna- og þróunarstöðvar fyrir nýja umhverfistækni og nýja ork- ustefnu svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Gore efasemdir um ótak- markaðan, efnislegan og magn- bundinn vöxt í efnahagskerfinu. Hugmyndir af þessu tagi eru ekki beinlínis hluti af hinum hefð- bundna ameríska draumi. Þjóðfé- lag sem byggt er á hugsjóninni um að færa sífellt út kvíarnar, stefna æ lengra í vestur og nema nýtt land; slíkt þjóðfélag er ekki sérlega opið fyrir hugmyndum um nýtni og takmörk vaxtar. Ým- islegt í spilunum bendir til að mannskapurinn í Hvíta húsinu ætli sér að snúa sér til yngri kyn- slóðarinnar um stuðning og láta fremur slag standa með hina eldri. Verkefnin framundan eru þess eðlis. í bandarískri pólitík hefur allt- af, a.m.k. í orði kveðnu, verið tekist á um hversu stórt hlutverk opinberi geirinn eigi að leika. Repúblíkanar hafa staðið fyrir frjáls viðskipti og afskiptaleysi í atvinnulífinu. Þeir hafa einnig staðið fyrir aðhaidssemi í ríkis- fjármálum. Sá orðstír er horfinn eftir sukk Reagan-áranna. Opin- beri geirinn minnkaði ekki í stjómartíð repúblíkana og höfðu þeir þó 12 ár til að framkvæma stefnu sína. Þrátt fyrir þetta halda repúblíkanar fast við þetta grand- vallaratriði; minni ríkisafskipti. Samningur milli íslands og Lúxemborgar um félagslegt öryggi Að gefnu tilefni tilkynnist að gagnkvæmur samningur um félagslegt öryggi milli íslands og Lúxemborgar öðl- aðist gildi 1. janúar 1992 í báðum löndunum. Hann gildir þar til samningurinn um EES tekur gildi. Þær bætur Tryggingastofnunar ríkisins sem samningur- inn gildir um eru: - sjúkratryggingar, - bætur í fæðingarorlofi, - slysatryggingar, - elli- og örorkulífeyrir, ásamt makabótum og barna- lífeyri, - barnalífeyrir, ekkju/ekkilsbætur og ekkjulífeyrir (bætur til eftirlifenda), - atvinnuleysisbætur. Þær bætur í Lúxemborg sem samningurinn gildir um eru: - sjúkra- og fæðingartryggingar, - vinnuslysa- og atvinnusjúkdómatryggingar, - elli- og örorkulífeyrir og lífeyrir eftirlifandi maka, - atvinnuleysisbætur. Samningurinn tekur til þeirra sem heyra eða hafa heyrt undir löggjöf íslands og Lúxemborgar, og þeirra sem rekja rétt sinn til þeirra aðila. Tryggingastofnun ríkisins Tilboðsverð á mat og drykk. Lifandi tónlist um helgar. Veitingastaður í miðbæ Kópavogs Frá menntamálaráðuneytinu Fjárveiting úr íþróttasjóði Samkvæmt lögum um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga nr. 78/1989 veitir Alþingi árlega fé i íþrótta- sjóö. Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga eða íþróttasamtaka í því skyni að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana sbr. Reglugerð um íþróttasjóö nr. 609/1989. Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjárveitingar til sjóðsins 1994, en þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki í sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar. Umsóknir um stuðning úr íþróttasjóði vegna fjárveit- inga ársins 1994 þurfa að berast fyrir 1. maí nk. íþrótta- nefnd ríkisins, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum ásamt greinar- gerð um fyrirhuguð verkefni. miðað við efnahagshorfur! LADA • LADA • LADA SAFIR Frá 418.000,- kr. 104.500,- kr. út og 10.051,- kr. í 36 mánuði SKUTBILL Frá 498.000,- kr. 124.500,- kr. út og 11.974,- kr. í 36 mánuði SAMARA Frá 523.000,- kr. 131.000,- kr. út og 12.568,- kr. í 36 mánuði SPORT Frá 798.000,- 200.000,- kr. út og 19.172,- kr. í 36 mánuði Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nvja og bjóðrnn ýrnsa aðra greiðslumöguleika. Tekið lieíur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. Ai Ais is.UMi.in i; iíosths: BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00 BEINN SfMIi 3 12 36

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.