Vikublaðið


Vikublaðið - 12.11.1993, Qupperneq 3

Vikublaðið - 12.11.1993, Qupperneq 3
VIKUBLAÐIÐ 12. NOVEMBER 1993 Sameiginlegt framboð á borðinu! v Isíðustu viku, nánar tíltekið þann 3/11 1993, boðaði hópur ungs fólks tíl opins fundar um framboðsmál félagshyggjuaflanna í næstu borgarstjómarkosningum. Til fundarins var boðið fulltrúum allra flokka og samtaka sem staðið hafa að framboðum til borgar- stjórnar á síðustu ámm, annarra en Sjálfstæðisflokksins og var þetta í fyrsta sinn sem þessum aðilum gafst tækifæri til að ræða þessi mál saman fyrir opnum tjöldum við kjósendur sína. Það olli því tals- verðum vonbrigðum að fulltrúar Framsóknarflokksins og Samtaka um kvennalista mættu ekki til fundarins, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um hið gagnstæða fyrir fundinn. Um fjarvem þeirra þarf ekki að hafa mörg orð. Var Páll á öðrum fundi? Einn af gestum fundarins var blaðamaður Vikublaðsins Páll Vil- hjálmsson. Það var því af nokkurri eftirvæntingu sem ég náði í Viku- blaðið mitt síðastliðinn föstudag enda taldi ég víst að þar yrði nokk- uð sagt frá þeim fróðlegu umræð- um sem áttu sér stað á fundinum. Og vití menn, - forsíða blaðsins var meira og minna öll undir fundinn lögð, fimm dálka stríðsfyrirsögn, þriggja dálka mynd og ítarlegar endursagnir af umræðum fundar- ins. Hér virtíst því vel að verki staðið en það verður að segjast eins og er að það tók mig nokkurn tíma að átta mig á því að hér væri virki- lega um sama fundinn að ræða. Ekki eingöngu vegna fyrirsagnar- innar sem var í engum tengslum við niðurstöður fundarins heldur og vegna þeirra fjölmörgu ffétta- punkta sem ekki komu fram í frá- sögn blaðsins en komu fram á fundinum sjálfum. Um síðir sannfærðist maður um að hér væri komin frásögn Páls Villhjálmssonar af sama fundi og undirritaður stjórnaði og upplifði vægast sagt á allt annan hátt en blaðamaðurinn. Fimm fulltrúar hlynnt- ir sameiningu Þrátt fyrir fjarveru Framsóknar og Kvennalista voru mættír til fundarins fulltrúar fimm fyrrver- andi framboðsaðila tíl borgar- stjórnar. Vikublaðið nefnir ein- ungis þrjá en auk fulltrúa Alþýðu- bandalagsins, Arna Þórs Sigurðs- sonar, Alþýðuflokksins, Sigurðar Péturssonar og Nýs vettvangs, Guðrúnar Jónsdóttur, tóku til máls þau Kjartan Jónsson, Grænu fram- boði og Kristín Sævarsdóttir frá Flokki mannsins. Allir áttu fulltrú- ar þessir það sameiginlegt að lýsa því yfir á fundinum að þeir teldu sameiginlegan lista heppilegasta kostinn fyrir næstu kosningar! Þetta var í raun kjarninn í umræð- um fundarins og í fyrsta sinn sem þessi afstaða kemur fram með jafh afgerandi hætti frá þessum fimm aðilum samtfmis. Auðvitað höfðu menn sínar efasemdir um fram- kvæmdina og talsverður tími fór í að ræða gallana á hugsanlegu sam- floti þessara framboðsafla. Einn þessara galla og kanski sá veigamestí var sá að Alþýðuflokk- urinn simr í óvinsælli og félags- hyggjufjandsamlcgri ríkisstjórn um þessar mundir. Af þeim sökum lýstí Arni Þór því yfir á fundinum að sameiginlegt ffamboð Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks kæmi ekki tíl greina en bættí því einnig Hrannar Björn Arnarsson við - sem einhverra hluta vegna fór ffamhjá blaðamanni Vikublaðsins- að kæmu fleiri ffamboðsaðilar formlega að sameiginlega ffam- boðinu sneri málið öðruvísi við, - þá væru allir möguleik- ar opnir til skoðunar. Það er því með öllu óskiljanlegt hvernig blaðamaður Viku- blaðsins fær það út að sameiginlegt ffamboð ininnihlutaflokkanna hafi verið blásið af á þessum fundi. Niður- staðan var þveröfug. Sameiginlegt framboð þessara fimm fyrrver- andi framboðsaðila liggur á borðinu hafi menn á því minnsta áhuga og sá áhugi var yfirlýstur af fulltrúum allra framboðsaðilanna á þessum fundi. Eitt til átta framboð? Á fundi þessum kom einnig fram hjá fulltrú- um Nýs vettvangs, Græns framboðs og Flokks mannsins að í þeirra röðum er fullur hugur á að láta til sín taka í næstu borgar- stjórnarkosningum. Þannig kom það skýrt fram að náist ekki breið samstaða um sameiginlegan lista með þessum öflum innanborðs munu þau bjóða fram við hlið hinna hefðbundnu framboða fimmflokks- ins. Blaðamanni Viku- blaðsins þykir þáð að vísu ekki tíðindum sæta að boðað sé tíl framboða tíl borgar- stjórnar en aðrir sem sátu fundinn gera sér eflaust ljóst að mistak- ist þessum fimm aðil- um að sættast á sam- eiginlegan lista stend- ur félagshyggjufólk frammi fyrir sex, sjö, átta eða fleiri framboð- um við næsm borgar- stjórnarkosningar. Það þarf ekki að fjöl- yrða um möguleika þess frainboðakraðaks á að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í kosningunum, þeir eru auðvitað engir, en eigi talsmenn framboðanna að geta réttlætt slíkt valdaafsal fyrir kjós- endum sínum hljóta þeir að leggja fram gild rök um málefnalegan ágreining þessara að- ila. Þetta á auðvitað líka við um Framsókn- arflokkinn og Samtök um kvennalista en hingað til hefur ekki heyrst orð ff á þeim um málefnalegan ágrein- ing við aðra framboðs- aðila félagshyggjuaflanna. Er sér- hyggja þessara flokka virkilega orð- in svo mikil að flaggið og bókstaf- urinn er tekið framyfir málefhin og árangur í starfi? Hversvegna í ósköpunum neita fulltrúar þessara flokka að ræða málin fyrir opnum tjöldum? Nú er lag Stríðsfyrirsögnin í síðasta Viku- blaðinu um að „sameiginlegt fram- boð minnihlutaflokkanna væri blásið af‘ byggist á algerum mis- skilningi. Það var e.t.v. táknrænt fyrir feilpústið í ffásögninni að undirritaður sem stjórnaði fundin- um var sífellt sagður Jónsson í þessari grein. Mér er ekki kunnugt um að hafa verið rangt feðraður og afþakka þessa tílraun Vikublaðsins tíl að ættfæra mig upp á nýtt. Það er mun meiri áhugi á upp- stokkun flokkaffamboðanna og nýjum pólitískum áherslum við stjórnun Reykjavíkur heldur en flokksvélarnar hafa haldið. Það má líka sjá af jákvæðum yfirlýsingum Guðrúnar Ágústsdóttur og Sigur- jóns Péturssonar undanfarna daga að skilningur fer vaxandi innan Al- þýðubandalagsins í Reykjavík á þeirri pólitísku undiröldu sem er fyrir hendi. Ungir jafnaðarmenn, ungt fólk í öllum flokkum, Nýr Vettvangur, Alþýðubandalags- rnenn, Grænt ffamboð, Flokkur mannsins og valkostafólk innan Framsóknar og Kvennalista er að tala saman. Viðræður fara núna ffam á ýmsum stigum og vilji alls áhugafólks um nýjar vinstri áhersl- ur við stjómun borgarinnar er ótvíræður. Nú er lag. Höfundur er ffamkvæmda- stjóri og fulltrúi Nýs vettvangs í atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar. Athugasemd Blaðamaður biðst afsökunar á að hafa farið rangt með föðurnafn Hrannars í umræddri grein í síðasta tölublaði. Ný ríkisbréf án verbtryggingar til tveggja ára brjóta blab í sögu verbbréfaútgáfu á Islandi Enn kemur ríkissjóður með nýjung á fjármagnsmarkað - ný ríkisbréf án verbtryggingar með föstum nafnvöxtum og lánstíma til tveggja ára í stað 6 og 12 mánaða áður. Nýju ríkisbréfin eru fyrsta skrefið í þá átt að bjóða sparifjáreigendum traust ríkisbréf án verðtryggingar, til lengri tíma. Óverðtryggð ríkisverðbréf njóta sífellt meiri vinsælda, enda hefur verðbólga verið lág undanfarin ár, stöðugleiki í efnahagsmálum mikill og allt bendir til að svo verði áfram. Nýju ríkisbréfin eru því góður möguleiki fyrir þig til al> losna úr vibjum verbtryggingarinnar, treysta verðbréfasafn þitt enn frekar og njóta um leið góðrar ávöxtunar, dreifa áhættunni og auka fjölbreytni ríkisverðbréfa í eignakörfunni. Nýju ríkisbréfin verða seld með útboðsfyrirkomulagi og verður fyrsta útbobib mibvikudaginn 17. nóvember. Hafðu samband við verðbréfamiðlarann þinn eða starfsfólk Lánasýslu ríkisins sem aðstoðar þig við tilboðsgerðina og veitir þér nánari upplýsingar. Taktu þátt í ab skapa markab meb óverbtryggb verbbréf á íslenskum fjármagnsmarkabi. Vertu með í tilboðinu 17. nóvember. LANASYSLA RIKISINS Hveifisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.