Vikublaðið - 12.11.1993, Síða 9
VIKUBLAÐIÐ 12. NOVEMBER 1993
S^ftrnmáliii
Þingsályktunartillaga frá Alþýðubandalaginu:
Sfld er verðmæt-
ari sem matur
Þeir sem vinna síld til mann-
eldis fá ekki nægilegt hrá-
efni til að þeir geti framleitt
upp í samninga.
Jóhann Arsælsson þingmaður
Alþýðubandalagsins kynnti í vik-
unni þingsályktunartillögu um að
ríkisstjómin skipi þriggja manna
nefhd til að móta stefnu um nýt-
ingu síldarstofna við Island. Gert
er ráð fyrir að nefndin geri tillög-
ur um það hvernig megi nýta síld-
ina betur til manneldis, enda skap-
ar sú vinnsla meiri atvinnu og
hærri gjaldeyristekjur en síldar-
mjöl.
í umræðum á Alþingi var tekið
undir sjónarmið Jóhanns og þau
Bjöm Bjarnason þingmaður Sjálf-
stæðisflokks og Anna Olafsdóttir
Bjömsson þingkona Kvennalista
lýsm sig fylgjandi þingsályktunar-
tillögunni.
Röskvukynslóðin vanda-
mál fyrir flokkana
Ungt félagshyggjufólk sem
starfar saman undir
merkjum Röskvu í Há-
skóla íslands er orðið vandamál
fyrir flokkana á vinstri kanti
stjórnmálanna. Olafur Ragnar
Grímsson rifjaði það upp á
haustþingi kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsfélaganna í Reykja-
vík að fyrir 30 áram hefði stúd-
entapólitíkin verið skipulögð sam-
kvæmt flokkakerfinu þar sem hver
flokkur tengdist ákveðinni stúd-
entahreyfingu.
Um 1970 tók þetta að breytast
þegar vinstrisinnaðir námsmenn
Verðandi vill
kvennalista
Vérðandi, samtök ungs
alþýðubandalagsfólks
og óflokksbundins fé-
lagshyggjufólks, samþykkti eft-
irfarandi ályktun á félagsfundi
sínum sem haldinn var síðasta
laugardag:
Félagsfundur Verðandi hald-
inn 6. nóvember 1993 telur afar
brýnt að félagshyggjufólk neyti
þeirra sóknarfæra sem bjóðast í
næstu sveitarstjórnarkosning-
um. Til að svo megi verða er
mikilvægt að breið samstaða fé-
lagshyggjufólks myndist um að
fella meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Megi það verða til að sam-
eina félagshyggjufólk í Reykja-
vík, leggur Verðandi til að fé-
lagshyggjuflokkamir bjóði
Samtökum um kvennalista að
listi félagshyggjufólks verði
„kvennalisti" eða a.m.k. að öll
öragg sæti verði skipuð konum
og að kona verði borgarstjórn-
arefni listans.
Alþýðubandalagið í Ólafsvík
Mótmæla
flutningi Hafró
frá Ólafsvík
A ðalfundur Alþýðubanda-
/\ lagsfélags Olafsvíkur,
-L- AJialdinn 7. nóvember
1993, mótmælir harðlega þeirri
ákvörðun sjávarútvegsráðherra
að fera útibú Hafrannsóknar-
stofnunar frá Ólafsvík til Stykk-
ishólms og krefst þess að sú á-
kvörðun verði tafarlaust aftur-
kölluð og að útibú Hafrann-
sóknarstofnunarinnar í Ólafsvík
verði starfsrækt í Ólafsvík eins
og verið hefur og heimild er
fyrir samkvæmt lögum frá Al-
þingi.
Grænn hagvöxtur
Miðvikudaginn 17.
nóvember n.k.
gengst uinhverfis-
málahópur Verðandi fýrir um-
ræðufundi um „grænan hag-
vöxt“. Rætt verður um forsend-
ur hagvaxtar og hugsanlegar
breytingar á hagvaxtarhugtak-
inu með hliðsjón af aukinni vit-
und og urnræðu um umhverfis-
rhál.
Framsögumenn verða Ari
Skúlason, hagfræðingur hjá Al-
þýðusambandi Islands, Björn
Guðbrandur Jónsson, lífffæð-
ingur og umhverfisffæðingur
og Guðni Niels Aðalsteinsson,
hagffæðingur hjá Vinnuveit-
endasambandi íslands. Fundur-
inn verður haldinn í veitinga-
stofunni í Tæknigarði við Dun-
haga og hefst kl. 20.30.
Allir era velkomnir.
skipulögðu sig í Verðandi, Félagi
vinstrimanna og síðar í Röskvu
sem hefur fest sig í sessi og náð
glæsilegum árangri.
- Fólk finnur ekki rök fyrir því
hvers vegna það eigi að skipta sér
á Framsóknarflokkinn, Kvenna-
listann, Alþýðuflokkinn og Al-
þýðubandalagið þegar það kemur
úr Háskólanum. Eg verð var við
vaxandi óþol gagnvart þessum að-
stæðum, sagði Ólafur Ragnar
Grímsson og taldi nauðsynlegt að
ræða málið ítarlega, þótt ekki væri
í sjónmáli nein ein lausn á þessu
vandamáli.
Ályktun Kvennalistans um atvinnumál
Atvinnuleysi á íslandi er nú
meira en nokkra sinni og kem-
ur ekki síst niður á ófaglærðu
starfsfólki og konum. I lok ágúst
vora 2700 konur atvinnulausar og
1980 karlar. Þá jókst langtímaat-
vinnuleysi meðal kvenna um 19% í
sumar en minnkaði um 11 % meðal
karla. I þessum tölum endurspegl-
ast sú staðreynd að ráðstafanir rík-
isstjórnarinnar í atvinnumálum
hafa fyrst og ffemst komið körlum
til góða. Af einum milljarði sem
ædaður var tíl atvinnusköpunar í
tengslum við gerð kjarasamninga
varði ríkisstjórnin rúmlega 900
milljónum til þess að skapa störf
fyrir karla, en 80 milljónum til at-
vinnuuppbyggingar fyrir konur.
Varanlegt vinnnafl en
ekki varavinnuafl
Með þessari misskiptingu sýnir
ríkisstjómin störfum kvenna og því
ffumkvæði sem þær hafa sýnt í at-
vinnumálum algert virðingarleysi.
Eigi fjármagn til atvinnuuppbygg-
ingar og nýsköpunar að nýtast kon-
um jafnt sem körlum verða konur
að eiga hlut að málum þegar því er
úthlutað. Um allt land hafa konur
reynt að takast á við samdrátt og at-
vinnuleysi með eigin atvinnusköp-
un án þess að njóta fyrirgreiðslu frá
stjórnvöldum og lánastofnunum.
Kvennalistinn leggur áherslu á að
konur verði ráðnar til atvinnuráð-
gjafar í öllum landshlutum og að
því fé sem ríkið ver til atvinnumála
verði úthlutað í samráði við þá sem
starfa að þessum málum um land
allt. Þá skorar Kvennalistinn á
stjórnendur banka og sjóða að
kanna möguleikana á því að koma á
fót sérstökum lánaflokkum fyrir
konur í atvinnurekstri. Kvennlist-
inn mótmælir þeirri tílhneigingu
að konur eigi öðram fremur að
liðka tíl á vinnumarkaði og draga úr
vinnu utan heimilis þegar atvinna
ininnkar. Þá eiga þær að mæta
sparnaðinum í opinberri þjónustu
með aukinni ólaunaðri vinnu á
heimilunum. Kynskiptur vinnu-
markaður getur ekki gengið án
vinnu kvenna og konur era kornnar
á vinnumarkaðinn til að vera. Þær
era varanlegt vinnuafl en ekki vara-
vinnuafl. Við þær efhahagsaðstæð-
ur sem nú era í þjóðfélaginu mega
konur ekki láta sjálfskipaða vörslu-
menn sektarkenndar kvenna segja
sér hvað er þeim og bömum þeirra
fyrir bestu. Konur verða að gæta
réttar síns.
Verkalýðshreyfingin að
falla a tíma
Efrir áratuga baráttu era íslensk-
ar konur ennþá með rúmlega 50%
lægri tekjur en karlar. Konur hafa
ítrekað leitað eftír stuðningi verka-
lýðshreyfingarinnar en án sýnilegs
árangurs. Getu- og viljaleysi henn-
ar tíl að takast á við launamisrétti
kynjanna virðist algert. Kvennlista-
konur vilja standa vörð um verka-
lýðshreyfinguna og félaglega á-
vinninga hennar en hljóta um leið
að vara alvarlega við því skeytingar-
leysi sem þar ríkir um hagsmuna-
mál kvenna. Verkalýðshreyfingin
er að falla á tíma og þvf brýnt að
hún taki starfshætti sína og stefhu-
mörkun tíl alvarlegrar endurskoð-
unar. Frá árinu 1988 hefur kaup-
máttur rýrnað urn 20% og stórir
hópar fólks hafa laun sem ekki
hrökkva fyrir brýnustu nauðsynj-
um. Kvennlistínn mótmælir slíku
siðleysi sem viðgengst með blessun
ríkisvalds og samtaka atvinnurek-
enda. Það jaðrar við þrælahald að
nýta alla orku fólks og greiða því
laun sem ekki er hægt að lifa af.
Kvenmannslausar at-
vinnunefndir
íslendingar standa andspænis
því að móta atvinnustefnu tíl ffam-
tíðar. Kvennalistinn ítrekar að sú
stefna verður að taka mið af um-
hverfinu og nýtingu þeirrar fjár-
festíngar, reynslu og þekkingar sem
fyrir er í landinu. Enn og aftur
bendum við á þá óþrjótandi mögu-
leika sem felast í smáfyrirtækjum af
ýmsum toga. Við eigum að nýta
okkur hagkvæmni smæðarinnar og
smðla að samvinnu íslenskra fyrir-
tækja í samkeppni þeirra við er-
lenda ffamleiðendur. Konur hafa í
því efni mikilli þekkingu og reynslu
að miðla. Hvorttveggja er þó for-
smáð af þeipi stjómvöldum sem
skipa nefnd tíl að móta stefnu um
nýsköpun f atvinnulífi án þess að
ein einasta kona komi þar að verki.
Þessu verður ekki unað lengur.
Konur hvar sem þær starfa eða
standa í flokki verða að sameinast
gegn slíku gerræði. Við konur
verðum að tryggja að ekki verði
ffamhjá okkur gengið við mótun
nýrrar aldar.
Millifyrifsagnir eru blaðsins
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1989
1. flokki 1990
2. flokki 1990
2. flokki 1991
3. flokki 1992
Innlausnardagur 15. nóvember 1993.
1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 777.161 kr. 77.716 kr. 7.772 kr.
1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 686.137 kr. 68.614 kr. 6.861 kr.
2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.356.818 kr. 135.682 kr. 13.568 kr.
2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.261.194 kr. 126.119 kr. 12.612 kr.
3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.565.677 kr. 1.113.135 kr. 111.314 kr. 11.131 kr.
Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
cSg húsnæðisstofnun ríkisins
LJ HÚ5BRÉFADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Garðabæjar og
Bessastaðahrepps verður haldinn í Safnaðarheimil-
inu Kirkjuhvoli þriðjudaginn 16. nóvember n.k. kl.
20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins.
3. Ólafur fíagnar Grímsson formaður Alþýðubanda-
lagsins kynnir tillögur í atvinnu- og efnahags-
málum.
4. Önnurmál.
Stjórnin
Foreldrar barna ítann-
réttingum, athugið
Foreldrar barna í ttannréttingum, athugið að
Tryggingastofnun tekur ekki þátt í greiðslu
tannréttingakostnaðar barna ykkar eftir 31.
desember nk., nema meðferðin falli undir
alvarleg tilvik (flokk 1). Kostnaður sem til
fellur eftir næstu áramót verður því aðeins
greiddur að Tryggingastofnun hafi áður sam-
þykkt 65-100°/o endurgreiðslu.
Aðrir þurfa að bera kostnað af tannréttingum
barna sinna sjálfir.
Reikningar, sem heimilt verður að endur-
greiða verða áfram afgreiddir hjá sjúkra-
tryggingadeild Tryggingastofnunar, Tryggva-
götu 28 í Reykjavík, og hjá umboðum hennar
utan Reykjavíkur.
TRYGGINGASTOFNUN
^7 RÍKISINS
f-