Vikublaðið


Vikublaðið - 05.07.1996, Page 9

Vikublaðið - 05.07.1996, Page 9
VIKUBLAÐIÐ 5. JÚLÍ 1996 Forsetakosningar 1996 9 Aðalkosningaskrifstofa Ólafs Ragnars Grímssonar var á Hverfisgötu. Það var ys og þys alla kosningabaráttuna. Það er í mörg hom að líta og það þarf að sinna mörgu í einu. Hér er skrifstofustjóri kosningaskrifstofunnar Ólafía Ragnarsdóttir að tala í símann og teygja sig eftir blaði til að hripa niður á. Mikill mannfjöldi var samankominn fyrir utan kosningaskrifstofu Ólafs fimmtudagskvöldið fyrir kosningar. Þar skemmtu m.a. Bubbi Morthens, KK, Boogie Spoogie, Magnús Scheving og Karlakór Reykjavíkur. Ólafur og Guðrún Katrín komu svo um síðir með flugvél að norðan. Fjölmiðlar fjölluðu ágætlega um kosningabaráttuna og ekki síður var kosningakvöldið vel unnið af sjónvarpsstöðvunum Rúv og Stöð 2. Alls staðar þar sem þau hjón voru á ferli í kosningabaráttunni voru ljósmyndarar á ferð. Hér má sjá einn sem komið hefur sér fyrir á góðum stað. f glugganum standa systumar og fylgjast með. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir hefur heillað íslendinga, enda glæsilegur fulltrúi á Bessastaði., Kona sem stendur við hlið manns síns, en ekki fyrir aftan. Fréttamennimir Sigmundir Emir Rúnarsson og Kristján Már Unnarsson fylgdust með hyllingunni á Seltjamamesi á sunnudaginn var. Ólafur Ragnar stjómaði kosningabaráttu sinni að mesm sjálfur, að því er fregnir herma, en fjöldi sjálfboðaliða og starfsmanna tóku þátt í henni. Hér er Ólafur á kosningaskrifstofunni með Karli Th. Birgissyni að fara yfir stöðuna. Kosmaður við kjör Ólafs nemur um 25 milljónum króna og þykir vel sloppið. Allir reikningar kosningabaráttunnar verða birtir opinberlega. Það var þjóðhátíðarstemning við heimili verðandi forsetahjóna. Fjölmargir listamenn áttu sinn þátt í því að gera þessa stund hátíðlega.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.