Vikublaðið


Vikublaðið - 12.11.1993, Qupperneq 8

Vikublaðið - 12.11.1993, Qupperneq 8
8 VIKUBLAÐIÐ 12. NOVEMBER 1993 Séreignastefnan þarf að víkja Laugardaginn 6. nóvember stóð Húsnæðisnefnd Reykjavíkurborgar fyrir ráðstefnu um félagslegt húsnæði. Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur sat ráðstefnuna, sem varð honum tilefni eftirfarandi hugleiðinga. Af einhverjum ástæðum er mikið um húsnæðisráð- steíhur og fundi þessa dag- ana. Samtímis því að Húsnxðis- nefnd Reykjavíkur fjallaði um fé- lagslegt húsnæði í Ráðhúsinu við Tjörnina, hélt Verktakasambandið ráðstefhu um byggingarmál á Holliday Inn. Viku áður hafði Itúseigendafélagið haldið fjöl- mennan og mikið umskrifaðan borgarafund um hversu örugg fjár- varsla væri í steinsteypu á Islandi í dag. Horft til baka Það vill svo til að fyrir nákvæm- lega 49 áruin, í byrjun nóvember á lýðveldisárinu 1944, var einnig haldin mikil og merkileg ráðstefna um húsnæðis- og byggingarmál landsmanna. Eftir þessa ráðstefhu var gefin út sérstök bók, „Bygging- armálaráðstefhan 1944,“ sem fróð- legt er að fletta. Ráðstefnan hófst sunnudaginn 5. nóvember 1944, nokkrum dög- um eftir að nýsköpunarstjórnin var mynduð og nokkrum dögum áður en Goðafossi var sökkt á Faxaflóa. A byggingarráðstefnunni á lýð- veldisárinu voru menn býsna mikið að velta fyrir sér sömu hlutuni og á húsnæðisráðstefnum okkar daga. Þeir lögðu mat á hið ríkjandi hús- næðisástand, reyndu að meta byggingarþörfina og veltu jafn- ffamt fyrir sér fjármögnunarleið- um og hvernig félagslegu skipulagi húsnæðismálanna væri best háttað. -.j-Lcngsta greinin í bókinni frá Byggingarmálaráðstefnunni 1944 er eftir Arnór Sigurjónsson og byggir á sérstakri úttekt sem Arnór vann ásamt öðrum fyrir svonefhda Skipulagsnefhd atvinnumála. Eftir þennan lesmr rennur sú staðreynd upp fyrir lesandanum að fyrir hálfri öld hefur húsnæðisástand hér á Is- landi að öllum líkindum verið það versta um norðan- og vestanverða Evrópu. Einn fyrirlesaranna, Guð- mundur H. Þorláksson, orðaði þetta svona: „Það er hörmuleg staðreynd, að nokkur hluti þjóðarinnar skuli þurfa að hafast við í hermannaskál- um, skúrum og óhæfum kjallaraí- búðum og í suinum byggðarlögum landsins skuli 4 af hverjum 5 af svokölluðum mannahíbýlum vera spýtnarusl og moldarhaugar." A sama hátt og að húsnæðisá- stand hér fyrir hálfri öld var með því versta sem þekktist í okkar heimshluta, þá er það jafhvíst að í dag er húsnæði almennings á ís- landi eitthvertþað besta sem gerist í heiminum. A hálfri öld hefur í rauninni gerst „kraftaverk einnar kynslóðar" í húsnæðismálum. Hin „þurra tölfræði" segir okkur t.d. að fyrir 50 árum bjuggu fimm manns að meðaltali í hverri íbúð, sem að jafhaði var þriðjungi minni en nú. Af íbúðunum taldist einung- KVENNASAMSTAÐA! Hvers vegna? Hvers vegna ekki? Alþýðubandalagskonur boða tíl fundar um kvennasamstöðu í stjórnmálum í Kornhlöðunni laugardaginn 13. nóv. kl. 11-14. Allar konur velkomnar. Dagskrá: Konur í stjórnmálum. Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs. Samstarf kvenna þvert á stjórnmálasamtök. Guðrún Ágústsdóttir, varaborgarfulltrúi Alþýðubandalagsins. Samstarf kvenna innan Alþýðubandalagsins. Sigríður Jóhannesdóttir, varaþingmaður AB í Reykjaneskjördæmi. Fundarstjóri: Guðrún Kr. Óladóttir - ABR. Ef tími vinnst til verður rætt um þátttöku alþýðubandalagskvenna í Nordisk Forum '94. Konur í Alþýðubandalaginu. is um helmingurinn vera í sæmi- legu ástandi. Húsrými á mann var rétt rúmlega 15 fermetrar, saman- borið við að í dag er húsrými á mann að nálgast 50 fermetra. En hverfum frá fortíðinni og snúum okkur að húsnæðisráðstefh- unni í Ráðhúsinu, annó 1993. Tvíveldi í húsnœðis- málum I opnunarræðu Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra kom einmitt fram tilvísun til hinna gíf- urlegu framfara í húsnæðismálum hér á landi, sem lýst var hér að framan. Markús nefndi hvernig braggahverfunum var útrýmt með öflugu átaki á um tíu árum. Jafh- framt kom fram í rnáli borgarstjóra hin hefðbundna og allt að því sjálf- virka lofgerð um sjálfseignastefn- una. Borgarstjóri gafþarna á vissan hátt „upp boltann“, því á þessari ráðstefhu urðu töluvert miklar hugmyndafræðilegar umræður urn tilverurétt séreignar á félagslegum íbúðum. Annað sem einkenndi þessa ráð- stefnu var ákveðið „tvíveldi", sem nú virðist ríkja varðandi félagslegar íbúðabyggingar og ef til vill varð- andi húsnæðismál almennt. Annars vegar hefur myndast sterkur hópur leiðandi afla í húsnæðismálum með félagsmálaráðherra Jóhönnu Sig- urðardóttur í fararbroddi, sem hef- ur verið að sveigja húsnæðisstefhu hér á landi í átt að félagslegri lausnum en áður og meiri viðmið- um við reynslu Norðurlandanna og annarra Evrópuþjóða. Meginá- herslur hjá þessurn hópi er á leigu- íbúðir og hlutareign sem eignar- form og á félagasamtök sem rekstr- araðila. Hinn póllinn í þessu tvíveldi hefur töglin og hagldirnar í hús- næðismálastefnu Reykjavíkurborg- ar og þá fyrst og fremst í húsnæðis- nefnd borgarinnar, þar sem mestu hefðarsinnana í húsnæðismálum okkar íslendinga er að finna. Þetta eru þeir aðilar sem standa vilja sterkan vörð um séreign á félags- legum íbúðum, þ.e. eignarform verkamannabústaðakerfisins. Þess- ir aðilar vilja jafnffamt halda fast við húsnæðisnefndina sem beinan framkvæmdaaðila í nafni sveitarfé- lagsins. Það kom meðal annars fram í máli Inga Vals Jóhannssonar deild- arstjóra í félagsmálaráðuneytinu að slíkt fyrirkomulag tíðkaðist hvergi á Vesturlöndum nema helst í Bret- landi, þar sem menn væru þó að hverfa frá því og færa byggingar- frumkvæðið í staðinn til sérstakra húsnæðisfélaga. Þó hefði jietta fyr- irkomulag einnig verið við lýði í Sovétríkjunum meðan þau voru og hétu. Bent var á að víðast hvar væru byggingar og rekstur félagslegra í- búða látinn í hendur ýmis konar fé- lagasamtaka, sem þó störfiiðu í nánu samstarfi við sveitarfélögin. Ingi Valur benti sérstaklega á vel- heppnað fyrirkomulag Dana í þessum efnum. Þar væru frjáls fé- lagsamtök af ýmsu tagi burðarás við byggingu og rekstur félagslegra leiguíbúða. Sveitarfélögin hefðu hins vegar eftirlit með því að hús- næðisfélögin færu eftir settum reglum. Dönsku húsnæðisfélögin eru öllum opin og geta félagarnir haft áhrif á ákvarðanir um ffam- kvæmdir og rekstur. Sömuleiðis er samkeppni milli félaganna um hag- kværnni í verði og rekstri íbúð- anna. Ingi Valur sagðist sjá fyrir sér svipaða þróun hér á landi á næstu árum og sveitarfélögin hlytu að hætta að vera framkvæmdaaðilar í jafhríkum mæli og nú er. Ingi Val- ur velti því einnig fyrir sér hvers vegna Reykjavíkurborg tæki ekki rekstrarbreytingar Strætisvagna Reykjavíkur til fyrirmyndar hvað varðar starfsemi Húsnæðisncfnd- arinnar. Hverfandi eignar- mynaun Hér á landi hefur félagslegt hús- næði þá sérstöðu að stærstur hluti þess telst vera séreign íbúanna. Þetta einkennir verkamannabú- staðakerfið og að nokkru leyti einnig kaupleiguíbúðakerfið. Grundvallaratriði fyrir séreign á urrar raunverulegrar eignarmynd- unar í svo langan tíma væru dæmd til þess að mistakast. Ríkarður kornst að þeirri niðurstöðu að með þessunt breytingum á lögum um félagslcgar íbúðir, tilkomu kaup- leiguíbúða, hækkun á fyrningar- hlutfalli og hækkun vaxta á eignar- íbúðum sé að hálfu stjórnvalda unnið markvist að því að koma eignarfyrirkomulaginu fyrir kattar- nef. Lélegt viðhald leigu- íbúða? í rnáli Ríkarðs Steinbergssonar, og reyndar fleiri talsmanna IIús- næðisnefndar Reykjavíkur, kom fram mikil vantrú á leiguíbúðum Markús Öm Antonsson borgarstjóri og Jóhanna Signrðardóttir félagsinálaráðherra við setningn ráðstcfnu Húsnccðisn cfndar Reykjavíkur á laugardag, en þar lofaði borgarstjóri séreignar- hugsjónina í hástert. Mynd: Ól.Þ. ^élagslegu húsnæði er eignarmynd- un sú er á sér stað yfir lánstímann. Eðlilega er hún mjög hæg þegar lánstíminn er langur, t.d. 43 ár eins og í verkamannabústaðakerfinu. Lánafyrirkomulag Byggingarsjóðs verkamanna, hið svonefnda jafn- greiðsluform, dregur úr eignar- myndun vegna þess að fyrri hluta lánstímans greiða menn tiltölulega litlar árlegar afborganir og því minni sem vextirnir eru hærri. Eignarmyndunin minnkar svo enn ffekar þegar vextir hækka. Af hálfu löggjafans hafa á undanförnum árum verið gerða ýmsar ráðstafanir sem draga mjög úr eignarmyndun í verkamannabústaðakerfinu. Þannig var árlegt fyrningarhlut- fall hækkað verulega árið 1990 og vaxtahækkunin úr 1% í 2,4% í byrjun þess árs dró einnig verulega úr eignarmynduninni. Nú er jaffi- vel svo komið að framan af láns- tímanum er hún neikvæð. Kaup- andi félagslegar eignarfbúðar (svo er formlegt heiti verkamannabú- staða samkvæmt félagsíbúðalögun- um frá 1990) leggur í upphafi fram 10% af íbúðarverðinu, en vegna 1,5% árlegra fyrninga lækkar þessi eignarhlutur um fjórðung á fyrstu árunum effir kaup á íbúðinni. Að 20 árum Iiðnum hefur kaup- andinn loksins aftur náð upphaf- legu 10% eignarhluta og eignast síðan sem nemur um helmingi upprunalegs íbúðaverðs á þeiin 23 árum sem eftir lifa lánstímans. I máli Ríkarðs Steinbergssonar, framkvæmdastjóra Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur, kom frarn hörð gagnrýni á þessa skerðingu eignarmyndunarinnar í verka- mannabústöðunum. Taldi Rikarð- ur að lög um eignaríbúðir án nokk- sem húsnæðisformi. Ríkarður vitn- aði m.a. til reynslu sinnar af heirn- sókn til HSB í Svíþjóð fyrir urn tuttugu áruin. Sér hefðu verið sýnd tvö fjölbýlishús, annað þar sem íbúðirnar hefðu verið leigðar út en í hinu hefðu verið eignaríbúðir og hefðu viðhaldsmál í leigublokkinni öll verið mjög í skötulíki en í góðu lagi í eignaríbúðunum. Þeir ráðstefhugestir sem töldu sig þekkja til aðstæðna í Svíþjóð gátu ekki komið því heim og saman að IISB, systurhreyfing Búseta, stæði fyrir byggingu og sölu á eignaríbúðum, heldur gæti þar ein- ungis verið um að ræða búsetu- réttaríbúðir. Varð nokkurt þjark um þetta atriði. Skýringin er trú- lega sú að almenningur í Svíþjóð jafnt sem forystumenn HSB telja búseturéttinn veita fólki það mikið húsnæðisöryggi að það jafnist á við fulla eign og sá skilningur hafi ver- ið hafður uppi við hinn íslenska gest. Eftir framsögu Ríkarðs Stein- bergssonar urðu ýmsir til að and- mæla því að viðhald leiguíbúða væri ófrávíkjanlega miklu verra en viðhald eignaríbúða. Jón frá Pálm- holti, forinaður Leigjendásam- takanna, dró mjög í efa það sem hann nefndi goðsögnina um gott viðhald eigin húsnæðis. Hvatti Jón þá sem þessu héldu fram til þess að skoða surnar þeirra íbúða í eldri hluturn Reykjavíkur sem ungu fólki nú um stundir væru boðnar til leigu, eftir að eig- endurnir hefðu búið í sömu íbúð 40-50 ár. Astand margra þessara í- búða styddi sannarlega ekki þá full- yrðingu að eigendur færu betur með húsnæði en leigjendur færu með leiguíbúðir. Hörð gagnrýni á Hús- næðisnefnd Reykjavíkur A ráðstefnunni kom fram sú gagnrýni á Húsnæðisnefhd Reykja- víkur að hún sinnti alls ekki þvf hlutverki sem henni væri ætlað samkvæmt félagsíbúðalögunum frá 1990. Meðal annars er í lögunum skýrt kveðið á um samstarf við fé- lög og félagasamtök sem starfa á sviði húsnæðismála. Þessu var hús- næðisnefndin ekki talin sinna í neinu, en væri hins vegar sjálf að vasast í víðtækri byggingarstarf- semi sem miklu bemr væri komin í höndurn þeirra fjölmörgu verk- takafyrirtækja sem starfandi eru á höfuðborgarsvæðinu. Reynir Ingi- bjartsson, framkvæindastjóri Bú- seta - landssambands, orðaði þessa gagnrýni þannig, að sér fyndist hreinlegast að húsnæðisnefndin tæki aftur upp heiti Stjórnar verka- mannabústaða, þar sem nefhdin starfaði á allan hátt eins verka- mannabústaðastjórnirnar gerðu áður, eins og engin lagabreyting hefði orðið árið 1990 sem fæli nefndinni almennt umsjónarhlut- verk um allar tegundir félagslegs húsnæðis í borginni. Verða félagslegar eign- aríbúoir lagðar niður? Á ráðstefnunni var talsvert rætt um niðurstöður starfshóps félags- málaráðherra sem nýlega skilaði á- liti um reynsluna af félagsíbúða- lögunum frá 1990. Frá talsmönn- um Húsnæðisnefhdar Reykjavíkur kom einkum fram hörð gagnrýni á þá tillögu þessa starfshóps að fé- lagslegar eignaríbúðir (verka- mannabústaðir) yrðu lagðar niður sem sérstakur lánaflokkur, þar sem slíkar eignaríbúðir væru einnig fyr- ir hendi innan kaupleigukerfisins. Það er ljóst að ýmis spurninga- merki hrannast nú upp um ffamtíð eignaríbúða innan félagslega hús- næðiskerfisins. I rauninni hafa þessar íbúðir á undanförnum árum stöðugt verið meir og meir að líkj- ast leiguíbúðum, um leið og fjarað hcfur undan eignarmyndun íbúð- areigendanna. „íbúðaeigendur" sem búa við þessi kjör eru réttilega farnir að líta á sig meir og meir sem leigjendur. Af þessum sökum hafa þeir sem mest leggja upp úr einka- eign félagslegra íbúða jafnvel Iagt það til að lánstími yrði styttur til þess að auka eignarntyndunina, jafnvel þó svo að slík aðgerð leiddi óhjákvæmilega til þyngri greiðslu- byrði. Að áliti þess sem þetta ritar felst einfaldasta lausnin á þessu „vanda- máli“ einfaldlega í því að gefa eign- arhugsjónina alveg upp á bátinn og hætta öllum sjónhverfingum um að eitthvað annað en leiguíbúðir séu á ferðinni. Hinn eðlilegi valkostur í félagslega kerfinu á að vera leiguí- búðir eða hlutareignaríbúðir, á sama hátt og tíðkast í öllum ná- grannalöndum okkar. Eignaríbúð- ir geta að vissu marki rúmast innan kaupleigukerfisins, en þá er eðli- legt að eigin kostnaður fólks sé hærri og opinber stuðningur ívið minni. Heppileg byrjunaraðgerð væri að inínu mati að gera tilraun með að breyta nokkrum hluta þeirra í- búða sem kom til endursölu í verkamannabústaðakerfinu í leigu- íbúðir. Takist slík tilraun vel mætti draga mjög úr þeim kostnaði sem í dag felst í svonefndri endursölu fé- lagslegra eignaríbúða. Höfundur er félagsfræðingur.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.