Vikublaðið - 29.11.1996, Side 6
T
VIKUBLAÐIÐ 29. NÓVEMBER 1996
- eða fórnarlömb þess?
Arlega eru milljarðar sviknir undan skatti, það
er vitað. Árið 1992 kom út skýrsla sem áœtlaði
að umfang skattsvikanna vœri um 11 milljarð-
ar. Skattrannsóknarstjóri hefur ekki ástœðu til
að œtla að þessi tala hafi minnkað. En hvað
um svik í félagslega kerfinu. Hvað um svindl hjá félags-
málastofnun, atvinnuleysistryggingasjóði eða Trygg-
ingastofnun?
Gegnt gráu Alþingi stendur Jón Sig-
urðsson, sómi Islands sverð þess og
skjöldur. Hann er táknmynd sjálf-
stæðisbaráttu stoltrar þjóðar. Tákn-
mynd sjálfstæðis sem segir frekar en
nokkuð annað; við sjáum um okkar
fólk. Það skal enginn svelta á ís-
landi, það skal engan skorta klæði og
húsaskjól á Islandi. Trúin á sjálf-
stæðið er og innbyggð í vitund ís-
lendinga. Þessi trú birtist í rikri ein-
staklingshyggju íslendingsins sent
segir; ég er jafngóður og hver annar.
Við viljum sjá um okkar fólk, en við
viljum ekki láta sjá um okkur. Það er
erfitt að fara á féló og biðja um fjár-
hagsaðstoð - stolt þjóð, sterk þjóð.
Það er erfitt að fara á atvinnuleysis-
bætur - stöndug þjóð, sjálfstæð þjóð.
Svona hefur það verið. En heimurinn
er að breytast. í hörðum heimi liggur
táknmynd sjálfstæðis á hliðinni, hrint
af stalli vegna lífskjara alþýðunnar.
Alvarlegri málum vísað
til rannsóknarlögreglu.
Fólk reynir í auknum mæli að fara
fram hjá kerfinu, svindla á því. Á
síðasta ári sóttu 4000 einstaklingar
um fjárhagslega aðstoð til Félags-
málastofnunar Reykjavíkur, 658
milljónum var þá varið í íjárhagsað-
stoðina. Hæsta mögulega upphæð
einstaklings er rúmlega 53.000 krón-
ur á mánuði. Ef einstaklingur hefur
einhverjar tekjur þá dragast þær frá,
en það sem snýr að bömum eins og
t.d. meðlag, bamabætur eða bama-
bótaauki kemur ekki til frádráttar. Ef
um er að ræða hjón eða sambýlisfólk
þá fara bætumar hæst í 96.000 krón-
ur á mánuði. Lára Bjömsdóttir hjá
Félagsmálastofnun reiknar með að í
ár fari heildarupphæðin upp í 730
milljónir. En hvað um svindl?
Lára Bjömsdóttir: „Það era auðvitað
alltaf einhver dæmi um það í öllum
kerfum að fólk reyni að fara framhjá
þeim, en við höfum alveg ákveðin
farveg sem slík mál fara í. Ef fólk
verður uppvíst að þessu þá er því
vísað til yfirmanns fjölskyldudeildar
á fund með lögfræðingum okkar. Og
fólk er kallað til viðtals hér og ef
okkur þykir ástæða til þá er það kraf-
ið um endurgreiðslu. Stundum stafar
þetta af miskilningi. Menn hafa
kannski ekki fengið upplýsingar eða
að menn telja að það sé allt í lagi að
vera með tryggingabætur og fá líka
aðstoð hér. Þetta eru ekki háar upp-
hæðir og ef um misskilning er að
ræða þá kemur það fyrir að við telj-
um réttlætanlegt að láta málið niður
falla. En í alvarlegri málum þá höf-
um við vísað þeim til rannsóknarlög-
reglu. Þannig að þetta er metið í raun
og vera í hvert sinn. Og auðvitað er
það mjög erfitt og leiðinlegt þegar
slíkt kemur upp. Eftirlitsaðili hjá
okkur er fjármála- og rekstrardeildin
sem gerir tékk á málum en það getur
auðvitað alltaf eitthvað farið fram-
hjá, en það á ekki að vera mikið um
þetta nema menn séu vísvitandi að
blekkja og það er nátlúralega lítill
hluti af þeim aragrúa sem hingað
kemur”.
Atvinnuleysisbætur
svindlaðar út
Margrét Tómasdóttir hjá Atvinnu-
leysistryggingasjóði segir það hafa
aukist mjög á þessu ári að fólk væri
að reyna að komast framhjá kerfinu.
„Það eru örugglega um 20 manns á
þessu ári sem hafa raunveralega við-
urkennt það. Þetta er þá bara fólk
sem er í launavinnu sem er borguð
öll gjöld af, samhliða því að vera á
atvinnuleysisbótum.”
En era það ekki bara mistök sem
valda þessu? „Nei, þetta eru ekki
bara mistök. Það era alls kyns skýr-
ingar í gangi. Fólk heldur að ef það
vinnur á kvöldin eða um helgar þá
komi engum það við og heldur að
það sé bara atvinnulaust á milli 8 og
5. Og svo er það af því að þetta var
svo lítil vinna og skipti ekki neinu
máli. Svo byrjar fólk í sumum tilfell-
um að vinna en fær ekki útborgað
fyrr en eftir mánuð og spyr því sjálft
sig að því á hveiju þau eigi að lifa
þangað til. Þannig að það era margs
konar skýringar sem koma. Þetta
hefur aukist og ég held að þetta sé
farið að skipta einhverjum tugum til-
fella”.
Era þetta háar upphæðir sem fólkið
er að ná út úr kerfinu með þessum
hætti? „Menn hafa orðið uppvísir af
því að hafa verið á atvinnuleysisbót-
um í nokkur ár samhliða því að vera
í vinnu og þá með rekstur. Þannig að
það er komið yfir milljón kannski
hjá einum einstaklingi sem þá er gert
að endurgreiða allt að tvöfalt þeirri
upphæð sem hann hefur fengið
greiddar með því að gefa rangar upp-
lýsingar. Og það hefur verið þó
nokkuð um það að fólk sé kært til
rannsóknarlögreglunnar af sjóðnum
eftir því hvers eðlis brotið er. Að
megninu til era þau tilvik sem upp
hafa komið á þessu ári komin til
vegna upphringinga frá fólki sem
bara sættir sig ekki við það lengur að
horfa upp á þetta. Við höfum líka
fengið upplýsingar frá skattinum,
vegna þess að atvinnuleysisbætur era
nú orðnar staðgreiðsluskyldar en
Ung kona, sem ekki vill íata nafns síns getið,
viðurkennir að hafa frestað því að segja sig af
atvinnuleysisbótum í fimm mánuði. „Ég var á
atvinnuleysisbótum og fékk þar um 22.000
krónur á hálfsmánaðarfresti. Síðan skráði ég
mig í Háskólann og það liðu fimm mánuðir þar
til ég sagði mig af atvinnuleysisbótum.”
Spurð að því hvort þetta hafi verið alveg nauð-
synlegt sagði hún: „Annars hefði ég aldrei gert
þetta. Maðurinn minn var atvinnulaus á þess-
um tíma. Við eigum tvær dætuf og við vorum
að deyja.”
Prestur
aðstoðar
vora það ekki áður. Þetta auðveldar
okkur að sjá það ef að fólk er að
vinna einhversstaðar og greiðir þar
kannski skatta á sama tíma og það er
að þiggja atvinnuleysisbætur,” segir
Margrét.
Skúli Eggert Þórðarson, skattrann-
sóknarstjóri segir að þau hafi haft
einhver afskipti af atvinnurekendum
sem eru með fólk í svartri vinnu og
að í einhverjum tilfellum sé það fólk
líka á atvinnuleysisbótum. Skúli
Eggert: „Atvinnuleysistrygginga-
sjóður hefur komið með mjög at-
hyglisverðar ábendingar til okkar
sem reynst hafa á rökum reistar. Þá
hafa þeir sent okkur bréf og vakið at-
hygli á tilteknum fyrirtækjum eða
einstaklingum. Það er mikið samstarf
þama á milli þó ekki sé það beint ná-
ið en við höfum hist á fundum og
samstarfið hefur verið árangursríkt.”
Þegar Skúli Eggert var spurður að
því hvort hann teldi skattsvik hafa
minnkað frá því árið 1992 þegar
áætlað var að 11 milljarðar væru
sviknir undan skatti árlega, svaraði
hann því til að hann hefði engar for-
sendur til að fullyrða hvort skattsvik
hefðu aukist eða dregist saman.
Hverjir svindla?
Margrét Tómasdóttir: „í langflestum
tilfellum eru þetta einstaklingar sem
koma inn sem launamenn en hafa
kannski jafnhliða því að vinna hjá
öðram verið með einhvem rekstur en
láta ekkert vita af því þegar þeir skrá
sig og halda þeirn rekstri bara áfram
þannig að þeir eru í raun ekkert at-
vinnulausir. Þetta er svona smárekst-
ur sem er nú samt í sumum tilvikum
ansi mikill.”
Lára Bjömsdóttir segir FR ekki hafa
skoðað það hvort ákveðnir hópar
umfram aðra séu uppvísir að svindl-
inu: „Við vitum það að í öllum kerf-
um, hversu góð og pottþétt þau era,
t.d. í skattkerfinu og félagsmálakerf-
inu þá eru alltaf einhverjir sem verð-
ur hált á hinni mjóu braut. En það
hefur verið okkar skoðun að menn
eigi ekki að byggja kerfið upp frá því
að það séu einhverjir sem svindla
heldur alveg öfugt því almennt eru
menn heiðarlegir og segja rétt og satt
frá. Svo er heimurinn að breytast,
við vitum það. Þegar ffkniefni og
annað er til staðar þá brestur siðferð-
iskenndin”.
Blóðsugur
Tryggingastofnunur;
Læknar?
„Tryggingastofnun hefur tvenns kon-
ar kúnna”, segir heimildarmaður
Vikublaðsins innan Tryggingastofn-
unar ríkisins. „Annars vegar erum
það við öll sem fáum niðurgreidd lyf
og lækniskostnað, fæðingarorlof og
slíkt og hins vegar eru það sérfræð-
ingamir. Það era lyfjafræðingamir,
sérfræðilæknamir, heilsugæslulækn-
amir og sjúkraþjálfaramir. Fagfólk,
sem er kannski að hætta í samnihg-
um og reynir skiljanlega að ná sem
mestu. Þarna er eitthvað sem meira
mætti hugsa um og þama er kannski
frekar hægt að spara.”
En það er ýmislegt í kerfinu sem
beinlínis ýtir undir að fólk fari fram-
hjá því. Þannig nefnir viðmælandi
okkar hjá Tryggingastofnun muninn
á því að vera einhleypur öryrki og
svo aftur giftur öryrki eða í sambúð.
„Hér er dæmi: Maður sem er ein-
hleypur getur farið upp í 60 - 70.000
krónur með öllu. Svo hittir hann