Vikublaðið


Vikublaðið - 22.10.1993, Side 11

Vikublaðið - 22.10.1993, Side 11
VTKUBLAÐIÐ 22. OKTOBER 1993 11 Sviðsljós Rithöndin Ert duglegur að afla skoðunum þínum fylgis Mynd: Ól.Þ. Á landinu bláa Jónas Árnason er heldur betur í sviðsljósinu um þessa helgi. Hörpuútgáfan er að koma á markaðinn með bók sem inniheld- ur úrval úr bókum Jónasar. Þetta er afmælisbók, en Jónas varð sjötugur í vor leið. Olafur Haukur Arnason bjó bókina til prentunar og ritar formála um höf- undinn og gildi verka hans. I tilefni af þessu verður haldin skemmmn sem hefst í Borgarleik- húsinu næstkomandi mánudags- kvöld kl. 20:30. Kynnir á skemmmnni verður sveimngi Jónasar, Flosi Olafsson. Þeir Gísli Halldórsson, Jón Sigur- björnsson og Þorsteinn Gunnars- son flytja þar saman þátt sem birt- ist í afmælisbókinni „Ljós í Viðeyj- arstofu?“ Jón Hjartarson les úr öðrum þætti sem þar birtist: „A ferð með Þórbergi.“ Baldvin Hall- dórsson les upp kvæði og þuluna „Fuglinn sigursæli." Svo verður rnikið sungið af lög- um úr ýmsum áttum sem Jónas hefur gert texta við. Þar koma við sögu Ríó Tríóið, Anna Pálína Árnadóttir, Guðrún Gunnarsdótt- ir, Ragnheiður Arnardóttir, Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson, Heiðar Gíslason, söng- og skemmtifélagið Samstilling, Alafosskórinn undir stjórn Helga R. Einarssonar, - og að lokum syngja þeir saman nokkur lög Helgi R. og Jónas Árnason og fá fólkið í salnum til að taka undir í viðlögunum. Það komust miklu færri að en vildu í vor þegar haldin var skemmmn í Borgarleikhúsinu í til- efni sjötugsafmælis Jónasar. Sú skemmmn var látin heita „Á land- inu bláa.“ Afmælisbókin ber sama titil, og sömuleiðis skemmmnin á mánu- dagskvöldið kemur. Sala aðgöngumiða að skemmt- uninni er hafin í Borgarleikhúsinu. Skriftin þín lýsir miklum hæfi- leikamanni, en þú ert rólegur og læmr lítið yfir þér hvers- dagslega. Þér er jafh lagið að vinna með höfði og höndum og flest virðist liggja opið fyrir þér. Þú hef- ur sköpunarhæfileika, vilt helst vinna eitthvað skapandi. Þá viltu helst vera í kyrrð og ró. En þú get- ur líka snúið út annarri hlið, til dærnis haldið ágætar ræður og ver- ið duglegur að afla skoðunum þín- uin fylgis. Þú memr mjög mikils hið barnslega og einfalda í tilver- unni og þér leiðist innst inni yfir- borðsmennska nútímans. En ekki er víst að þú gerir þér al- veg grein fýrir þessu. Þú hefur násmgáfur og stjórnunarhæfileika í góðu lagi. Ert oftast vingjarnlegur og hlutlaus í daglegri umgengni. Þú kynnir að hafa verið veikur fyr- ir freistingum hverskonar, en lík- lega er það tímabil liðið. Þú virðist á réttri hillu sem fjölskyldufaðir, en mátt þó vara þig á að verða ekki of háður þínum nánustu, þannig að þú sért eins og á flæðiskeri án þeirra. Þú virðist varkár og hagsýnn, en flækir þó ekki málin að óþörfu, Þórarinn Tyrfingsson yfirlteknir á Vogi ogformaður SAA. heldur gengur í það sem gera þarf. Þú virðist hafa leitandi huga, gætir verið eða eiga eftir að vera í dul- speki. Þú átt óhjákvæmilega að eiga auðugt líf. Góða framtíð. R.S.E. /^ÍMÍ 06 "teíti t tei|cnir^9r: Bjami f{mr?Uym Kunningi minn einn tilheyrir þessari undarlegu tegund manna sem telur að náin tengsl við náttúrana og allt það er henni tilheyrir sé á einhvern hátt göfugra eða betra en það sem til- heyrir blessuðu malbikinu. Sjálfur er hann borinn og barnfeddur borgar- búi en kýs að afheita upprana sínum á þennan hátt. Honum þykja mín viðhorf vera „úrkynjunarmerki" eða eitthvað enn verra. I ljósi þess að hann er viðskiptafræðingur þykja mér þessar athugasemdir koma úr hörðustu átt. En til þess að sýna og sanna heiin- inum hvílíkt náttúrabarn hann sé notar hann allar hinar klassísku að- ferðir. Hann er að sjálfsögðu í skóg- ræktarfélagi og persónulega ábyrgur fyrir fleiri mgum vindbarinna hrísla, sem hingað og þangað um landið eru til ama og óþæginda öðram en hungraðum rollum. Fjölskyldan á að sjálfsögðu að taka þátt í vitleysunni og hvorki kona né börn fá yfirleitt að njóta helganna. Sjái hann börnin fyrir framan sjón- varpstækið eða konuna uppi í sófa með bók er eins og allt umsnúist hjá þessum annars dagfarsprúða manni. Hann rífur fram lopapeysur og húf- ur og rekur allt liðið á fætur. Sé ein- hver í heilum sokkum verður við- komandi að skifta og fara í götótta lopasokka því öðruvísi er maður ekki nógu náttúrulegur. Síðan útí bíl og upp í Heiðmörk ef ekki liggur fyrir að planta einhverjum trjám þar sem áður var notalegt lyng og mói. Þeg- ar allir era orðnir kaldir, blautir og~ hraktir þykir honurn sem skyldun- um við náttúrana sé fullnægt og aft- ur er haldið heim. Börnin grátandi yfir að hafa misst af barnatímanum og konan krossbölvandi yfir væntan- legu kvefi og blöðrubólgu. En hann er ánægður. Það er sko ekki úrkynj- unin í þessari ijölskyldu! Til að fullkomna kvalræðið hefúr vinur minn síðan leigt sér garðholu til að rækta þar kartöflur og kálteg- undir ýmsar. Snemma vors er síðan haldið af stað með söng í hjarta og bros á vör til að fara að yrkja jörðina. Nú kann vinurinn að sjálfsögðu ekk- ert á þetta þannig að útsæðið er ým- ist óspírað eða hálfmyglað af of- spíran, auk þess sem hann gleymir alltaf að kaupa áburð. En niður skal þetta og auðvitað á öll fjölskyldan að taka þátt. Sldtt með það þó konan brjóti neglurnar, krakkarnir stingi gaflinum í lappirnar á sér og sjálfur sé Hnur minn ffá vinnu í hálfán mánuð á eftir sökum bakverkja. Það jafnast ekkert á við hin nánu tengsl við náttúruna. Þær fáu helgar sumarsins sem ekki fara í skógræktarferðir er nú hægt að nota til að reyta arfa. Það er sama hversu oft og vandlega er reytt, alltaf er allt á kafi þegar haustið nálgast og tími kominn til að ná"“" uppskeranni í hús. Yfirleitt kemur nú lítið meira upp en sett var niður enda er það aukaatriði. Tengslin við moldina, dralluna er það sem máli skiptir. Kálinu reynir hann síðan að pranga inn á vini og kunningja því bömin hans þvemeita að éta eitt- hvað sem dregið hefur verið upp úr moldinni. Sjálfur er hann heldur ekki ýkja spennmr fyrir afúrðinni þó svo hann mvndi fvrr kjósa Alþýðu- bandalagið en játa það að honum finnst kálið nauðvont.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.