Vikublaðið


Vikublaðið - 22.03.1996, Síða 7

Vikublaðið - 22.03.1996, Síða 7
Miöopiian r VTKUBLAÐIÐ 22. MARS 1996 VIKUBLAÐIÐ 22. MARS 1996 Fáninn rauoi, • °S W~ inrioð Undanfama viku hafa fjölmiðlar getið um stofnun Alþýðusambands íslands og áttatíu ára afimælis sam- bandsins. Það er vel og maklegt að mixmast þess sögulega atburðar þegar verkafólki tókst að mynda landssamtök sem héldu velli gegn veldi atvinnurekenda og óvinveittu ríkisvaldi. Nú vilja ýmsir þá „Liljii“ kveðið hafa, sem kallaði saman fýrsta Al- þýðusambandsþing 12. mars 1916 og samþykkti meðal annars að það skyldi starfa á grundveUi jafiiað- arstefiiunnar...“ Af því orðalagi hafa menn síðar dregið víðtækar ályktanir, sem ekld standast allar nánari at- hugun. Á þessum merku tímamótum í starfi Alþýðusambands Islands fór svo að afmælishátíðin snerist upp í sjónhverfingar. Alþýðuflokkurinn var dubbaður upp í það að vera átt- ræður og að sú kenning sem haldið var uppi um skeið, að Alþýðuflokk- urinn og Alþýðusambandið væru ein óaðsldljanleg heild, var endur- nýjuð. Við skulum því í stuttu máli skoða tímasetningar þessara at- burða. Það voru fulltrúar ffá sjö fé- lögum í Reykjavík og Hafnarfirði sem komu saman í Bárubúð, 12. mars 1916. Þetta vom félögin: Há- setafélag Reykjavíkur, Verka- marmafélagið Dagsbrún, Verk- mannafélagið (sic) Hlíf, Bókbands- sveinafélag Reykjavíkur, Hið ís- lenska prentarafélag. Fyrsti forseti Alþýðusambands íslands var Ottó N. Þorláksson, formaður Hásetafé- lags Reykjavíkur. Fyrsta stjómmálafélagið sem gekk í Alþýðusamband íslands var Jafhaðarmannafélagið, stofhað í Reykjavík 17. mars 1917. Árið 1924 sendu 24 félög fulltrúa sína á Al- þýðusambandsþing og vom fjögur þeirra jafnaðarmannafélög. Þar á meðal var fyrsta Jafhaðarmannafé- lagið sem stofnað var af Olafi Frið- rikssyni, Pétri G. Guðmundssyni o.fl., Jafnaðarmannafélag íslands sem stofhað var í Reykjavík af Jóni Baldvinssyni, Sigurjóni Á. Olafssyni árið 1922, Jafhaðarmannafélagið Vorboðinn í Hafharfirði, stofhað 1922 af Kjartani Olafssyni, Sigurrós Sveinsdóttur o.fl. og Jafhaðar- mannafélag Akureyrar stofnað 1924 af Einari Olgeirssyni, Ingólfi Jóns- syni o.fl. Oll þessi féíög fengu greiðlega inngöngu í Alþýðusam- band Islands, enda þótt úfar væm teknir að rísa meðal jafhaðarmanna, eins og sjá má á því að Jafnaðar- mannafélag íslands var stofhað við hliðina á Jafhaðarmannafélaginu í Reykjavík. Með samtökum verkafólks komu ný hugtök og nýjar nefhingar inn í íslenskt mál. Má til dæmis taka að Hlíf í Hafharfirði hét upphaflega Verkmannafjelagið Hlíf og fýrstu sjómannafélögin vom nefhd háseta- félög. Alþýðublaðið var fýrst gefið út í Reykjavík, 1. janúar 1906. Ritstjóri þess var Pétur G. Guðmundsson og ritaði hann í ávarpi sínu m.a. „Ef ht- ið er á flokkaskiptingu þjóðfélags- ins, sést brátt, að við erum stærsti flokkurinn. En því miður er það sögn og sannindi, að við höfum ekki aðra yfirburði en mergðina”. Það Alþýðublað sem fýrst var trndir rit- stjóm Olafs Friðrikssonar kom síð- an út í nóvember 1919. Nafh Alþýðuflokks kemur fýrst fyrir á prenti í Skími ffá 1917 sam- kvæmt Orðabók Háskólans. Orðið er til í eldri heimild hjá Páli Mel- steð, en er þá ritað með litlum upp- hafsstaf og því ekla tilfært sem nafh á stjómmálasamtökum. Af framanskráðu tel ég ljóst, að Alþýðusambandið og Alþýðuflokk- urinn vora aldrei neinir Síamství- burar, heldur var flokkurinn af- sprengi Alþýðusam- bandsins og er stofhaður effir annað, jafhvel þriðja þing Alþýðusambandsins og þá samkvæmt fýrir- myndum frá samtökum danskra sósíaldemókrata. Ég leyfi mér að halda því fram, að dóttirin sé, samkvæmt eðlislögmáli yngri en móðirin. Al- þýðuflokkurinn er því í fullum rétti, að halda uppá áttræðis- affnæhð að ári, eða jafhvel ár eftir ár. Þá væri vænt ef fundargerð stofh- fundarins kæmi í leitimar svo hægt yrði að dagsetja afmælisdaginn, sem enn er ókunnur. Vonandi verða ekld allar rósir bliknaðar þegar hinn rétti afmælisdagur rennur upp. Þórunn Magnúsdóttir, cand. mag. Heimildir: Skýrslur Alþýðusambandsstjómar 1916-1924. Einar Olgeirsson: Island ískugga heimsvaldastefnunnar. Rvík 1980. Gutinar M. Magnúss: Arog dagar. Rvík 1961. Þorleifur Friðriksson, Rvík 1987. Skattakerfið: Spennitreyja launafólks Birting-Framsýn fundar um skattamál Skattakerfið þarf að stokka upp og gera það sýnilegra. Tekju- skattskerfið er hrunið og taka þarf upp fjölþrepa tekjuskatt með hóflegum persónuafslætti. Gylfi Ambjömsson hagfræð- ingur ASI komst að þessari nið- urstöðu á fundi Birtingar- Framsýnar um skattamál á fimmtudag í síðustu viku. Gylfi hóf mál sitt á því að ræða tilgang skatta. Þeir em til að afla ríki og sveitarfélögum tekna og fjármagna velferðarkerfið; jafna tekjuskiptinguna og hafa áhrif á ýmsa þætti samfélagsins. Gylfi Arnbjörnsson: Tekjuskattskerfið er hrunið. - Norræna velferðarkerfið byggir á þeirri hugs- un að við greiðum skatta eftir getu og fáum þjón- ustu eftir þörfum, sagði Gylfi. Vandi tekjuöflunar hins opinbera er að það leggur á háa staðgreiðslu, 41,94%, en veitir vem- legan afslátt á rnóti í formi persónuafsláttar, sjó- mannaafsláttar, bama- , vaxta- og húsnæðisbóta. Álögð staðgreiðsla er um 90 milljarðar króna en þegar búið er að taka tillit til afsláttar em eftir 33,5 milljarðar króna. Á móti tiltölulega lágum meðal- sköttum koma háir jaðarskattar, þ.e. sá hluti við- bótartekna sem fólk greiðir í skatta. Bamafólk verður sérstaklega illa úti vegna hárra jaðarskatta, eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Ofan á þetta leggjast þjónustugjöld sem hafa stórhækkað á undanfömum áram, einkum í heilbrigðiskerfinu. Einkennin á þessu kerfi em m.a. þau að há- tekjufólk býr ekld við háa jaðarskatta og þjónusm- gjöldin koma ekld ffarn í bókhaldi hins opinbera. Ekki er hægt að fá yfirlit hjá ríkissjóði yfir þjón- ustugjöldin heldur koma þau ffam sem lægri kostnaður. Jaðarskattar Sá hluti viðbótartekna sem ekki fer í vasa launafólks Ung hjón Eldri hjón % % Tekjuskattur og útsvar 41,94 41,94 Frádráttur vegna iðngjalds í lífeyrissjóð -1,68 -1,68 Tekjutenging vegna vaxtabóta 6,00 Tekjutenging bamabóta miðað við 3 börn 15,00 Samtals skattar og tiifærslur 61,26 40,26 Framlag til lífeyrissjóðs 4,00 4,00 Iðgjald í stéttarfélag 1,00 1,00 Afborgun vegna námslána 7,00 Samtals jaðaráhrif 73,26 45,26 e - Við greiðum ekki effir getu og fáum ekld þjónustu eftir þörfum, sagði Gylfi. Gylfi segir tekjuskattskerfið hrunið og að verulegra úrbóta sé þörf á öllu skattakerfinu. Helstu endurbætur ættu að vera að gera skatta sýnilegri með því að draga úr tekjutengingu bóta, lækka þjónustugjöldin verulega eða afnema þau og taka upp fjölþrepa tekjuskatt með hóflegum persónuaf- slætti. Aðrir sem fluttu erindi á fundi Birtingar-Framsýnar, sem haldinn var á Komhlöðuloffinu í Banka- stræti, vom Björn Guðbrandur Jóns- son umhverfisráðgjafi, Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður, Sig- rún Elsa Smáradóttir háskólanemi og Svanfríður Jónasdóttir alþingismað- ur. Fundarstjóri var Jóhann Geirdal formaður Versltmarmannafélags Suðumesja ogvaraformaður Alþýðu- bandalagsins. Bandalag vmstrimaiina, smmeqan þingJSosninga 1999 Það er stundum á stjómmálamönnum á vinstri vængnum að heyra að fatt sé þeim ógeðfelldara en hin ófeiga umræða um sam- einingu vinstri manna. Ekki skal því neitað að margt kynlegt hafi verið látið flakka í þeirri unuæðu en hvemig í ósköpunum er hægt að réttlæta andúð á henni? Nú má halda því ffam að slík umræða sé óvinafagnaður, á henni græði enginn nema hægrimenn og Sjálfstæð- isflokkurinn. Það segja raunar Sjálfstæðis- menn sjálfir en bak við þau hreystiyrði glyttir í hræðslu. Það er fátt meiri ógn við valdastöðu Sjálfstæðisflokksins en ef til yrði öflugur vinstriflokkur. Stjómmálalífið á íslandi sker sig úr ná- grannalöndum fýrir það að hægrimerm hafa hér ráðið lögum og lofum allan lýðveldistím- ann og að öllu óbreyttu er fatt sem kemur í veg fyrir að svo verði áfram, einstaka vinstristjóm- ir sem sitja í 2-3 ár breyta þar engu urn. í flest- öllum öðrum löndum Evrópu hafa vinstri- menn verið reglulega í stjórn og í sumum haft mun meiri áhrif en hægrisinnar. En það er ekki lögmál að ísíand skeri sig úr. Vinstriöfl á íslandi, þ.e. aðrir flokkar en núverandi stjóm- arflokkar, hafa síðan 1971 að jafnaði fengið 38-40% atkvæða, aðeins einu sinni minna fylgi og árið 1978 fengu þau nálægt 50% at- kvæða eftir 4 ára stjóm núverandi stjómar- flokka. Þannig er þessu varið þó að ótrúlegt kunni að virðast í ljósi áhrifaleysis vinstriafl- anna nú. Niðurstaðan er þessi: Ef kjósendur Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka kysu allir sama flokk yrði hann að líkindum stærsti stjómmálaflokkur á íslandi. Hann gæti sennilega ráðið lögum og lofurn í íslensku stjómmálalífi. Ef sérlega vel tækist gæti hann hlotið meirihluta atkvæða í kosn- ingum. Það er því enginn vafi á að ef eitthvað á að breytast í íslensku stjómmálum næstu 20 árin verða þessir flokkar að bjóða fram í einu lagi og helst þegar árið 1999. Annars mun ís- land áffam verða aðalvígi hægrimarma í Evr- ópu, ekki vegna þess að viðhorf þeirra eigi meiri hijómgmnn en annarstaðar heldur vegna sundr- ungar á vinstrivæng stjómmál- anna. Þau stjóminálaöfl sem nefhd vora myndu öll hagnast á að stofna Bandalag vinstrimanna, hafa meiri áhrif en ella. Og í fljóti bragði verður ekki séð að milli þeirra ríki shkur ágreiningur um grundvallaratriði að stæði í vegi fýrir því bandalagi. Vinstrimenn era almennt sammála um að breyta þttrfi þjóðfélaginu, skapa nýtt og réttlátara þjóðfélag með jafhaðarstefriu að leiðarljósi. Bandalag vinstrimanna myndi stefna að því að endurmeta öll gildi. Fyrsta boðorð þess yrði jafnrétti á öllum sviðum. Það myndi steffia að fiillu jafinræði kynjanna tafar- laust, það myndi gera landið að einu kjördæmi og þannig jafna atkvæðisrétt án þess að draga úr áhrifum landsbyggðarinnar. Það myndi taka réttarkerfið til rældlegrar skoðunar og vinna að því að endurskoða þau ákvæði stjóm- arskrár sem geta haff í för með sér misrétti, t.d. um þjóðkirkju. Aukið lýðræði yrði annað boðorð banda- lagsins. Það hefði á stefihuskrá að hverfa ffá miðstýringu og draga úr spillingu í stjórnkerf- inu. Vinargreiðar hins opinbera yrðu liðin tíð. Þriðja boðorðið yrði umhverfið. Bandalagið myndi stefha að endurmati lífsstíls íslendinga í ljósi umhverfisvemdar með það að markmiði að sameina lífsgæði og umhverfisvemd eins og hægt er en lífsþægindi á kosmað umhverfisins verður að láta fýrir róða, hægt og öragglega. Atvinnustefha bandalagsins yrði sveigjanleg en hefði réttlæti að leiðarljósi, t.d. í sjávarút- vegs- og landbúnaðarmálum. Utanríkisstefha bandalagsins þyrfti að hnitast um ffiðsamleg samskipti og heilbrigð viðskipti við önnur ríki, ísland myndi njóta kosta þess að vera smáríki en ekki ætla sér um of. Erfiðasta vandamál bandalagsins yrðu ríkis- fjármálin. Þar er ffamtíðarverkefhi vinstri- manna að sameina hagvöxt og jöfhuð, standa vörð um félagslegt réttlæti og auka efnahags- lega velferð í einu. í þessu sem öðm hefði bandalagið markmiðið í huga en gerði ekki leiðir að heilögum kúm, hefði opna og sveigj- anlega stefnu sem tekur tillit til nýjustu hag- ffæðikenninga. Lausn gærdagsins dugar elcki alltaf á morgun. Vinstrabandalagið tæld tilht til markaðarins en gerði ekki hann sjálfan að aðalatriði, markaðurinn er ekkert markmið, hann bara er, trú á hann er eins og trú á grjót. Hverfa þarf frá þeirri ofuráherslu á hagffæði sem einkennir stjómmálaumræðu nútíðar og fortíðar en mun ekki einkenna stjómmál framtíðarinnar, stjómmálamenn eiga að marka stefnu samfélagsins, ekki að vera ama- törhagffæðingar. í ýmsum dægurmálum yrðu skiptar skoðan- ir innan Bandalags vinstrimanna. Svo er um alla stóra stjómmálaflokka. Ef hvert einasta deilumál á að verða að ásteytingarsteini er um- ræða um sameiningu einslds virði. En í Banda- lagi vinstrimanna yrðu sldptar skoðanir í ein- stökum málum virtar þar sem samstaða yrði um grundvöllinn, jafiiaðarstefnuna. Forystu- menn Bandalagsins kynnu betur við sig á víða- vangi en í skotgröfum, þeir myndu einbeita sér að því að leysa vandamál ffamtíðarinnar en Ieyfa sagnffæðingum að kljást við fortíðina, stjómmálamenn em ekld skárri amatörsagn- ffæðingar en amatörhagffæðingar. Bandalag vinstrimaruia er nauðsyn ef ís- lensk stjómmál eiga að breytast. Nú er lag og fatt þarf að standa í vegi fýrir sameiningu nema skiljanleg en að minni hyggju ónauð- synleg tortryggni og hugsanlega einkahags- munir örfárra manna. Þetta hefur tekist ann- arstaðar, íslensk fordæmi era Röskva og Reykjavíkurlistinn. Ef Bandalag vinstrimanna verður ekld til á næstunni mun vinstriöflunum á íslandi enn hnigna og áhrif þeirra verða hverfandi. Ungt vinstrisinnað hæfileikafólk mun leggja annað fýrir sig en stjómmál, á ís- landi eða erlendis eftir atvikum. íslandt verður stjómað á sama hátt og nú af hægriflokkunum árið 2045 nema það verður miklu fátækara og í því munu búa tvær þjóðir. Ahrif ofbeldis í Oíbeldi birtíst hvarvetna í þjóðfélagi nú- tímans, ekki síst í gegnnm fjölmiðla. Fullþroskuðum einstaldingum er oft nóg boðið með efiiinu sem fjölmiðlar birta og því er hægt að ímynda sér áhrifin sem slíkt efiii getur haff á ung böm. Umræðan um ofbeldisefiii í fjölmiðlum hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið í kjölfar aukins ofbeldis meðal bama og unglinga. Ofbeldið sem þau beita virðist sífellt verða hrottalegra og árásimar að því er oft sýnist ástæðulausar. Forráðamenn bama virðast standa berskjaldaðir gagn- vart flóðbylgju ofbeldisefiiis inn á heimil- in hvort sem er í augiýsingum eða efiii sjónvarpsstöðvanna og má segja að fiið- heigi heimilisins sé gróflega brotin á hverjum degi. Ekki er lengur hægt að skella skollaeyrum við alvöm þessa máls og því hefur sú spuming vaknað hver beri ábyrgðina á því að böm og unglingar getí fynrnafiiarlítíð fylgst með ofbelm innan veggja heimilisins í gegnum sjónvarp. Steingrímur J. Sigfusson alþingismaður bar nýlega fram fýrirspum til Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra og Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra þar sem spurt er um stefnu og aðgerðir vegna ofbeldis í sjónvarpi, einkum er lýtur að fýrirvaralausri sýningu ofbeldis í bíó- myndaauglýsingum á þeim tíma sem böm em jafnvel fýrir framan skjáinn. Vikublaðinu lék for- vitni á að vita hverjar ástæðumar væra fýrir því að Steingrímur ákvað að vekja athygli á þessu máli. Hann segir helstu ástæðima vera þá að honum of- bjóði auglýsingar kvikmyndahúsanna og mynd- bandaleiganna á tímum sem böm og unglingar era við skjáinn. Eiginkona Steingríms dvelst nú erlendis við framhaldsnám en tveir eldri synir þeirra hjóna era hér heima með föður sínum. Hann fer þá gjaman með synina, þá Sigfús 11 ára og Brynjólf 8 ára, í bíó og segist því hafa vaknað meir en ella til meðvitundar um efni kvikmynd- anna. Hann segist sérstaklega hafa tekið eftir og finnst jafhffamt afleitt að þar sé sýnt ofbeldisefni í myndbrotum sem eiga að auglýsa aðrar myndir. Auglýsingar á ofbeldi í sjónvarpi segir Steingrím- ur vera skýlaust brot á samkeppnislögunum og vonast hann til að bót verði á. Umboðsmaður bama og samtöldn Bamaheill hafa einnig teldð upp þetta málefhi og bent á að það sé óþolandi með öllu að sýna ofbeldisefni í auglýsingum eða sjónvarpsstöðvum á þeim tíma sem böm era ein heima eða öll fjölskyldan saman komin við sjón- varpið. Samkeppnislögin era skýr að þessu leyti og þar segir að auglýsingar skuli innihalda efhi sem böm geti horft á og misbjóði þeim ekki á nokkum hátt. Aukning á ofbeldi hjá Vestur- landabuum Ofbeldisefhi virðist eigajtnikið upp á pallborðið hjá Vesturlandabúum og segist Steingrímur ekld hika við að draga línu milli aukningar á ofbeldi í heiminum og aulans ffamboðs af ofbeldisefni í fjölmiðlum ásamt dýrkun á því efhi. „Það er óhjákvæmilegt ef menn vilja minnka of- beldi að draga úr því í fjölmiðlum. Ofbeldi sem söluvara hefur tilhneigingu til að stigmagnast, næsta ofbeldismynd sem menn horfa á þarf því að vera svæsnari og rosalegri en sú sem á undan kom“ Síendurteknar rannsóknir út um allan heim benda þó til þess að lítið sem ekkert samband sé á milli ofbeldis í fjölmiðlum og ofbeldis í þjóðfélag- inu. Þær niðurstöður vekja athygli í ljósi þess að ofbeldi eykst stöðugt og þá sérstaklega hjá yngri aldurshópum. Einnig befur ofbeldismynstrið breyst og ber á því að farið er að berja á hættulegri stöðum eins og höfði og kynfærum. Einnig má benda á það í þessu sambandi að böm læra það sem fýrir þeim er haff og ef þau sjá mann rísa á fætur eftir hvert höfuðhöggið á fetur öðra er l£k- legt að þau trúi því að ekkert hættulegt sé við það að berja mann í höfuðið. Þannig getur ofbeldi gef- ið mjög skakka mynd af raunveraleikanum. Steingrímur bendir á að ofbeldisefhi sé ekki eingöngu í fjölmiðlum heldur í nánast öllu sem snýr að h'fi bama. Það er í flestum leikföngum, tölvuleikjum og jafhvel í íþróttum bama og tmg- linga, eins og hnefitleikum og bardagahst. En hvernig telur hann að hægt sé að spoma við því? „Ég myndi helst vilja að lög og reglur séu virtar í :■ i í þessum efrtum en einnig þarf að koma til almenn hugarfarsbreyting hjá öllum þeim sem láta sig þessi mál skipta. Gott væri ef fólk tæld sig saman og setti sameiginlegar reglur og feri efitir þeim t.d. mm útivistartíma bama og unglinga og virti ald- urstakmarkanir kvikmyndahúsanna og merkingar myndbandanna. Það er erfitt að neita bami um eitthvað sem félagamir mega og því væri gott ef fólk tæki sig saman og setti skýrar og ákveðnar reglur. Hvar liggur ábyrgðin? I þjóðfélagi nútímans vinna gjaman báðir aðilar úti og bömin era jafnvel ein heima stóran hluta úr deginum. Þau eyða gjaman miklum tíma fýrir framan sjónvarpið og tölvuna og hafa foreldrar og kennarar sívaxandi áhyggjur af því að böm virðast að miklu leyti vera hætt að leika sér eins og þau gerðu fýrir tilkomu þessara miðla. Það liggur einnig ljóst fýrir að ekld er sífellt hægt að vakta bömin og það sem þau sjá og setur það foreldrana í mikinn vanda. Sjónvarpsstöðvar hafa eirrnig tek- ið upp á því að sýna ofbeldisefhi tun hábjartan dag og þá jafhvel fyrir eða eftdr bama- efhi. Oft er rætt um ábyrgð í þessu sambandi og ber ekld öllurn saman tun hvar ábyrgðarhluti hvers og eins liggur í þessum efhum. Hver er skoðun Steingríms á því? „Ég tel ábyrgðina fýrst og fremst vera hjá foreldrunum og finnst ekld að hægt sé að skella henni á skóla eða lögreglu þegar í óefhi er komið. Ég vil þó ekld gera lítið úr ábyrgðarhlut fjölmiðla og annarra sem hlut eiga að máli og tel að þeir bdri vissa ábyrgð gagnvart samfélaginu." Hlutur fréttatímanna Oft er talað um fréttatíma sjónyarpsstöðvanna í þessu sambandi og gjaman er beht á að það sé til lítils að spyma gegn ofbeldi í kvikmyndum og auglýsingum þegar það vaði uppi í fréttatímunum. Steingrímur J. segist setja spumingamerki við nú- tímafréttamennsku því þar sé sýnt grimmilegt of- beldi og hryllingur. Það séu þó engin rök fýrir því að gefast upp gagnvart ofbeldi í auglýsingum og bíómyndum þó það fýrirfinmst í fféttum, heldur verði að spyma við ofbeldi hvar sem það kemur fýrir. „Ég sé þó enga ástæðu til að gera stríð að ein- hverju fallegu eða fela hörmvmgar þess, en hægt er að miðla málum og koma með myndir sem skýra allt eins vel hörmtmgar stríðsins án þess að sýna hryllinginn á tímum sem böm yaka og horfa“ Ofbeldi er þó ekla eingöngu1 í svokölluðu full- orðinsefni sjónvarpsstöðvanna og kvikmyndahús- anna heldur gætir þess einnig í bamaefni. I því efrti er raunveruleikinn oft svo afbakaður og gerð- ur ofbeldisfullur að furðu sætir. Það hlýtur að vera krafa forráðamanna bama að slíkt efrú sé ekki bor- Steingrímur J. Sigfússon: Ofbeldi sem söluvara hefur tilhneig- ingu til að stigmagnast, næsta of- beldismynd sem menn horfa á þarf því að vera svæsnari og rosalegri en sú sem á undan kom. ið fýrir böm og má segja að það sé fullt starf að vakta fullorðinsefhið þó að ekki þurfi að vakta bamaefhið líka. Margmiðlun framtíðarinnar Það er óhætt að fullyrða að þessi mál verði erf- iðari fýrir forráðamenn bama í framtíðinni með tilkomu síaukins ftamboðs á efni í gegrnun marg- miðlun. Steingrímur J. segir þó enga ástæðu til að hugsa til framtíðarinnar með uppgjöf í huga og telur það hlutverk sitt sem skynsemisveru að halda baráttunni áfram. Hann bendir einnig á rétt borg- aranna til að taka málin í sínar hendur og ákæra aðila ef þeim finnast reglur bromar og yfirvöld sofi gagnvart því. Hann bendir einnig á að for- eldrar ættu að minnast þess að það era þeir sem stjóma á heimilunum, ekki börnin og ekld for- stöðumenn sjónvarþsstöðvanna. Þeir ættu ekld að falla í þá gryfju að trúa því þegar bömin segja að allir hinir megi horfa, heldur ýta á takkann sem slekkur á sjónvarpinu. *“ Ingunn Kr. Ólafsdóttir r

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.