Vikublaðið


Vikublaðið - 14.06.1996, Síða 1

Vikublaðið - 14.06.1996, Síða 1
# Vlkublaðið ALÞYÐUBANDALAGSINS OG OHAÐRA ■ JÚNÍ1996 Þingflokkur Alþýðubandalagsins og óháðra í maísól 1996 í Alþingisgarðinum. Frá vinstri Krístinn H. Gunnarsson, Sig- ríður Jóhannsdóttir, sem kom inn á þing fyrir Olaf Ragnar Grímsson er hann fór í launalaust leyfi vegna íramboðs til forseta Islands, Ragnar Amalds, Hjörleifiir Guttormsson, Margrét Frímannsdóttir, Ögmundur Jónasson, Svavar Gests- son Bryndís Hlöðversdóttir og Steingrímur J. Sigfósson. Margrét Frímannsdóttir lörmaður Alþýðiibaiidalagsins _:___:__:_____ ______ Við komum tvíelfd til þings í haust ingið hefur borið þess merki í vetur hvað þar er sterkur meirihluti. Venju- lega er nú samið um mál, en að þessu sinni er meirihlutinn ekkert að því, heldur keyrir bara áfram. Eg hlustaði á erindi í vetur sem Ruth Richardson, fyrrverandi fjármála- ráðherra Nýja-Sjálands flutti. I því erindi boð- aði hún ákveðin vinnubrögð, m.a. að ríkis- stjóm ætti að notfæra sér meirihluta sinn, hún ætti að leggja fram óvinsæl frumvörp í upphafi þings og ætti ekki að hafa samráð við stjómar- andstöðu, hlusta ekki á mótmæli, heldur af- greiða hlutina. Hún talaði líka um einkavæð- ingu og það að vera ekki með of mikla sam- vinnu við aðila vinnumarkaðarins og síst við samtök launafólks. Mér sýnist að þessi boð- skapur hennar hafi verið tekinn bókstaflega, segir Margrét Frímannsdóttir formaður AI- þýðubandalagsins í samtah við Olaf Þórðar- son. „Þetta þing var erfitt, fyrst og fremst vegna frumvarpa um skerðingu á kjörum fólks í landinu. Fyrst var byrjað á öldruðum og öryrkjum í fjár- lagafrumvarpinu. Síðan voru það opinberir starfs- menn og þar næst innri mál verkalýðshreyfingar- innar. Nú er verið að undirbúa frumvarp um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar, þannig að mér sýnist að það eigi engu að eira. Jafnvel þó að stjórnarandstaðan standi mjög vel saman, þá var það ákvörðun meirihlutans að hafá ekkert samráð, hvorki við verkalýðshreyfinguna né okkur í stjómarandstöðunni. Akvarðanir ríkis- stjómarinnar era stórt skref í þá átt að breyta þjóðfélaginu Verið er að breyta þjóðfélaginu í samkeppnisþjóðfélag, þjóðfélag þeirra sterku. Þeir veikustu geta alls ekki tekið þátt í þeirri samkeppni sem boðuð er á öllum sviðum og verða undir. Það er samskonar þjóðfélag og við sjáum á Nýja-Sjá- landi núna. Ruth Richardson „gleymdi“ að tala um hina hliðina á málinu, það er að segja, gífurlegt atvinnuleysi og að þeir sem vom fatækir em fátæk- ari og að kjör almennings hafa rýmað vemlega ffá því sem var. Fólki er líka gert að vinna nákvæm- lega eftir geðþótta atvinnurekandans. Þegar aðrar þjóðir leitast við að draga úr yfirvinnu þá er hún aukin þar. Þetta er ekki það þjóðfélag sem ég vil sjá hér á landi, en því miður virðist þetta vera akkúrat það sem ríldsstjóm Davíðs Oddssonar hefiir lagt sig fram um að skapa í allan vetur.“ Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson fara sínu fram í ríkisstjóminni og Framsóknar- flokkurinn fylgir efitir og almennir stjómar- þingmenn einnig. Framsóknarmenn em Sjálfstæðisflokknum leiðitamir, samanburður á kosningaloforðum Framsóknarflokksins og verkum þeirra í ríkis- stjóm er ótvíræður vitnisburður um það. Mér hef- ur fundist það afar einkennilegt að þegar við emm að taka fyrir á þinginu mál, sem varða kjör fólksins í landinu, sama hvort það em fjárlög ríkisins, ráð- stafanir í ríkisfjármálum, réttindi og skyldur ríkis- starfsmanna eða stéttarfélög og vinnudeilur, þá er það tiltölulega lítill hópur stjómarliða sem fylgist með umræðu og oft á tíðum enginn. Þetta segir mér að stjómarliðar em ekki einu sinni tilbúnir til að hlusta á rök okkar. Það er búið að taka þá á- kvörðun inni í þingflokkunum að afgreiða málið hvað sem hver segir. Til þess að geta sagt með sanni ég heyri ekki, ég sé ekld og slal ekld þá er best að vera ekki viðstaddur umræðuna. Þetta era forkastanleg vinnubrögð. Ég er tilbúin að takast á í málefnalegri umræðu og hefði gjarnan viljað heyra þetta fólk færa rök fyrir sinni afstöðu og þá ekki bara þá sem sitja í viðkomandi nefndum eða ráðherra, heldur þá sem þama sitja og hafa á ein- hverjum tíma ævi sinnar tekið þátt í stéttabaráttu, hafa verið opinberir starfsmenn, innan stéttarfé- laga, eða í sveitarstjórnum, en því er ekki til að Framhald á bls. 2 620 tíma um- ræður á þinginu A síðasta þingi stóðu umræður á Alþingi í alls í 620 klukkustundir. Meðalþingið er talið um 600 tímar. Þetta er lengri tími en tíðkast í þinginu í grannlöndum okkar, í Danmörku er meðaltalið liðlega 400 stundir. Ræðutíminn á síðasta þingi jafngildir ræðu- höldum í liðlega 15 vinnuvikur. Fjórir sameigin- legir þingflokks- fundir stjórnar- andstöðunnar Síðastliðinn vetur vom haldnir fjórir sameiginlegir fundir stjóm- arandstöðuþingflokkanna. Fyrsti fundurinn var haldixm fyrir ára- mótin þegar gengið var frá af- stöðu til „bandorms" ríkisstjóm- arinnar í einstökum atriðum. Þar tókst stjómarandstöðunni að ná ffam verulegum breytingum. Þá vom haldnir sameiginlegir fundi vegna frumvarpanna um stéttar- félög og vinnudeilur og um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna. V. Mikil áhrif EES- aðildar á síðasta þingi Á nýliðnu þingi kom það fyrir hvað eftir annað að EES-aðildin var uppspretta þingmála ffemur en ffumkvæði í stjómarráði Is- lands. Ef til vill er ffumvarpið um flutninga á skipgengum vatnaleiðum vegna EES skýrasta dæmið. Þar er um að ræða mál sem sldptir Islendinga engu en aðildin að EES dæmir okkur til að fallast á. Nema við viljum ganga úr EES, sem margir vilja. Annars kom EES fyrir í tuttugu og einu þingmáli. Sunis staðar aðeins óbeint með því að í grein- argerð var vísað til EES reglna eins og í ffumvarpi um ffam- haldssskóla. Annars staðar era tengslin beinni þar sem málin em flutt aðeins vegna þess að Is- land er aðili að Evrópska efna- hagssvæðinu. Þannig er ffum- kvæðið að hluta af íslenskri lög- gjöf komið í hendur útlendinga því upphaf þessara mála er ekki í EES heldur í Evrópusambandinu þar sem við eigum enga aðild. Dæmi um slík mál er ffumvarp um verðbréfeviðskipti, ffumvarp um lánastofnanir og sparisjóði, ffumvarp um starfsheiti í iðnaði. Til lesenda Þingtíðindi Alþýðubandalagsins og óháðra veita yfirlit yfir starf þingmanna flokksins veturinn 1995-1996. Tvö stór ffumvörp, : annað um stéttarfélög og vinnu- deilur og hitt um skyldur og rétt- indi starfsmanna ríkisins, ein- kenndu veturinn. Um þau var talað í heilar 86 klukkustundir. Þingtíðindin em fylgirit Viku- blaðsins og gefin út í 10 þúsund eintökum.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.