Vikublaðið - 22.10.1993, Qupperneq 3
VIKUBLAÐIÐ 22. OKTOBER 1993
KINKA¥AMNwlN
MAFSnMMKI
Einkavæðingu hefnr borið
hátt hér á landi um nokkurt
skeið vegna einkavæðingar-
áforma stjórnvalda. Þau áform sem
þar eru uppi eru á þann veg að
BSRB hefur sett við þau stór
spurningamerki. BSRB heíur reynt
að sporna gegn því að einkavæðing
renni í gegn gagnrýnislaust. I þessu
skyni hafa samtökin fengið til
landsins erlenda fyrirlesara sem
hafa sérstaklega kynnt sér opinber-
an rekstur og reynslu af einkavæð-
ingu, efht hefur verið til funda og
ráðsteína um skipulagsform í opin-
berum rekstri, gefhir hafa verið út
bæklingar og boðið til umræðu í
blöðum með greinarskrifum, allt
til að reyna að brjóta upp fábrotna
og einhæfa urnræðu og opna augu
manna um þá miklu hagsmuni sem
eru í húfi.
Einkavæðing og sam-
hengi hlutanna
Garðar Vilhjálmsson, starfsmað-
ur Iðju, gagnrýnir vinnubrögð og
afstöðu BSRB. I grein sem hann
ritaði nýlega í Vikublaðið og ber
yfirskriftina „Einkavæðing er um-
ræðuhæP segir hann að í stað þess
að heyja varnarbaráttu gagnvart
einkavæðingu ættu samtök „á borð
við BSRB að vera í fararbroddi þess
að ná fram aukinni hagræðingu og
ábyrgðarvæðingu innan fyrirtækja
en gera um Ieið þá kröfu að starfs-
fólk fái aukin áhrif og njóti ávaxta
stöðugrar framþróunar....“ Auðvit-
að er hægt að skrifa upp á allt þetta
eitt og sér. Spumingin er hins veg-
ar jafnan um samhengi hlutanna.
Nú vill svo til að þetta er nánast
orðalagið í tilboðum samninga-
nefndar ríkisins gagnvart aðildarfé-
lögum BSRB á dögunum en til-
boðin byggðust á því að horfið yrði
að verulegu leyti ffá kauptaxtakerfi,
en ábata- og bónusgreiðslur þess í
stað látnar vega þyngra. Mikil um-
ræða um þetta hefur farið ffam
bæði á vettvangi BSRB og innan
aðildarfélaga bandalagsins. Afstaða
til þess að breyta kaupkerfinu í
þessa vem hefur verið breytileg
eftir félögum innan bandalagsins,
en sum þeirra hafa þegar gert til-
raunir í þessa átt eða lýst vilja sín-
um til þess. Innan okkar vébanda
em þó allir á einu máli um að fara
hægt í sakirnir hvað snertir bónus-
eða ábatagreiðslur.
Svarthvít umræða?
Garðari Vilhjálmssyni þykir um-
ræðan hafa verið of svarthvít og
nefnir sem dæmi Búnaðarbankann
og Póst og síma. Þar sé rætt um
einkavæðingu eða opinberan rekst-
ur. „í umræðunni um þessi fyrir-
tæki hefur ekki mikið borið á ffjó-
um umræðum sem miðuðu að því
að breyta fyrirtækjunum með hag-
kvæmni, auknu aðhaldi og betri
þjónustu í huga...“
Hér er talað af vanþekkingu um
þá umræðu sem fram hafa farið
innan þessara stofnana um leiðir til
þess að bæta kjörin, stuðla að hag-
kvæmni í rekstri og bættri þjón-
ustu. En hvað snertir hina svart-
hvítu umræðu, sem Garðar nefnir
svo, urn einkavæðingu Pósts og
síma eða annarrar þjónusm sem
verið hefúr í umræðu upp á
síðkastið þá hafa menn einfaldlega
staðið frammi fyrir tillögum eða
lagafrumvörpum sem gera ráð fyrir
einkavæðingu. Við þessu hefur
þurft að bregðast og, það hefúr
BSRB vissulega gert og fært ffam
mjög ítarleg rök fyrir máli sfnu.
Mér þykir þess grundvallarmis-
skilnings gæta, ekki aðeins hjá
Garðari Vilhjálmssyni heldur
mörgum sem unt einkavæðingu
fjalla, að hún snúist fyrst og ffemst
um innra rekstrarform; svara eigi
kröfum um einkavæðingu með
ffumkvæði urn breytt rekstrarform.
En einkavæðingin er fyrst og síðast
spurning um peningahagsmuni og
völd sem ráðast af eignarhaldi. Af-
leiðingin af einkavæðingu er hins
vegar oftar en ekki breytt innra
skipulag og rekstrarform, sem
mótast af því markmiði að hámarka
gróða, en í flestum tilvikum hefúr
það þýtt færra starfsfólk og lakari
kjör fyrir hinn almenna starfs-
mann. Stjórnendur og meistarar
bónuskerfanna hafa hins vegar
margir hagnast.
Samábyrgð eða mark-
aðsvæðing
Einkávæðing er angi af stærra
máli; markaðsvæðingu þjóðfélags-
ins. Þeir sem skrifa upp á slíka
markaðsvæðingu vilja breyta sam-
félaginu úr samstöðu- og samá-
byrgðarafli sem byggir á því að
hver taki ábyrgð á öðrum yfir í
samfélag einstaklinga þar sem eig-
ingirni og gróðafíkn er virkjuð og
vandamál hvers og eins einkavædd.
í þeirri umræðu sem frarn hefur
farið innan BSRB hefur það sjón-
armið verið uppi að ekkert óeðli-
legt sé við að fyrirtæki stundi sam-
keppni á markaði þar sem sam-
keppni verður við komið. Þvert á
móti sé það hin eðlilega megin-
regla. Hins vegar séu þættir í sam-
félaginu, svo sem heilbrigðisþjón-
ustan, menntun, margvísleg örygg-
issvið og hluti samgöngukerfisins
sem allir þegnarnir verði að hafa
jafnan aðgang að. Það komi ein-
faldlega ekki til greina að setja slíka
starfsemi á markað og gera hana
háða sveiflum hans og þeirri mis-
munun sem á markaði viðgengst.
Hér er tekist á um grundvallar-
viðhorf. Þótt samtök launafólks séu
í vörn nú uin stundir er það síður
en svo lausn að kasta grundvallar-
sjónarmiðum um jöfnuð og félags-
legt réttlæti fyrir róða í þeirri von
að unnt sé að sigra þá sem vilja
koma hér á þjóðfélagi mismununar
með því að taka upp þeirra merki
og berjast á þeirra forsendum. Slíkt
ber vott um fullkomna uppgjöf.
A okkar forsendum
Það sem verkalýðshreyfingin
þarf að sameinast uin er að taka á
þeim þjóðfélagsmeinum sem hirt-
ast okkur með einum eða öðrum
hætti næsmm dag hvern og bera
vott vaxandi misskiptingu í þjóðfé-
laginu. Ohóf, bruðl og skefjalaus
græðgi margra þeirra sein hafa
búið um sig, hvort heldur er í
einkafyrirtækjum eða opinberum
stofnunum, ætti að verða verka-
lýðshreyfingunni hvatning til
sóknar. Krafa um ráðdeild með
fjármuni, ekki síst opinbert fé, hef-
ur verið sem rauður þráður bæði í
kröfugerðum BSRB og frainlagi á
vegum samtakanna til þjóðmála-
umræðunnar almennt enda velkjast
menn ekki í vafa um það að sam-
hengi er á milli lífskjara almenns
launafólks annars vegar og hins að
fara vel með fjármuni og skipu-
leggja alla atvinnu- og þjónusm-
starfsemi á hagkvæman hátt.
En einkavæðingin er ekki spurn-
ing um tæknilegar lausnir eða út-
færslur eins og skilja má á um-
ræddri grein í Vikublaðinu. Einka-
væðing snýst um hagsmuni og
þann hugmyndagrundvöll sem
reisa á eitt samfélag á. Atökin um
einkavæðingu eru því að megin-
uppistöðu hagsmuna- og hug-
myndabarátta. Eins og að framan
greinir teljum við ekki vanþörf á
umræðu um einkavæðingu. í þeim
skilningi er „Einkavæðing um-
ræðuhæP.
En meginmáli skiptir að frá
hendi samtaka launafólks sé reynt
að hafa áhrif á þessa umræðu,
þannig að hún fari fram á okkar
forsendum og byggi á þeirn við-
horfum og gildum sem við teljum
mikilvæg. Frá þessu teljum við að
samtök launafólks eigi ekki að
hörfa. Þar á bæ eigi það ekki að
vera til umræðu að gefast upp.
Uppgjöf sé hreinlega ekki um-
ræðuhæf.
Höfundur er
formaður BSRB
Hér er tekist á um grundvallar-
viðhorf. Þótt samtök launafólks
séu í vörn nú um stundir er það
síður en svo lausn að kasta
grundvallarsjónarmiðum um
jöfnuð og félagslegt réttlœti fgrir
róða....
Lýðveldisafmælisins minnst með úrsögn úr NATO
Oddný Vestmann kjörin nýr formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi
Um þrjátíu kjörnir fulltrúar sátu að-
alfund kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins í Austurlandskjör-
dæmi á Höfn í Hornafirði helgina 9. til 10.
október síðasdiðinn, en auk þeirra sátu
fundinn gestír frá Verðandi, samtökum
ungs alþýðubandalags- og félagshyggju-
fólks ásantt Steingrími J. Sigfússyni, vara-
formanni flokksins. Oddný Vestmann var
kjörin formaður kjördæmisráðsins í stað
Björns Vigfússonar, en með henni í fram-
kvæmdastjórn ráðsins eru Erlendur Stein-
þórsson og Gíslunn Jóhannsdóttir. A fund-
inum voru samþykktar reglur unt verklag
við skipun framboðslista Alþýðubanda-
lagsins á Austurlandi í komandi alþingis-
kosningum og kosin þriggja manna upp-
stillinganefnd sem í eiga sæti þau Björn
Vigfússon, Anna Þóra Pétursdóttir og
Smári Geirsson.
Varað við reglugerðametinu
I stjórnmálaályktun fúndarins er m.a.
bent á að stjórnarstefna ríkisstjórnar Al-
þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks ætli að
reynast þjóðinni dýrkeypt. Óheft mark-
aðslögmál hafi engan vanda leyst og afleið-
ingin sé m.a. háir raunvextir, gjaldþrota-
skriða, greiðsluþrot einstaklinga og vax-
andi atvinnuleysi og misskipting í þjóðfé-
laginu. Taldi fúndurinn að á flestum svið-
um gangi Alþýðuflokkurinn sýnu lengra til
hægri en Sjálfstæðisflokkurinn. I ályktun-
inni er minnt á að samningurinn um EES
er uppsegjanlegur með árs fyrirvara. Kjör-
dæmisráðið telur samninginn geta haft
háskalegar afleiðingar fyrir sjálfstæði og
efnahag þjóðarinnar og því þurfi að losa ís-
Iand sem fyrst úr viðjum hans. Því sé brýnt
að íslendingar festíst ekki til langframa í
neti reglugerða og tilskipana frá Brussel
sem endi með þátttöku í Evrópubandalag-
inu.
Tilraunir krata fordæmdar
Þá bendir fundurinn á að vegna ákvæða
búvörusamnings frá því í rnars 1991 hafi
sparast milljarðaútgjöld fyrir ríkissjóð og
bændur hafi axlað aukinn kostnað og rneiri
ábyrgð en áður. Standa eigi við ákvæði
samningsins og veita nauðsynlegt svigrúm
til aðlögunar í landbúnaði. Tilraunir Al-
þýðuflokksins til að knýja frarn breyttar
reglur unt innflutning búvara eru for-
dæmdar. Kjördæmisráðið telur að það sem
mestum sviptingum valdi í sjávarútvegi sé
varanleg tilfærsla á kvóta með sölu skipa
milli byggðarlaga og flumingur á vinnslu
úr landi yfir í frystitogara. Hvatt er til að
möguleikar smábáta til veiða innan sann-
gjarnra takmarkana verði ekki skertir og að
rannsóknir á íslenskum hafsvæðunt og á-
hrifum veiðarfæra efldar. Sömuleiðis er
hvatt tíl að ríkið styðji þjónustugreinar á
landsbyggðinni, s.s. ferðamálasamtök og
upplýsingamiðstöðvar ferðamála í hverjuin
landshluta í því skyni að tryggja skipulega
dreifingu ferðaþjónusm með tilliti til æski-
legrar byggðaþróunar.
Spumingum um umhverfis-
röskun osvarað
Kjördæmisráðið telur að setja eigi um-
hverfismál í öndvegi og harmar að alltof
litlu fjármagni sé varið til þeirra. A Austur-
landi sé brýnt að gera átak í náttúruvernd
og uinhverfismálum, s.s. varðandi frá-
rennslismál, sorpeyðingu og mengun frá
fiskimjölsverksmiðjum. Þá telur ráðið stór-
um spurningum um hugsanlega umhverf-
isröskun ósvarað vegna ráðgerðrar nýtingu
vamsfalla til orkuframleiðslu og hvemr til
að skoðun umhverfisþáttanna hafi forgang
við undirbúning og mat á virkjanaáform-
um og þegar raflínustæði vcrða valin. I
samgöngumálum er in.a. hvatt til gaum-
gæfilegrar umræðu um jarðgöng og að
Austfirðingar samræmi sjónarntið sín í því
rnáli. Þá telur kjördæmisráðið rétt að at-
hugun fari frain hið fyrsta á framtíðarvega-
sambandi milli Ausmrlands og Norður-
lands með öruggunt heilsársvegi um
byggðir á Norðausmrlandi og um Vopna-
fjörð með jarðgöngum undir Hlíðarfjöll.
Kjördæmisráðið telur að enn sem fyrr sé
aðild Islands að NATO í fullri andstöðu
við hagsmuni þjóðarinnar og sama gildi
um þau skref sem stigin hafa verið til að
tengja landið hernaðararmi Evrópubanda-
lagsins. í lokaorðum álykmnarinnar segir
að besta gjöf sem þjóðin gæti fært sjálfri sér
á 50 ára afmæli lýðveidis væri að hrista af
sér tengslin við hernaðar- og efnahags-
bandalög.
Vinnubrögð í sameiningar-
málinu gagnrýnd
Á fundinum var ennfremur gerð sérstök
samþykkt um sveitarstjómarmál þar sem
kjördæmisráðið lýsir sig hlynnt endur-
skoðun á skipan sveitarstjórnarmála með
áherslu á breytta skiptingu valds og verk-
efúa milli ríkis og sveitarfélaga. Hinsvegar
telur ráðið vinnubrögð félagsmálaráðu-
neytisins við undirbúning að stækkun
sveitarfélaga hafa verið óheppileg. Mark-
mið sameiningar sveitarfélaga eigi að vera
að gera þau hæfari til að sinna núverandi
og nýjum verkefnum. Því sé það fráleitt að
á sama tíma komi ríkisvaldið ffam með til-
lögur um að draga úr þjónusm á lands-
byggðinni með því að leggja niður embætti
svo sem sýsluskrifstofur og draga svo úr
fjárveitingum til annarra stofnana að þær
geta ekki sinnt verkefnum sínum.