Vikublaðið


Vikublaðið - 22.10.1993, Page 6

Vikublaðið - 22.10.1993, Page 6
6 HePbrigðisþJóniistan VIKUBLAÐIÐ 22. OKTÓBER 1993 I þessari grein, hinni jjórðu sem Vilhjálmur Amason ritar í Vikublaðið um heilbrigðisþjónustu og siðferðilegan grundvöll stefnumótunar á þvt sviði, leggur höfimdur mat á röksemdir fiyrir gjaldtöku t áfengismeðferð og kemst aðþeirri niðurstöðu að hún sé óréttlát og líkleg til að valda meiri vanda en hún geti leyst, auk þess sent kostnaður þjóðfélags og einstaklinga vegna áfettgissýki gteti aukist. því að leitt yrði í ljós að áfengis- Mér skilst að nú eigi að láta áfengissjúklinga greiða sjálfa fyrir með- ferð. Með þessu er óneitanlega tek- ið skref í þá átt að láta sjúklinga greiða sjálfa fyrir heilbrigðisþjón- ustu. Þetta sætir tíðindum í landi þar sem lengi hefur verið þjóðar- sátt um að líta á heilbrigðiskerfið sem sameiginlega tryggingu þegn- anna gegn áföllum í lífinu. Litið hefur verið á þetta sem réttlætismál því að ósanngjamt sé að einstak- lingar þurfi að gjalda sérstaklega fyrir það þegar þeir veikjast. Það er því full ástæða til að velta því fyrir sér hvaða rök gætu hnigið að því að taka áfengissjúklinga sérstaklega út úr og láta þá greiða fyrir meðferð sína. Eg hef áður haldið því ffani hér í blaðinu(1) að heilbrigðisstefnu eigi að inóta með hliðsjón af þremur meginkröfum; að hún sé réttlát, ár- angursrík og hagkvæm. I ljósi þessa mun ég velta því fyrir mér í þessari grein hvort ástæða sé til að ætla að þessi stefnubreyting varðandi á- fengismeðferð þjóni einhverjum af þessum þremur markmiðum: Er það hagkvæmara, árangursríkara og/eða réttlátara að láta áfengis- sjúklinga greiða sjálfa fyrir með- ferð sína en að greiða fyrir hana úr sameiginlegum sjóðum eins og verið hefur? Gjaldtakan er ekki hagkvæm Fyrst um hagkvæmnina. I annars ágætri skýrslu sem Hagfræðistofh- un Háskóla Islands vann fyrir Landsambandið gegn áfengisböl- inu er því haldið frarn sem einni af meginniðurstöðum „þessarar rann- sóknar og adiugana annarra landa“ að kostnaður vegna áfengisneyslu sé þeim mun hærri eftir þvf sem þjónusta við áfengissjúklinga sé meiri.(2) Með hliðsjón af skýrslunni í heild er þetta furðuleg niðurstaða. Þar kemur fram að langstærsti kostnaðarliðurinn er „framleiðslu- tap þjóðfélagsins". 1 umræddri ályktun virðist ekk- ert tillit vera tekið til þess að öflug áfengismeðferð dregur að öllum líkindum rnjög úr þessum óbeina kosmaði sem og líka þeim beina kosmaði sem samfélagið ber af völdum áfengisneyslu, svo sem vegna félagslegrar þjónusm og heilbrigðisþjónustu, löggæslu og réttargæslu. I skýrslunni er rétti- lega bent á að „byrði þjóðfélagsins eykst vegna heilbrígðisvandamála, ótímabærra dauðsfalla, örorku, af- brota, slysa, óreiðu fjölskyldna og sársauka og þjáningar einstak- linga...“. Þeim mun furðulegra er að þessir hlutir séu ekki settir í samhengi við þann mikilvæga ár- angur sem náðst hefur í meðferð á- fengissjúklinga hér á landi. Telja má víst að áfengismeðferð dragi verulega úr öllum þessum þáttum. Til þess að rökstyðja niðurstöðu sína hefðu skýrslugerðarmenn því þurft að hafa samanburð á kosmaði þjóðfélagsins vegna áfengisneyslu áður en SAA tók til starfa og eftir. Ef gerð væri ítarleg rannsókn á öll- um beinum og óbeinum kosmað- arþáttum tel ég lítinn vafa leika á meðferð væri þjóðhagslega hag- kvæm. Verði áfengissjúklingar að greiða sjálfir fyrir meðferð sína er líklegt að mun færri leiti sér hjálpar en áður. Það hefur sjálfkrafa í för með sér aukinn fjölda „heilbrigðis- vandamála, ótímabærra dauðsfalla, örorku, afbrota, slysa, óreiðu fjöl- skyldna ...“ sem samfélagið greiðir fyrir með einuin eða öðrum hætti. Eg tel því hæpið að hagkvæmnis- rök séu fyrir því að taka upp gjald fyrir áfengisineðferð. Gjaldtakan er ekki lík- leg til árangurs Þettajengist því hvort umrædd gjaldtaka/ítuðli að auknuin árangri í áfengistneðferð. Sé það rétt, sein ég gat mér til að færri munu leita sér meðferðar eftir að gjaldtaka er hafin, þá stuðlar það óneitanlega gegn árangri í ineðferð áfengis- sjúkra. Einnig kann að vera að rnenn leiti sér síðar hjálpar en ella og það gemr dregið úr líkum á að þeir nái bata. I þeim tilvikum þurfa menn oft á mörgum meðferðuin að halda áður en þeir ná tökum á lífi sínu. Það er einmitt þetta atriði - sú staðreynd að stór fjöldi sjúklinga í áfengismeðferð SAA eru endur- komufólk - sem virðist fara sérstak- lega fyrir brjóstið á þeim er gagn- rýna núverandi fyrirkomulag. Það er því líklegt að ætlunin ineð gjald- heimmnni sé að draga úr endur- komum. Hugsunin er þá eflaust sú að áfengissjúklingar verði rneðvit- aðri um eigin ábyrgð, taki af meiri festu á vanda sínum og láti sér eina dýra meðferð að kenningu verða. Þessi rök eru út af fyrir sig at- hyglisverð og falla raunar vel að meðferðarstefnu SAA. llvergi í ís- lensku heilbrigðiskerfi er lagt eins mikið upp úr því að sjúklingar læri að lifa við vanda sinn og bera á- byrgð á bata sínum eins og í áfeng- ismeðferð. Samt sein áður hefur á- fengissýki enga sérstöðu í þessu til- liti. Það á við um alla sjúkdóma að sjúklingum nægir ekki bara að fá læknismeðferð og haga sér síðan eins og þeim sýnist. Yfirleitt er það mikilvægast að einstaklingurinn taki sjálfur við læknismeðferð sinni, ef svo má segja, og hagi lífi sínu í samræmi við þann vanda sem hann á við að stríða. En á þessu vill verða mis- bresmr af ýmsum ástæðum og oft þurfa menn að leita sér margoft hjálpar við sama vanda. Alla jafha er þetta haft til marks um það hve þrálámr sjúkdómurinn er og erfið- ur við að eiga. En þegar áfengissýki á í hlut er annað upp á teningnuin: Þá þykir það ámælisvert ef menn þurfa oft að leita sér hjálpar. Astæða þessa er eflaust það við- horf að menn eigi að geta ráðið við áfengissýki sína en það eigi ekki við um aðra sjúkdóma. Þetta er villandi hugsun. Menn ráða ekki við sjúk- dóma og bera því ekki ábyrgð á þeim. Þeir ráða því aftur á móti að einhverju leyti hvernig til tekst með bata í öllum tilvikum. Þetta gildir ekki frekar um á- fengissýki en um aðra sjúkdóma, því að áfengissjúklingar eru oft svo illa haldnir andlega að þeim gemr veist óvenju erfitt að fylgja læknis- ráði og skilja eðli sjúkdóms síns. Eigi að efla ábyrgð áfengissjúklinga og draga úr endurkomu þeirra á endurhæfingarstöðvar með gjald- töku þá á ekki síður að beita sömu úrræðum þegar aðrir sjúklingar eiga í hlut. Það er ósanngjarnt að leggja sér- stakt ábyrgðargjald á áfengissjúk- linga nema ótvírætt sé sýnt fram á að þeir beri ineiri ábyrgð á bata sínum en aðrir sjúklingar. Slíkt gjald er réttlætanlegt í tilvikum þar sem ljóst er að sjúklingurinn hefur sjálfur orðið valdur að vandræðuin sínum en ósanngjarnt þegar þau stafa af öðram orsökum. Vandinn er hins vegar sá að það er ómögulegt að skera úr um það í einstökum tilvikum hvenær „end- urkoma“ sjúklings er af viðráðan- legum orsökum og hvenær af or- sökum sem hann ræður ekki við. Ef gjald er lagt á alla sjúklinga án til- lits til þessa er þeiin sjúklingum sem eiga við þrálát og erfið veik- indi að stríða gert rangt til. En setjum nú svo að gjaldtakan hefði þær afleiðingar í för með sér að þeir sem raunverulega ráða við vanda sinn „taki sig taki“ og leiti sér ekki meðferðar nema einu sinni. Það myndi þýða að einungis þeir veikustu, þeir sem eru verst farnir af áfengissýkinni, þurfi á fleiri en einni meðferð að halda. En þá inyndi meðferðargjaldið koma þyngst niður á þeim sem verst eru settir. Þetta sýnir að ef meðferðargjald skilar árangri þá veldur það jafn- framt óréttlæti. Nema við teljum það sanngjarnt að veikt fólk borgi fyrir læknismeðferð sína og viljum gera það að almennri reglu í samfé- laginu. Ekki má heldur slíta mat á hugs- anleguin árangri af þessari ráðstöf- un úr samhengi við þau áhrif sem hún mun hafa á aðra þætti heil- brigðisþjónustunnar. Afengissjúklingar sem ekki hafa ráð á að fara í áfengismeðferð munu í auknum mæli leita til al- inenna heilbrigðiskerfisins þar sem oft er lítill skilningur á vanda þeirra. Þar geta þeir orðið enn þrá- látari „endurkomumenn“ en í á- fengisineðferð án þess að fá nokkurn tíma viðeigandi lausn á sínum málum. Slíkt getur hvorki talist hagkvæmt né árangursríkt. Merking ýmissa kafla í Bókinni um veginn er svo óljós að textaskýrendur neyðast til að túlka textann út frá eigin skilningi og bæta inn orðum sem stund- um virðast gjörbreyta upphaflegri inerkingu. Þannig segir Laotse t.d. að Himinn og jörð hafi ekki góðmennsku til að bera en nær allir texta- skýrendur eru sammála um að hann eigi við það að náttúruöflin leggi ekki mat á hvað sé gott eða illt. Sumir telja að Laotse velji þetta afdráttar- lausa orðalag til að draga fram andstöðu við kenningar fylgismanna Konfúsíusar um að maðurinn sé í eðli sínu góður og heföarmenn og ríkisleiðtogar eigi að leggja rækt við góðmennsku. Laotse vill hins vegar leyfa öllu að þróast í samræmi við náttúrulegt eðli sitt. Margar líkingar eru líka illskiljanlegar fyrir nútímamenn. Þannig munu Kínverjar t.d. hafa búið til hundlíkneski úr hálmi til að nota við fómarathafnir til forna. A meðan á fórnarathöfninni stóð var hálmhundunum vottuð virðing en hún risti ekki dýpra en svo að þeim var fleygt að athöfn lokinni. Það er því rj ekki svo einfalt mál að skera úr um það hvort fólki sé sýnd virðing með því að líkja því við hálmhunda eða hvort það er lítilsvirt með þeim hætti. Bókin um Veginn, 5. brot Himinn ogjörð sýna enga góðmennsku; fyrir þeij/t em tugþúsundirfyrirbtera se/tt hundar úr hálmi. Spakvitrinmrinn sýnir enga góð- mennsku; fyrir honum er alþýðufólk sent hund- ar úr hálmi. Er víddin milli himins og jarðar ekki alveg eins og fýsibelgur? Hún er tóm en ekki j/tagn- vana ogfærist t aukana við breyfingu. Orðhákar kornust einatt íþrot, þá er betra að varðveita kjamann. Umritun þýðanda Náttúruöflin gera ekki upp á milli góðs og ills. Þau virða hlutverk allra hluta en reyna ekki að hafa áhrif á afdrif þeirra. Stjórnvitringar taka náttúruöflin sér til fyrirmyndar og gera heldur ekki upp á milli góðs og ills. Þeir virða framlag sérhvers manns en blanda sér ekki í örlög þeirra. Tómið er ekki síður mikilvægur hluti náttúrunnar en hin sýnilegu náttúmöfl. Það býr yfir krafti sem er hvati mikilla átaka rétt eins og blærinn sem getur rokið upp í sterkan storm á stuttum tíma. Innihaldslaus orðaflaumur þjónar engum til- gangi. Þess í stað er nauðsynlegt að einbeita sér að innra eðli hlutanna og forðast allar öfgar. Þýðandi: Ragnar Baldursson

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.