Vikublaðið - 11.10.1996, Side 2
2
VIKUBLAÐIÐ 11. OKTÓBER 1996
Útgefandi: Tilsjá ehf.
Ritstjóri og ábm.: Páll Vilhjálmsson
Fréttastjóri: Friðrik Þór Guðmundsson
Þúsundþjalasmiður: Ólafur Þórðarson
Auglýsingasími: 552 8655 - Fax: 551 7599
Ritstjórn og afgreiðsla:
Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík
Sími á ritstjórn: 552 8655 - Fax: 551 7599
Útlit og umbrot: Leturval
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðjan hf.
Góðærið
og Kfskjörin
Það var athyglisvert að fylgjast með umræðum um lífskjör-
in, sem ffam fóru sl. mánudag að beiðni Alþýðubandalagsins.
Leiðtogar stjómarflokkanna héldu því blákalt frarn að víst
væri góðærið komið til launafólksins. Davíð Oddsson er
sannfærður um að Islendingar hafi það bara nokkuð gott. Og
Halldór Asgrímsson dró ffam Morgunblaðsgrein sem rök-
stuðning fyrir því að Islendingar séu hamingjusamasta þjóð í
Evrópu. Einn þingmanna Framsóknarflokksins, Isólfur Gylfi
Pálmason, gaf í skyn að þjóðin væri sek um bmðl. Og annar
þingmaður Framsóknarflokksins, Unnur Stefánsdóttir, hélt
því ffam að geigvænleg skuldastaða heimilanna stafaði að
stómm hluta til af andvaraleysi.
Stjórnarherramir virðast blindir fyrir þeirri staðreynd að
kjaramisrétti fer vaxandi og að stór hluti þjóðarinnar lifir við
fátæktarmörk á meðan aðrir hópar njóta ávaxtanna af ffjáls-
hyggjustefnu ríkisstjómarinnar.
I umræðunum sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður
Alþýðubandalagsins: „Alltof stór hópur fólks býr við alltof
langan vinnudag, léleg laun og sífellt versnandi skuldastöðu
heimilisins, sem oft leiðir til upplausnar fjölskyldum. Þessu
fólki hefur um langan tíma verið gert að bera þyngstu byrð-
amar í þjóðfélaginu og þær em alltaf að þyngjast þrátt fyrir
fögur fyrirheit“. Þá sagði Margrét: „Hér búa mjög margar
fjölskyldur við hreina fátækt. Hér er fólk sem ekki hefur efini
á þeirri læknisþjónustu sem það í raun þyrfd á að halda. Hér
býr ungt fólk sem veigrar sér við að ná í lækni heim til veikra
barna vegna þess að það á ekki fyrir þjónustunni. Hér em
böm með langvarandi erfiða sjúkdóma og aðstandendur
þeirra sem fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga í raun lögboðinn
rétt á. Hér er fólk sem hefur ekki efni á að senda börn sín til
mennta. Og tmgt fólk sem ekki hefur efni á að mennta sig.
Hér er fólk sem getur ekki látið aldraða foreldra sína njóta
þeirrar umönnunar eða lífsgæða sem þeir ættu rétt á eftir að
hafa skilað löngum vinnudegi. Hér er fólk sem á ekki þak yfir
höfuðið eða hefur aðgang að húsnæði, sem samræmist fjár-
hagsstöðu þess. Hér er stór hópur fólks sem hefur misst allt
sitt. Hér er fólk sem engar stoftianir eða heimili í þessu vel-
ferðarþjóðfélagi sinna, það sefur úti og í yfirgefnum bygging-
um. Hér er félagslegt húsnæðiskerfi sem átti að sinna sérstak-
lega þeim sem búa við lökust kjörin en gerir það ekki lengur.
Stór hópur fólks nær ekki því tekjulágmarki sem þarf tdl að
kaupa húsnæði í félagslega kerfinu. En verður þess í stað að
fara í dýrar leiguíbúðir. Vandamálin eru óteljandi. Og hér er
ekki um að ræða lítinn afmarkaðan hóp þjóðfélagsþegna. Það
búa margir við ótrúlega léleg kjör í þessu landi“.
Og ástæða er til að undirstrika orð Sigríðar Jóhannesdóttur
í umræðunum, en hún sagði meðal annars: „Eg hef kynnst
fjölskyldum þar sem báðir foreldramir leggjast á eitt og vinna
allt það sem býðst. Börnin líða vegna þess hve mikið er ætlast
tdl að þau bjargi sér sjálf og hafi ofan af fyrir sér í fjarveru for-
eldra og samt ná endar ekki saman og í fyllingu tímans þarf
fólk að sjá á bak húsnæði sem það hefur lagt hart að sér við að
eignast. Eg hefi kennt börnum sem ævinlega hafa verið út-
undan þegar skólinn stendur fyrir einhverju sem þarf að
borga fyrir t.d. leikhúsferðum og fyrir tveimur tdl þremur
ámm vom svo mörg böm sem sitja þurftu heima í þeirri einu
leikhúsferð sem skipulögð var árlega á vegum skólans að við
kennararnir ákváðum að leggja leikhúsferðir niður.“
A allt þetta em stjórnarherrarnir blindir. Þeir draga upp
meðaltalshagffæði og hamingjutölffæði sem er úr taktd við
allan raunvemleika. Vonandi munu augu þeirra opnast á
næstu vikum og mánuðum.
Hagkvæmni og lífs-
háski vinstrimanna
Aðalfundur Birtíngar - Framsýnar
á þriðjudag var átakalaus þrátt íyrir
væntingar um annað. Spennan
myndaðist með því að Einar Karl
Haraldsson, einn aðalhvatamanna að
stofnun Birtingar og hugmynda-
fræðingur að Framsýn (félögin voru
sameinuð á síðasta ári), var settur á
dagskrá fundarins til að ræða sam-
vinnu jafhaðar-
manna. Einar Karl
var, eins og lesendur
Vikublaðsins vita,
framkvæmdastjóri
Alþýðubandalagsins
þangað til fyrir
nokkrum vikum.
Núna er hann verk-
efhisstjóri fyrir nýj-
an þingflokk jafhað-
armanna, sem þing-
flokkar Alþýðu-
flokks og Þjóðvaka
stofhuðu til fyrir
þingbyrjun.
Með Margréti
Frímannsdóttur,
Bryndísi Hlöðvers-
dóttur, Arthúr
Morthens, Árna Þór
Sigurðsson, Gísla
Gunnarsson og
fleiri á aðalafundin-
um mátti búast við
sjónarmun á „að-
ferðum og leiðum"
eins og það heitir á
rósamáli vinstri-
manna þegar þeir rífast eins og
hundur og köttur um sameiningu.
En það gekk ekki eftir. Einar Karl
var síðastur á dagskránni og hvorki
það sem hann sagði né það sem á
undan hafði gengið varð til þess að
ýta við fundarmönnum. Skilningur
Alþýðubandalagsmanna virtist vera
sá að Einar Karl væri að hjálpa kröt-
um og Þjóðvakafólki að ná saman og
þegar sá verkþátmr væri kominn í
höfh yrðu nýju stjómmálasamtökin
viðræðuhæf. Einar Karl sagði að
með sameiningu þingflokka Alþýðu-
flokks og Þjóðvaka væri í raun búið
að taka ákvörðun um að Alþýðu-
flokkurinn byði ekki fram undir eig-
in nafni í næstu kosningum. (Og
auðvitað þarf ekki að taka ffam að
Þjóðvaki er búinn að vera). Ef rétt er
farið með hafa gerst meiri pólitísk
d'ðindi en flestir gera sér grein fyrir.
En einhvern veginn er ólíklegt að
Alþýðuflokkurinn noti áttræðisaf-
mælið til að leggja sjálfan sig niður.
Ekki er Einar Karl í vafa um að
Þjóðvaki hafði töluvert upp úr krafs-
inu.
- Merkilegt er að Þjóðvaki gerði
þetta í heilu lagi, enginn ætti að gera
lítið úr því. Þjóðvaka tókst að selja
sig nokkuð dýrt. Komið var í veg fyr-
ir að flokkurinn væri lagður niður og
Þjóðvaki náði ffam samkomulagi um
að ráðist yrði í verkefhið um samstarf
jafhaðarmanna, sagði Einar Karl, og
hélt áfram.
- Ég er bjartsýnn á það að innan
d'ðar, eftír flokksþing Alþýðuflokks-
ins, fari af stað frjóar viðræður tun
samstarf jafhaðarmanna. Skoðana-
kannanir sýna að mögulegt er að
vinna bæði fylgi ffá Framsóknar-
flokknum og Sjálfstæðisflokknum.
Hvorttveggja er nauðsynlegt tíl að
ná árangri.
En hver voru rök Einars Karls fyr-
ir sameiningu vinstrimanna, eða
jafhaðarmanna eins og hann kýs að
kalla þá? Jú, þau voru framreidd í
fernu lagi. Fyrst nefndi hann að
valdapólio'sk þörf væri fyrir nýjum
flokki. Núverandi ríkisstjórn væri
mynduð til átta ára og nái stjórnar-
andstaðan ekki saman er eins víst að
stjórnin sitji tvö kjörtímabil, ef ekki
lengur. í öðru lagi meirihlutapólid'k.
Sigrar Röskvu í Háskólanum, meiri-
hlutí Reykjavíkurlistans og núna síð-
ast forsetakjör Ólafs Ragnars sýndi
að engin ástæða væri fyrir félags-
hyggjufólk að lúta að litlu. Þá er það
hagkvæmni stærðarinnar. Stjórn-
málastarf sé dýrt og litlu flokkarnir
væru aumari en smæstu verkalýðsfé-
lög. í fjórða lagi er staða flokkanna
veik, mælt á flokkslegan mælikvarða.
Allt er þetta rétt hjá Einari Karli.
Hængurinn er sá að rökin sem hann
d'undaði eru teknókrad'sk hag-
kvæmni. Þau höfða til forystumanna
ffemur en til flokksmanna og hafa
enga skírskotun til almennings. Eðli-
legt er að þingmönnum og pólid'sk-
um skipuleggjendum eins og Einari
Karli þyki dauflegt yfir að htast á
vinstri vængnum.
En þorri almennings lætur sér fátt
um finnast þótt stjórnmálamönnum
leiðist. Til að alþjóð taki við sér þarf
pólid'skar hugmyndir sem
hvorttveggja í senn greina brýnan
samfélagslegan
vanda og bjóða fram
lausn. Óg þeir sem
halda að fyrst eigi að
stofna flokka og síð-
an leita að sniðughm
hugmyndum fara
vilhr vegar. Slíkur
flokkur yrði hrúgald
og engum gleðigjafi
einfaldlega vegna
þess að mestur d'm-
inn færi í það að
tryggja að þessi eða
hinn fái ekki stöðu
og áhrif umfram ein-
hvem annan.
I stjórnmálin, sér-
staklega vinstripóh-
tíkina, þarf lífsháska.
Ekki þreytulegt
nudd og þvarg held-
ur þarf að taka á-
hættu með nýjum
hugmyndum um
stöðu íslensks samfé-
lags og ffamd'ð þess.
Það þarf að brjóta
upp hugsunarhátt
makráðugrar stöðnunar og hleypa
nýju lífi í pólid'ska umræðu; leggja
ffam nýjar tílgátur og prófa þær við
veruleikann.
Hér er hægara urn að tala en í að
komast og andspænis hugmyndafá-
tækt og viðhorfinu „við höfum reynt
þetta áður” er auðvelt að láta sér fall-
ast hendur og leita á náðir tæknilegra
lausna eins og Einar Karl boðáðí.
Hættan við þá leið er áð hhignun og
vandræðagangur vinstrimanna verði
enn meiri en ella. Sjónarmið þeirra
sem segja „við höfum engu að tapa,
lemjum vinstriflokkana saman og
látum skeika að sköpuðu,” taka ekki
með í reikninginn að stjórnmálakerf-
ið í heild hefur staðið sig þokkalega.
Meginhlutverk stjórnmálakerfis í
lýðræðisríld er að sjá ríkinu fyrir
stöðugu stjórnarfari og heilbrigðum
stjórnarháttum. Gamla fjórflokka-
kerfið, með seinni d'ma viðbótum,
hefur í það stóra og heila skilað sínu.
Maður getur verið sammála þeirri
skoðun að gamla kerfið sé koniið að
fótum ffam en samt sem áður gert þá
kröfu að pólid'skar hugmyndir verði
tmdanfari endurnýjunar á flokka-
kerfinu. Breyting breytingarinnar
vegna eru ekki trúverðug stjórnmál.
Páll Vilhjálmsson
En þorri almennings lœtur sérfátt umfinnast
þótt stfórnmálamönnum leiðist. Til að alþjóð
taki við sér þarf pólitískar hugmyndir sem
hvorttveggja í senn greina brýnan samfélags-
legan vanda og bjóða fram lausn. Og þeir sem
halda að fyrst eigi að stofna flokka og síðan
leita að sniðugum hugmyndum fara villir veg-
ar. Slíkur flokkur yrði hrúgald og engum gleði-
gjafi einfaldlega vegna þess að mestur tíminn
fceri í það að tryggja að þessi eða hinn fái ekki
stöðu og áhrif umfram einhvern annan. í
stjórnmálin, sérstaklega vinstripólitíkina, þarf
lífsháska. Ekki þreytulegt nudd og þvarg held-
ur þarf að taka áhættu með nýjum hugmynd-
um um stöðu íslensks samfélags ogframtíð
þess. Það þarf að brjóta upp hugsunarhátt
makráðugrar stöðnunar og hleypa nýju lífi í
pólitíska umrœðu; leggja fram nýjar tilgátur
og prófa þœr við veruleikann.
Pólitízkan
Tvær grírnur renna á
krata
Fyrsta skoðanakönnunin eftir samein-
ingu þingflokka Alþýðuflokks og
Þjóðvaka gefur flokkunum tveim
tíu þingmenn en saman hafa þeir ellefu.
Fylgissveiflan til Alþýðuflokksins virðist
koma, samkvæmt skoðanakönnun
DV, einkum frá Þjóðvaka og SJálf-
stædisflokknum. Alþýðuflokks-
menn em ekki ýkja hrifnir og sumir fara
ekki dult með óánægju sína með sam-
einingu þingflokkana. Lúðvík
Bergvinsson hefur opinberlega
sagt að ekki séu það stórtíðindi þótt
þessir flokkar legðu saman í eitt. Öss-
ur Skarphéðinsson minnir
þá sem á vilja hlusta að hann hafi í sum-
ar skrifað blaðagrein þar sem sagði að
sameining þingflokka væri tilgangslaus.
Eftirmaður Jóns Bald-
vins gæti orðið kona
Jón Baldvin Hannibals-
son mun að öllum likindum hætta
sem formaður Alþýðuf lokksins
á landsþingi flokksins í næsta mánuði.
Nokkrir arftakar koma til greina. Sig-
hvatur Björgvinsson er tal-
inn líklegastur. Hann á stuðning Jóns
Baldvins vísan og yngri mennirnir sem
renna hýru auga til embættisins, Öss-
ur Skarphéðinsson og
Guðmundur Árni Stef-
ánsson, gætu leikið biðleik og stutt
Sighvat. Bið er ekki Rannveigu
Guðmundsdóttur þóknanleg.
Sem formaður þingfiokks jafnaðar-
manna, hvorki umdeild eins og Össur
né með pólitískar hremmingar á bakinu
eins og Guðmundur Ámi, höfðar hún til
varkárra krata sem skynja að tímamót
eru í nánd og vilja ekki leggja á tæpasta
vað.
Prófkjör tijá Reykja-
víkurlistanum?
Á aðalfundi Birtingar-Fram-
sýnar sagðist Árni Þór Sig-
urðsson borgarfulltrúi hlynntur því
að prófkjör yrði viðhaft til að velja á lista
Reykjavíkurlistans fyrir
næstu borgarstjórnarkosningar. Arth-
úr Morthens varaborgarfulltrúi
var á sömu skoðun en Guðrún
Ögmundsdóttir borgarfulltrúi,
sem var gestur fundarins, hafði efa-
semdir.