Vikublaðið


Vikublaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 10
10 vitinn Söngvaka í Minjasamskirkjunni Undanfarin tvö sumur hefur Minja- safnið á Akureyri. í samvinnu við Listasumar, boðið upp á Söngvökur í Minjasafnskirkjunni og hafa þær vakið mikla hrifningu, ekki síst hjá erlendum ferðamönnum. Þau Þórar- inn Hjartarson og Ragnheiður Ól- afsdóttir flytja íslenska tónlist, foma og nýja nokkurs konar yfirlit ís- lenskrar tónlistarsögu á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá 2. júlí - 20. ágúst. Dagskráin hefst kl. 21.00 og stendur í u.þ.b. klukkutíma. Þessi kvöld er Minjasafnið opið frá kl. 20:00 - 23:00 og er aðgangur að því innifalinn í verði á Söngvöku. Með inngangseyri er afhent efnis- skrá á þremur tungumálum, ís- lensku, ensku og þýsku. Þar er að finna stutta greinargerð um íslenska söngva í aldanna rás. Sýning á listaverkum eftir Nínu Á miðvikudaginn var opnuð sýning á olíumálverkum eftir Nínu Tryggvadóttur í anddyri Norræna hússins. Hér er um að ræða verk frá árunum 1936-1967 og hafa þau aldrei verið til sýnis áður. Verkin eru öll í eigu Unu Dóru Copley dóttur listakonunnar. Una Dóra hef- ur valið verkin á sýninguna og gefa þau gott yfirlit yfir feril Nínu. Sýn- ingin í Norræna húsinu verður opin daglega ffá kl. 919, nema sunnu- daga frá kl. 12 -19. Sýningunni lýkur sunnudaginn 14. júní. Kortlagning hversdagslífsms Laugardaginn 6. júlí opnar Anna Líndal myndlistarsýningu í Sjónar- hóli, Hverfisgötu 12, Reykjavík. Kortlagning hversdagslífsins er fimmta einkasýning Önnu en hún hefur að auki tekið þátt f íjölda samsýninga hér heima og erlendis. Anna stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og lauk ffamhaldsnámi í myndlist við The Slade School og Fine Art í London 1990. f Sjónarhóli sýnir Anna inn- setningar ásamt ljósmyndum. Þar koma við sögu þekktir nytjahlutir úr hversdagslífmu, allt frá borðbúnaði yfir í skúringafötur. Viðfangsefni hennar er einkalífið, hefðir og vægi þeirra sem stýrandi afls í nútíman- um. Sjónarhóll er opinn frá kl. 14:00 - 18:00 alla daga netna mánu- daga. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 21. júlí. í glæsilegum sýningabæklingi, sem bæði kemur út á íslensku og ensku eru margar myndir. Formála ritar Susanne Eriksson og segir m.a. um Önnu að hún sé nokkurs konar mannfræðingur í rannsóknarleiðangri á hversdegi nútímans. ATH. Upplýsingar um menningaratburði þurfa að hafa borist Vikublaðinu eigi síðar en um hádegi á þriðjudögum. Fax: 551-7599 H1 dæmis VIKUBLAÐIÐ 28. JÚNÍ 1996 Kosningasigur A-flokkanna Alþingiskosningamar 1978 eru einhverjar allra merkilegustu kosningar sem fram hafa farið á íslandi. Það liggur við að telja megi þær til pólitískrar bylting- ar, svo mikil urðu umskiptin. Frá kosningunum 1974 jók Alþýðu- bandalagið fylgi sitt úr 20.924 atkvæðum eða 18,3% í 27.952 atkvæði eða 22,9%. Alþýðu- flokkurinn fór um leið úr 10.345 atkvæðum eða 9,1% í 26.912 at- kvæði eða 22%. Samanlagt jókst fylgi A-flokkanna ásamt fylgi Samtaka ftjálslyndra og vinstri manna úr 36.514 atkvæðum (32%) í 58.937 (48,2%). Milli kosninga jókst því atkvæðamagn þessara afla uni 22.423 atkvæði eða um 61,4%. Um leið fór þingmannatala Alþýðubanda- lagsins úr 11 í 14 og Alþýðu- flokksins úr 5 í 14, en Samtökin misstu sína 2 þingmenn. í þing- kosningunum 1974 var Ölafur Ragnar Grímsson fyrsti varaupp- bótarþingmaður Samtakanna og kom nokkrum sinnum inn á þing, en í kosningunum 1978 náði Ólafur Ragnar kjöri sem aðalþingmaður Alþýðubanda- lagsins og Reykvíkinga (þriðji uppbótarþingmaður) 35 ára gamall. Hann var í fjórða sæti lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík á eftir þeirn Svavari Gestssyni, Eðvarði Sigurðssyni og Svövu Jakobsdóttur. Svo sem af ofangreindum tölum má ráða munaði ekki miklu að A-flokk- amir næðu hreinum meirihluta á hinu 60 manna Alþingi, vantaði þeim til þess aðeins 3 þingmenn. Þessir flokkar settust þó í ríkis- stjóm í skjóli Framsóknarflokks- ins, en sú vinstri stjóm varð skammvinn. Mút kæra. • • Skelfingu lostnir bíða andstæð- ingar Ólafs Ragnars Grímssonar eft- ir því að svartasta martröð þeirra rætist. Slegnir köldum svita setjast þeir fyrir framan útvarps- og sjón- varpstækin þegar fféttimar hefjast og búast við válegum tíðindum. Þá dreymir Ólaf Ragnar á nóttunni. Hann stendur yfir þeim í ermalaus- um bol og á upphandlegg glittir í eldrautt húðflúr; blóði drifinn hamar og sigð. Blóð byltingarinnar. Og þeir búast við því í hveijum ffétta- tíma að Ólafur Ragnar kasti niður grímunni, að út úr viðtækjum þeirra útvarps og sjónvarps berist rámur hlátur nýkjörins forseta, lágur í fyrstu en stígandi þar til hann skell- ur úr tækjunum líkt og hamarshögg. Það hvín í sigðinni. Ólafur Ragn- ar hallar sér aftur og brosir, nasa- vængimir þenjasþ augun pírð og köld ..., grimm. I draumum þeirra talar forsetinn rússnesku og þeir skilja hvert orð. Með fisk í eyranu. Það birtir til í myrkri martröðinni, rauðgylltum bjarma og þeir era staddir á Bessastöðum. Við opinn arineld situr Ólafur Ragnar í félagi við þijá aðra; Svavar, Hjörleif og Steingrím J. Þeir skála í vodka: na- strovja félagar, nastrovja. Skál fyrir sigrinum, skál fyrir Sovét-íslandi. Þér kann að fmnast þetta óviðeig- andi hjá mér, kæra. En ég get ekki stillt mig. Það er nefnilega svo að einn af vinnufélögum mínum er frelsaður hægrimaður. Hann las allar greinamar hans Hannesar, allar greinargerðir Jóns Steinars og við lesturinn raggaði hann sér fram og til baka, hummandi með sjálfum sér: „já, já, já nú kemur það. Nú náum við honum.” Hann kaus Pétur, þessi vinnufélagi minn sem heitir Ami, kallaður Addi. Ég hef áður í þessum bréfstubbum mínum lýst aðdáun minni á Pétri Kr. Hafstein þó svo að ég hafi ekki viljað fá hann fyrir for- seta. Og ég ber engar tilfinningar aðrar í brjósti til stuðningsmanna annarra forsetaffambjóðenda en virðingu fyrir skoðunum þeirra. Ámi, kallaður Addi, var þó meira en þetta. Hann var ekki einatt stuðn- ingsmaður Péturs heldur var hann einnig stuðningsmaður rógsherferð- arinnar, líka auglýsinganna ffægu. Og martraðarkennd lýsingin í upp- hafi þessa bréfs er ekki eingöngu lé- leg tilraun mín til að smíða skáld- legan texta heldur blákaldur vera- leikinn í kolli Áma, sem er kallaður Addi. Ég býst við að þeir séu fleiri sem eins er ástatt um í sálinni þessa dagana þó ekki séu þeir margir. Eg er enginn stjómmálafræðingur þó ég þykist nú vita mínu viti. Nú 7" í s— r- z— T~ 7 S? 9 to s? 9 ¥ \P ii V IO 5 TT~ ¥ S? T5~ 9 /¥ Isr 13 T£~ IZ b 17— 10 19 ¥ V /9 20 7 // w ¥ II 9 19 ¥ 9 22 W~ ¥ 17 19 2o |9 V IO 23 l¥ 13 /é : 27 25- S? /9 r~ V JT— 7ð— ¥ )9 77— 19 19 A1 Zl / 0 '?x 9 2b lo V II I6> ¥ T~ £ to s? 2L> IO 'Ö /3 V /s 9 25~ s? 27- 7 25" 2é ¥ T~ 7 V 9 3— /¥ 19 > 29 7W it l¥ ¥ 30 II 31 27 2s ¥ IZ 29 29 S? 19 (d /¥ /9 V 19 Ib'' TF~ 5 V 10 T~ ¥ /3 9 T~ 2b 2o 27 1* 7 ir 7 y 9 ¥ 17 2o ¥ 2 21 /¥ ¥ lo 1 1 9 i T~ lo i¥ 9 32 9 73“ w— 2JI W~ — l/i v— T~ ! Nú er Ólafur orðinn forseti. Hvílíkur sig- ur! Ólafúr var aðalmað- urinn á bak við stofn- un Vikublaðsins og þjóðin hefur kosinn hann forseta. Líklega væri nú rétt fyrir ýmsa að kíkja í “Grænu bókiná’, útflutningsleið Ólafs. Alþýðubandalagið lagði þessa bók lfam í tíð hans sem fonnanns flokksins og þótti sumum heldur hallærislegt, en nú ættu menn að líta yfir þessa lesningu og athuga hvað verðandi forseti á við með útflutningsleiðinni. Skyldi það til dæmis vera það að nota íslenska tónlist í auglýsingum, eins og hann getði í kosningabaráttunni? Sennilega er Græna bótin til hjá Alþýðubandalaginu ef menn vilja kynna sér. Undirskriftín Nýr forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er sterkur persónuleiki og nýtur þess að berjast að settu marki. Er hér kominn friðarleiðtoginn mikli sem Nostradamus sá fyrir? Undirskriftin varpar fram ímynd af erli, afrekum og ólgusjó. keppast þeir við stjómmáíakverúl- antamir að skýra þessi úrslif. Draga ályktanir, smíða kenningar og spá í spilin. Ýmsar misgáfulegar yfirlýs- ingar hafa verið gefnar um þessi mál á síðustu dögum. Ég er ekki sam- mála því að í úrslitum kosninganna sé að finna skýr skilaboð til vinstri manna og samfylkingarsinna. Sigur- inn er Ólafs. Það er líka rangt að Ól- afur eigi kjör sitt að þakka hinum ógeðfelldu auglýsingum Í Móggan- um og Tímanum, þær bættu stöðuna eitthvað smávegis en Ólafur Ragnar hefði unnið án þeirra. Sú ályktun sem ég dreg af kosn- ingu Ólafs Ragnars er afskaplega stutt og einföld. Þjóðin er hætt að kaupa kommagrýluna. Ámi, kallaður Addi, hefur nú í vikunni tekið upp nýja línu. „For- setakosningamar vora ekki pólitísk- ar kosningar og þess vegna er ekki hægt að draga neinar pólitískar ályktanir af þeim.” Þetta er nýja bænin hans Adda sem heitir Ámi og hann kyijar hana ffam og til baka út í það endalausa, sannfærður um að segi hann þetta nógu oft þá verði það satt og á endanum þá fer hann sjálfur að trúa þessu. Ég veit ekki, það gæti verið að mig misminni. En ég er þó ekki frá því að í síðustu viku hafi kosningamar í huga vinnu- félaga míns verið þær pólitískustu sem um getur í sögu lýðveldisins, hann talaði um samstöðu hægri manna, lífsgildi sjálfstæðisstefnu- nnar, EES, mikilvægi hersins og það sem hann kallaði homstein íslenskr- ar utanríkisstefnu eða Nató-aðild ís- lands. Skjótt skipast veður í lofti. Hvað sem því líður, til hamingju með nýja forsetann kæra vinkona. 0Z/7/7 e/n/ægur HJARTAGÁTAN Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá kvenmannsnafn. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er HÓLMBERT. A I T 1 12 23 Á J U 2 13 24 B K Ú 3 14 25 D L V 4 15 26 Ð M X 5 16 27 E N Y 6 17 28 É O Ý 7 18 29 F Ó Þ 8 19 30 G P Æ 9 20 31 H R Ö 10 21 32 I S 11 22

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.