Vikublaðið


Vikublaðið - 12.11.1993, Page 4

Vikublaðið - 12.11.1993, Page 4
4 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 12. NÓVEMBER 1993 Láttu ekki svona, drengur Þeir eru ófáir sem vilja hafa vit fyrir íjöldasamtökum eins og BSRB. Einn slíkur, Garðar Vilhjálmsson starfsmaður Iðju, ritaði heiisíðugrein í Viku- blaðið 1. október s.l. og nefndi skrif sín „Einkavæðingin er um- ræðuhæf'. Og enn og aftur heldur hann áfram á sömu braut í Viku- blaðinu 29. október með grein undir fyrirsögninni „Einkavæðing- in og samhengi hlutanna" en þar er hann m.a. að svara grein formanns BSRB um afstöðu heildarsamtaka opinberra starfsmanna. Garðar hélt því ffam í fyrri greininni að „hagsmunasamatök á borð við BSRB“ hafi verið gripin í bólinu varðandi einkavæðingu, hafi ekki reynt að móta umræðuna eða hafa áhrif á hana nema að því leyti að vera stöðugt í vöm. Hann gefur í skyn að BSRB hafi brugðist sjálfu sér og öðmm með deyfð sinni og doða. Með greininni er birt mynd af sökudólgnum, húsi BSRB við Grettisgötu og í textanum er BSRB gefin línan: „Samtök á borð við BSRB eiga að vera í fararbroddi þess að ná ffam aukinni hagræð- ingu...“ BSRB ífararbroddi Garðari er vissulega nokkur vor- kunn. Vankunnátta um málefni verkalýðshreyfingarinnar er land- læg og stafar m.a. af því að fjöl- miðlamir em ekki beinlínis í bar- áttuham þegar önnur sjónarmið em á döfinni en þau bemsku einka- væðingarsjónarmið sem trúboð- arnir boða. Engu að síður hefur okkur opinbemm starfsmönnum tekist að krækja í þessa umræðu, hafa áhrif á hana og móta. Skemmst er að minnast ráðstefnu sem BSRB hélt á Hótel Borg þann 22. september s.l. um opinberan rekstur, markmiðið með honum, æskilegt umfang, þróun og skipu- lag. Sjálf hef ég kynnt mér reynslu annarra þjóða á vettvangi alþjóða- sambands opinberra starfsmanna og miðlað af þeirri reynslu hér heima. Við höfum boðið hingað til lands fyrirlesumm sem sérhæft hafa sig í þekkingu á opinberum rekstri og einkavæðingu. A þingum BSRB hefur inargoft verið rætt og ályktað um rekstur opinberra fyrirtækja og velt upp möguleikum á margvíslegum að- ferðum í opinberam rekstri. BSRB hefur sannanlega verið í farar- broddi þeirra sem vilja efha til um- ræðu um þessi málefni. BSRB hefur m.a. gefið út tvo vandaða bæklinga um málið; ann- ars vegar bæklinginn Uni einkavœð- ingu símaþjónustunnar eftir Philips Bouyrer frá Alþjóðasamtökum póst- og símamanna og hins vegar Með einkavœðingu er stefnt að því að umbylta samfélaginu eftir Mikes Waghome ffá Alþjóðasambandi opinberra starfsmanna. Báðir þess- ir menn fluttu erindi á vegum BSRB, komu fram í fjölmiðlum og áttu sinn þátt í að auðga hina fá- brotnu umræðu um þessi mál. Vankantar á umræð- unni Aðildarfélög BSRB hafa sömu- leiðis lagt mikla vinnu í stefnumót- un varðandi rekstammhverfi sitt og áhrif starfsfólks. Þess utan hafa for- ystumenn BSRB og aðildarfélag- anna skrifað fjölda greina um mál- ið og tekið þátt í ótal fúndum. Við höfum á þann hátt haft mótandi áhrif á umræðuna - af hálfú launa- fólks. A hinn bóginn eru margir van- kantar á umræðunni af öðmm ástæðum, t.d. þeirri að ríkisvaldið hefur enga ákveðna stefúu í sam- bandi við einkavæðinguna og verkalýðshreyfingin þarf því að svara duttlungum ráðherra og rík- isstjórnar hverju sinni. Heildar- stefúa okkar og markmið breyta engu um nauðsyn þessara við- bragða, heldur heyra þau eðli máls- ins til. Það er ekki að sjá af seinni grein Garðars að hann skilji þessa ffam- vindu þótt formaður BSRB hafi út- skýrt þetta nákvæinlega í sinni grein. Svo dæmi sé tekið, þá kemur það eins og þmma úr heiðskím lofiti að leggja eigi niður Gunnars- holt. Við þurftum að bregðast við eins og reyndar stór hluti þjóðar- innar. Nú er þegar búið að draga málið til baka og það ekki lengur á um- ræðustigi. Næsta dag komu hug- myndirnar um heilsukortin. Af- staða okkar til markaðsvæðingar í heilbrigðisþjónustunni er og hefúr verið skýr og við bmgðumst við af hörku. Og þannig mætti lengi telja. Hvað kemur svo næst? Það veit enginn, en við emin hins vegar til- búin að takast á við næsta upp- hlaup, af því við höfúm markvissa stefúu og sterkan félagslegan grunn að standa á. Einsdæmi um íslenska verkalýðshreyfingu I greinuin Garðars Vilhjálms- sonar úir og grúir af allskonar full- yrðingum um að samtök opinberra starfsmanna hefðu látið „hug- myndaffæðinga ffjálshyggjunnar leiða umræðuna", sagt að við hefð- um látið umræðuna afskiptalausa og „auðvitað" hefðum við fyrir löngu átt að vera búin „að móta stefúu í málefúum opinberra fyrir- tækja og sérstaklega m.t.t. einka- væðingar“. Þessar fúllyrðingar Garðars em allar með ólíkindum. Þetta er bara draugagangur hjá drengnum. Það verður að segjast, að ef íslenska verkalýðshreyfingin almennt hefði verið jafú vel undirbúin árásum ný- frjálshyggjunnar undanfarin ár og BSRB hefur verið gagnvart einka- væðingarhugmyndunum, hefði launafólk ekki ástæðu til að óttast ffamtíðina. Staðreyndin er nefni- lega sú að BSRB og aðildarsamtök þess hafa í mörg ár lagt mikla vinnu í að móta markvissa, ábyrga stefnu varðandi rekstur opinberra fyrir- tækja og ekki síst gagnvart einka- væðingu. A hinn bóginn er stefnan ekki sú sem nýjungagjörn ung- menni blaut á bakvið bæði eymn teldu nógu hress og nægilega poppuð sjónarmið, - við emm nefúilega afar gagnrýnin á einka- væðinguna. Við höfum notfært okkur reynslu annarra með markvissum hætti og þess em einnig dæmi að erlendir aðilar sæki í smiðju til BSRB til að kynna sér afstöðu okk- ar til einkavæðingarinnar. Eg hef nú starfað í verkalýðs- hreyfingunni í áratugi og ég hygg að íslensk verkalýðshreyfing hafi ekki tekið jafú fast og ötullega á nokkmm málaflokki og við höfum gert í sambandi við einkavæðing- una. Fjandsamlegt fjöl- miðlakerfi Á hinn bóginn höfúm við átt við afar fjandsamlegt fjölmiðlakerfi að etja og ef Garðar ekki veit, þá em allir stærstu fjölmiðlar landsins undir ofurvaldi tiltölulega fámenns EINKAVÆÐING ^ormiflur BSRB, Ögmundur | Jónanon, ikrifar um afsioAu - BSKB til einkavzðingar I í-.íJasta Vikublaði. Grein Ögmund- er að hluta lögð út af skrifum tdirriuðs um umrzðuhzfi einka- eðingar. Nauðsynlcgt er að árétta . 'ffi atriði sem Ögmundur fjailar . í grein minni tala ég um nauðsyn ss að samtók opmberra starfs- " na séu f fararbroddi þess að ni hagrzðingu og auiunni i- ■ - innan fynrtzkp en gen um rófu til aukinna áhnf og þess •)óta afraksturvns. Á þennan ' skyldu almennir surfsmenn 6 samtök sfn að bakhjarli vera ðandi f umrzðunni en eidci sffellt öm. „Nú vill svo til að þena er nast orðalagið f tilboðura samn- jancfndar rfkiasins gagnvan að- irfélogum BSRB....“ segir Ög- ídur, og það sem meira er, • leggur Ögmundir upp sem gu að ábau- og bónusgreiðslu- um! Kkki aðeins er ég þannig Jt að predilu fyrir samninga- lúd rfkisstjómarinnar, að mati . graundar, heldur er ég ernnig Ismaður þess að þrzla fram hag- rðingu og ábyrgðarvzðingu með :i að hverfa frá kauptaxtakerfi! »aö r -ngar af þessu ugi Garðar Vllfyjálmsson launþega á eigin vinnustað má ná fram þeim endaniegu markmiðum sem ný-frjálshyggjan telur að náist fram með þvf að fzra eignarhald til, frá þjóðinni til örfárra efna- hagslegra sterkra einstaidinga, fyr- irtzkja eða stofanna. Og með á- hrifúm og þátttöku á vinnustað á ég eldd við ábau- eða bónuskerfi. Eg á við áhrif og þátttöku f ákvörð- unum um aðfong, vinnuferli og af- urðir, einnig á ég við þátttöku í á- kvörðunum um uppbyggingu vinnusuðarins og ráðstöfún hagn- aðar eða ups, og sfðast en eklri síst á ég við þátttöku launþega f á- kvörðunum er miða að þvf að bregðast við markaðnum hvort sem um er að tzða framleiðslu eða söhi á vöru eða þjónustu. Það er umrzða af þessu tagi sem ég sakna frá BSRB, þetta er nefúilega sam- Það sem slriptir máli hér er að halda uinrzðunni almennri og op- inni til þess fá scm flest sjónarmið fram. BSRB hcfur látið ríkisstjóm- ina eða hugniyndafrzðinga frjáls- hyggjunnar lciða umrzðuna og urarzðan hefur verið á þeirra for- Það er ágztt svo langt sem það nzr að efúa til fúnda og gefa út bzklinga en það hefúr eklri skilað mikilli almcnnri umrzöu um bztt kjör og breytt skipulag eða bctra vinnulag innan rflrisstofruna. Enn- frcmur tclur Ögraundur hina svart/hvftu umrzðu um einkavzð- ingu sufa af þvf að tnenn hafi „...einfaldlega staðið frammi fyrir tillóguin eða lagafrumvörpum sem gcra ráð fyrir einkavæðingu." Hér hittir Ögmundur naglann á höfuð- ið. Menn stóðu frammi fyrir tillög- um og lagafrumvörpum vcgna þess að mcnn létu utnrzðuna vera á meðan engin annar hrcyfði við henni. Auðvitað átti BSRB að vera fyrir löngu búið að móta stefriu í mál- efrium opinberra fyrirtzkja og sér- staldega mt.t. einlcavzðiogar. Það var ekki þannig að nýfrjíUhyggjan hafi stoldrið hér ffam alsköpuð á cinni nóttu. Þcssi gerjun og þróun var búin að eiga sér stað f allri v- um peningahagsmuni og völd sem ráðist af eignarhaldi en sfður (og kannslri aUs eldri) um innra rekstr- arform. Hér felhir Ögmundur í þá gryfju að taka allar hugmyndir um einkavzðingu út ffá forsendum ný- ffjálshyggjunar. Þetta er þröngsýni og nauðhyggja. Einkavzðing er off lögð að jöfiiu við hagkvzmni og slrilvirkni ásamt aukinni ábyrgð. Þetta er jafnmikil klisja og jafnþýð- ingarlaust og að segja að einkavzð- ing snúist um peningahagsmuni og völd fyrst og fremst. Formaður BSRB er að bcrjast fyrir hagsmun- um sinna félagsmanna og á að koma ffam sem slíkur. Að tala al- mennt um peningahagsmuni og völd lílct og stjómmálamaður getur orðið til þess að gera umrzðuna fjarlzgan þeim sem helst skyfdu taka þátt, nefiúlcga launafóllrinu sjálfú. Eignarhald og rekstrarform eru mannanna verk sem eldri lúta náttúrulögmálum og á að nota feimnislaust sem tzlri f hagsmuna- 'nl, baráttu launþega en umffam ai þeirra forsendum. Það sem skiptir raili hér eru ' endanlcgu markmið. F.f fnarkrr in eru hagrzðing, slrilvirkni aukin ábyrgð þá er bcinasta lci að þeim markmiðum aukið hl verk og aukm þátttaka alme launþcga. Utfiersla þessarar er það sem BSRB og verlu hreyfingin almennt á að eint sér að. Ef skipulagsbreyting, ji vel í og með breytingu á eigr haldi, getur f einhverjum tilvik orðið til þess að gera launa meðvitaðra um mikilvzgi vi sinnar og ffumkvzði (drcgif firringu á marxfsku) þá á að s þáleið. I þessan umrzðu skiptir ri arformið miklu máli, það er xt. lega rekstrarformið scm mótar afstöðu sem myndast á milli sta manna og fyrirtzkisins eða str unarinnar. Þetta er ekki aðeins ú rzða um tzknilcgar útfzrslur c og skilja mztti á formanni BSi heldur er þctta umrzða um grur, vailarhagstnuni og grundval' hugmyndafizði. Hér er eklri verið að rzða u fóma gTundvaUarsjónarmiðum jöfiiuð og félagslegt réttlzti. i er aðcins verið að benda á að for' / Taoistar líkja stefúu sinni gjaman við vatnið sem smýgur um allt og rennur náttúmlega í farvegi sínum. Það er nauðsynlegt öllu lífi án þess að það sækist eftir því. Ekkert fær breytt eðli þess. Mennimir geta leitast við að beisla það eða hafa áhrif á farveg þess en ekkert fær breytt gmnneðli þess eða snúið straumi þess við svo það streymi upp á við. Áhrif vatnsins birtast með óendanlega mis- munandi hætti í náttúmnni. Það holar steina, gefúr gróðri líf, liðast kyrrlátt um dali eða steypist niður kletta, það myndar djúp stöðu- vöm og víðámimikla haffleti. Regntímabil og þurrkar skiptast á og vatnsföll og lækir breytast eftir árstíðum með reglubundnum hætti en þó aldrei þannig að það sé einföld endurtekning. 8. brot úr Bókinni um Veginn Æðstu dyggðir eru eins og vatn. Vatnið gerir tugþiísundmn fyrirbæra gott án togstreitu. Það dvelur þar semfestum þykir illt að vera. Þess vegna sviparþví til frumeðlisins. it, ,H.|B Gæta ber að stað til búsetu. Gæta ber að dýpt hugans. Gæta ber góðmennsku í samskiptum. Gæta ber dreiðanleika í orðum. Gæta ber reglu við stjómsýslu. Gæta ber hæj'ni í starfi. Gæta ber að vitjunartíma athafiia. Sá semforðast togstreitu er þannig laus við afglöp. Umritun þýðanda Líkja má æðstu dyggðum við vatn. Það gerir öllu lífi gott án þess að sækjast eftir því eða troða öðmm um tær. Enginn stað- ur er of auvirðilegur fyrir það og fæstir myndu sætta sig við jafnlítilmótlega stöðu. Vatnið minnir þess vegna að mörgu leyti á frameðli alheimsins, Tao. (Dyggðugir menn fylgja fordæmi vatnsins með því að) þeir vanda valið á dvalastað sínum og þeim sem þeir umgangast. Hugur þeirra er djúpur (eins og lind) og víðfeðmur (eins og haf). Þeir gera öðmm gott án þess að vera með yfirgang. Það má treysta orðum þeirra. Stjórn þeirra fylgir fastmótuðum reglum. Þeir taka einungis að sér þau störf sem þeir valda og þekkja vitjunartíma sinn. Leiðin til að forðast öll glappaskot er þannig fólgin í því að taka vatnið sér til fyrirmyndar og forðast togstreitu. Þýðandi: Ragnar Baldursson hóps sem eins og af tilviljun er all- ur afar hallur undir einkavæðingu af þeim toga sem Garðar virðist svo opinn fyrir. Við þurfum því að hafa mikið fyrir því að „komast í gegn“ með sjónarmið okkar, eins og stundum er sagt. Við höfum hvergi staðnæmst við einkavæðingu í umræðunni og stefúumómn okkar. Starfsmanna- félag ríkisstofúana hefur haft margs konar frumkvæði að því að auka áhrif starfsmanna á vinnu- stöðum. Meðal annars höfum við knúið í gegn starfsmannaráð á nokkmm stómm vinnustöðum og við síðustu samningaviðræður SFR og ríkisins tókum við upp margvís- legar kröfur varðandi áhrif og völd starfsfólksins. Það er nú einmitt meinið sem Garðar virðist ekki vita, - að fjöl- miðlamir sem tryggja eiga lýðræð- islega umfjöllun hafa algerlega bmgðist við að segja frá umræð- unni um einkavæðinguna t.d. á vettvangi BSRB. Þeir vilja ekki þessa umræðu. Ágætt dæmi þar um er einkavæðing SVR. Margir ein- staklingar tjáðu sig um þetta mál með greinum í blöðum. Engir fjöl- rniðlar birtu lengri fréttaskýringar um málið sem þó var dæmigert slíkt mál - ffá faglegu sjónarmiði fréttamanna. Sjónvarpsstöðvarnar höfðu engan fréttaskýringaþátt um málið né höfðu þær sérstakan um- ræðuþátt um það eins og svo sann- arlega var tilefúi tdl. Það er e.t.v. ekki nema von að jafúvel góðir drengir látd glepjast af ofúráróðri einkavæðingarsinna og telji sér skylt að taka upp eitthvað af þessum hugdettum. Verjum velferðar- samfélagið BSRB hefur haft margvíslegt frumkvæði að því að brjóta upp slagorðakennda umræðu pabba- drengjanna um einkavæðingu og hainrað á hugmyndum samhjálpar- innar gegn þeirri hugmyndafræði sérgæsku og græðgi sem lýsir sér gjarnan í trúboði ffjálshyggju- manna og dindla þeirra. Átökin um einkavæðingu em hugmyndabar- átta, slagur um hugmyndaffæði. Það er dálítdð sérkennilegt að starfsmaður Iðju skuli efúa til skrifa af þessum toga. Einhvern veginn hefði manni fundist önnur verkefúi nærtækari starfsmanni verkslýðsfé- lags láglaunafólks með fjölda at- vinnulausra heldur en höggva í þá sem em að berjast gegn geigvæn- legum afleiðingum einkavæðingar, m.a. atvinnuleysi. Það þarf að verja velferðarsamfélagið. BSRB hefur leitað eftir stuðn- ingi nteðal annarra samtaka á um- liðnum ámm, samtaka sem einnig vom stofnuð um hagsmuni launa- fólks og hugmyndaffæði samhjálp- ar og samstöðu. Oft hefur verið hljótt í þeim herbúðum þegar vopnaskakið ffjálshyggjuriddar- anna hefur dunið á skjánum. Þcgar þeir loks reka upp heróp hafa þeir vonandi ekki gleymt með hverjum þeir stóðu áður en fárið hófst. Samvinna nærtækari Nær væri að samtök opinberra starfsmanna og verkalýðsfélög ASI hefðu með sér samstarf um varnir og sókn gegn ffjálshyggjupostulum og einkavæðingaröfgamönnum. Því miður hafa mörg verkalýðsfé- lög haft hægt um sig á því sviði. Á hinn bóginn hefur verið alveg ljóst hver afstaða samtaka opinberra starfsmanna er. Það er leitt til þess að vita að inargs konar írumkvæði samtaka opinberra starfsmanna í umræðu um opinberan rekstur og einkvæð- ingu hafi ekki náð eyram starfs- manns Iðju, Garðars Vilhjálmsson- ar. En það er heldur ekki beinlínis faglegt að skrifa greinar um það að einhverjir hafi ekki staðið sig nógu vel, án þess að ganga úr skugga um að svo hafi verið. Mér er ljúft og skylt að leiða Garðari fyrir sjónir sannleikann í málinu, ef þessi skrif nægja ekki. Og ég býðst til að leiða drenginn út úr myrkrinu og sýna honum ljós- glætuna sem hann hefur hvergi komið auga á, - áður en hann miðl- ar okkur næst af fúllyndi sínu í Vikublaðinu. Hjá BSRB em einnig tíl margvísleg gögn sem við gæmm lánað honum með upplýsingum um málið, og með því að kynna sér afstöðu BSRB til einkavæðingar áður en hann lét ljós sitt skína hefði hann getað sparað sér og öðmm tíma og fyrirhöfú. Er vonandi að hann geri það áður en hann skrifar næstu grein. Blessaður drengurinn hefði gott af því að koma í skóla til okkar. Höfúndur er formaður Starfsmannafélags ríkisstofúana.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.