Vikublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 22. MARS 1996
11
Vímuvarna
rúllar af st
Á næstu vikum verður eínt til sér-
staks fræðsluverkefnis fyrir starfsfólk
grunnskóla í Reykjavík og einn dagur
í hverjum skóla helgaður fræðslu-
starfi í vímuvömum. Þann dag fellur
hefðbundin kermsla niður á meðan
kennarar og aðrir starfemenn skól-
anna taka þátt í verkefhum „Vímu-
vamarskólans11 sem svo hefur verið
nefndur.
Þennan dag verður tækifærið not-
að og efnt til sérstaks starfedags í
hverfum borgarinnar þar sem á
boðstólum verður fjölbreytt dagskrá
fyrir nemendur á öllum aldri. Verk-
efiii þessu er hrint í ffamkvæmd í
ffamhaldi af samþykkt borgarráðs
sem sérstaklega hvatti til aðgerða í
grunnskólum borgarinnar.
Vímuvamarskólinn er fyrsti áfang-
inn í umfángsmikilli endursldpulagn-
ingu og samræmingu á forvamar-
starfi í borginni sem unnið er á veg-
um Vímuvamamefndar Reykjavík-
urborgar. Með fræðsludegi í grunn-
skólum Reykjavíkurborgar og starfe-
degi í hverfum borgarinnar er lagður
grunnur að samræmdu forvamar-
starfi og aukinni samvinnu þeirra að-
ila sem sinna bama- og unglinga-
starfi.
Vímuvamarskólinn er eins konar
farskóli sem fer á milli grunnskól-
anna í borginni og miðar að því að
efla þekkingu og hæfni starfefólks til
þess að beita sér í baráttunni gegn
vímuefhum og vaxandi útbreiðslu
þeirra meðal bama og unglinga.
Vímuvamarskólinn er samstarfeverk-
efrii Reykjavíkurborgar, ríldsins og
fjölmargra samtaka sem teldð hafa
höndum saman um skipulagningu og
ffamkvæmd verkefnisins. Má þar
nefna Samstarfenefiid ráðuneytanna,
Bamavemdarstofu, SÁÁ, Fræðslu-
miðstöð í fiknivömum, Rauða kross-
inn, Forvamardeild lögreglunnar, I-
þrótta- og tómstundaráð, Skólaskrif-
stofu og Félagsmálastofiiun Reykja-
víkurborgar.
Smári leiðir list-
ann fyrir vestan
Smári Haraldsson framhaldsskóla-
kennari og bæjarfulltrúi á Isafirði
leiðir sameinaðan lista Oháðra,
Kvennalista og Alþýðubandalags
fyrir sveitarstjómarkosningamar
sem fiam fara í nýja sveitarfélaginu
á norðanverðum Vestfjörðum í
maí.
Svo sem kunnugt er náðu ofan-
greindir aðilar saman um sameigin-
legt framboð, en áður höfðu Fram-
sóknarmenn og Alþýðuflokkur dreg-
ið sig út úr viðræðunum. Framboðs-
listi þessara þriggja aðila var sam-
þykktur á fundi á Núpi í Dýrafirði sl.
laugardag. Væntanleg sveitarstjóm
verður sldpuð 11 fulltrúum alls. Listi
Óháðra, Kvennalista og Alþýðu-
bandalags er skipaður eftirfarandi
fólki:
1. Smári Haraldsson, framhalds-
skólakennari og bæjarfulltrúi,
ísafirði.
2. JónaValgerður Kristjánsdótt-
ir, fv. þingkona, Hnífedal.
3. Bergur Torfason, skrifetofu-
maður, Þingeyri.
4. Lilja RafiieyMagnúsdóttir,
verkalýðsfrömuður, Suðureyri.
5. Bjöm Bjömsson, bóndi og
oddviti, Þórustöðum.
6. Guðrún Á. Stefansdóttir,
námsráðgjafi og bæjarfulltrúi,
Isafirði.
7. Bryndís G. Friðgeirsdóttir,
kennari og bæjarfulltrúi, Isa-
firði.
8. Jónína Emilsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri, Isafirði.
9. Bjöm Birkisson, bóndi og
oddviti, Birkihh'ð.
10. Sæmundur Þorvaldssson, dún-
verkandi, Ytri-Húsum.
11. Sigríður Bragadóttir, ræsti-
tæknir, Isafirði.
Smári Haraldsson
12. Jón Amar Sigurþórsson, í-
þróttaþjálfari, ísafirði.
13. Guðmundur Björgvinsson,
bifvélavirki, Flateyri.
14. Jóna Kristín Kristinsdóttir, út-
gerðarmaður, Suðureyri.
15. Bjarki Rúnar Skarphéðinsson,
erindreld, Þingeyri.
16. Guðni Albert Einarsson, skip-
stjóri, Suðureyri.
17. Helga Björkjóhannsdóttir,
forstöðumaður leikfangasafiis,
ísafirði.
18. Ásdísjónsdóttir, forstöðumað-
ur, Vífilsmýrum.
19. Soffi'ajónsdóttir, skrifetofu-
maður, Þingeyri.
20. Ari Sigurjónsson, verkamaður,
ísafirði.
21. Guðrún Sigurbjört Eggerts-
dóttir, verslunarmaður, Flat-
eyri.
22. Magnús Sigurðsson, þunga-
vinnuvélamaður, Þingeyri.
Félagsfundur ABR
ABR heldur félagsfund lauqardaginn 13. apríl að Lauga-
vegi 3, kl. 10.00.
Dagskrá:
1. Kosning uppstillinganefndar vegna stjórnarkjörs.
2. Svavar Gestsson ræðir stjórnmálaviðhorfið.
3. Önnur mál.
Stjórn ABR
Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur og Gísli Ami Eggertsson æskulýðsfulltrúi hjá I I R Ieiða kennara og annað
starfsfólk Breiðholtsskóla í allan sannleikaim. Mynd ÓI.Þ.
Alþýðubandalagsdagar
á Akureyri og í Eyjafirði
Dagana 27.- 30. mars mun hópur
forystumanna Alþýðubandalagsins og
óháðra vera á ferð á Akureyri og í Eyja-
firði. Fyrirtæki og stofnanir verða heim-
sótt, fundað með sveitarstjórnarmönnum
o. fl. og haldnir almennir stjórnmála-
fundir.
Meðal þátttakenda verða Margrét Frí-
mannsdóttir, Jóhann Geirdal, Bryndís
Hlöðversdóttir, Ögmundur Jónasson,
Árni Steinar Jóhannsson og Steingrímur
J. Sigfússon, auk heimamanna á hverj-
um stað.
Almennir stjórnmálafundir verða sem
hér segir:
Akureyn, miðvikudagskvöld 27. mars kL 20.30 á Hótel KEA.
Ólafsfirði, fimmtudagskvöld 28. mars kL 20.30 á Hótel Ólafsfiröt
Grenivík, föstudagskvöld 29. mars kL 20.30 í Gamla skólanum.
Dalvík, laugardag 30. mars kL 14.00 í Sœluhúsinu.
Alþýðubandalagið og óháðir Norðurlandi eystra
Laugardagsfundir
ABR
Stjórn ABR heldur laugardagsfundi
kl. 10-12:30 með borgarfulltrúum
og þingmönnum Reykjavíkur
í mars og apríl að Laugavegi 3.
23. mars
Guðrún Ágústsdóttir forseti borgarstjórnar.
Umrœðuefni: Endurskoðun
á aðalskipulagi
Reykjavíkurborgar.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórn ABR
30. mars
Ögmundur
Jónasson
alþingism.
13. apríl
Svavar
Gestsson
alþingism.