Vikublaðið


Vikublaðið - 05.07.1996, Síða 6

Vikublaðið - 05.07.1996, Síða 6
6 VIKUBLAÐIÐ 5. JÚLÍ 1996 Tony Blair leiðtogi breska Verka- mannaflokksins er almennt talinn verða næsti forsætisráðherra Bret- lands. Endurskoðun hans á vinstristjómmálum er það áhuga- verðasta sem er að gerast á þeim kanti stjómmálanna á Vesturlönd- um. Lykilhugtak í umræðunni er þátttökuhagkerfið (e. stakeholder economy) sem teflt er gegn hlut- hafahagkerfi lrjálshyggjumanna. Þátttökuhagkerfið virðir táJkall launafólks til starfsöryggis og mannsæmandi launa og leggur aukna ábyrgð á herðar fyrirtækja. I þessari grein, sem birtist í júm'- tölublaði tímaritsins Prospect, fjallar Blair um þróunina í Bret- landi firá stríðslokum og hvemig vinstrimenn verði að endurmeta eldri hugmyndafræði. Michael Young, höfundur stefnu- yfirlýsingar Verkamannaflokksins frá árinu 1945, hefur í skrifum sínum haldið því fram að sigur Verka- mannaflokksins árið 1945 hafi grundvallast á þremur bandalögum: bandalagi hugmynda, bandalagi rót- tækni og ættjarðarástar og „bandalagi menntamanna, hugsuða og skipu- leggjenda annars vegar og manna í eldlínu stjómmálanna hins vegar." Ríldsstjómin frá 1945 fléttaði á valdatíma sínum saman gildum, hagsmuntim og stefnumótun, við gerð samkomulags í stjómmálum sem var við lýði í aldarijórðung. Eigi Verkamannaflokkurinn aftur að vera við völd í aldarfjórðung, þurf- um við að ná ffam hhðstæðu sam- komulagi; í því felst að koma verður með svör við þeim tveimur spurning- um sem koma til með að tröllríða umræðunni ffarn á 21. öldina: hvem- ig myndum við ný tengsl á milh ein- staklingsins og þjóðfélagsins á tímum örra breytinga? Og hvemig getum við endurskoðað stöðu Bredands innan Evrópu og í veröldinni allri? Ahrifin af svörum okkar ráðast af því hvort við viðurkennum muninn á myndun stjómmálahugmynda í dag og hvemig þær ná útbreiðslu miðað við árið 1945 eða jafnvel árið 1964. Gildi og hugmyndir em enn gmndvöllur stefnumótunar sem að öðmm kostí yrði tæknilegri útfærslu að bráð. Þau móta hreyfinguna og gefa stefnuskránni merkingu. David Marquand hefúr í þessum anda bent á að: „Ein ömggasta regla stjómmála er að afgerandi stjómmálasigrar koma í kjölfar hugmyndafræðilegra sigra. Á sama hátt og herir, sem fara eins og stormsveipir yfir vamarvirki er jöfnuð hafa verið við jörðu í loft- árásum, hafa ríkisstjómir Attlee og Thachers sigrað siðspillta andstæð- inga sína og hafa hugmyndir þeirra síðamefhdu verið álitnar hlægilegar, auðvirðilegar eða hvort tveggja.“ Verkamannaflokkurinn er enn ekki korninn á þetta þroskastig. Sam- komulagið sem við náðum árið 1945 og íhaldsmenn á árunum eftir 1979, næst ekla svo auðveldlega. Það vill oft gleymast að sumir þeirra sem urðu leiðandi afl innan nýju hægristefn- unnar á níunda áratugnum eins og t.d. Friedrich Hayek, höfðu í 30 ár verið úd í kuldanum fyrir sérvitrings sakir. Kosning Harolds Wilsons sem leiðtoga Verkamannaflokksins árið 1963 vakti vonir heillar kynslóðar menntamanna. En sú sæluvíma menntamannanna sem var samfara valdatöku Wilsons skilaði sér ekki í kjörkassana. Arið 1964varmeirihluti Wilsons þrjú þingsæti (þó svo að hann ykist í kosningunum árið 1966). Það sem verra var, væntingar vom ekld einungis alltof miklar, vildst var undan að taka erfiðar ákvarðanir. Á endanum vom það harðlínumenn á hægri vængnum en ekki vinstrimenn sem endumýjuðu samkomulag eftír- stríðsáranna 15 árum síðar. Tíðarandinn hefúr breyst og er orðinn óþekkjanlegur firá því sem var árið 1964. Heildarhugmyndaffæði vinstri og hægri hefur orðið litla fót- fesm. Harold Wilson hélt því ffarn, eins og ffægt er orðið, að Verka- mannaflokkurinn væri annað hvort siðferðileg krossferð eða ekkert að öðmm kostí. Þetta er ein ástæða þess að ég barðist fyrir áframhaldandi staðfestingu á megingildum Verka- mannaflokksins í nýrri fjórðu grein. En líkt og Emst Gellner heitínn færði rök fyrir í síðasta hefri Prospects þá kemur unggæðingsleg- ur ákafi engum að gagni. Nútíma stjómmálaflokkar standa frammi fyr- ir þeirri áskomn að viðurkenha margslunginn raunveraleikann með því að bjóða upp á stefnuskrá og skilaboð sem ná að virkja bæði að- gerðarsinna og kjósendur. Með öðr- um orðum: markmiðið er að kæfá sljóleika og bæla niður vonbrigði með stjómmál án þess að fóma raun- sæi og áreiðanleika. Hvernig þróum við og setjum ff am hugmyndir okkar á 10. áratugnum? Þrátt fyrir að Verkamannaflokknum hafi gengið vel að afla nýrra félags- manna upp á síðkasrið, þá em sqórn- málaflokkar minni og menning þeirra miklu lítílvægari en fyrir 30 ámm. Það sem meira er, umræðu- grundvöllur stjómmálahugmynda og sá máti sem þær em kynntar á hefur breyst vemlega ffá árinu 1964, þökk sé fjölmiðlabyltingunni og mennta- mönnum. Eftír að tillögum Robbins skýrslunnar var hrint í ffamkvæmd (sem var mildlvægur áfangi í stjómar- tíð Wilsons), hefúr æðri menntun nærri tífaldast. Vel menntað fólk er mun fleira nú á dögum en engin sam- hangandi, meðvituð, forystustétt menntamanna er ril í sama skilningi og var fyrir 30 árum. Fræðaheimur- inn hefúr orðið dreifðari og sérhæfð- ari; ffamboð á fjölmiðlaefni hefúr margfaldast; og fólk sem farið hefúr óhefðbrmdnar leiðir í samfélaginu hefur brotið niður múrana á milli ffæðanna, hugmyndabanka, iðnaðar- ins og fjölmiðla. Hinir fjölhæfu, sem skara ffam úr jafnt á sjónvarpssófanum sem á mál- þinginu eða í fyrirlestrarsalnum, em oft jafn afhuga stjómmálum (og jafn andstæðir Verkamannaflokknum) og jafnokar þeirra með ffæðilegri áherslur fyrir 30 árum. Þeir geta einnig verið yfirborðslegir. En í úr- valsstefnu sinni og tilhneigingu til að hafna flokksstimplum, standa þeir fyrir einhverju áþreifanlegu varðandi þá tíma óvissu og vantrúar sem við nú lifum á. Stöðug umfjöllun fjölmiðla um stjómmál - sér í lagi sú árátta að taka óljósar eða flóknar hugmyndir og matreiða úr þeim æsilegar fyrirsagnir - hindrar stjómmálalega unuræðu. Afleiðingin er sú að hugmyndasköp- un fer í auknúm mæli fram utan markalína vinstri og hægri skiptíng- arinnar (þetta er óhjákvæmileg af- leiðing aukins fjölræðis í heiminum) og það sem meira er, fyrir utan sjálft flokkspólitíska kerfið. Sá flokkur sem lútíma stjórnmálaflokkar standa frammi fyrir þeirri áskorun að vióurkenna marg- slunginn raunveruleikann með því að bjóða upp á stefnuskrá og skílaboð sem ná að virkja bæði aðgerðarsinna og kjós- endur. Með öðrum orðums markmiðið er að kæfa sljóleika og bæla niður vonbrigði með stjórnmál án þess að fórna raunsæi og áreiðanleika. Sumarkveðja til námsmanna „Áður voru rœningjar festir á krossa nú eru krossar festir á rœningja. “ (Magnús Kjartansson) Pað er gaman að vera háskólanemi í byrjun júlí. Eftir marga magra mánuði, annars vegar hjá þeim sem skrimta á sultarlánum námsmannsins og hins vegar hjá þeim sem vinna með námi eða reyna að teygja sumar- hýruna fram á vorið og gengur misjafnlega, kemur KAUP!!! Á „þarf að gera" listanum stendur: „kaupa strigaskó, fara íBónus, borga dagheimilisgíróseðil/la, fara til tannlœknis, o.fl., o.fl. allir þessir dásamlegu hlutir sem, ef nokkur kostur er á, verða að bíða af sér kaldan veturinn, vorið og fyrstu sumardagana, þangað tilfyrsti launatékki sumarsins lítur dagsins Ijós. Um þessi mánaðamót dettur manni jafnvel í hug að fara í útilegu, í bíó eða kaupa jafnvel dálítinn óþarfa. En það er fleira sem dettur inn um bréfalúgu námsmannsins um þessi ánœgjulegu mánaðamót, dulítil sending frá nemendaskrá Háskóla íslands, pappírssnepill sem lœtur lítið yfir sér en var þó til umrœðu á hinu háa Alþingi vetur sem leið. Já, það er rukkun fyrir skrásetningargjöldum, segir ríkisstjórnin, skólagjöldum, segjum við. Upp- hœðin, sem GuðniÁgústsson þingmaður Framsóknar kallaði svo hnyttilega „smápeninga" sem engan munaði um og ríkisstjórnin festi í lög að námsmenn skyldu greiða til þess aðfá inngöngu íHáskólann, er 24.000 krónur. 24.000 krónur eru, til upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á smámynt, ríflega þriðjungur af þeim tekjum sem námsmanni er leyfilegt að hafa á mánuði yflr sumartímann áður en námslánin skerðast. Fyrir par í námi er upphæðin sem þarf að greiða 48.000 krónur, sem er ansi hár skattur á heimili þar sem laun koma ekki inn nema 3 mánuði á ári. Pessar 24.000 krónur þarf að greiða í dag! Pað verður að segjast að 1. júlí gleðin dofnar nokkuð þann 5. sama mánaðar þegar tölt er í bankann og helm- ingur hýrunnar færður Háskóla íslands. Hún er köld sumarkveðjan sem námsmenn fá frá Birni Bjarnasyni, Guðna Ágústssyni og allri ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Sigþrúður Gunnarsdóttir formaður Drífandi, félags ungs Alþýðubandalagsfólks í Reykjavík.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.