Vikublaðið - 22.10.1993, Qupperneq 4
4
Menningln
VIKUBLAÐIÐ 22. OKTOBER 1993
Iár hlaut bandaríska skáldkonan
Toni Morrison náð fyrir aug-
um sænsku akademíunnar -
bókmenntaverðlaun Nóbels féllu
henni í skaut. Utnefningin vaktí ó-
venju litlar deilur, um hana ríkti
eindrægni enda hefur Morrison
löngu sannað gildi sitt sem stór-
brotínn rithöfundur. Svo mjög að
nú eru tólf ár síðan mynd hennar
birtist á forsíðu bandaríska viku-
ritsins Newsweek. Við það tæki-
færi spurði hún: „Ætlið þið virki-
lega að setja mynd af miðaldra,
gráhærðri, litaðri konu á forsíðu
blaðsins?"
Það að hún er svört kona - af-
komandi þræla hefur auðvitað áhrif
á ritverk hennar. I þeim er reiði
hinna útskúfuðu en líka tónlist
svertíngjanna; sögur hennar eru
Ijóðrænar og skrifum hennar hefur
verið líkt við suður-ameríska
töfraraunsæið. Rætur Morrison
liggja þó umffam allt í þeirri sagna-
hefð sem svartar konur í Bandaríkj-
Ingibjörg
Stefánsdóttir
unum hafa skapað. Líta má svo á að
með þessu sé verðlaunanefndin að
vekja athygli á grósku í bókmennt-
um minnihlutahópa í Bandaríkjun-
um. Sjálf segist Morrison vona að
verðlaunin segi eitthvað um það
sem hefur verið að gerast í bók-
menntum svartra Bandaríkja-
manna og að þau færi sönnur á að
þær séu ekki lengur á jaðrinum
heldur hafi eitthvað það fram að
færa sem komi öllum við.
Fyrsti svarti Banda-
ríkjamaðurinn semfier
Nóbel í bókmenntum
Toni Morrison er ekki aðeins
Heiðurslaun
Brunabótafélags
Islands
1994
Stjórn Brunabótafélags íslands veitir
einstaklingum heiðurslaun samkvæmt
reglum, sem settar voru árið 1982, í því
skyni að gefa þeim kost á að sinna sér-
stökum verkefnum til hags og heilla
fyrir íslenskt samfélag, hvort sem er á
sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta
eða atvinnulífs.
Reglurnar, sem gilda um heiðurslaunin
og veitingu þeirra, fást á skrifstofu BÍ
að Ármúla 3 í Reykjavík.
Þeir sem óska að koma til greina við
veitingu heiðurslaunanna árið 1994
þurfa að skila umsóknum til stjórnar
félagsins fyrir 15. nóvember 1993.
ÉBRUnBBálBFÉlBC Í5UWD5
fyrsta svarta konan sem fær bók-
menntaverðlaun Nóbels heldur
líka fyrst bandarískra svertíngja til
þess að hljóta þessi eftírsóttu verð-
laun. Það segir kannski meira en
margt annað um stöðu svartra
kvenna í bandarískum bókmennt-
um nú. Sjálf get ég ómögulega
munað eftír neinum bandarískum
svertingja, karlkyns, sem hefur gef-
ið út góða skáldsögu nýlega. Hins
vegar man ég eftir mörgum svört-
um skáldkonum.
Hver svarta skáldkonan á fætur
annarri hefur kvatt sér hljóðs með
einu snilldarverkinu eftír annað.
Eins og alltaf um aðrar bylgjur en
þær sem tengjast íþróttum eða
skemmtanaiðnaði þá var þessi end-
urreisn í bókmenntum svartra
kvenna lengi að ná ströndum Is-
lands. En hún kom, kannski
einmitt í kjölfar kvikmyndar
Steven Spielbergs; „The Color
Purple“ eða Purpuraliturinn eftír
samnefiidri sögu skáldkonunnar
Alice Walker. Árið 1986 kom su
bók út í íslenskri þýðingu og
í kjölfarið bækur eftir Gloriu
Naylor, Mayu Angelou og -
Toni Morrison. Það var
skáldsagan Astkær (Beloved)
sem kom út hjá Forlaginu í
íslenskri þýðingu Úlfs
Hjörvars árið 1987, þá alveg
glæný. Það er því ekki hægt
að segja annað en að íslensk-
ir bókaútgefendur hafi verið
vel með á nótunum.
Til marks um þá virðingu
og þann orðstlr sem svartar
konur í Bandaríkjunum hafa
getíð sér fyrir ritstörf sín má
minna á athöfiiina þegar Bill
Clinton var settur í embætti
sem forseti Bandaríkjanna -
þá las ein ofantalinna
kvenna, Maya Angelou, ljóð
Toni Morrison er ekki aðeins fyrsta svarta konan sem hreppir hók-
rnenntaverðlaun Nóbels, heldur líka fyrst handarískra blökku-
manna. Hún er bœði sögð arftaki sagnameistarans Williams
Faidkner og skrifa í <ett við suður-ameríska töfi araunsæið. En mik-
ilvægast af öllu; hún hefur fundið rödd svartra kvenna.
eftir sig í athöfii sem sjónvarpað
var beint um allan heirn.
Tvöfóld kúgun
Svört kona er í tvöföldunt skiln-
ingi á jaðri hinnar ráðandi bók-
menntahefðar sem er bókmennta-
hefð hvítrar millistéttrar. Fyrst sem
svertingi og síðan sem kona. I bók-
menntaheiminum eru konur nefni-
lega enn minnihlutahópur. Svört
kona hlýtur því að tilheyra minni-
hlutahópi á tvöfaldan hátt og verð-
ur fyrir tvöfaldri kúgun - sem
svertingi og sem kona. Þegar svart-
ar konur ætluðu að túlka reynslu
sína á blaði, þá áttu þær fáar fyrir-
myndir. Þær neyddust til þess að
Tilkynning
Byggðastofnun á hlutabréf í eftirtöldum fyrir-
tækjum miðað við árslok 1992. Hlutabréf stofn-
unarinnar eru til sölu ef viðunandi verð fæst
að mati stjórnar stofnunarinnar.
Fyrirtæki
Bær hf., Kirkjubæjarklaustri (hótelrekstur)
Fiskeldi Eyjafjarðar (lúðueldi)
Folda hf., Akureyri (ullariðnaður)
Jöklaferðir hf., Flöfn (ferðaþjónusta)
Límtré hf., Flúðum (iðnfyrirtæki)
Póls-Rafeindavörur hf., Isafirði (iðnfyrirtæki)
Samverk hf., Hellu (glerverksmiðja)
Silfurstjarnan hf., Öxafjarðarhreppi (fiskeldi)
Þörungaverksmiðjan hf., Reykhólum
(þangmjölsverksmiðja)
Hlutafé
Byggða-
stofnunar
10.000
15.586 94.651
8.000 64.865
5.000 30.000
18.226 50.215
4.500 17.450
7.500 11.244
25.000 85.000
12.500 33.000
Frekari upplýsingar gefa fyrirtækjasvið Byggða
stofnunar
stofnunar
Reykjavík og skrifstofur Byggða-
Akureyri, Egilsstöðum og ísafirði.
Byggðastofnun
Rauðarárstig 25 - 105 Reykjavík - Sími 91-605400.
Bréfsími 91-605499 - Græn lína 99-6600.
nota verkfæri, tungumál, form sem
ekki hentaði efninu.
I kringum 1920 blómstruðu
bókmenntir svartra í þeirri bylgju
sem kölluð hefur verið The
Ilarlein Renaissance, Endurreisn
Harlem, en enn voru konur því
sem næst ósýnilegar eða öllu held-
ar þöglar. Rödd þeirra heyrðist
ekki. Sarnt skrifuðu þær. Þær höfðu
verið að gefa út bækur allt frá 1860,
það er rétt fyrir Þrælastríðið. Arið
1950 fékk svört kona, Gwendolin
Brooks, hin virtu Pulitzerverðlaun
í bókmenntum fyrir ljóðabókina
„Annie Allen“. Brooks er ásamt
Zoru Neale Hurston fyrst svartra
skáldkvenna til þess að hljóta
nokkra viðurkenn-
ingu. Þrátt fyrir það
var þeim sleppt þegar
fjallað var um skáld-
skap svertingja í
Bandaríkjunum.
Gömul saga og ný og
hefur ekki aðeins átt
við um svartar konur
heldur flestar þær
konur sem hafa gerst
svo djarfar að ætla að
gerast rithöfundar.
Þeim var sleppt úr
bókmenntasögunni.
Það hefur svo verið
hlutverk femínískra
bókmenntafræðinga
að finna, endurheimta
og endurmeta verk
sem hefur verið kastað
frá sem einskis virði.
Þessi endurheimtu
verk eru einmitt þau
sem að þær skáldkon-
ur sem fylgja í fótspor
sporgöngukvennanna
Heildar-
hlutafé
40.173
hafa orðið fyrir áhrifum ffá.
Tónlistin
Toni Morrison hefur verið sögð
arftaki sagnameistarans WiIIiams
Faulkner sem hlaut Nóbelsverð-
launin árið 1949. Það er hins vegar
enginn vafi á því að hún hefur orð-
ið fyrir áhrifum ffá fyrirrennurum
sínum, konunum sem ruddu braut-
ina og þá ekki sfst frá Zoru Neale
Hurston. Skáldkonu sem tókst að
finna sína eigin rödd, finna þann
tjáningarmáta sem vantaði til þess
að lýsa lífi svartra, lífi sem átti svo
ákaflega fátt sameiginlegt með því
lífi sem hvíta fólkið lifði. Hún leit-
ar mikið til þjóðsagna og beitir sér-
stökum rithætti til þess að lýsa tal-
máli svertingjanna. Hún lýsir tón-
list svertingjanna, dansinum, ryt-
manum. Jazzinn, undirspil frásagn-
arinnar í nýjustu bók Morrison,
,Jazz“ sem kom út árið 1992, er
arffaki þessa rytma. A sama hátt
skrifar Morrison í hefð affó/amer-
ískra bókmennta og þá ekki síst
bókmennta svartra kvenna.
Að skrifa um það sem
máli skiftir
En um hvað skrifar Toni Morri-
son? Til hvers skrifar hún? Í grein
sem birtist í safni greina um svartar
skáldkonur segir hún um skáldskap
„...Ef eitthvað af því sem ég
skrifa, hvort sem það er skáldsaga
eða eitthvað annað, er ekki um
þorpið eða samfélagið eða um þig,
þá er það ekki um neitt. Eg hef
engan áhuga á því að leggjast í ein-
hvers konar einkaæfingar ímynd-
unaraflsins ... verkið verður að vera
pólítískt.... Mér finnst bestu skáld-
verkin vera pólítísk. Þau eiga að
geta verið bæði pólítísk án alls vafa
og um Ieið óendanlega falleg."
Kannski er þama komin ástæða
þess að bókmenntir minnihluta-
hópa, bókmenntir svartra kvenna
þar á ineðal, vekja svona mikla at-
hygli nú. Þetta er rödd sem ekki
hefur heyrst áður. Sjónarhom sem
hefur vantað og það sem meira er:
Þetta er rödd þess sem hefur eitt-
hvað að segja, liggur inikið á hjarta.
Við, þessi velhöldnu, hvítu, evr-
ópsku, höfum kannski ekkert svo
ofboðslega mikið að segja. í skáld-
skapinn hefur vantað lífsháskann,
hann hefur ekki verið fyrir hendi.
Þess vegna hafa rithöfundar okkar
lagst í „einkaæfingar ímyndun-
araflsins" en við, lesendur þeirra,
leitað annað - í töffaraunsæi suð-
ur-amerískra bókmennta, til Eg-
yptalands, Arabíu, Pakistan og í
endurreisn bókmennta svartra
kvenna í Bandaríkjunum. Kvenna
sem ekki aðeins hafa eitthvað að
segja, heldur hafa Iíka fundið leið-
ina til þess að segja það.
Munið áskriftarsíma
Vikublaðsins - 17500