Vikublaðið


Vikublaðið - 14.06.1996, Side 2

Vikublaðið - 14.06.1996, Side 2
2 VIKUBLAÐIÐ - ÞINGTÍÐINDI - JÚNÍ 1996 Við komuiti tuíelfd til þings í haust Framhald af bls. 1 mjög sláandi. Ekki bara launakjörin, heldur sá gífurlegi munur sem er á aðstöðu fjölskyldunn- ar í þessum tveim löndum. Sú atvinnustefha sem rekin er í Danmörku er fjölskylduvæn. Skýrslan segir að það sé að meðaltali 15% launamunur á meðalfjölskyldu Dönum í hag. En það segir ekki alla söguna vegna þess að ofan á það að vera með 15% hærri laun hefúr fjölskyldan einn og hálfan og í sumum tilfellum tvo til þrjá mánuði umffam íslensku fjölskyld- una í samveru og ffítíma. Það er mjög erfitt að meta það í krónum talið. Við þurfum að leggja áherslu á að fólk geti hér lifað af dagvinnulaun- um langt umffam það sem gert hefnr verið. Það hafa komið fram á þingi tillögur um lág- markslaun. En það vantar hugarfarsbreytingu. Okkur hættir mjög til að meta einstáklinginn út ffá vinnuffamlagi hans og þá á ég við hversu marga klukkutíma hann er að vinna. Við segj- um svo gjaman „þetta er nú meiri dugnaðar- forkurinn“, um mann sem kemur heim og hendir sér á koddann, sefur og fer svo aftur að vinna. Það mun skila betra þjóðfélagi og betri einstaklingum að rækta fjölskylduna meira og koma því þannig fyrir að fólk geti lifað af dag- vinnulaunum. Félagsmálaráðherra lagði ffam tillögu um fjölskyldustefnu í vetur. En ríkis- stjórnin lagði ekki meiri áherslu á þessar tillög- ur, heldur en svo að hún var aldrei tekin á dag- skrá og rædd. Ef þeir hefðu viljað eitthvað með þessari tillögu hefðu þeir að sjálfsögðu tekið hana á dagskrá. En fjölskyldan á ekki upp á pallborðið hjá þessari ríkisstjóm. Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á kjör fólks og fjölskyldulíf- ið í kosningunum, en það virðist því miður vera gleymt. Alþýðubandalagið ædar í sumar að skoða þessa skýrslu mjög vel og undirbúa málin fyrir þingið í haust. Eg beindi því til for- sætisráðherra að hann léti gera sambærilega skýrslu um rekstrarafkomu og grundvöll fyrir- tækja. Þegar hún liggur fyrir erum við komin með mjög góðan grunn til að meta stöðuna og leita nýrra leiða. Við eigum að leggja í það vinnu að koma með raunhæfar tillögur til úrlausnar, lausnir sem em ffamkvæmanlegar, sem við getum staðið á. Hjá okkur er vinnan þegar hafin og málefnahópar teknir til starfa. Við athugum einnig rekstrargrundvöll fyrirtækja og erum með tillögur til úrbóta. Við lögðum til dæmis ffam tillögu um áhættulánasjóði, en áhættu- fjármagn er eitt af því sem sárlega hefúr vantað. Við vitum að hér em mjög mörg fyrirtæki og smá sem ef til vill yrðu sterkari með samvinnu eða sameiningu. Þingflokkur Alþýðubandalagsins og óháðra mun mæta til þings í haust með raunhæfar til- lögur til úrbóta í kjara- og atvinnumálum. Al- þýðubandalagið er flokkur sem vill laga kjör fólksins í landinu og þá er ég ekki eingöngu að tala um þá sem era á lægstu töxtunum, heldur Iíka þá sem em með meðaltekjur og borga gíf- urlega háa jaðarskatta og hafa í raun minna til ráðstöfúnnar en þeir sem em innan skattieysis- marka. Kjara- og fjölskyldumál verða í öndvegi hjá Alþýðubandalaginu og við mætum tvíelfd til þingstarfa í haust. dreifa. Þeir tala lítið sem ekkert þegar kjaramál eða réttindi launafólks em annars vegar. Það em engin rök að segja „það verður að skera niður, þetta er of dýrt, við höfum ekki pen- inga“. Við verðum að hafa manndóm í okkur til að forgangsraða verkefnum og velja þau verkefni sem mestu máli skipta. Hvaða verk- efni era það? Jú, ég get nefht velferðarkerfið, heilbrigðis- og tryggingakerfið, menntakerfið og samgöngumálin, því þau em afar mikilvæg fyrir atvinnuþróun. Síðan em það verkefni sem allir em sammála um s.s.undirstöðurannsóknir og fleira mætti telja. Á sama tíma og skorið er niður í velferðarkerfinu er bætt við nýjum verkefnum, sem Alþingi hefur jafnvel aldrei samþykkt. Þetta em ekki góð vinnubrögð. Og hvaða fyrirtæld og stofnanir era einkavædd? Er einhver stefna sem liggur þar að baki? Nei, segi ég. Það er verið að gefa eða einkavæða fyrir- tæki sem skilað hafa ríkinu arði. Fyrirtæki sem hafa slalað íjármagni meðal annars til að standa undir velferðarkerfinu. Nú er liðinn fýrsti veturinn sem þú situr á formannsstól. Hvemig finnst þér hafa gengið? Það hefur gengið vel. Eg var ákveðin í að taka fyrstu mánuðina í að byggja upp innra starf flokksins, endurskipuleggja verkefni hans og koma af stað málefnavinnu. I þetta hefur farið mikil orka. Brýnasta verkefnið er að Al- þýðubandalagið skerpi áherslur sínar í launa- og kjaramálum. Þess vegna var það fyrsta verk- efhið að boða til ráðstefnu um kjaramálin. I framhaldi af þeirri ráðstefhu báðum við um skýrslu forsætisráðherra þar sem gerður var samanburður á launakjömm hér og í Dan- mörku. Við munum leggja megináherslu á stöðu fjölskyldunnar og þau kjör sem hún býr við. Eg legg líka mikið upp úr því að við fáum nýtt húsnæði fyrir flokkinn, blaðið og flokksfé- lögin í Reykjavík. Til þess að ná upp öflugu fé- lagsstarfi verðum við að hafa gott athvarf og það er eitt af næstu verkefnum að finna þetta húsnæði. Þetta þarf að vera hús með sál, þannig að það sé gott að koma þar inn, gott að vinna þar og gott að vera þar. Þá var mjög gaman að fylgjast með vinnu okkar fólks á Vestfjörðum í aðdraganda sveitarstjómarkosn- inganna. Það samstarf sem til varð á milli flokka og samtaka þar var til fyrirmyndar. Eg veit að þar mun okkar fólk standa fyrir öflugu starfi í ffamtíðinni. Og hverju hefur formennskan breytt fyr- ir þingmanninn Margréti Frímannsdóttur? Oneitanlega era öðmvísi kröfur gerðar til mín sem formanns heldur en þingmanns og jafnvel allt aðrar en þegar ég var formaður þingflokksins. Og ég er ekkert viss um að ég vilji endilega svara þeim kröfúm eins og þær em settar fram. Þær ganga út á það að formað- ur flokksins skuli vera allt í öllu, tala í sem flest- um málum og vera sá sem fer hverju sinni með stefhu flokksins. Mér finnst það ekld rétt. Við erum með þingflokk þar sem hver og einn þingmaður hefúr sitt sérsvið og sinnir störfum í nefhdum, sem í ratm og vera marka störf hans innan þingsins. Mér finnst það óeðlilegt að formaður flokks grípi ffarn fyrir hendumar á þingmanni, sem hefur til dæmis unnið á á- kveðnu sérsviði í ákveðnum nefndum þingsins. Sá þingmaður á hins vegar að starfa náið mð flokksfélögum og taka mið af samþykktum flokksins í sínum störfum. Eg vil dreifa valdi og ábyrgð og ég vil að talsmenn flokksins séu sem flestir innan þings og utan. Þess vegna fell ég kannski ekki inn í þessa mynd, sem menn hafa hingað til haft af formanni stjórnmálaflokks, að hann sé í raun eina andlit flokksins. Þetta fellur ekki að minni lífssýn og hvemig ég sé Alþýðu- bandalagið starfa, sem Iýðræðislegan flokk, þar sem við metum störf allra þeirra sem þar vinna. Forræðishyggja þar sem einn maður, sér nán- ast um pólitíska stefnumótun og hinir fylgja á eftir eins og sauðir, eins og mér finnst brenna við í hinum flokkunum er mér ekki að skapi og það sæmir ekld Alþýðubandalaginu að starfa á þann hátt. Hvemig gekk að koma þeim málum sem þú berð fyrir brjósti fram á þingi? Mjög vel. Flest þau mál sem Alþýðubandalagið var með á þingi varða kjör al- mennings í landinu eins og sjá má í þessu blaði en einnig mál er varða at- vinnulífið. Oflugt atvinnu- líf er auðvitað undirstaða þess að hér verði hægt að reka öflugt þjóðfélag í anda jöfhuðar og réttlætis. Eg má mjög vel við una, hvað varðar þau mál sem ég hef lagt fram. Eg fékk samþykkt ffumvarp þar sem um er að ræða for- vamarsjóð vegna vímu- efnaneyslu. Áður var þessi sjóður bundinn því að úr honum fóra aðeins framlög til forvamar- starfs vegna áfengisneyslu. Lagabreyting mín fólst í því að nú er hann nýttur til forvarnar- starfa gegn vímuefhum almennt. Ég taldi þetta mjög nauðsynlegt í ljósi þess að vímuefha- neysla hefur aukist mjög hér á landi, sérstak- lega meðal imgs fólks. Þetta er að verða eitt al- varlegasta vandamál, sem þjóðin stendur ffamrni fyrir. Á þingi ræðum við málið af og til og virðast allir flokkar sammála um að úrbóta sé þörf, en það gerist nákvæmlega ekld neitt. Angist foreldra þessara bama heldur áffam að vaxa og vandamál heimilanna em stór. Allt líf fjölskyldu vímuefnaneytandans verður tmdir- lagt af þessum ófögnuði. Fólk rekur sig á sömu veggina og það gerði fyrir þrem til fjórum ámm. Það hefur ekkert gerst til úrbóta í þess- um málum. Það sama má segja varðandi fang- elsismálin. Að vísu hefúr fángelsið á Litla - Hrauni verið stækkað og er nú deildarskipt og vissulega hefur starfsfólk fangelsismálastofn- unnar og Vemdar lagt sitt af mörkum, sem skiptir verulegu máli. En það er ekki lausn að henda ungum fíkniefnaneytenda í fangelsi, vegna þess að hann hefur farið á braut afbrota til að ná sér í peninga fyrir efhum eða mat. Eg hef hreyff þeirri hugmynd að setja á stofn sér- stakt heimih, þar sem ungir vímuefnaneytend- ur og afbrotaunglingar taki út sína refeingu, en fai um leið meðferð og verði kennt að takast á við lífið aftur. Staðreyndin er sú að þau koma flest út úr fangelsunum með miklar skuldir á bakinu, lögffæðikostnað, skuldir vegna inn- brota og dóma sem þau hafa fengið og það er verið að ýta þeim í sama farið. Fái þau vinnu em þau að vinna upp í skuldimar vikum, mán- uðum og jafnvel sem ámm skiptir eftir að þau Iosna. Þá finnst þessu unga fólká oft til lítils að reyna að bæta sig, því miður. Við verðum að taka á þessu vandamáli. Við verðum að aðstoða þessa krakka og foreldra þeirra. Eg viðurkenni það að töluvert stór hluti af mínum tíma hefur farið í að skoða þessi mál. Við gerðum þetta að einu aðalmáli landsfúndar síðasdiðið haust, fyrstir stjómmálaflokka, og ég hef reynt að vinna með þessu tmga fólki, foreldrum þeirra og þeim sem stjóma meðferðarstofhunum. Mér firmst það mjög sárt að vita til þess að dag- deildinni sem kom í staðinn fyrir Tinda á að loka fyrsta júlí, áður en vitað er hvað kemur í staðinn. Það er búin til ný stofnun, sem á að fara með bamavemdarmálin, vissulega gott skref, en ég hef efasemdir um að það sé það sem dugar. Við getum einnig horft til annars konar meðferðarstarfs sem hefur gengið vel eins og starf þeirra í Mótorsmiðjunni. Vaxandi útbreiðsla vímuefha er vandamál sem verður að horfast í augu við og taka á nú þegar. Hvað um aukið samstarf og sameiningu stjómarandstöðunnar? I fyrsta skipti frá því ég kom inn á þing fyrir m'u ámm finnst mér raunhæfúr möguleiki til samstarfs meðal stjórnarandstöðuflokkanna, sem gæti hugsanlega leitt til þess að við færam í sameiginlegt framboð eða kosningabandalag. Alþýðubandalagið var á sínum tíma kosninga- bandalag og svo löngu síðar stjómmálaflokkur. Eg sé fyrir mér slíka þróun í sameiningarátt. En ég vil að við tökum hvert skref rólega og yf- Brýnasta verkefnið er að Alþýðubanda- lagið skerpi áhersl- ur sínar í launa- og kjaramálum. Þess vegna var það fyrsta verkefnið að boða til ráðstefnu um kjaramálin. í framhaldi af þeirri ráðstefnu báðum við um skýrslu for- sætisráðherra þar sem gerður var samanburður á launakjörum hér og í Danmörku. Við munum leggja meg- ináherslu á stöðu fjölskyldunnar og þau kjör sem hún býr við. irvegað. Sameining gerist ekki í fjölmiðlum. Undanfarin ár hefúr mikið verið talað af hálfu einstakra forystumanna um sameiningu vinstrimanna, en hvað hafa þeir gert til að fylgja því eftir? Samvinna er fyrsta skrefið. Það hafa komið upp mál í vetur sem við eram ekki sammála um, þá eigum við bara að setjast nið- ur og vinna úr þeim málum, ekki hrópa úlfur, úlfur. Það þýðir ekki endilega að ég, Jón Bald- vin, Jóhanna eða Kristín Ástgeirsdóttir eigi að gera það. Heldur að við veljum einhverja úr flokkunum til að fara í máhn. Eg hef ákveðnar efesemdir um það að þeir sem hafa verið í for- ystu fyrir þessum flokkum, jafnvel ámm saman séu hæfusm einstaklingamir til að móta þetta samstarf. Við getum hins vegar haldið fundi saman, farið um og rætt við okkar fólk um stefnumörkun þessara flokka. Eg er sannfærð um það að hér á eftir að verða til stór og öflug- ur flokkur vinstri manna. Ástandið í þjóðfélag- inu mun ýta okkur fyrr út á þá braut. Við þurf- um á því að halda núna að vera með öfluga stjómarandstöðu í þágu launafólks í landinu. Verkalýðshreyfingin og vinstriflokkamir eiga að byggja upp öflugt samstarf - saman verðum við afl til að breyta. Hvað er að segja um starfið framundan? Á meðan ég er fomiaður Alþýðubandalags- ins vil ég sjá það verða að öflugum flokki launa- fólks, flokki sem læmr sig varða kjör fólksins í landinu og flokki sem semr fjölskylduna í önd- vegi. Sú skýrsla sem þingflokkurinn bað um varðandi lífskjör hér heima og í Danmörku var

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.