Vikublaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 24. NOVEMBER 1995
9
Björgvin G. Sigurösson á sér draum ...
Spádómurinn
Árið 2003 vinnur Sameiningarflokkur al-
þýðu stórsigur í kosningum tíl Alþingis. _
Oddviti Sameiningarflokksins á
Reykjanesi, Siv Friðleifsdóttir, jarðar
kosningaloforð Framsóknarflokksins
urn 24.000 ný störf á kjörtímabilinu
með einni setningu: „Þetta er bara
sama bullið í ykkur og '95.“ Seinna á
árinu heldur Framsóknarflokkurinn
landsfund undir yfirskriftinni: „Fram-
sókn, hvað nú?“
Kommentið
„Er Þorsteinn þá hæstvirtur ómerk-
ingur?“
Sigrún Elsa Smáradóttir, varafir-
maður Drífandi, félags ungs Alþýðu-
bandalagsfólks t Reykjavík.
Ábendingin
Ábendinguna að þessu sinni fer Agúst Einarsson, málsvari
almúgamannsins:
„Dragðu djúpt andann,
teldu upp að tíu og
hugsaðu áður en þú
tekurtil máls.“
Agúst gerði sér líttið fyrir í síð-
ustu viku og kallaði sjávarútvegs-
ráðherra ómerking. Með því að
fara eftir ábendingunni gæti
hann fetað í fótspor ekki ómerk-
ari þingmanns en Olafs Ragnars
Grímssonar sem fenn upp snilldarffasa á borð við „skítlegt eðli“
og „sjúklegt hugarástand.“
„Ómerlángur“ er ekki í sama klassa og slíkir konfektmolar.
tc^Lic)
1 síðasta tölublaði Vikublaðsins
birtist mynd af nýrri stjóm Dríf-
andi, félags ungs Alþýðubandalags-
fólks. Glöggir skoðendur tóku
sjálfsagt eftir því að í miðjum hópi
fríðra kvenna var eitt karlandlit
með gleraugu. Þegar betur var að
gáð sást að þarna var kominn
eini karlmaðurinn í nýrri aðal-
stjóm félagsins, Stefán Páls-
son.
Stefón! Hvemig líður
þér innan tnn konum-
ar?
Mér líður mjög vel. Ég
er alltaf látiiui hella upp
á könnuna og nýt þess
að vera gjörsamlega
undirokaður. Mér verður
ekki hent út strax, enda líkar þeim kaffið
mitt. Annars fer ég nú að spoma við þessum yfirgangi bráðum.
Er mikið f)ör í félaginu?
Það er bjart yfir fólld og mikill áhugi á áffamhaldandi starfi og töluvert um
það að ungt fólk sé að ganga til liðs við okkur. En það er stutt í prófin og við
ætlum að liggja frekar íágt á meðan á þeim stendur, en taka á honum stóra
okkar með hækkandi sól á nýju ári.
ÁGÚST ÖRN GÍSLAS0N
í Eyjum
Draumur jafii-
aðarmannsins
Nokkur atriði eigum við jafnaðarmenn
sameiginleg öðmm ffemur. Við viljum sjá
til þess að í allsnægtaþjóðfélagi nútímans
líði enginn skort og tiltölulega jöfn skipting
á þjóðarauðinum eigi sér stað. Við viljum
að allir þegnar þjóðfélagsins hafi jafrían að-
gang að mennta- og heilbrigðiskerfinu,
óháð efríahag, kynferði og kynlmeigð. Við
ölum með okkur þann draum að aldrei
þurfi nokkur maður að reika um stræti
heimkynna okkar svangur, vonlaus, kaldvn
og örvinglaður. Við viljum búa í þjóðfélagi
mannúðar og réttlætis sem sinnir skyldum
sínum í málefríum flóttamamta og hinna
stríðshrjáðu landa heimsins.
I dag er þessi draumur líttið annað en
hilling og draumsýn. Kaldur
veruleiki hinna íhaldssömu hags-
munagæsluvarða auðvaldsins segir
okkur annað. En ekkert er fjær
lagi en að fara að kenna íhaldinu
um það. Þeirra draumur er allt
annar og mun nær veruleikanum.
Ástæður þess að draumur jafríað-
armannsins hefur ekki ræst er að
leita hjá jafríaðarmönnum sjálfum.
I sundrung þeirra og ósamlyndi.
Eftir áratuga bræðra- og systra-
víg er kominn tfrni til að snúa
bökum saman og efla samstöðuna
með öllum tiltækum ráðum. For-
ystumönnum vinstri flokkanna ber
siðferðileg skylda til að leita allra
leiða til að finna grundvöll fyrir
samstarfi flokka sinna. Það er ský-
laus krafa ffá þeim sem minna
mega sín og er skipulega haldið í
fjötrum fátæktar af þeim sem nú
eru við völd.
Það er kominn tími til að taka
hagsmuni fjöldans ffam yfir gaml-
ar klisjur og sérhagsmuni. Slíkir
hlutir hafa allt of lengi haldið jafrí-
aðarmönnum sundruðum. Á
meðan svo er dafríar íltaldið. En
eins og maðurixm sagði; allt er jú
betra en íhaldið.
Björgvin G. Sigurðsson,
heiinsjiekineini.
Aðildarfélög
Veröandl
Drífandi
félag ungs Alþýðubandalagsf ólks í Reyfyjavík.
Formaður: Sigþrúður Gunnarsdóttdr - Síxni: 551-7500
félag ungs Alþýðubandalagsfólks á Akureyri.
Tengiliður: Edward Huijbens -Sími: 462-2497
Fylking
félag tmgs Alþýðubandalagsf ólks og óháðra
í Vestmannaeyjum.
Formaður: Ágúst Öm Gíslason - Sími: 481-1773
Búrhvalur
félag ungs Alþýðubandala gsfólks í Garðabæ.
Tengiliður: Þorkell Máni Pétursson
Sími: 565-7287, símb: 845-3476
Vakning
félag ungs Alþýðubandalagsfólks og óháöra í Kópavogi.
Tengiliður: Katrin Júlíusdóttir - Simi: 554-6016.
upp
rífum
tta bara
Það er ekki ein-
leikið með upp-
ganginn í Alþýðu-
bandalaginu, ekki síst
meðal ungs fólks. I
Vestamanneyjum býr Á-
gúst Om Gíslason, for-
maður nemendafélags
ffamhaldsskólans í Vest-
mannaeyjum og formaður Fylkingar,
félags ungs Alþýðubandalagsfólks þar
í bæ. Við slógum á þráðinn til Agúst-
ar í vikunni. Ágúst er sérlega hress
miðað við ástandið, enda í núklu að
snúast og eins og sannur Vestmanna-
eyingur klár í slaginn þegar kallið
kemur. Við gátum í byrjun fengið að
vita að pilturinn, sem er aðeins 19 ára
gamall, yrði að öllum líkindum stúd-
ent um jólin ffá viðskipta- og hag-
ffæðibraut og hyggðist taka félags-
ífæðibraut með, ljúka ekki náminu
endanlega fyrr en í vor, þar sem hann
væri hvort eð er formaður félagsins
og hann hefði vissum skyldum að
gegna varðandi nemendafélagið.
Hverjar eru þær skyldur?
Lög félagsins er glötuð og ég hafði
hugsað mér að vinna ásamt félögum
mínum í nýjum lögum og hafa þau
klár fyrir vorið. Svo þarf að halda alls
konar skemmtanir. Hagsmunir nem-
enda ganga fyrir og ég þarf helst að
bregða mér í líki ofúrmennis til að
sinna öllum óskum og skyldum. Svo
er þeta líka skemmtilegt.
Af hverju bauðstu þig ffam til
formanns?
Áhugi á félagsmálum.
Ertu kannski alinn upp við þjóð-
félagsgagnrýni?
Ættmenni mín eru bæði Alþýðu-
bandalags- og Framsóknarfólk. Ég
fór bara af rælni á stofrífúnd Fylking-
ar og þar var góð stemning, en það
var stór ákvörðun að láta skrá sig í fé-
lagið. Alþýðubandalagið er ekld endi-
lega vinsælasta „bandið“ í bænum.
Og nú ertu bara orðinn formað-
ur?
Já, þetta er skemmtilegt, en þetta
er öðruvísi heldur en starfið í skólan-
um, því í þessu félagi eru við að takast
rneira á við framtíð okkar og hag.
Þjóðfélagsleg umræða fer ffam og ég
hef áhuga á landi og þjóð.
Hvað með félagið?
Við erum að rífa það upp.
Takk!