Vikublaðið


Vikublaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 12
£S» FULLKOMIN SURROUND-HUÓMTÆKI SfoUMÚlA 2 • SÍMI36B 9090 Póstleggið jólabögglana tímanlega til fjarlœgra ^ landa. posn PÓSTUR OG SIMI RAFMAGNSÞJÓNUSTAN Kristján Svejnbjörnsson löggiltur rafverktaki Símar 565 4330 - 852 9120 Símboði 845 1415 - Fax 565 4329 Allar raftagnir - Breytingar - Dyrasimaþjónusta Vönduð vinna - Fljót og góð þjónusta LANDSSAMBAND ÍSL. RAFVERKTAKA ™#\1kuWa §88 §5 22 B L A Ð S E M V I T FOSTUDAGURINN 24. NOVEMBER 1995 Goðsagnimar um líf- eyrissjóðina „Það eru alls konar goðsagnir í gangi um lífeyrissjóðina og ekki van- þörf á að fólk sé betur upplýst um hvað þeir eru að gera og að fólk átti sig á því að það á þama eignir sem hverfa ekki. Það er eins og sumt fólk hafi það á tilfinningunni að það sé að greiða eitthvað sem það fær aldrei til baka, sem vitaskuld er ekki tilfellið. Umræðan um h'feyrissjóðina hefur á ýmsan hátt verið á villigötum og þvert gegn öllu tali um illa stæða hf- Enn eru atvinnuleysis- met slegin Sjálfsagt er mönnum enn í fersku minni er forsætisráðherra boðaði betri tíð með blóm í haga um síð- ustu áramót og fyrir kosningamar í vor. Ekki síst mátti skilja á ráðherr- anum að atvinnuleysi myndi fara minnkandi. Þetta hefur ekla orðið nema síður sé. I skýrslu vinnu- málaskrifetofu félagsmálaráðuneyt- isins kemur ffam að atvinnuleysi hafi aldrei mælst jafii mikið í októ- bermánuði. Þá vom sem svarar til 5.280 manna án vinnu í landinu eða 4% mannaflans og údit fyrir að atvinnuleysi í nóvember verði um 4,8% og þannig fjölgi atvinnu- lausum um hðlega 1.000 milli mánaða. Fyrstu 10 mánuði þessa árs var atvinnuleysið að meðaltali 5% en 4,8% á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi nú er fjórtán- til fimmtánfalt meira en varl986 til 1988. Sjálfsbjörg mótmælir niðurskurði Almennur félagsfundur Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, mótmælir harðlega þeim niðurskurði í heilbrigðiskerf- inu, sem áædaður er samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Sjálfsbjörg vekur athygh á því að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að fella niður það ákvæði að bætur almannatrygginga fylgi almennum Iaunasamningum, lækka heildar- greiðslur til heimildarbóta, taka upp innritunargjöld á sjúkrahús landsins, Iækka enn meira greiðslur vegna hjálpartækja og taka á upp fjármagnstekjuskatt á hfeyrisþega áður en hann verður almennt inn- leiddur í skattakerfinu. Ollu þessu mótmæhr Sjálfsbjörg og ekki síst því, að svokallað ffítekjumark hef- ur staðið í stað ffá því í júlí 1993 og að bætur hafa ekki hækkað í sam- ræmi við önnur laun í landinu. Herstöðvaandstæðing- ar fordæma kjarnorku- vopnatilraunir Landsráðstefna Samtaka her- stöðvaandstæðinga 1995 mótmælir kjamorkusprengingum Frakka í S- Kyrrahafi og krefst þess að þeim verði hætt þegar í stað. Samtökin benda á samábyrgð Islendinga sem em með þessu rild í hemaðar- bandalagi. Einnig er kjamorku- vopnatilraunum Kínverja mót- mælt. Þau taka undir að Græn- lendingar fái bætur vegna kjam- orkuslyssins 1968 og þau krefjast þess af íslenskum stjómvöldum að þau upplýsi hvort kjamorkuvíg- búnaður sé til staðar eða hafi ein- hvemtíma verið til staðar hér á landi eða í íslenskri landhelgi. Loks ítreka samtöldn að Island eigi að vera utan hemaðarbandalaga og að herinn fari. Þá fengu hugmyndir menntamálaráðherra um innlend- an her það óþvegið á landsráð- stefnimni. eyrissjóði er það mín niðurstaða að þeir standi nú flestir hverjir vel að vígi.“ Viðmælandinn er Már Guð- mundsson hagffæðingur og um- ræðuefnið er ný skýrsla hans um stöðu lífeyrissjóða landsins, sem hann tók saman að tilstuðlan SAL og Landssambands lífeyrissjóða. - Einmitt í Ijósi undangenginn- ar umræðu koma ótvíræðar niður- stöður þínar nokkuð á óvart. Hvað segir þú nánar um þessa góðu stöðu sjóðanna? „Ef við lítum á þessa almennu sjóði þá blasir við að þeir hafa verið að bæta stöðu sína mjög hratt á und- anfömum ámm. Þeir hafa meðal annars getað gert þetta með góðri á- vöxtun eignanna en einnig með því að breyta reglugerðum sínum til að ná jöfnuði milli eigna og skuldbind- inga. Ekki síst hefur þeim tekist að draga mjög úr kostnaðarhlutfallinu í rekstrinum, sem fyrir hálfum öðmm áratug var um l %, en var á síðasta ári 0,29%. Þetta hefur meðal annars gerst með því að sjóðir'hafa samein- ast í nokkmm mæli. Þá er og að geta þess að nokkur misskilningur hefur verið í gangi vun stöðu sjóðanna hvað ávöxtunina varðar út frá trygginga- ffæðilegum úttektum. I slíkum út- tekmm er gjarnan miðað við 3,5% á- vöxttm eigna, en þá er ekki tekið til- lit til þess að eignir em oft bundnar til langs tíma á mun hærri vöxtum. Ef tillit er teldð til þessarar stað- reyndar og annarra atriða sem ég hef nefnt, en h'feyrissjóðir bænda og sjó- manna undanskildir, þá er niður- staðan sú að sjóðirnir eiga fyrir skuldbindingum sínum. Að vísu em sumir sjóðir ekki nú þegar komnir í þessa stöðu, en ég býst við að staða þeirra eigi eftir að batna.“ - Þú nefndir breytingar á reglu- gerðum. Er ekki stór þáttur í batnandi stöðu Iífeyrissjóðanna fólginn í því að réttindi hafa verið skert? „Eg hef ekki sundurliðað yfirlit yfir það og þetta er vissulega eitt af því sem gerir málið flókið. Skerðing Már Guðmundsson: Ef þessi stóri kostur samtryggingar- innar myndi hverfa vegna valffelsisins blasir við að það þyrfri að meta einstaklingana efrir því t.d. hvort þeir reykja og drekka eða ástunda heilbrigt lífemi. Og þá gæti komið upp óheyrilega dýrt og flókið kerfi. hefur í sumum tilvikum átt sér stað, jafnvel vemleg, en ekki hjá stærstu sjóðunum eins og t.d. Lífeyrissjóði verslunarmanna og Söfnunarsjóði Iífeyrisréttinda." - Sumir hafa einnig talað um allt of háa vexti á lánum til sjóðs- félaga og kynslóðabil stundum nefint til sögunnar. Kannast þú við þetta? „Eg held að á tímabili hafi SAL- sjóðimir verið með meðalvexti bank- anna, en nú em þeir flestir með vexti sem era undir markaðsvöxtum. Þessi staðreynd og talið um kynslóðabilið em þættir í fortíðarvandanum sem ég tel að bætt ávöxtun hafi Iagfært. En hvað skerðingu réttinda varðar er rétt að hafa í huga að sagan hefur ekki öll verið sögð. Það á eftir að koma í Ijós, eftir kannski 10 til 20 ár, Gæði og hreinleiki Gustavsberg blöndunar- og hreinlætistækin eru stílhrein og endingargóð. Kynnið ykkur fjölbreytta og fallega hönnun fyrir eldhús og baðherbergi. - þar sem gæði og hreinleiki skipta máli Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum Innflutningsaðill Gustavsberg á (slandi: Krókháls hf. Sími 587 6550 hvort noklcur skerðing muni í raun verða að vemleika.“ - Getur þú eitthvað sagt okkur um hugsanleg áhrif aukins val- firelsis á stöðu lífeyrissjóðanna? „Það er ekki mikið komið inn á það í skýrslunni, en þó nefni ég að aukin samkeppni gæti haft jákvæð á- hrif á fjármagnsmarkaðinn án þess þó að stuðla að vaxtalækkun út af fyr- ir sig. Hvað auldð valfrelsi varðar má velta því fyrir sér hvort „hjarðhegð- un“ myndi ekki taka við af því sam- ráði sem menn kunna að viðhafa núna og þá á ég við að allir muni hegða sér eins og þeir sterkustu gera. Ef farið verður út í að auka valffelsi er hugsanlegt að starfshættir batni, en í staðinn gæti komið mjög flókið kerfi sem gæti raskað verulega því kerfi sem nú ríkir. Eitt af því sem gerir núverandi kerfi svo ódýrt og einfalt er þessi samtrygging, þar sem enginn greinarmunur er gerður á einstaklingunum, heldur em réttindi veitt óháð því hver greiðir og hvenær. Þess vegna geta sjóðimir boðið upp á tryggingar sem á frjáls- um markaði yrðu mjög dýrar og vart bjóðanlegar. Ef þessi stóri kostur samtryggingarinnar myndi hverfa vegna valffelsisins blasir við að það þyrfti að meta einstaklingana eftir því t.d. hvort þeir reykja og drekka eða ástunda heilbrigt líferni. Og þá gæti komið upp óheyrilega dýrt og flóltið kerfi.“ iþg

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.