Vikublaðið


Vikublaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 8
8 VIKUBLAÐIÐ 24. NOVEMBER 1995 ^^■ókabéusar og barnabókabakkelsi Rithöfimdar landsins senda nú firá sér urmul góðra bókmennta sem að vanda eru mestan partinn boðlegt bakkelsi fyrir alla aldin-s- hópa og eiginlega alls kyns fólk. Reyndar er lítið boðið upp á bókmenntir fyrir sið- laust fólk og annað það fólk sem gengur fyrir afli mann- fyrirlitningar, en þó hefur það fólk fengið vænan skammt frá Hrafni Gunn- laugssyni og þarf því ekki að kvarta. hátíð í Hveragerði ísland er - af íslendinga hálfii - orðið formlegt lögheimili jóla- sveinsins, þ. e. hins alþjóðlega Sánkti Kláusar. Gömlu jólasvein- amir íslensku munu áfram hafa að- setur hjá foreldrum sínum upp til fjalla, en Sánktd Kláus hefur sest að í Hveragerði. Herra Kláus tók þessa ákvörðun eftir stíf fundahöld með engum öðrum en Helga Pét- urssyni í Ríó Tríóinu og var Helgi svo heppinn að vinnuveitendur hans í Samvinnuferðum-Landsýn bakka hugmyndina upp. Til að halda upp á flutning Sánkti Kláusar til Islands verður efnt til sex vikna hátíðarhalda í Hveragerði frá 1. desember til og með 6. janúar. Bærinn verður upp- ljómaður, bæði gömr, fyrirtæld og íbúðarhús, að ógleymdum öllum gróðurhúsunum. Kveikt verður samtímis á öllum jólaljósunum kl. 18 fösmdaginn 1. desember með blysför og flugeldasýningu. Versl- anir og fýrirtæld í bænum bjóða ýmis sértilboð og afslætti og þar verða uppákomur í gangi allan des- ember. Búið er að breyta gamla tívóh'inu í sérstakt Jólaland og þar verður miðstöð hátíðarhaldanna. Þar verður opið kl. 13-19 fimmtudaga til sunnudaga. Til að komast inn í Jólaland þarf sérstakt vegabréf, sem verður ókeypis fyrir böm 12 ára og yngri, en kostar annars 550 krónur. Bókaútgáfan Vaka-Helgafell hefur sent frá sér nokkrar bækur sem hér verður greint frá í stuttu máli. Fyrsta skal telja bókina María - konan bak við goðsögnina eftir Ingólf Mar- geirsson. Ymsir spá því að þetta verði jólabóldn í ár, þ.e.a.s. efst á sölulist- antun. Hér er á ferðinni ævisaga Maríu Guðmundsdóttur fegurðar- drottningu Islands 1961 og fyrirsæm á heimsmæhkvarða. Hún komst á há- tinda tískuheimsins beggja vegna Atl- I M g 6 I f u r Morg. antsála, lifði hinu ljúfa hfi austan hafs og vestan en líf hennar hafði líka sín- ar myrku hliðar og hefúr ljómi goð- sagnar leildð um nafn og persónu Maríu. Bókin er 356 síður, þar af 44 myndasíður og kostar 3.590 króntir. Hin hljóðu tár - ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur er skráð af Sig- urbjörgu Ámadóttur. Ásta ólst upp við kröpp kjör í Flatey og Reykjavík, lærði hjúkrnn í Danmörku á ámm síðari heimstyrjaldar, varð ástfangin af þýskum hermanni og gerðist síðan hjúkrunarkona skammt fyrir utan Berlín í lok stríðsins. Hún flúði hild- arleildnn fótgangandi frá Berlín lang- leiðina til Danmerkur, sjúk af berld- um og fluttist eftir styrjöldina til Finnlands. Þar mætti henni enn mót- læti en hún gafst ekki upp heldur bar harm sinn í hljóði„Bókin er 197 blað- síður og kostar 3.290 krónur. Kristín Steinsdóttir hefur sent frá sér bókina Abrakadabra! sem er bama- og unglingabók, en Kristín hlaut Islensku bamabókaverðlaunin fyrir „Franskbrauð með sultu“ árið 1987. Abrakadabra! er lífleg saga með hraðri atburðarás, spermu og lit- ríkum persónum. Daginn sem töffa- karlinn Argur sveif inn um gluggann hjá Alla í Njólanesi hófst ótrúleg at- burðarás og henni er lýst í þessari 120 blaðsíðna bók sem kostar 1.490 krón- ur. Elías Snæland Jónsson hlaut ís- lensku bamabókaverðlaunin 1993 fyrir unglingasöguna „Brak og brest- ir” og nú'hefúr Elías sent frá sér tmg- Hin hljóðu tár Ævisaga Áslu Sigurbrandsdóttur »£& mr utffl Pp rilái tráa á hiðjfóén í maumtbjuttni. Þtjpur ijfjar tíl fýdutlaatb IWjpaigtkklgtrtmcT i kujyxrtuttá fmi icm brié Sigurbjörg Árnadóltír ikráM hngasöguna Krókódflar gráta ekki, sem er sjálfstætt framhald sögunnar um Davíð og krókódílana. I nýju bóldnni er sagt frá Davíð og Selmu sem em ólíkir unghngar en dragast samt hvort að öðm. Þau lenda í háskalegum ævintýrum þar sem lífið sjálft er í hætm. Bókin er 158 blaðsíð- ur og kostar 1.490 krónur. Guðrún H. Eiríksdóttir er enn einn handhafi Islensku bamabóka- verðlaunanna sem er að senda ffá sér nýja bók, en hún fékk verðlaunin í fýrra fýrir bóldna „Röndóttir spóar“. Nú sendir Guðrún frá sér bókina Röndóttir spóar fljúga aftur!, sem er sjálfstætt framhald verðlaunabók- arinnar. Enn segir ffá leynifélaginu Röndóttir spóar, það fær ný verkefni til að glíma við þegar dularfulhr at- burðir fara að gerast í bænum. Mildl spenna og ástin lætur á sér kræla. Bókin er 127 blaðsíður og kostar 1.490 krónur. Bókalisti barnabókaverðlaunahafa er þar með ekki tæmdur. Verðlaunin hlum á yfirstandandi ári Herdís Eg- ilsdóttir og Erla Sigurðardóttir fýrir bókina Veislan í bamavagninum (besta myndskreytta sagan), sem Vaka-Helgafell gefur nú út. Veislan í bamavagninum er hressileg og hug- ljúf bamasaga þar sem söguþráður- inn er sniðinn að áhuga og þroska yngstu lesendanna og myndimar era unnar af fagmennsku. EUa htla er send út í bakarí að kaupa kökur en ekld vill bemr til en svo að hún týnir peningabuddunni. Þetta dregur dilk á eftir sér og ferð hennar verður hin sögulegasta. Bókin er 24 blaðsíður og kostar 1.290 krónur. Hafnar- borg - það haskar Sýning Jóns Gunnarssonar í Hafnarborg í Hafnarfirði lýkur á mánudag, en ffam að því er sýn- ingin opin ffá kl. 12 til 18. Sýn- ingu Erlu B. Axelsdótmr á sama stað lýkur sama dag og er opin á sama tíma. Á sunnudag leikur Tríó Reykjavíkur með Philip Jenldns píanóleikara. Jón Gunnarsson er hafnfirskur hstmálari, fæddur í Hafnarfirði 1925. Hann stundaði áður sjóinn meðffam listinni og bera hug- myndir hans vott tim sterkar til- finningar til sjómannsins, útgerð- ar og lífsbarátmnar á hafinu við Island. Erla B. Axelsdóttir sýnir pastel- myndir byggðar á náttúm- stemmningum og núnningar- brotum. Hún á sterkar rætur í svæðinu umhverfis Selvam á Mosfellsheiði og þangað sældr hún ekld síst innblástur. Erla er einn af stofúendum Art-Hún hópsins í Reykjavík. Á sunnudag leikur í Hafnar- borg Tríó Reykjavíkur með Phil- ip Jenkins píanóleikara og hefjast tónleikamir kl. 20. Jenkins hleyp- ur í skarðið vegna veikinda en með honum spila Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Á efnisskrámii em tríó í B-dúr eftir Mozart, tríó í C-dúr eftir Brahms og dúó fyrir fiðlu og selló eftir Kodály. í túninu þar sem Ríóið spratt upp Fyrir þrjátíu árum komu þrír ungir piltar úr Kópavogi saman og hófú söng með gítarundirleik. Þeir tóku upp nafnið Ríó Tríó, en þetta vora hinir síungu Ólafur Þórð- arson, Helgi Pétursson og Halldór Fannar, en seinna tók Agúst Adason við af Halldóri. Og nú æda Ríómenn að halda uppá afrnæhð með stórtónleikum. Tónleikarnir munu fara ffam á morgun, laugardag, kl. 17 í í- þróttahúsi HK við Digranesveg í Kópavogi. Tónleikarmr bera yfirskriftina „I túninu heima“, því að undir íþróttahúsinu á Digranestúninu byrjuðu þeir félagar að raula á sínum tfrna. Tónleikarnir em einnig liður í fjöratíu ára affnæli Kópavogs. Ríó Tríóið verður aldeilis ekki eitt á ferð. Fastir meðspilarar mæta, Bjöm Thoroddsen, Szymon Kuran og Reynir Jónasson. Þá spilar hljómsveitin Saga Class með söngvarana Sigrúnu Evu Armannsdóttur og Reyni Guðmundsson innanborðs. Einnig má nefna brassbandið Kamivala, Skólahljómsveit Kópavogs og Kór Kársnesskóla. Tónleikarnir em ætlaðir allri fjölskyldunni og aðgangseyrir er aðeins 500 krónur.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.