Vikublaðið


Vikublaðið - 12.11.1993, Síða 2

Vikublaðið - 12.11.1993, Síða 2
VIKUBLAÐIÐ 12. NOVEMBER 1993 -í» Viknhlaðið Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingar: Ólafur Pórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Hvellur meðal kvenna í ályktun um atvinnumál frá landsfundi Kvennalistans sem haldinn var um síðustu helgi er farið hörðum orðum um bæði ríkisstjórn og verkalýðshreyfingu fyrir sinnuleysi um atvinnu- hagsmuni kvenna. Tilefnið er tvíþætt. Annars vegar er verka- lýðshreyfingin gagnrýnd fyrir að takast ekki á við launamis- rétti kynjanna og hinsvegar eru þær aðgerðir í atvinnumálum sem ríkisstjórnin og verkalýðshreyfingin sömdu um í tengsl- um við gerð kjarasamninga fordæmdar fyrir að einungis 80 milljónir af heilum milljarði voru látnar renna til atvinnuupp- byggingar fyrir konur. Þessi ákvörðun var tekin á tímum þeg- ar atvinnuleysi kvenna er talsvert meira en karla og langtíma- atvinnuleysi hefur aukist um 19% meðal kvenna en minnkað um 11% meðal karla. Viðbrögð nokkurra forystukvenna innan launþegasamtak- anna staðfesta réttmæti þessarar gagnrýni, þó á annan hátt sé en þær sjálfar gera sér grein fyrir. Meðan engin viðbrögð komu frá þeirri karlaforystu sem óneitanlega ræður ferðinni innan launþegasamtakanna risu upp nokkrar forystukonur og töldu vegið að sér og þeirra störfum sérstaklega með ályktun- inni. Ekkert er fjær lagi. En það er umhugsunarvert að sá hugs- unarháttur slculi enn ríkja innan launþegasamtakanna að öll mál sem varða konur sérstaklega hljóti að teljast í verkahring kvennanna þar og kvennanna einna. Með því að taka gagnrýni Kvennalistans til sín staðfesta þessar forystukonur að sjálfar eru þær þessum hugsunarhætti brenndar. Og eftir sem áður geta þeir karlar sem skeytin beinast að skotið sér undan því að taka á málum ltvenna og litið á þennan hvell sem væringar milli kvenna innbyrðis sem komi þeim ekki við. Þetta er einmitt sá hugsunarháttur sem kallað er eftir með ályktun Kvennalistans að verkalýðshreyfingin breyti. Launa- munur kynja og sívaxandi atvinnuleysi meðal kvenna er al- vörumál sem verkalýðshreyfingin öll, þar með taldir leiðandi karlar innan forystusveitar hennar, þarf að takast á við af þeim þunga sem hún ræður yfir og sýnir þegar sterkir hópar innan hreyfingarinnar eiga í hlut. Undir þetta sjónarmið taka tvær reyndar forystukonur launþega í Vikublaðinu í dag, þær Sig- ríður Kristinsdóttir formaður Starfsmannafélags ríkisstofn- ana og Guðrún Kr. Oladóttir varaformaður Starfsmannafé- lagsins Sóknar. Þær benda einnig á að þeim konum sem starfa innan launþegasamtakanna sé nauðsynlegt að fá öflugan stuðning annarra kvenna innan sem utan hreyfingarinnar. Það er brýnt að fylkja öllum sem vilja standa vörð um rétt- indi launafólks, bæði karla og kvenna, saman um það verkefni að verjast atlögum á hendur verkalýðshreyfingunni sem ríkis- stjórnin með úrelt ffjálshyggjusjónarmið og þrönga hagsmuni atvinnurekenda að leiðarljósi stendur fyrir. Til þess að sam- staðan um verkalýðshreyfinguna eflist er það úrslitaatriði að þeir hópar sem ævinlega hafa staðið höllum fæti á vinnumark- aði finni þar svo ekki verði um villst að hagsmunir þeirra séu teknir alvarlega. Sjónarhorn Islensk framleiðsla er grundvöllur sjálfstæðisins M 'ig langar að láta nokkur orð fylgja ályktun aðal- -fundar Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra um landbúnaðarmál (birtist í síðasta tölublaði, aths. Vikublaðs- ins). Það er vilji okkar að íslenskur landbúnaður eigi að njóta sam- bærilegrar innflumingsverndar og rekstrarskilyrða og tíðkast meðal þjóða Evrópu og N-Ameríku og höfnum því öllum hugmyndum um stórfelldan innfluming sömu landbúnaðarvara og framleiddar eru í landinu. Persónulega held ég að hverri þjóð hljóti að vera nauðsynlegt að uppfylla sem mest af matvælaþörf sinni sjálf. Nú er um helmingur matvöru, sem neytt er í landinu, innflutmr og lítdll möguleiki að lækka það hlutfall. Hér er því um varnarbaráttu að ræða. Atvinnu- ástandið í landinu er þannig að bændur sem hrökklast ffá búskap Jón H. Ingólísson og verkafólk sem missir vinnu í úr- vinnsluiðnaðinum gengur ekki beint í aðra vinnu. Síðan Alþýðubandalagið var í ríkisstjórn og Steingrímur J. Sig- fússon í landbúnaðarráðuneytinu, hefur réttur sauðfjárbænda til framleiðslu á innanlandsmarkað minnkað um þriðjung. Þetta hefur gerst á grundvelli þess búvöru- samnings sem gerður var laust fyrir síðusm alþingiskosningar. Nú æda ég ekld að gagnrýna samninginn harðlega, því ég tel að hann hafi verið nauðsynlegur og honum sé með öðm að þakka það „Gott er í dollarans dýrðardíki u 55 f Isjálfsmynd íslendinga er hug- mynd um þjóðarstolt sem kannski er ekki einbert hugar- fósmr. Hjá fyrirmönnuin þessarar þjóðar örlar hins vegar ekki á stolti. Þar finnst bara innantómt mont hégómlegra smámenna sem smjaðra fyrir sér meiri mönnum í von um að fá að setjast að veislu- borði með þeim. Þetta sjáum við einlægt í sam- skiptum Islendinga við aðrar þjóðir. Þar ædast íslenskir stjórn- málamenn og embættísmenn alltaf til að ísland sitji við sama borð og aðrir. Og þar gerir Islendingurinn sig breiðan, gasprar um eigin verð- leika en læmr sem minnst fyrir sér Einar Ólafsson fara þegar reikningurinn kemur. Og sé reikningurinn samt settur fyrir hann fer hann að væla um að sérstöðu sinnar vegna ætti hann að sleppa við að borga. En auðvitað er hann aðeins umborinn að því að smndum má hafa gott af honum. Hann borgar ekki, hann selur sig. Út á þetta hafa samskipti ís- lendinga við aðrar þjóðir gengið meira og minna að minnsta kosti þessa hálfu öld síðan lýðveldið var stofnað. En alþýðan hefúr smnd- um verið treg að fylgja fyrirmönn- um sínum. Það hefur þurft að tala hana til, segja henni eitt meðan annað er ráðgert. Hér átti aldrei að vera her á friðartímun. Þá kom blessað Kóreustríðið, innrásin í Ungverjaland, kalda stríðið. En nú er kalda stríðið búið og Kaninn vill leggja niður herstöðvar sínar í Evrópu. Einu sinni átti ekki að vera her á friðartímum. Nú yrði það efna- hagslegt áfann ef herinn færi. Og forsætisráðherrann og utanríkis- ráðherrann ganga með gamla betlistafinn fyrir Sám frænda, vísa til sérstöðu Islendinga, að þeir þurfi her á friðarímum, þótt eng- inn annar þurfi hann. Og þjóðin er orðin vön hernum og lætur sér fátt um finnast. Jóhannes úr Ködum spurði þjóð sína fyrir fjörutíu árum: „Hermdu mér Þjóðunn Þjóðansdóttir, vísust af völum: ictlarðu að lifa alla tíð ambátt í feigðarsölum á blóðkrónum einum og betlidölum?“ Nú spyrja skáldin einskis. Höfúndur er rithöfúndur. jákvæða viðhorf sem almenningur hefur til íslensks landbúnaðar. Þann útfluming á dilkakjöti, sem nú er hafinn, má rekja til þess að bændur og afúrðastöðvar tóku á sig ábyrgð á sölumálunum í kjölfar búvörusamningsins. Nokkrar horf- ur eru á því að verð fyrir þennan útflutning verði hærra á komandi árum, á grundvelli þess að þær séu framleiddar í ómenguðu umhverfi. Hækkað útflumingsverð er kannski það raunhæfasta til að koma í veg fyrir ólöglega sölu kjöts. Enginn veit um umfang þeirrar starfsemi og eni ýmsar töl- ur á kreiki. Það er þó talið næsta víst að vöxtur sé í þessari grein, en nautgripa- og hrossakjöt og ef til vill fleiri tegundir koma þar einnig við sögu. Ekkert raunhæft hefur verið gert af hálfu stjórnvalda til að stemma stigu við þessari starfsemi og reyndar telja margir að ríkið græði á þessu, í dilkakjötinu vegna lækkandi niðurgreiðslna (beinna greiðslna til bænda) en hve miklu tapar það í skattatekjum? Það hefur lengi verið skoðun mín að framleiðslurértur í kinda- kjöti eigi að miðast við landkosti og gróðurástand. Gróðurástand gemr verið slæmt, þar sem landkostir verða þó að teljast góðir og þá er langoftast um að kenna óhóflegri hrossabeit. Islenski hesmrinn sem við sýnum með stolti á hestamót- um og seljum útlendingum er góð landkynning. Þessir hestar eiga, því miður, nána ættinga sem eingöngu virðast hafa það hlutverk áð bíta gras. Það eru engin góð rök fyrir því að niðurgreiða dilkakjöt frá þeim aðilum sem nýta land sitt á slíkan hátt. Það er brýnt, einkum ef útflumingur eykst, að auðvelt sé að koma í veg fyrir rányrkjufram- leiðslu. Verði kvótakerfi áfram við lýði í sauðjárræktinni þarf skipting- in milli bænda að taka mið af land- kosmm. Svo er líka hægt að tak- marka frainleiðslu með ítölu, þ.e.a.s. að ákveða hvert hámarks- beitarálag nrá vera á hverju svæði. Frjáls sala framleiðsluheimilda samrýmist ekki gróðurvernd. Um gæruútflutninginn vil ég segja að rétmr bænda til að flytja út óunnin iðnaðarhráefni, sem hægt er að selja innanlands, eigi að vera í svipuðu hlutfalli og innflumingur búvöru af sama tagi og framleidd er í landinu. Margir bændur á Islandi búa við kröpp kjör, einkum vegna sam- dráttarins í sauðfjárbúskapnum og hruns loðdýraræktarinnar. Sveita- fólk hefúr misjafnar aðstæður til að smnda vinnu utan bús og atvinnu- ástandið hjálpar þar ekki uppá. Bændur eiga ekki rétt til atvinnu- leysisbóta, nema þeir hætti fram- leiðslu alveg, þó greiða þeir trygg- ingagjald sem að hluta til rennur í atvinnuleysistryggingasjóð. Mér finnst að bændur sem ekki hafa framfærslutekjur á við atvinnuleys- isbæmr ætm að eiga rétt til bóta, sem mismuninum nemur. Þessar bæmr mætti t.d. tengja gjaldeyris- skapandi útflumingsframleiðslu, (auðvitað að teknu tilliti til land- gæða) frekar en að borga þessu fólki fyrir að gera ekki neitt, en slíkt verður alltaf að telja neyðarúr- ræði. Rétmrinn til atvinnu er grundvallarmannréttindi. Samstaða landsmanna urn ís- lenska framleiðslu, á sem flesmm sviðurn, er í mínum huga grund- völlur að sjálfstæði þjóðarinnar. Höfundur er bóndi, í stjóm Alþýðubandalagsfélags Skagafjarðar og kjördæmis- ráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.