Vikublaðið


Vikublaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 5. JÚLÍ 1996 Vikubl Útgefandi: Tilsjá ehf. Ritstjóri og ábm.: Páll Vilhjálmsson Fréttastjóri: Friðrik Pór Guðmundsson Púsundþjalasmiður: Ólafur Pórðarson Auglýsingasími: 552 8655 - Fax: 551 7599 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: 552 8655 - Fax: 551 7599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðjan hf. Verkefni Ólafs Ragnars, verkefoi vinstrimanna Sagan leiðir í ljós hvort forsetakjörið 1996 verði tíma- mót. Við þurfum hins vegar ekki að bíða efdr úrskurði sögunnar um þau verkeíni sem blasa við efrir glæsilegan sigur Olafs Ragnars Grímssonar. Þau eru tvö, aðskilin og sjálfstæð. Nýkjörinn forseti þarf að sameina þjóðina á bakvið sig. Þótt kjör Ólafs Ragnars hafi verið afgerandi og um- boð hans ótvírætt kaus meirihluti þjóðarinnar hann ekki. Af orðum nýkjörins forseta að dæma mun hann gera sér far um að vinna sér traust og tilrú allrar þjóðar- innar. Vandinn og vegsemdin verður Olafs Ragnars og eiginkonu hans Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Ekki er að efa að þau munu axla þá ábyrgð af alvöru og takast á við verkefnið af festu og öryggi. Kosningabarátta Olafs Ragnars var rekin á þeim grundvelli að annars vegar væri hann rétti maðurinn til að takast á við þær aðstæður sem nú eru að skapast á al- þjóðlegum vettvangi og hins vegar maður sem gæti túlkað þau gildi er þjóðin vill að forseti lýðveldisins heiðri. Stór hluti þjóðarinnár félst á þessi sjónarmið og lét sér fátt um finnast þó að einstakir aðilar hafi reynt að gera Olaf Ragnar tortryggilegan vegna stjómmálabar- áttu hans undanfarin ár og áratugi og formennsku hans fýrir Alþýðubandalaginu. Með Ölaf Ragnar á Bessastöðum eignast vinstrimenn ekki áttavita heldur tákn um mátt samstöðunnar. Og fjölmargir vinstrimenn mtmu eiga minningu um árang- ursríkt samstarf þótt þeir hversdagslega starfi innan vé- banda Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Þjóðvaka eða Framsóknarflokks. Þorri Kvennalistakvenna vann að kjöri Guðrúnar Agnarsdóttur sem, eins og listinn á sín- um tíma, var valkostur við vinstri og hægri pólana í ný- afstöðum kosningum. I pólitísku starfi er mun styttra á milli Kvennalistans og vinstriflokkanna heldur en á milli Kvennalistans og Sjálfstæðisflokksins. Hvað vinstrimenn varðar er sigur Olafs Ragnars sam- bærilegur við sigurinn sem vannst í síðustu borgar- stjórnarkosningum. Munurinn er sá að vinstrimenn kusu Ólaf Ragnar út af vettvangi stjómmálanna en þeir bjuggu til nýtt stjórnmálaafl með Reykjavíkurlistanum. Utan um forseta lýðveldisins þarf ekki að skipuleggja pólitískt starf en framtíð Reykjavíkurlistans veltur á því hvemig tekst til með starfið á næstu misserum. Olíkt því sem margir spáðu tókst Reykjavíkurlistanum að verða samstæður borgarstjórnarhópur og kemur fram sem ein heild. Eins og komið hefnr ffam í síðustu tölublöðum Vikublaðsins er borgarstjórnarmeirihlutinn með mörg jám í eldinum. Allt stendur til þess meiri- hlutinn geti kinnroðalaust lagt ffam verk sín fýrir dóm kjósenda eftir tvö ár. Eina sem gæti veikt stöðu Reykja- víkurlistans er óeining innan raða hans. Reynslan sýnir að fátt er stjórnmálaöflum eins hættulegt og misklíð vegna röðunar á ffamboðslista. Mikilvægt er að breið sátt náist um ffamboðslistann og þá er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Verkefni vinstrimanna er að sjá til þess að það sem þeir í sameiningu hafa skapað nái að vaxa og dafna. Eff- ir að hafa gefið þjóðinni forseta og endurnýjað meiri- hlutann í höfuðborginni er tímabært að huga að lands- stjóminni. Félagi Hayek, félagi Hannes Friðrik Agúst von Hayek var forða- búr í hugmyndabaráttu frjálshyggju- manna á síðasta áratug. Margrét Thatcher aðlaði hagfræðinginn sem kom frá Austurríld á millistríðsárun- um og varð kennari við London School of Economics. Hann skrifaði Leiðina til á- nauðar á stríðsárun- um og varð sú bók að heilagri rimingu frjálshyggjumanna síðar meir. •Hannes Hólm- stemn Gissurarson hefur í hálfan annan áratug og gott betur verið helsti boðberi frjálshyggjunnar á Islandi þótt hann hafi síðustu árin ver- ið auðsveipnin upp- máluð, sökum ná- inna tengsla við for- sætisráðherra. Hannes endurvarp- aði mörgum ldisjum sem hafðar voru eftir Hayek og samsinn- tmgum hans. Meðal annars þeirri að hvert nýtt verkefhi á vegum hins op- inbera væri skref á leiðinni til ánauð- Hayeks um sjálfsprottið samfélags- skipulag gagnlegar til að greina tak- markanir ríkisvaldsins. Sjálfssprottið sldpulag var til um- ræðu þegar Hayek flutti fýrirlestur hér á landi árið 1980 í boði Félags Heimfœrt upp á ísland gœti hugmyndin um sjálfsprottið skipulag verið þarfaþing í póli- tískri greiningu, Beitt á flokkakerfið getur hún útskýrt hvers vegna það hefur staðið af sér ótal atlögur á síðustu áratugum, Kerfið hefur ágœtlega þjónað tvíþœttu meginhlutverki sínu, annars vegar að vera vettvangur stjórnmála- umrœðu og hinsvegar að búa til starfhœfar ríkisstjórnir. Bráðlœti vinstrimanna hefur aft- ur á móti torveldað þeim að nýta sér kosti kerf- isins. ístað þess að byggja upp staif og stjórn- málagrundvöll í þeim flokkum sem fyrir eru rjúka vinstrimenn upp til handa og fótá með fárra missera millibili og œtla að bjarga heim- inum í einu vetfangi the Political and Economic Trans- formation of Our Tirne eftir Karl Polanyi sem útskýrði þátt ríkisvalds- ins og embættismannakerfisins í því að gera alþjóðlega verslun ffjálsa. Fræðilega mótsögnin felst í þeim orð- um Hayeks að fá- mennir hópar hafi tamið sér vinnu- brögð, til að halda lífi í fleiri mönnum en áður, og að þetta verklag sé sjálfsprott- ið. Ef samfélag til- einkar sér ákveðin vinnubrögð, t.a.m. markaðsskipulag, til að ná tilteknu mark- miði - halda lífi í sem flestum - er samfélag- ið miklu nær því að teljast skipulagt en sjálfssprottið. cHugniyndin ; um sjálfsprottið " fyrir- kdtnólág ' ér' áliuga- ’vefð’,' þótt 'ekkí’ verði hún nöhíð til að rétt- læta markaðassldpu- lag, nema að . tak- mörkuðu leyti. Gamble bendir á í sinni grein að sjálfsprottið sldpulag Frjálshyggjumenn eru í stölaistu vandræðum ,með ríldsvaldið. Fæstir þeirra þora að leggja til að það verði afnumið og skilgreining á lágmarks- ríkinu vefst fyrir þeim. Þeir eiga fjarska erfitt með að kyngja augljósum sannindum eins og þeim að sum verk- efni verða ekld leyst nema fyrir tilstilli hins opinbera. Forsenda fyrir því að markaðurinn sé starfhæfur er t.a.m. vegakerfr sem óhugsandi er að einka- aðilar geti sldpulagt og reldð svo vel sé. Hugmyndir Hayeks og Hannesar eru á hröðu undanhaldi á Vesturlönd- um og vinstrimenn eru óðum að ná frumkvæðinu sem áður var í höndum frjálshyggjumanna. Vinstriumræðan í dag er að mestu laus við hátimbraðar kenningar og kredduhugsun sem ein- kenndi hana síðast þegar hún náði sér á strik, fyrir aldarfjórðungi eða svo. Til marks um það er afstaða Andrew Gamble til Hayeks í ritgerð í vetrar- hefti Political Quarterly (endurprent- uð í marshefti Prospect). Gamble sem er virkur í umræðunni á vinstri kanti breskra stjómmála, skrifar m.a. í New Left Review, telur að hugmyndir fijálshyggjumanna (nema hvað). Þar gagnrýndi iMtmé --r. im-----------------—- —J . sjáljsprottiðisIdpuíagsíiQ ogsátnþjöþ^úil'á^tðs en‘þijð ták- samképp hefði aíþjóðlég verkaskipting aldnei komið til sögu; og hún er ekki fram- 'kvæmanleg, nema samkeppnin stjómi áffarn vérðmynduninni. Ef við ætlum að fá þörfum okkar fullnægt og halda milljónum manna á lífi, hljótum við að treysta á sldpulag, sem spratt af sjálfú sér, en við smíðuðum ekki sam- kvæmt neinni vinnuteikningu. Þetta skipulag varð til við úrval sögunnar og Ianga þróun, þar sem teldn voru upp þau vinnubrögð, sem fámennir hópar höfðu tamið sér, því að með þeim reyndist unnt að halda lífi í fleiri mönnum en áður.” I þessum orðum Hayeks er söguleg villa og fræðileg mótsögn. Villan er sú að alþjóðleg verkskipting varð ekld til vegna sjálfsprottinnar þróunar. Eins og tæpt er á í Pólitísku lesmáli í dag, á síðunni hér á móti, var ffjáls alþjóða- verslun keyrð í gegn af breska heims- veldinu á sldpulegan hátt. Þegar fyrir hálffi öld, um það Ieyti sem Hayek skrifaði Leiðina til ánauðar, kom út bóldn The Great Transformation, láðbæðiauði og völdum áé. dreift. Heimfært upp á Island gæti hug- myndin um sjálfsprottið sldpulag ver- ið þarfaþing í pólitískri greiningu. Béitt á flokkakerfið getur hún útskýrt hvers vegna það hefur'-staðið af’sér ótal atlögur á síðustu 'áranigiVni, Kerf- - Ið hefúr ágætltíga' þjóháð' UTþættu meginhlutvérld sínú, 'annárs'végar að vera vettyangur stjómmálauinræðu og hinsvegar að búa til starfhæfar rík- isstjómir. Bráðlæti vinstrimanna hef- ur affur á móti torveldað þeim að nýta sér kosti kerfisins. I stað þess að byggja upp starf og stjómmálagrund- völl í þeim flokkum sem fyrir eru rjúka vinstrimenn upp til handa og fóta með farra missera milhbili og ætla að bjarga heiminum í einu vet- fángi. Dýpri rök hins sjálfssprottna sldpulags gera þær fyrirædanir að engu og eftir sitja vígamóðir og vonsviknir Samtakamenn, BJ-arar og Þjóðvakar. Páll Vilhjálmsson Pólitízkan Bágindi Alþýðublaðsins Á síðustu dögum kosningabaráttunnar reyndi Alþýðu- blaðið að gera þær pólitískar með því að leggja Ólafí Ragnari Grímssyní orð í munn - að hann útilokaði ESB-aðild - og fá álit annarra á afflutningnum, m.a. Jóns Baldvíns Hannibalssonar sem tók þátt í leikn- um og talaði um þlauta tusku framan í jafnaðarmenn. Eftir stórsigur Ólafs Ragnars heitir það í leiðara Alþýðuþlaðsins að „persónan en ekki stjórnmálamaðurinn Ólafur Ragnar sem sópaði til sín atkvæðum kjósenda." Samkvæmni er ekki sterkasta hlið kratablaðsins. Bágindi Alþýðublaðsins II Alþýðublaðið á erfitt með að umgangast konur, sér- staklega konur í valdastöðum. Á forsíðu miðvikudagsútgáf- unnar var Ingibjörg Pálmadóttír spurð hvort ekki mætti líta svo á að hún valdi ekki starfi heilbrigðisráðherra. Til- efnið var skoðanakönnun Gallup sem sýndi að tæplega fjórðungur landsmanna væri énægður með störf heilbrigðis- ráðherra. í leiðara sama tölublaðs er Margrét Frl- mannsdóttír formaður Alþýðubandalagsins sögð strengjabrúða Svavars Gestssonar Guð- rún Pétursdóttir er sökuð um þvælu á blaðsíðu tvö. í miðopnunni er farið ófögrum orðum um Vigdísi Finn- bogadóttur forseta og hún sögð hafa verið „fjarlægur forseti, upphafinn, snobbaður, móðgunargjam.J Eitthvgð j fari kvenna sem komast til áhrifa virðist sjúska dófngrelnd Alþýðu- blaðsins og nægir að minna á umfjöllun blaðsins'um klæða- burð Kvennalistakvenna. Alþýðuflokkskonur hljóta að vera himinlifandi yfir þeim áhuga sem rriálgagníð þefrrá sýn- ir konum í stjórnmálum og opinberu lífi. Bágindi Alþýðublaðsins III Meðferð Alþýðublaðsins á staðfestum upplýsingum er aðdáunarverð. „Því var fleygt af stuðningsmönnum Guð- rúnar Pétursdóttur, og ég hef hvergi séð það borið til baka,“ skrifar Hrafn Jökulsson ritstjóri í.miðviku- dagsútgáfuna, „að hún hafi snemma árs farið á fund borgar- stjórans í Reykjavík og falast eftir stuðningi. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram, og Ingíbjörg Sólrún verður þá bara að draga það til baka, að borgarstjórinn hafi.tékið.erind- inu vel." Við bíðum bara eftir því að Alþýðublaðið.birti fréltir af fljúgandi furðuhlutum með þeirri athugasemd að.þeir sem ekki trúi verði bara að spyrja grænu karlana.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.