Vikublaðið


Vikublaðið - 22.10.1993, Page 12

Vikublaðið - 22.10.1993, Page 12
Munið áskriftarsímann 77500 Pierre Sané^ framkvtemdastjóri Amnesty Intemational var hér á landi á dögunum. I samtali við blaðatnann Vikublaðsins kom jram að hann telur vinnubrögð Ulendingaeftirlitsins ekki í samrcemi við alþjóðakröfur. egar stofnandi Amnesty Intemational hélt því fram að hægt væri að fá samviskufanga lausa úr haldi með bréfaskriftum einum saman var hugmyndum hans vísað á bug sem „einni mestu vitfirr- ingu okkar tíma.“ Rúmlega þrjá- tíu ára starf Amnesty félaga út um allan hcim hefúr sýnt firam á að hér var ekki um neina vitfirr- ingu heldur friðsama en jafn- framt árangursríka leið að ræða. Félagar í Amnesty International em nú orðnir ein milljón í um 160 löndum. Félagar í Islandsdeild Amnesty eru um fjögur þúsund. Amnesty berst fyrir rétti fólks til þess að láta í ljós skoðanir sínar og að fangelsunum, pyntingum og drápum á fólki sem hefur aðrar stjórnmálaskoðanir, trú eða þjóð- erni en stjórnvöld linni. Samtökin krefjast réttlátra réttarhalda og berjast gegn dauðarefsingum. Og þörfin virðist aldrei brýnni en nú. Villimennskan heldur áfram ' I árskýrslu Amnesty 1993 kemur fram að á árinu 1992 var vitað um 4.400 samviskufanga í 62 löndum. I öðruin 32 löndum er líklegt að samviskufangar séu í haldi. A.m.k. 300.000 fangar í meira en 60 lönd- um eru í haldi án dóms og ákæru. Yfir 1500 eru í haldi eftir óréttláta dómsmeðferð í a.m.k. 30 löndum. I 110 löndurn er fólk pyntað og sæt- ir slæmri meðferð í fangelsum, leynilegum fangageymslum og lögreglustöðvum. Rúmlega 500 einstaklingar létust af völdum pyntinga og ómannúðlegra að- stæðna í fangelsum í 48 löndum. I 45 löndum var fólk tekið af lífi án dóms og laga, hversu margir er ekki vitað. Vitað er að 950 einstak- lingar hafa „horfið" effir handtök- ur öryggissveita í a.m.k. 25 lönd- um, í 27 löndum er enn ekki vitað um afdrif „horfinna“ frá fyrri tíð. Vitað er um affökur 1.708 fanga í 35 löndum, 2.697 voru dæmdir til dauða í 62 löndum. 82% ailra af- taka eiga sér stað í Kína og Irak. Það er óhætt að taka undir orð Amnesty-manna, „villimennskunni linnti ekki í heiminum árið 1992.“ Ríki kunn fyrir mannréttindabrot, s.s. Chad, Kína, Irak, Líberíu, Perú, og Siri Lanka héldu upp- teknum hætti og ný bættust í hóp- inn, þ.á m. Sómalía og fyrrum Júgóslavía. I Tyrklandi voru menn pyntaðir á lögreglustöðvum og í fangelsum, í Kína héldu aftökur vegna stúdentauppreisnarinnar '89 áfram og í Bandaríkjunum var 31 fangi sem hlotið hafði dauðadóm tekinn af lífi, svo eitthvað sé nefht. íslendingar geta haft áhrif Bréfaskrifir hafa verið og munu halda áfram að vera ein helsta bar- áttuaðferð Amnesty International. En Amnestydeildirnar út um allan heim nota margar aðrar leiðir til þess að vekja athygli á baráttu sinni. Arið 1992 voru 500 ár síðan Kristófer Kolumbus kom til Amer- íku. Af því tilefni var í Noregi farin kyndlaganga til að minnast látinna frumbyggja í Ameríku. A Irlandi reistu fangar í sex fangelsum tákn- ræna stöpla til þess að sýna sam- stöðu með innfæddum föngum í Ameríku og svona mætti lengi telja. I fyrirlestri sem Pierre Sané, framkvæmdastjóri Amnesty Inter- national, hélt hér um síðustu helgi talaði hann um nýjar leiðir sem Is- landsdeildin gæti farið. Stór hluti innflutnings okkar kemur ffá Jap- an, Bandaríkjunum og nokkrum Evrópuþjóðum. Hann benti á að með efhahagsþvingunum getum við þrýst á að þessar þjóðir standi vörð um mannréttindi. Hefur hann eflaust haff þar í huga að dauða- refsingar eru bæði leyfðar í Banda- ríkjunum og Japan og að Bandarík- in eru eitt sex landa í heiminum þar sem lög heimila að börn séu dæmd til dauða. 1 ársskýrslu Amnesty er bent á óheiðarleika flestra ríkja þegar mannréttindi eru annars vegar. Leiðtogar allra þjóða tali fallega um mannréttindi á tyllidögum en off sé minna um efndir. Alþjóðleg- ur þrýsdngur gegn mannréttinda- brotum einkennist einnig um of af hentistefnu. Ef það ógnar hags- munum ríkis gagnrýnir það ó- gjarnan mannréttíndabrot annars ríkis. Það var hægt að túlka orð Sané svo að Islendingar taki þátt í þessum óheiðarleika og geri með þögninni öðrum kleift að halda ó- dæðisverkunum áfram. Þróun, mannréttindi og þátttaka fólksins Pierre Sané er stjórnmálafræð- ingur að mennt og starfaði um 15 ára skeið sem þróunarráðgjafi í Afríku. Það var gegnum þau störf sem áhugi hans á starfi Amnesty kviknaði. En hvemig tengjast þró- unaraðstoð og mannréttindi? „Það er sannfæring mín að þró- un sé um leið pólitísk framþróun. „Þróunin" getur ekki komið ofan frá, frá stjórnvöldum, heldur ein- ungis með þátttöku fólksins. Það mun auðgast eða þjást vegna þró- unarstefnu stjómvalda. Eigi þró- unarverkefhi að skila árangri er því nauðsynlegat að fólkið taki þátt í þróunarverkefnum af fúsurn og ffjálsum vilja. Til þess að það sé mögulegt verður að tryggja ffjáls skoðanaskipti og að fólki sé frjálst að skipuleggja sig tíl að tryggja hagsmuni sína og rétt sinn. Barátta Amnesty er þannig nátengd bar- áttu fyrir þróun. Hún ýtir undir þátttöku fólks og mátt þess til þess að berjast skipulega fyrir hagsmun- um sínum“, segir Sané. Aðspurður sagði Sané að sant- fara þróunarverkefhum sem væri einhliða ákvörðun stjórnvalda gætí verið hætta á mannréttindabrotum. „Þróun er off í andstöðu við ríkj- andi hefðir og siði og hætt við að stjórnvöld sem vilja koma henni á meini fólki að sýna andstöðu sína við hana. Við höfum séð þetta ger- ast í einræðisríkjum Mið- og Suð- ur-Ameríku og í einræðisríkjum Afríku. Þróun getur haft þessi áhrif vegna þess að fólk vill taka þátt í á- kvörðunum um eigið líf, það vill ekki láta stjórnvöld taka ákvarðanir og þröngva þeim upp á sig.“ Amnesty International em óháð samtök. Þau þiggja ekld fé ffá opin- bemm aðilum og halda fram hlut- leysi sínu. En em samtökin hlut- laus? Sané telur það sanna hlutleysi Amnesty að ólfk stjórn- kerfi hafa sakað samtökin um að vera á mála hjá óvininum. A dögum Sovétríkjanna ásökuðu stjórnvöld í Moskvu Amnesty um að vera fram- vörð CIA, í Mið-Ameríku hefur Amnesty verið sakað um að vera á mála hjá marxistum og í ferð Sanés til Egyptalands og Alsírs fyrir skömmu fékk hann að heyra að samtökin væm hliðholl bókstafs- trúarmönnum. „Það sem þessir menn þurfa að skilja er að allir eiga rétt á að hafa sínar skoðanir og sína trú, láta skoðanir sínar í ljós og iðka trú sína. Þann rétt er Amnesty að verja, sama hver hlut á að máli“, segir Sané. Sané telur ekkert stjórnkerfi geta tryggt að mannréttindi séu virt. „Mannréttindi eru brotin í þjóðfé- lögum sem eiga sér langa lýðræðis- hefð. Og ég er ekki að segja að t.d. kommúnískt stjómkerfi geti ekki tryggt mannréttindi en það er fólksins að velja hvernig kerfi það vill. Við segum ekki að eitt kerfi sé betra en annað en hvert sem kerfið er verður það að virða rétt fólksins, það sem við köllum mannréttíndi." A mannréttindaráðstefnunni í Vín nú í sumar héldu sum Asíu- lönd, nt.a. Kína, því ffam að sögu- leg arfleifð, menning og trúar- brögð ýmissa þjóða samrýmist ekki gmndvallarhugmyndum um mannréttindi. Ilverju svarar frarn- kvæmdastjóri Amnesty þessari gagnrýni? < „Eg held að deilan um algildi muni vara svo lengi sem menn eiga mismunandi menningu, trúa á inis- munandi guði o.s.fr. Eg veit ekki hvort þessi deila er tíl ills. Við verðum að átta okkur á því að fólk er ólíkt. En um leið tel ég að það sé stuðningur við almenn mannrétt- indi. Fólk sem er ólíkt á rétt á lág- marks virðingu og sómasamlegri framkomu frá stjórnvöldum. Stjórnvöld í Kína og fleiri löndum sem efuðust um algildi mannrétt- inda á Mannréttindaráðstefnunni í Vín tóku samt á sínum tíma þátt í að móta mannréttindasáttmála SÞ og hafa skrifað undir hann. Með undirskriftínni hafa þau viðurkennt algildi mannréttínda. Og á ráð- stefinunni í Vín héldu fúlltrúar þessara ríkja því ffam að ríki þeirra hafi staðið við þessa sáttmála. Með því viðurkenndu þau algildi mann- réttinda,“ segir Pierre Sané. Útlendingaeftirlitið stenst ekki alþjóðlegar kröfur Enginn pólitískur flóttamaður hefúr fengið hæli hér á landi síðan ísland skrifaði undir sáttmála Sam- einuðu Þjóðanna um flóttamenn árið 1951. Hér getum við Islend- ingar bætt um betur að sögn Pierre Sané. Amnesty hefur gagnrýnt vinnu- brögð útlendingaeffirlitsins á Is- landi. Sané fór m.a. á fund stjórn- valda til þess að ræða þessi mál meðan hann dvaldi hér á landi. Hann segir að vinnubrögðin stand- ist ekki alþjóðlegar kröfúr. Oft er það í höndum eins manns að á- kveða hvort viðkomandi fær að dvelja hér. Amnesty fer fram á að flóttamenn sem sækja um pólitískt hæli hér á landi fái réttláta meðferð og tryggt sé að þeir eigi ekki von á að verða pyntaðir eða teknir af lífi séu þeir sendir til síns heinia. Dæmi eru urn það í öðrum löndum að ófúllnægjandi vinnubrögð inn- flytjendaeftírlits hafi orðið til þess að pólitískir flóttamenn hafi vérið sendir til baka og út í opinn dauð- ann. I samtali við blaðamann Viku- blaðsins kom fram að Sané telur okkur íslendinga líta svo á að við séum einangruð þjóð á eyju langt út á úthafi sem lítil áhrif getí haft á gang heimsmála. Þetta telur hann missldlning, með virkri þátttöku geti almenningur haft áhrif. Það eigi við á íslandi eins og alls staðar annars staðar í heiminum. KJÖRSKRÁ til kosninga um sameiningu sveitarfélaga, er fram eiga að fara 20. nóvember nk., liggja frammi almenningi til sýnis í Manntalsskrifstofu Reykja- víkurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, á almennum skrifstofutíma, frá 27. október til 20. nóvember n.k. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrif- stofu borgarstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi lau- gardaginn 6. nóvember n.k. •Menn eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík, 20. október 1993. Borgarstjórinn í Reykjavík ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í KÓPAVOGI Aóalfundur verður haldinn miðvikudaginn 27. okt. nk. kl. 21.00. Dagskrá: 1. Skýrsla fráfarandi stjórnar. Kosning stjórnar ABK. Kosning í trúnaðarstörf á vegum ABK. Kosning fulltrúa á landsfund Alþýðu- bandalagsins. 2. Uppstillingarnefnd fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Formaður nefndarinnar Heiðrún Sverrisdóttir ræðir um störf nefndarinnar. 3. Bæjarmálin. Bæjarfulltrúar ABK fjalla um stöðuna í bæjarmálum. 4. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Stjornin

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.