Vikublaðið - 11.10.1996, Qupperneq 5
VIKUBLAÐIÐ 11. OKTOBER 1996
Konui* og laun
5
ForsetadóttiPii í framhnimni
Maureen E. Reagan, dóttir Repúblikanans Ronaids Rcagan lyrrum forseta
Bandaríkjanna, flutti fyrirlestur i Ráðhúsi Reykjavíkur sl. föstudag sem bar yf-
irskriftína „Women s Quiet Conflict: A Report from the Front" og að því loknu
svaraði hún fyrirspurnum úr sal. Fundarstjori var Þórunn Sveinbjarnardóttir
stjórnmálafræðingur, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fiutti stutt
inngangserindi. Maureen er þekkt sem stjórnmálaskýrandi og fjölmiðlakona í
Bandaríkjunum og mun vera eftirsóttur fyrirlesari. Hún hefur tekið þátt í
stjórnmálum á síðustu þremur áratugum og gegnt trúnaðarstörfum fyrir
RonMhlil/onQflnl/lfinn
Maureen E. Reagan:
Hefur ferðast víða og talað við mikið af frægu fólki.
Fyrirlesturinn sóttu um 40-50 kon-
ur og tveir eða þrír karlar. A meðal
karlanna var tíðindamaður Viku-
blaðsins, sem átti von á lærdómsrík-
um fyrirlestri og greiningu á þróun
kvenfrelsisbaráttunnar í heiminum og
i Bandaríkjunum með sundurliðuðu
mati á því hvað hefði áunnist og hvað
ekki. Sá fyrirlestur kom hins vegar
ekki. Megnið af fyrirlestri Maureen
var „egó-centrísk“ ferðalýsing í léttu
hjah þar sem hún lýsti því hvemig
hún heíði reddað hinu og þessu, aðal-
lega með samtölum við aðrar frægar
konur og fræga karla, í Nairobi,
Mosambique, Uganda eða annars
staðar. Hún hafði auðheyrilega gam-
an af því að tala um samskipti sín við
konur og karla í toppstöðum og
nefhdi gjaman nöfh þekkts fólks sem
hún hefði talað við um hitt og þetta
(name dropping). Hún fór hins vegar
lítið út í þróun einstakra baráttumála.
35 ára konur rekast á
glerþak
Maureen byrjaði á því að rifja upp
að hún hefði komið hingað til lands í
júlí 1986 og síðan sagði hún í löngu
máli frá því að það hefði komið í
hennar hlut að segja forseta Zambíu
frá því að utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna gæti ekki hitt hann því hann
væri að fara á leiðtogafund á íslandi.
Þá lýsti hún því hvað hún hefði ver-
ið að gera í Affíku og víðar. Hún sagði
frá stofnun kvenrannsóknamiðstöðva
í Bandaríkjunum og hvemig þar væri
lögð mikil áhersla á að hvetja konur til
að fara út í atvinnurekstur. Hún sagði
frá því hvemig hún hefði búið til hug-
takið' „fátnily' issúes‘r til að fá karl-
menh'til'að rá:ða málefni kt'enna og
fjölskyldunnar, en bætti við að hug-
takið hefði verið skrumskælt og nú
væri talað urn „fatnily values“. Hún
nefndi að víða hefði komið bakslag í
kvenrétrindabaráttuna vegna aðlög-
unarerfiðleika, þ.e. þegar árekstur
verður milli hlutverka konunnar á
vimiumarkaðnum og á heimilinu. En
hún sagði að í dag stæðu allar dyr
opnar fyrir konur og að því þyrfti að
skila rækilega til yngri kynslóðanna.
Eirtnig nefndi hún að margar kontir
hefðu rekist á „glerþak“ í kringum 35
ára aldurinn; þá sjá þær leiðina að
auknum metorðum en komast ekld
lengra. Og hún sagði að það væri
hennar verk og hennar lílca að ýta
konunr í gegnum þetta þak. Allt væri
þetta endalaus barátta og stundum
svo erfið að það þyrfti að horfa aftur
til frumbaráttunnar til að sannfærast
um að eitthvað hefði áunnist. Og hún
bætti því við að í sjálfu sér væra konur
aðeins einni kynslóð frá því að glutra
öllu niður; upprennandi kynslóð
kvenna yrði að taka við kyndlinum
annars væri allt unnið fyrir gíg.
Eins og faðir minn gerði
Svo sagði hún frá því hvemig hún
hefði fyrir sitt eigið tilstilli mótað
kvennaráðstefnuna í Nairobi árið
1985, hvemig hún hefði mótað form
og umræðu ráðstefnunnar. Og hvem-
ig hún hefði bragðist ókvæða við þeg-
ar Santeinuðu þjóðimar tóku upp á
því að loka skrifstofu hjá sér sem hefði
það hlutverk að hvetja þjóðir til að
senda konur sem fulltrúa á fundi
Sameinuðu þjóðanna.
Að erindinu loknu tóku við um-
ræður og fyrirspumir. Meðal þess
sem þá kom ffarn hjá Maureen Reag-
an var að það væri erfitt að vera með-
mælt fóstureyðingum í Repúblikana-
flökknum þegar flokkurimi væri ein-
dregið gegn fóstureyðingum, en svo
reyndi hún að sannfæra hlustendur
um að í raun væri Demókrataflokkur-
inn ekkert frjálslyndari í þessurn efn-
um, þegar á hólminn væri komið. Og
hún sagði að Demókrataflokkurinn
hefði færst yfir á miðju stjómmálanna
en Repúblikanaflokkurinn hefði því
miður færst yfir til hægri í stað þess að
halda sér á sínum stað - eins og faðir
hennar hefði gert.
Og hún sagðist hafa það á tilfinn-
ingunni að þegar fólk kæmi í kjörklef-
ana og færi að hugsa sig vel um þá
kæmust áreiðanlega mjög margir að
þeirri niðurstöðu að Chnton Banda-
ríkjaforseti væri „siðferðilega heftur“
og að það væri ekki rétt að kjósa hann.
Hún rökstuddi þetta ekki nánar, né
færði ffam rök fyrir því að Dole væri
betri kostur.
Konur sem óttast um
öryggi sitt
Maureen sagði líka að ástæðan fyr-
ir því að konur í Bandaríkjunum
styðja Clinton ffekar en Dole væri sú,
að konur óttist niðurskurð/lokun á
ríkisstofnunum, óttist þá um öryggi
sitt. Sem hlýtur að teljast afar athygl-
isverð stjómmálaskýring.
Ragnhildur Vigfúsdóttir, sem
kynnti sig sem atvinnufemínista,
spurði Maureen hvenær Repúblik-
ánaflokkurinn myndi tilnefna konu
sem forsetaefni. Við því hafði
Maureen ekkert svar annað en að
benda á að forsetaefni væra yfirleitt
valin úr hópi ríkisstjóra eða þing-
manna og því þyrfti að fjölga konum í
þeim hóp, þannig að úr einhverju
væri að velja. Einna helst mátti á
henni sldlja að það væri svo mikið af
hæfileikaríkum karlmönnum til stað-
ar að hæfileikaríkar konur kæmust illa
að.
Hildur Jónsdóttir, jafhréttisfúlltrúi,
kom með tvær fyrirspumir og í svör-
um Maureen kom meðal annars ff arn
að konur gæm með árangursríkum
hætti beitt vinnulöggjöfinni og dóm-
stólum til að þrýsta á um jafnrétti, en
hún sagði líka að vinnulöggjöfin
gengi of langt í sumum efnum, t.d.
þegar ekld væri hægt að reka augljós-
lega vanhæfan starfemann. Þá upp-
lýsti hún að Bandaríkin hefðu ekki
staðfest kvennasáttmála Sameinuðu
þjóðanna (CEDAW) vegna þess
hversu valddreifð stjómsldpan
Bandaríkjanna væri; ekld væri hægt að
sldkka einstök ríld til að gera hvað
sem er - sáttmálinn hæfði ekld stjóm-
skipan landsins.
Eins og karlmönnum er
gjarnt
Þótt fyrirlestur Maureen E. Reag-
an hafi verið í hæsta máta yfirborðs-
kenndur þá virtust áheyrendur nokk-
uð sammála um að hún hefði konúð
því til skila hversu margt hefði áunn-
ist á aðeins einum áratug eða svo.
Fyrirlesturinn var hins vegar langt frá
því að vera dænúgerður fyrirlesmr
urn kvennabaráttumál. Einna helst
rná segja að þama hafi talað mann-
eskja með ffægt eftimafn um hvemig
hún hefði ferðast um heiminn, verið í
ffamlínunni, stjómað ráðstefnum og
talað við frægt fólk. Eins og mörgum
karlmanninum er gjamt að tala. fþg
Stytting vinnutíma
án lækkunar launa
Fyrsta þingmál Alþýðubanda-
Iagsins og óháðra á nýhöfhu
löggjafarþingi er tillaga til
þingsályktunar um styttingu
vinnutíma án lækkunar launa. Til-
laga þessi kemur í kjölfár og er
lögð ffam í ljósi skýrslu ffá forsæt-
isráðherra um mismuninn á lífs-
kjörum á Islandi og í Danmörku,
en skýrsla sú, sem unnin var af
Þjóðhagsstofriun, kom ffam að
beiðni þingflokks Alþýðubanda-
Iagsins og óháðra.
Hér verður ekki farið náið út í nið-
urstöður skýrslunnar, en urn þær hef-
ur ítrekað og náið verið fjallað. í
stærstu dráttum kom þar fram, aðal-
munurinn á lífskjöram hér og í Dan-
mörku felst í lágu tímakaupi á Islandi,
gríðarlegri yfirvimtu til að vinna það
upp og af öllu þessu leiðir minni tími
fyrir fjölskylduna og heimilin. Þing-
flokkurinn telur allt of langan vinnu-
tíma vera undirrót margvíslegra fé-
lagslegra vandamála hér á landi, enda
hafa lág laun og langur vinnutími
veruleg áhrif á stöðu fjölskyldunnar í
íslenslcu samfélagi.
Sjálf tillaga þingflokksins til þings-
ályktunar er svohljóðandi: „Alþingi
ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa
nefhd sem hafi það hlutverk að gera
tillögu að áætlun til þriggja ára um
raunveralega styttingu vinnutímans á
íslandi, þannig að í lok áætlunartíma-
bilsins verði vinnutínúnn hér á landi
ekki lengri en er að jafhaði meðal
þeirra þjóða sem við helst beram
okktu saman við, t.d. í Danmörku
og/eða á öðram Norðurlöndum.
Jafhffamt verði tekið til athugunar
að skipta upp vinnu milli fólks sem
verði liour í ai' draga úr atvinnuleysi
og stytta v nnutíma.
Þeir aðilar sem kallaðir verði til
samstarfs um þetta verkefhi verði AI-
þýðusamband Islands, Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja, Kennara-
samband Islands, Bandalag háskóla-
manna, Fármanna- og fiskimanna-
samband Islands, Samband ísl. sveit-
arfélaga, Vinnumálasambandið og
Vinnuveitendasamband Islands. Á-
ætlun þessi verði unnin tmdir forystu
forsætisráðuneytisins.
Við gerð áætlunarinnar verði við
það núðað að launatekjur lækld ekki
þrátt fyrir styttri vinnutíma.
Nefiidin skili niðurstöðum sínum
fyrir lok ársins 1997“.
I greitiargerð tneð tillögnnni segir
tneðal annars:
„Umræða um málefni fjölskyld-
unnar hefur verið alrnenn og óljós.
Þess vegna hafa verið teknar ákvarð-
anir í skattamálum og atvinnumál-
urn, heilbrigðismálum, trygginga-
málum og menntamálum, sem hafa
kippt stoðum undan afkomu margra
fjölskyldna í landinu.
Aðalvandi fjölskyldnanna er ekki
einstaka aðgerðir heldur og því mið-
ur röð ákvarðana núverandi stjóm-
valda, þar sem verið er að traðka nið-
ur frumkvæði, vilja og orlcu almenn-
ings; gleggst dæmin í þeim efhum
era jaðarskattarnir.
Nú styttist í að [vinnutímatilskipun
Evrópusambandsinsj taki gildi hér á
landi þar eykst þrýstingur á styttingu
vinnutímans og því er núkilvægt að
fundnar séu leiðir til að stytta vinnu-
tímann án þess að það hafi neikvæð
áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna.
Það kemur m.a. frarn í skýrslunni um
samanburð á kjöram fólks á Islandi
og í Danmörku að vinnutínú ein-
stakra hópa hér á landi er allt upp í 51
stund á viku að jafhaði en nær ekki 40
smndum í Danmörku.
Þrátt fyrir þetta núkla vinnuálag
nær íslenskur launamaður ekki sömu
ráðstöfunartekjum á mánuði og sá
danski. Við þetta verður ekki unað.
Hér verður ekki mótuð raunhæf fjöl-
skyldustefna ef ekki er teldð á þessum
vanda. Taxtalaun verða að vera meg-
inuppistaða i tekjum heinúlanna. Því
verður að ná þessu markmiði og með
bættu skipulagi innan fyrirtækja og
aukinni framleiðrú þeirra ætti það að
vera unnt.
Tillaga þessi er ekki aðeins mikil-
væg frá almennu félagslegu sjónar-
miði; hún er einnig núkilvægur þátt-
ur í tillögum Alþýðubandalagsins um
heildstæða at\tinnustefhu.“