Vikublaðið


Vikublaðið - 22.03.1996, Síða 4

Vikublaðið - 22.03.1996, Síða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 22. MARS 1996 | 1 gjMB 1 [j J II 8 1 3 ! IJ r. r* i JT% | í i Vikublaðið greinir hér írá þeim þingmálum sem þing- flokkur Alþýðubandalagsins og óháðra heíur lagt fram á Alþingi, einstakir þingmenn eða allir saman. Fram að síð- astliðnum mánudegi höfðu verið lögð fram þingmál sem hér segir. 11 frumvörp til laga, 9 tillögur til þingsályktun- ar, ein beiðni um skýrslu og 42 fyrirspumir. Þess fyrir utan eru þingmenn þingflokksins meðflutningsmenn að fjölda mála annarra þingmanna og þingnefiida. Samkvæmt starfsáætlun þingsins er reiknað með þinglokum 15. maí, en ný frumvörp og þingsályktunartillögur mega ekki berast efitir 1. apríl án afbrigða. Þingmálunum er hér raðað eftir því hver fyrsti flutningsmað- ur þeirra er, enda er frumkvæðið oftast frá þeim einstaklingi komið (hér er flutningsmönnum raðað eftir staffófsröð). Nokk- ur þingmál eru flutt af öllum þingflokknum og er þá sérstaklega getið um það, en meðflutningsmanna úr þingflokknum (eða öðrum flokkum) er annars ekld getið. Skjalalistinn miðast við þau mál er lágu fyrir sl. mánudag. Bryndís Hlöðversdóttir Þingsályktunartillögur 1. Um stefhumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. Nefhd vinni í samráði við ISI og UMFI að því að efla íþróttir stúlkna og kvenna og leitdst við að koma í veg fyrir eða minnka hið mikla brotthvarf stúlkna úr íþróttum. Skoði sldptingu fjármagns og kynjasldptingu forystumanna. 2. Um fullgildingu á samþykkt Alþjóðavinnumálastofhunar- innar nr. 158, um uppsögn starfs af hálfú atvinnurekanda. Alþingi felur ríkisstjóminni að fullgilda samþykkt nr. 158 frá 1982. Hún tekur til þess að atvinnurekanda er skylt að rökstyðja uppsögn, að gild ástæða sé til uppsagnar og í þriðja lagi er kveðið á um tiltekna málsmeðferð við upp- sögn. Fyrirspurnir 1. Til utanríldsráðherra um ffamkvæmd alþjóðasamnings um afnám allrar núsmununar gagnvart konum. 2. Til menntamálaráðherra um endurskoðun íþróttalaga. Meðflutningsmaður (með öðrum en þingmönnum Alþýðubandalags og óháðra) 1. Tillaga Rannveigar Guðmundsdóttur um alþjóðasam- þykkt um starfsfólk með fjölskylduábyrgð. 2. Tillaga Rannveigar Guðmundsdóttur um opinbera fjöl- skyldustefnu. 3. Beiðni Kristínar Astgeirsdóttur til fjármálaráðherra um skýrslu um áhrif 14% virðisaukaskatts á bóka-, blaða- og tímaritaútgáfu. 4. Tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur um sérstakan ákæranda í efhahagsbrotum. 5. Beiðni Drífu Sigfúsdóttur til dómsmálaráðherra um skýrslu um kynferðis- og sifskaparbrot. 6. Tillaga Rannveigar Guðmundsdóttur um læsivarða hemla í biffeiðum. 7. Frumvarp Hjálmars Ámasonar um stjómsldpunarlög. Hjörleifur Guttormsson Frumvörp 1. Um rétt til launa í veikindaforföllum. Um jöfhun á rétti Iaunafólks til launa í veildndaforföllum og sérstaklega um rétt heilbrigðra líffæragjafa í því sam- bandi. Stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna Rannsókn á launa- og starfskjörum landsmanna Munurinn á launum og lífskjörum á íslandi og í Danmörku Eftirlit með innflutningi plantna Landslagsvernd - skorður á jarðraski Skilyrði fyrir uppsögn af hálfu atvinnurekenda Niðuriagning kjaradóms og kjaranefndar Forvarnarsjóður gegn fíkniefnaneyslu Samtímagreiðslur námslána og endurskoðun lánasjóðslaga Réttur til launa í veikindaforföllum Orka fallvatna þjóðareign Þjóðareign á jarðhita á yfir 100 metra dýpi Sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs Bann við auglýsingum gegn umhverfisvernd Úttekt á hávaða- og hljóðmengun Stofnun áhættu- og nýsköpunarlánasjóðs Úrbætur á menningar- og tómstundastarfi fatlaðra Mótmæli við kjarnorkutilraunum Frakka og Kínverja Endurskoðun viðskiptabanns á írak Reiðhjólavegir í vegalög Styrkir til kaupa á síma í bifreiðar fatlaðra 2. Um orku fallvatna og nýtingu hennar og um breytingu á vatna- lögum. Orka fallvatna verði eign íslenska ríkisins - þjóðareign, o.fl. Flutt af öllum þingflokknum. 3. Um jarðhitaréttindi. Lögfestar verði reglur tim um- ráðarétt og hagnýtingarrétt jarð- hita. Landeigendur hafi rétt niður að 100 metra dýpi, annars sé um þjóðareign að ræða. Flutt aföll- um þingflokknum. 4. Um breytingu á lögum um landgræðslu. Frumvarpið snertir aðallega notkun innfluttra planma í landgræðslu þannig að hún falli að stefnu um gróður- vemd og alþjóðlegum skuldbindingum um vemdun líf- fræðilegrar fjölbreytxú. 5. Um breytingu á lögum um náttúmvemd. Varðar afmörkuð atriði á sviði náttúmvemdar með víð- tæku ákvæði um landslagsvemd og frekari skorður við efiústöku og jarðrasld. 6. Um breytingu á útvarpslögum. Óheimilt verði að birta auglýsingar sem ganga gegn Iaga- ákvæðum um umhverfisvemd og hvetja til hegðunar sem stangast á við lög og reglur um tungengni við náttúm landsins (t.d. akstur vélknúinna ökutækja utan vega). Þingsályktunartillögur 1. Um úttekt á hávaða- og hljóðmengun. Alþingi skori á ríldsstjórrúna að láta fara fram víðtæka út- tekt á hávaða- og hljóðmengun hérlendis og leggja fýrir naata þing niðurstöður hennar og tillögur til úrbóta. Fyrirspurnir 1. Til dómsmálaráðherra um húsnæðismál sýslumannsemb- ættisins á Seyðisfirði. 2. Til umhverfisráðherra um mengun af brennisteinssam- böndum (staðfesting á alþjóðlegri bókun). 3. Til iðnaðarráðherra um afgangsorku í kerfi Landsvirkjun- ar. 4. Til iðnaðarráðherra um (áætlanir um) gufuaflsvirkjun á Nesjavöllum. 5. Til iðnaðarráðherra um raforku til stækkunar jámblendi- verksmiðju. 6. Til iðnaðarráðherra um orkufreka iðnaðarkosti. 7. Til umhverfisráðherra um mengunarhættu vegna olíu- flutninga. 8. Til samgönguráðherra um vá vegna olíuflutninga. Meðflutningsmaður (með öðram en þingmönnum Alþýðubandalags og óháðra) 1. Skýrsla nefndar um Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) 1995. 2. Skýrsla nefndar um norrænt samstarf 1995.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.