Vikublaðið - 22.10.1993, Síða 7
VIKUBLAÐIÐ 22. OKTOBER 1993
Gjaldtakan er ekki
réttlát
Erfitt er að aðskilja röksemdir
um áhrifamátt gjaldtökunnar og
réttlæti hennar. I rauninni veltur
allt á réttlætinu, því að það er rangt
að gera breytingar í heilbrigðis-
kerfinu sem valda óréttlæti, jaínvel
þótt þær kunni að auka bæði árang-
ur og hagkvæmni. Ef sérstakt gjald
er lagt á áfengissjúklinga er það
óréttlát mismunun nema þeir séu í
einhverju þýðingarmildu atriði frá-
brugðnir öðrum sjúklingum. Lyk-
ilspurningin hér er sú hvort „á-
fengissýki“ sé yfirleitt sjúkdómur
eða ekki. Fáir draga það nú lengur í
efa að áfengissýki sé sjúkdómur,
enda renna margvíslegar rann-
sóknir stoðurn undir þá kenningu.
Svo aðeins eitt dæmi sé tekið, sem
bendir sterklega til að áfengissýki
gangi í erfðir, hefur verið sjmt fram
á að ættleidd börn áfengissjúklinga
eru mun líklegri en önnur til að
verða áfengissýki eða annarri
vímuefnafíkn að bráð, þótt þau hafi
alla tíð alist upp hjá félagsforeldr-
urn.
Hitt orkar meira tvímælis hvort
áfengissýki sé í einhverjum mikil-
vægum atriðum frábrugðin öðrum
sjúkdómum. Því hefur til dærnis
verið haldið fram að það sé ekki
hluti af áfengissýki að drekka á-
fengi, ekki frekar en það er hluti af
mjólkurofnæmi að drekka mjólk.
Afengissjúklingurinn hafi að vísu
óviðráðanlega löngun í áfengi, en
hann ráði því sjálfur hvort hann láti
eftir henni eða ekki. Þegar alkó-
hólisti drekki sé hann að fremja
lastafullt og syndsamlegt athæfi en
ekki sjúklegt.<!)
I þessari röksemd er algjörlega
horft fram hjá því áfengissýki er
ekki hara ofnæmi sem lýsir sér í ó-
eðlilegum viðbrögðum líkamans
við alkóhóli, líkt og mjólkurof-
næmi birtist í óeðlilegum við-
brögðuin líkamans við mjólkur-
eggjahvítum eða mjóikursykri,
heldur er áfengissýki fíkn sem
brenglar hugarástand manna og
sálarlíf. Áfengissýki er því í senn
líkamlegur og andlegur sjúkdómur
sem ofnærni fyrir mjólk eða kötmm
er líkast til ekki. Það er eðilegt að
gera greinarmun á líkainlegu of-
næmi manns fyrir mjólk og hugar-
ástandi manns en sá greinarmunur
verður ekki annað en rökfimleg at-
hugasemd þegar um fíkn er að
ræða. Líklega er ekkert meir til
marks um bráðhættu áfengissýk-
innar en þegar menn ákveða að
hætta að drekka á viljastyrknum
einum saman. Slík barátta gegn
eigin „löstum og syndum" hefur
dregið margan manninn til dauða,
því að vanlíðan þeirra, sem ekki átti
sér lengur neina haldbæra skýr-
ingu, virðist hafa svipt þá vitinu.
Þess vegna er ekki nóg - og reynd-
ar oft stórhættulegt - að áfengis-
sjúklingur hætti hara að drekka.
Hann verður að öðlast skilning á
eðli sjúkdómsins, að hann er í senn
líkamlegt ofnæmi og sjúkleg fíkn.
Hann verður að læra að hann er
haldinn sjúkdóini sem hann getur
ekki sigrast á, en að hann geti hald-
ið fikninni niðri með ráðum sem
reynst hafa öðrum áfengissjúkling-
um vel. Þau ráð eru ckki síst and-
legs eðlis og miða að því að halda
niðri fíkninni frá degi til dags. Slík
ráðgjöf er veitt í áfengismeðferð.
En jafnvel þótt horft sé fram hjá
þýðingu fíknarinnar og höfðað til
þess að áfengissjúklingar stuðli
sjálfir að sjúkdómnum með
drykkju sinni þá sýnir það enga
mikilvæga sérstöðu sem réttlætir
meðferðargjald. Flestir sjúkdómar
nú á dögum eru þess eðlis að menn
hafa áskapað sér þá með líferni
sínu. Hjarta- og kransæðasjúkdóm-
ar eiga til dæmis ekki síst rætur í
reykinguin, óhollu mataræði og
Vilhjálmur
Árnason
hreyfingarleysi. En yfirleitt er um
að ræða flókið samspil erfða, um-
hverfis og lífernis þar sem erfitt er
að greina ótvírætt orsakasamhengi
og meta ábyrgð einstaklingsins.
Þar eð áfengisdrykkja er almennt
viðurkennd venja í samfélaginu, og
raunar hvatt til hennar ineð marg-
víslegum hætti, er rang-
látt að áfellast áfengis-
sjúklinga sérstaklega fyrir
að neyta áfengis. Það er
sanngjörn krafa að allir
borgi jafnt fyrir áhætmna
sem fylgir því að neyta á-
fengis, en ósanngjarnt að
einungis þeir sem missa
tökin á lífi sínu vegna
hennar borgi fyrir áfeng-
ismeðferð. Raunar hafa
ið haldi uppi öflugri áfengismeð-
ferð.
Það leiðir af málflumingi mínum
að gjaldtaka fyrir áfengismeðferð
er ekki réttlætanleg með þeim rök-
urn sem máli skipta í umræðu unt
heilbrigðisstefnu. En ég er ekki svo
bjartsýnn að gera ráð fyrir því að
röksemdir af þessu tagi hafi
minnsm áhrif á aðgerðir stjórn-
valda. Fyrir þeim vakir sjaldnast að
gera það sem er réttlætaniegt hcld-
ur að hafa sitt frarn með öllum ráð-
um. I þessu tilviki detmr mér helst
í hug tvennt sem ráðamenn kunna
að hafa í huga með þessari stefnu-
breytingu. I fyrra lagi að auðveld-
ara geti verið að ráðast að áfengis-
sjúklingum en öðmm vegna þess
að mikil vanþekking, fordómar og
afneimn ríkja í samfélaginu um á-
fengissýki, orsakir hennar og af-
leiðingar.
Ranglæti birtist oft í formi ó-
sannra dóma og villandi alhæfinga
um tiltekna hópa fólks. Það er
hlutverk stjórnvalda að sporna
gegn slíku ranglæti en ekki að ala á
því eins og hér er gert. I síðara lagi
er nærtæk sú skýring að ráðamönn-
um lítist ekki á hve dregið hefur úr
áfengissölu. Ein meginástæða þess
er sú að þúsundir Islendinga hafa
hætt að drekka, ekki síst fyrir til-
verknað SÁA. I hörðu ári grípa
menn stundum til örvæntingar-
fullra aðgerða og sjást ekki fyrir.
Aukin áfengissala skilar auðvitað
peningum í ríkiskassann, en aukin
drykkja alkóhólista veldur þjóðfé-
laginu jafnharðan mun meiri skaða,
ekki bara í mannlegri þjáningu og
niðurlægingu heldur líka í bein-
hörðum peningum.
Berlín, í september 1993
Höfundur er dósent í heim-
speki við Háskóla Islands.
Bók hans, Siðfræði Iífs og
dauða. Erfiðar ákvarðanir í
heilbrigðisþjónustu, kemur út
hjá Rannsóknarstofnun í sið-
fræði síðar í haust.
Tilvísanir
(1) „Heilbrigði og réttlæti“,
Vikublaðið 25. 2. 1993.
(2) Kostnaður og tekjur þjóðfé-
lagsins vegna áfengisneyslu árin
1985-1989. Skýrsla til Land-
sambandsins gegn áfengisbölinu
(Reykjavík: Hagfræðistofnun
Háskóla íslands, apríl 1991), s.
33.
(3) Sbr. Kristján Kristjánsson,
„Sjúkdótnshugtakið og alkóhól-
ismi“, Þroskakostir (Reykjavík:
Rannsóknastofhun í siðfræði
1992), s. 143-155.
þeir þegar greitt sinn
skerf óbeint með öllu því
rándýra áfengi sem þeir
hafa látið ofan í sig og
ríkið hirðir arðinn af.
Mér virðist því að á-
fengissýki hafi mikilvæga
sérstöðu gagnvart öðrurn
sjúkdömum, en ég fæ
eklci séð að sú sérstaða
réttlæti það að sérstakt
gjald sé innheimt af því
fólki sem þarf á áfcngis-
meðferð að halda. Vegna
fi'knarinnar og þeirra
mannskemmda sem
langvarandi og óhófleg
neysla veldur virðist mér
að áfengissjúklingar geti
átt erfiðara með það en
aðrir sjúklingar að ná
tökum á sjúkdómi sínum
og taka ábyrgð á eigin ,
bata. Meðferðargjald
stuðlar ekki að slíkri á-
byrgð og hún veldur ó-
réttlæti.
Talsmenn meðferðar-
gjalds gætu samt enn leit-
að eftir rökum. Þeir gætu
haldið því fram að mikil-
vægt sé að leita leiða til
að greina á milli heil-
brigðisþjónustu sem fólk
greiði fyrir sjálft að veru-
legu leyti og heilbrigðis-
þjónustu sem fjánnögn-
uð er af almannafé. I því
skyni þurfi að huga að því
hversu brýnn heilbrigðis-
vandi manna er og í sam-
anburði við aðra sjúk-
dóma sé áféngissýki ekki
sérlega alvarleg. Þetta
held ég að sé rangt. Sýnt
hefur verið fram á að á-
fengissýki er stigversn-
andi sjúkdómur sem get-
ur á endanum gert inenn
vitstola eða dregið þá til
dauða. Áður en að því
kemur hefur einstakling-
urinn yfirleitt valdið
sjálfum sér, fjölskyldu
sinni og jafnvei samfélag-
inu verulegu tjóni. Þessi
merki áfengissýkinnar
eru ckki alltaf augljós,
sérstaklega ekki í samfé-
lagi sem lítur á sum
þeirra sem eðlilega hegð-
un. Það breytir því ekki
að áfengissjúklingar glata
smám saman heilsu sinni
til líkama og sálar og
starfshæfni þeirra og
samskiptahæfni fer
þverrandi. Það hefur því
mikilvæg fyrirbyggjandi
áhrif gagnvart öðrum
sjúkdómum að samfélag-
Foreldrar í Reykjavík,
vinsamlegast athugið eftirfarandi:
Börn 12 ára
og yngri
mega ekki vera á almannafæri
eftir kl. 20.00 frá 1. september
til 1. maí (vetur) og eftir kl. 22.00
frá 1. maí til 1. september (sumar) nema
í fylgd með fullorðnum.
Börn á aldrinum
13 til 16 ára
mega ekki vera á almannafæri
eftir kl. 22.00 frá 1. september til
1. maí (vetur) og kl. 24.00 frá 1. maí til
1. september (sumar) nema í fylgd með fullorðnum
eða um sé að ræða beina heimferð frá viðurkenndri
skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
AÐGANGUfí BAfíNA OG UNGMENNA
AÐ DANSLEIKJUM
OG ÖÐfíUM SKEMMTUNUM
Börnum yngri en 16 ára
Ungmenni innan
18 ára aldurs
er óheimill aðgangur og dvöl á dansleikjum öðrum
en sérstökum unglinga- eða fjölskylduskemmtunum
sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða
öðrum þeim sem til þess hafa leyfi. Miða skal aldur
við fæðingarár.
Börnum eða ungmennum
innan 18 ára aldurs L"
er óheimill aðgangur og dvöl á stöðum sem hafa
leyfi til áfengisveitinga nema í fylgd með foreldri,
öðrum forsjáraðila eða maka.
Miða skal aldur við fæðingardag.
Knattborðsstofur, leíktæki
og spilakassar
Börnum innan 14 ára
l,i
0%
er ekki heimill aðgangur að knattborðum,
spilakössum eða leiktækjum nema
mega ekki starfa á stöðum sem hafa , fyigd með forráðamönnum.
leyfi til áfengisveitinga nema Miða skai aldur vjð fæðingarár.
það sé liður í viðurkenndu iðnnámi.
Úr lögum nr. 58, 1992, um vernd barna og ungmenna
Ur lögreglusamþykkt Reykjavíkur frá 22. desember 1987.
Lögreglustjórinn
í Reykjavík
Borgarstjórinn
í Reykjavík