Vikublaðið


Vikublaðið - 22.03.1996, Side 12

Vikublaðið - 22.03.1996, Side 12
Vikubl FOSTUDAGURINN 22. MARS 1996 Benedikt Davíðsson forseti ASÍ: Okkar fólk á veru- lega mlkið iimi „Næsta skref okkar er að halda þennan fonnannafund að Hótel Sögu. Eg hef heyrt í þó nokkuð mörgum formönnum og við höf- um fengið frá þeim mikla hvatn- ingu, sem aftur má segja að endur- speglist í ályktun miðstjómarinn- ar. Menn eru sammála um að það sé óhjákvæmilegt að bregðast hart við ffumvarpi ríkisstjómarinnar, sem gengur þvert á erindi fýrrum félagsmálaráðherra, sem aftur var grundvölhirinn að þeim viðræðum sem í gangi vom þar til upp úr slitnaði vegna þessa máls ríkis- stjómarinnar,“ segir Benedikt Davíðsson forseti ASI í samtali við Vikublaðið. Augljóst er að forystumenn í verka- lýðshreyfingunni em ríkisstjómmni sárreiðir fyrir að leggja ffam ffum- varpið imi stéttarfélög og vinnudeilur og er ekki annað að sjá en að Alþýðu- sambandsmenn ætli að fara að for- dæmi samtaka opinberra starfsmanna og efha tíl aðgerða. Eða hvað segir Benedikt um það? „Það er náttúrulega Ijóst að ríkis- stjómin hefur þingmeirihluta og get- ur keyrt þetta mál í gegnum þingið. En það má segja að formannafúndur- inn sé okkar önnur umræða um málið og alveg Ijóst, að ef ríkisstjómin keyr- ir þetta í gegn þá fer okkar kjarabar- átta í gang sem þá fyrst og ffemst miðast, hvað þetta varðar, að því að ná okkar hlut tíl baka.“ - Þetta er köld affnæliskveðja ffá ríkisstjóminm að ykkar mati? ,Já, hún er það. Eg hef þó tilhneig- ingu tíl að ætla að þessi samsetningur sé ffekar tilkominn af þekldngarskorti en af illvilja í okkar garð. Margt bend- ir til þess að þeir sem sett hafa þetta saman fyrir félagsmálaráðherra og ríkisstjómina hafi eldd gagnlega þekldngu á vinnulöggjöfinni eða hvemig hún virkar. Og það er út af fyrir sig afsakanlegra en ef þetta er bein valdníðsla." - Reiknar þú með að það sé hægt að gera ríkisstjómina afturreka með þetta mál? „Það má ekki gleyma því að þáð er eitt af stefnumálum ríkisstjómarinnar að breyta vinnulöggjöfinni, þó ekld sé nú nákvæmlega tíimdað í stjómarsátt- málanum hvemig það eigi að gera. Ríkisstjómin ædar sér með öðrum orðum að ná ffam breytingum. En mér finnst ástæða til að benda á að að- ilar vinnumarkaðarins vom með við- ræður í gangi í sérstakri nefhd um vinnulöggjöfina og ef við liefðum fengið að halda þessum viðræðum á- ff am em veralegar líkur á því að sam- komulag hefði teldst um einhverjar breytingar og þá hefði ekki verið and- staða við að leiða slíkt í lög. Eg get nefht að við vorum mjög spenntir fyr- ir hugmyndunum um viðræðuáædan- ir, en því máli er klúðrað í ffumvarp- inu.“ - Þing ASI er ffamundan. Það er farið að nafhgreina einstaklinga sem frambjóðendur til forseta- embættisins hjá ASI. Hefúr þú tek- ið ákvörðun sjálfúr? „Nei, nei. Eg er lítið sem ekkert farinn að setja mig í þær stellingar. Það er fyrst og ffemst formannanna að fjalla um þau mál og sú vinna er skammt á veg korrún. Formennimir munu fjalla um þetta og ekki bara for- setamálin heldur einnig skipan mið- stjómar, sambandsstjómar og fleira." - Ef við orðum þetta öðravísi: Þú sagðir fyrir fjóram áram að þú ædaðir að sitja í fjögur ár. Mimtu breyta þeirri afstöðu ef til þín verð- ur leitað? „Þegar ég fór á síðasta þing hvarfl- aði ekki að mér að til mín yrði leitað um þetta embætti og það var ekki gert fyrr en á þriðja eða fjórða degi þings- ins. Og nú er allt of snemmt að segja til um hvemig ég bregst við ef ein- hverjir leita til mín um þetta. Það em formennimir sem em tengiliðimir við félögin og þeir annast undirbún- inginn á allan hátt.“ QÍFMlíls PÆMJllMP Sverrir hæðist að Framsókn og Friðrik Sverrir Hermannsson Landsbankastjóri dregur ekki af sér í grein sem hann ritar í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Þar dregur hann ffamsóknar- mennina Finn Ingólfsson bankamálaráðherra, Gunnlaug Sigmundsson þingmann og Steingrím Hermannsson Seðlabankastjóra sundur og sam- an í háði og spotti. Landsbankastjórinn rassskellir Finn vegna hugmynda ráðherrans um að hlutafélagsvæða ríkisbankana („háeffa“ þá) meðal ann- ars með tilvísan til afskriffa á töpuðum údánum. Það gerir Sverrir t.d. með því að benda á vel verri útkomu Islandsbanka háeff. Og Sverrir hendir síð- an blautri tusku ffaman í Steingrím Hermannsson með því að endurtaka orð Þorvaldar Gylfasonar um að maður með „yfirgripsmikla vanþekkingu á efhahagsmálum" sem rómuð sé „langt út fyrir landsteinana“ sé orðinn Seðlabankastjóri. Sverrir kórónar síðan listaverk sitt með því að segja að Davíð Oddsson hafi snúið Friðrik Sophusson í stmdur eins og fúaspýtu. Gerður stýrir Fræðslumiðstöð Rvk Meirihluti Reykjavíkurlistans hefúr ákveðið að ráða Gerði G. Oskarsdótt- ur sem forstöðumann Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Gerður er kennslustjóri í uppeldis- og kennsluffæðum í Háskóla Islands og hefur víða komið við á sviði menntamála. Fyrir utan áralanga reynslu af ffæðslu- málum er Gerður kunn af störfum sínum á vinstri væng stjómmálanna og fyrir samtök kvenna í jafhréttisbaráttunni. Það fer vitaskuld í taugamar á minnihlutafúlltrúum D-listans sem vildu ólmir að sjálfstæðismaðurinn Viktor Guðlaugsson fengi stöðuna. Eignaraðild að Landsvirkjun rædd Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri hafa formlega lagt til við Finn Ingólfsson iðnaðarráðherra að eignaraðilar að Landsvirkjun taki upp viðræður um endurskoðun á eignarhaldi, rekstrarformi og hlut- verki fyrirtækisins. Eignarhald er nú þannig að ríkið á 50%, Reykjavíkur- borg 44,5% og Akureyri 5,5%. Finnur hefur skipað sérstaka viðræðu- nefhd og í henni em af hálfu ríkisins Halldór J. Kristjánsson skrifstofu- stjóri og Guðmundur Jóhannsson viðsldptafræðingur í fjármálaráðuneyt- inu. Fyrir Reykjavík eiga sæti í nefhdinni Alfreð Þorsteinsson og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson en fyrir Akureyri, Jakob Bjömsson bæjarstjóri og Sigurður J. Sigurðsson. Halldór Jónatansson for- stjóri mun starfa með nefndinni. ASÍ fordæmir árás ríkisstjórnarinnar Miðstjóm Alþýðusambandsins kom saman til fúndar sl. miðvikudag til að ræða frumvarp félagsmálaráðherra og ríkisstjómarinnar rnn stéttarfélög og vinnudeilur. Miðstjómin samþykkti harðorða for- dæmingu á firumvarpinu og í dag, föstudag kl. 13, verður haldinn fúndur formanna allra aðildarfélaganna (þeir era um 200 manns) í Súlnasal Hótel Sögu um málið. I ályktun miðs'tjómarinnar segir: „Miðstjórn ASÍ fordæmir að stjóm- völd skuli einhliða hafa lagt fram frumvarp til breytinga á vinnulöggjöf- inni. Frumvarpið er lagt fram á sama tíma og aðilar vinnumarkaðarins vom í samningaviðræðum um samskiptamál sín á milli. I þeim viðræðum lágu hugmyndir og tillögur ASI að nauðsynlegum breytingum fyrir. Með kynningu á væntanlegu lagafrumvarpi sleit félagsmálaráðherra þeim við- ræðum... Með ffamlagningu frumvarpsins hafa stjómvöld gefið yfirlýs- ingu um að þau óski ekki lengur eftir hefðbundnu þrihliða samstarfi um þróun vinnulöggjafarinnar. Ríkisstjórnin hefur tekið undir málfluming atvinnurekenda um breytingar á samskiptareglum á vinnumarkaði í stað þess að hlusta á sjónarmið beggja aðila. Fyrirliggjandi frumvarp er árás á verkalýðshreyfinguna. Flestar hug- myndir í frumvarpinu em til þess fallnar að rýra sjálfstæði stéttarfélaga. Tillögumar minnka völd einstaklinganna í verkalýðsfélögunum, alger- lega þvert á það sem tillöguhöfundar þykjast stefna að. Ekkert í frumvarpinu er til þess fallið að auka á nokkum hátt réttindi launafólks eða bæta réttarstöðu þess, fyrir þá hliðina er einungis um hert- ar reglur og skerðingar að ræða. Að sama skapi er ekkert í ffumvarpinu sem hefur í för með sér þrengingar á heimildum atvinnurekenda, þrátt fyrir að’því sé haldið fram að breytingamar eigi að gilda jafnt fyrir alia. I frumvarpinu er heldur ekkert sem líklegt er til þess að liðka til eða flýta fyrir vinnu við gerð kjarasamninga." Benedilct Davíðsson á síðasta ASÍ- þingi. „Nei, nei. Eg er lítið sem ekk- ert farinn að setja mig í þær stelling- ar,“ segir hann um nvort hann hafi teldð ákvörðun um forsetaffamboð næsta þingi. - Hver er þín persónulega til- finning um hversu harðir komandi kjarasamningar verða? „Það er erfitt að spá fyrir um það, en ég held að það sé þó nokkuð aug- ljóst að miðað við það sem hefur ver- ið að gerast ffá því samningar vora síðast gerðir, t.d. í samskiptunum við ríkisvaldið, með aðkomu og mati kjaradóms, kjaranefndar og Alþingis og með mælingum á efnahagslífinu, að okkar fólk á verulega mikið inni. Það þarf með öðmm orðtim að koma veraleg kjarabót í næstu samningum. í hvaða formi það gerist vil ég ekld kveða á um, en okkar stefria er sú að heildarkjör launafólks hér á landi verði sambærileg við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum eigi síðar en um aldamótin. Miðað við þetta þarf að koma til verulegur áfangi í næstu kjarasamningum.“ Alþýðusambandið heldur sitt 38. þing í Digranesi í Kópavogi dagana 20.-24. maí, en seturétt á þinginu hafa um 550 fúlltrúar. Þarverða forseti og varaforsetar kosnir og auk þess 21 fúlltrúi í miðstjóm og um 20 fúlltrúar í sjötíumanna sambandsstjóm. íþg Æ risnuglaðari ráðherrar Ámilli áranna 1992 og 1995 hækkaði risnukostnaður ráðrmeytanna úr 57 í 78 milljónir króna eða tun 21 milljón króna (37%). Hér er aðeins átt við risnu- kosmað aðalskrifstofa ráðuneytanna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspum Ástu Ragnheiðar Jóhann- esdóttur á Alþingi. Til samanburðar má nefna að risnu- og ferðakostnaður Reykjavíkurborgar hefúr lækkað um nálægt helming í tíð Reykjavíkurlistans. Borgin styrkir Nýsköpunarsjóð námsmanna Borgarráð hefúr ákveðið að veita 10 milljónum króna til Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Áður hafði Alþingi samþykkt til hans 15 milljón króna ffamlag á fjárlög- um og er hann því 25 milljónir eða stærri en nokkru sinni fyrr á þessum árstíma. Sjóðurinn var stofnaður 1992 að ffumkvæði Stúdentaráðs HI og styrkir einstaklinga, fyrirtæld og stofnanir til þess að ráða námsmenn til metnaðarfullra rannsóknarverk- efna yfir sumartímann þar sem áhersla er lögð á nýsköpunargildi verkefn- isins og sjálfstæð vinnubrögð námsmannsins. Vonir standa til þess að við ofangreindar upphæðir bætist mótffamlög fyrirtækja. Tryggingastofnun 60 ára Næstkomandi föstudagskvöld, 29. mars, fer ffam hátíðarfúndur í Súlnasal Hótel Sögu í tilefni af 60 ára afinæli Tryggingastofnunar ríkisins, en stofnunin var sett á laggimar 1936. Á hátíðarfimdinum verður margt dag- skrárliða og má nefna að Bolli Héðinsson formaður tryggingaráðs flytur erindi um stefnumótun í almannatrygginum og Karl Steinar Guðnason fjallar um Tryggingastofnun í fortíð og nútíð. Félagið Ísland-Palestína í Lækjarbrekku Félagið Island-Palestína efnir til kaffifúndar laugardaginn 23. mars næst- komandi í Lækjarbrekku. Fundurinn er opinn öllum og hefst kl. 15.30. Gestur fundarins verður Sigurbjörg Söebech hjúkrunarffæðingur sem er nýkomin heim frá Palestínu þar sem hún starfaði í rúmt ár á vegum Al- þjóða Rauða krossins. Sigurbjörg hafði umsjón með stuðningi R.K. við heilsugæslu Palestínumanna og heimsótti í starfi sínu ekki færri en 190 heilsugæslustöðvar á Vesturbakkanum. Hún mun segja ffá starfi sínu og viðhorfúm og sýna myndir sem teknar vom meðan á dvöl hennar stóð. Friðrik selur hús Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefúr leitað til Alþingis um lagaheim- ildir fyrir því að fá að fækka embættisbústöðum ríkisins og að miða húsa- leigu við markaðsverð effir því sem við verður komið. Markmið með breytingunum er að ríkið eigi ekki íbúðarhúsnæði til afnota fyrir starfs- menn, nema slíkt sé óhjákvæmilegt og að starfsmönnum ríkisins verði ekki séð fyrir húsnæði eða veitt aðstoð til að eignast húsnæði ef þeir búa á þétt- býlissvæðum þar sem venjulegur markaður er á íbúðarhúsnæði til kaups eða leigu. Með þessu gæti Friðrik selt 120 til 130 íbúðir um land allt og fengið, tja, 900 milljónir króna í ríkissjóð.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.