Vikublaðið - 14.06.1996, Side 7
7
helstu
saman
VIKUBLAÐIÐ - ÞINGTIÐINDI - JUNI1996
Ahugamálin og
þingmálin fforu
Bryndís Hlöðversdóttir hefur í störf-
um sínum sem nýbakaður þingmaður
einbeitt sér að vinnumarkaðs- og
j afnr éttismálum
Bryndís Hlöðversdóttir lögfiræð-
ingur kom inn á Alþingi sem nýliði
fyrir ári síðan en hefur Iátíð æ meir
að sér kveða eftir því sem liðið
hefiir á 120. löggjafarþingið.
Vmnumarkaðsmál, réttindi launa-
fólks og jafnréttismál hafa verið í
sviðsljósinu, en það voru einmitt
sérstök áhugamál hennar áður en
hún var kjörin á þing.
„Eg hef sjálfsagt verið heppin að
áhugamálin og þörfin á umfjöllun
um þau féllu saman enda þótt við
höfum ffekar verið í vöm en sókn í
réttindamálunum. Það er styrkur af
því að vera vel heima á þeim sviðum
sem til utiiræðu em og það em ekki
mjög margir sem sinna vinnumark-
aðsmálunum markvisst, en það er
bæði flókinn og erfiður málaflokkur.
Ég hef svo ásamt fleiri konum á AI-
þingi verið að sinna ákveðinni grunn-
vinnu í jaíhréttismálum og reynt að
hafa eftirlit með því að settum mark-
miðum sé framfylgt."
Orð og efndir
í sambandi við slíka eftirfylgju má
nefna fyrirspum um firamkvæmd Is-
lendinga á sáttmálanum um afnám
allrar mismtmunar gagnvart konum.
Hann leggur ákveðnar ffamkvæmda-
skyldur á hendur ríkinu. Það er sem-
sagt ekki bara spumingin um að lög-
leiða heldur er einnig skylt að ffam-
kvæma. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda
kom fyrir eftirlitsnefnd til þess að
svara spurningum urn ffamkvæmdina
og í ljós kom að fjölmörg atriði þarf
að laga hér á landi að sögn Byndísar.
„Dæmi um það er sú staðreynd að
efni sáttmálans og ákvæði jafnrétt-
islaga virðast ekki vera íslenskum
dómumm sérlega kunnug. Af þessu
og ýmsum öðmm atriðum mætti
draga þá ályktun að ffæðslu í jafnrétt-
ismálum væri ábótavant á Islandi. I
ffamhaldi af þessu var Þorsteinn
Pálsson dómsmálaráðherra spurður
hvemig hann hygðist bregðast við
þessum ábendingum. Hann lýsti
áhuga sínum á að boða til fundar um
hvemig rétt væri að taka á málum,
enda hafa konur nokkrar áhyggjur af
úrlausnum dómara í jaftiréttismálum
sem til kasta dómstóla koma. Það
þýðir ekki að setja lög sem leggja
bann við mismunun á kynferði, en
láta síðan viðgangast að stúlka fái að-
eins 70% af örorkubótum drengs á
sama aldri. Þar rekast á lagatúlkun og
ákvæði alþjóðasamnings sem Islend-
ingar hafa gengist undir.“
Brottfall kvenna úr
íþróttum
Bryndís lagði ásamt fleiri konum
ffam tillögu til þingsályktunar um
stefnumótun í íþróttum stúlkna og
kvenna. Þessi tillaga var samþykkt í
menntamálnefnd og síðar sem 'álykt-
un Alþingis en hún gerir ráð fyrir
skipun nefndar í samráði við Ung-
nrennafélag íslands og Iþróttasam-
band íslands sem hafi það hlutverk að
vinna að stefnumótun á þessu sviði,
sérstaklega með ttilliti til brottfalls
kvenna úr íþróttum sem er áberandi.
Mjög mildlvægt er að mati Bryn-
dísar að tryggja aðkomu kvenna sem
eru virkar í íþróttum að þessari
stefnumótun stjómvalda.
íhlutun í innri mál ASÍ
„I stóm málunum, sem verið hafa í
brennidepli á þessu þingi, Iiggur ljóst
fyrir að okkur í stjómarandstöðu-
flokkunum hefúr ekld teldst að koma
vitinu fyrir ríldsstjórnina og setja
þessi mál inn í þann fárveg samáðs
sem þau vom í. Mér þykir þetta mið-
ur, ekld síst vegna þess að fullur vilji
var fyrir hendi til þess að fjalla um
löggjöf er varðaði stéttarfélög og
vinnudeilur í alvöru og vinna að betra
skipulagi með það að markmiði að
auðvelda kjarasamninga og stytta
samningsferlið. Það gerist hinsvegar
fyrir fljótfæmi og yfirlýsingagleði að
þessum góða vilja er spillt, og máhð
unnið áfram af meirihluta Alþingis í
fullu ósætti við alla verkalýðshreyf-
inguna.
Hér er verið að brjóta niður þá
hefð að lög um innri málfifni stéttar-
félaga og samtaka atvinnurekenda
séu því aðeins sett að um þau ríld
góður ffiður meðal aðila vinnumark-
aðarins. Þetta hefur verið grunnur-
inn að þríhliða samstarfi ríkisstjóma
og aðila vinnumarkaðarins á Norð-
urlöndum.
Nú er með lögþvingun búið að
spilla andrúmslofdnu og ffumvarp til
laga sem átti að auðvelda gerð kjara-
samninga hefur snúist upp í and-
hverfu sína, breikkað bihð milli aðila
og lagt steina í götu kjarasamninga
sem ffamundan em í haust.
Ymis atriði vom felld út úr ffum-
varpinu um stéttarfélög og vinnu-
deilu, m.a. þau sem að áhti Laga-
stofnunar HI stóðust eldd alþjóða-
samþykktir, en ekki þurfti lagaáht til
þess að sjá þá ágalla. Énn em þó í lög-
unum vafaatriði, sem vafasamt er að
fai staðist. Alvarlegast er þó að laga-
setningin er í sjálfu sér gróf íhlutun í
innri málefni Alþýðusambands Is-
lands.“
Sambandið við kjósendur
Bryndís segir að sér hafi komið
skemmtilega á óvart hvað það sé
ffóðlegt og oft á tíðum skemmtilegt
að eiga hlut að umræðum í þingsal
um ákveðin málefni. Shkar umræður
séu miklu betri en orðsporið sem af
þeim fer. Hún flutti jómffúarræðu
sína í eldhúsdagsumræðum strax á
vorþingi eftir kosningar og hefur síð-
an teldð vaxandi þátt í umræðum.
Hinsvegar er margt í vinnusldpulagi
þingsins og starfsháttum sem er ó-
þægilegt fyrir þá sem vilja vinna
skipulega og markvisst að málum.
,fylér er það líka hugleildð að ná tök-
um á því að halda sambandi við kjós-
endur í Reykjavík, en þar held ég að
við þingmenn höfuðborgarinnar
séum í nokkrum vanda. Það er eðli-
legt að við höfúm landið allt sem
okkar verkssvið, en oft finnst manni
þingmenn annarra kjördæma gera
sér lífið full einfalt með opinskáu
hagsmunapoti fyrir sín kjördæmi.
Það kemur mér til að mynda á óvart í
störfum mínum í fjárveitinganefnd
að kynnast því að styrldr til menning-
armála fara nær einvörðungu annað
en á höfuðborgarsvæðið."
Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður um ríkisQármálin:
Minna í ríkisrekstur meira í Sl
færslur og stofhframkwæmdir
Kostnaðurinn við skuldir rikis-
sjóðs er slíkur að halda mætti uppi
atvinnu fyrir alla atvinnulausa í
landinu ef ekki þyrftí að greiða alla
þessa fjármtmi í skuldahítina.
Hreinar skuldir ríkisins námu
195.3 milljörðum króna í árslok
1994. Nokkuð hefúr dregið úr
skuldasöfnuninni en hún er þó enn
miltil. I þessu sambandi má minna
á okkar afstöðu í vetur þegar fjár-
lagatillögumar byggðust á því
grundvallaratriði að hallinn á ríkis-
sjóði minnkaði en ykist eklti. Það
má því segja að það sé þverpóhtísk
samstaða um þessi mál; spumingin
er bara hvemig á þeim verður tek-
ið. Þar höfúm við aðrar áherslur en
stjómarflokkamir.
Hrein skuldastaða ríltissjóðs í árs-
lok 1994 svaraði til þess að ffamtíðar-
skatttekjum nærfellt tveggja ára hefði
verið ráðstafað.
Samkvæmt þessu era fjármagns-
gjöld umfram fjármunatekjur 9,5
milljarðar króna. Fjárhæð þessi svarar
til um fjórðungs af heildarlaunagjöld-
um A-hluta ríkissjóðs á árinu 1994
eða með öðram orðum kostnaðii við
4.600 ársverk. Þ=tta er svipúð upp-
hæð og varið var til allra samgöngu-
mála í landinu á umræddu ári og af
svipaðri stærðargráðu og fé til orku-
mannvirkja.
Þetta kemur ffam í skýrslum yfir-
skoðunarmanna ríkisreiknings og
Ríkisendurskoðunar sem lagðar vora
ffam í desember síðastliðnum. Við
sjáum af þessu að hér er komið í óefni.
Verjum millfærslukerfið
Útgjöldum ríkisins er skipt í
þrennt, það er að segja í:
a) almennan rekstur,
b) tilfærslur milli þjóðfélagshópa,
c) fjárfestingar.
Undanfarin ár hefur veirð reynt að
hamla gegn útgjaldaaukningu hins
opinbera með niðurskurði á mihi-
færslu og fjárfestingum b og c lið.
Kostnaðurinn við almennan rekstur,
a, hefur hinsvegar ffemur farið vax-
andi heldur en hitt. Þetta getur ekld
verið seskileg þróun út ffá sjónarmiði
samhjálpar og ffamfára í atvinnumál-
um. Við viljum verja velferðarkerfið,
það er millifærslumar ffá þeim sem
era aflögufærir til þeirra sem þurfe á
viðbót að halda við sínar tekjur, hvort
sem það er tímabundið eða varanlega.
Við viljum líka halda uppi fjárfesting-
arstiginu hjá þjóð sem þarf að glíma
við mörg ffamtíðarverkefni og efla at-
vinnulíf um land allt.
Ríkið í ábyrgð en ekki
rekstri
Landsfúndur Alþýðubandalagsins
fjallaði um ríkisfjármálin í vetur. Það
er okkar skoðun að við hljótum óhjá-
kvæmilega að staldra við og fara
sldpulega yfir ríkisreksturinn.
Það þarf að endurmeta hlutverk
ríkisins og ákveða hvaða þjónustu við
ætlum að veita hinu opinbera og þá
hvemig.
Þar kemur til greina að mínu mati
að gera þá breytingu að hverfe ffá
stofnanafyrirkomulagi að einhverju
leyti og halda inn á þá braut að ríkið
ábyrgist þjónustuna en sinni henni
ekld sjálft. Markmiðið er að lækka
kostnaðinn en veita áffam þá þjón-
ustu sem við ædum ríkinu að standa
undir með sköttum okkar.
Hugmyndir Alþýðubanda-
lagsins
Hugmyndir Alþýðubandalagsins
um breytingar á ríkiskerfinu komu
meðal annars ffam á landsfúndi Al-
þýðubandalagsins síðasdiðinn vetur,
en hafe reyndar oft verið ræddar á
vettvangi flokksins áður. I stefnu Al-
þýðubandalagsins felst meðal airnars
• hallalaus ríkisbúskapur
• skattbyrði aukist ekki en breytt
skattakerfi
• uppstokkun ríkisútgjalda
• aukið sjálfetæði ríldsstofúana
• valddreifing í opinberum búskap
Með því að fylgja þessum mark-
núðum mætt draga úr almennum út-
gjöldum ríkissjóðs, en samt stuðla að
því að þjónustan sldlaði sér betur og
markvissar til einstaklinganna. Við
leggjum áherslu á stefúumörkun og
fegleg sjónarmið í stað tilviljunar-
kenndra áhlaupa í niðurskurði á rflds-
útgjöldum. Jafúffamt viljum við beina
athyglinni að margvíslegum nýjung-
um og tilraunum með aðferðir sem
víða um lönd hafe sldlað í senn spam-
aði í ríkisútgjöldum og betri þjónustu
fyrir almenning og einstaklinga, m.a. í
heilbrigðismálum.
Útfæra þarf stefnuna
Við þurfúm að halda áffam við að
útfæra þá stefnu sem þama er brydd-
að upp á og endursldpuleggja velferð-
arkerfið til að smðla að auknum jöfn-
uði. Ahersla okkar hlýtur að vera á
aukinn jöfnuð, sterkari stöðu einstak-
Iinganna og á að þjónustan sé mark-
viss - en ekld á ríkisrekstursinn sem
slíkan.
Fjárveitingar til fjárfestinga í vega-
og samgöngumálum og öðram stofn-
framkvæmdum í landinum hafa verið
of lágar og þar verður að bæta úr ef
vel á að vera. Það verður hinsvegar
ekki gert með almennri hækkun
skatta og þessvegna er okkur nauðug-
ur einn sá kostur að breyta til í rekstri
ríkisins:
(a) efvið ædum okkur að halda til-
færslum og jöfnun félagslegra
aðstæðna
(b) auka fjárfestingar
(c) og jafúa halla ríldssjóðs þegar
fr am í sældr.
Jafnffamt verðum vify að leggja
áherslu á að sú fjárfesting sem þegar
er um að ræða skili árangrj fyrir þjóð-
arbúið og að vel sé ferið qjeð þá fjár-
muni sem veittir era til framkvæmda
hverju sinni.