Vikublaðið


Vikublaðið - 29.11.1996, Page 8

Vikublaðið - 29.11.1996, Page 8
Spænskir dansarar og tonlistarmenn i Seville um 1900 Á dögunum kom út á vegum forlagsins Stöku bókin Sígild tónlist eftir John Stanley í þýð- ingu Friðjóns A. Árnasonar. Bók sem þessi er sannarlega tímabær á íslenskum bókamarkaði. Bókin er afar yfirgripsmikil og spannar sögu sígildrar tónlistar frá 1100 til okkar daga. í upphafi bókar er sögulegur kafli um stöðu sí- gildrar tónlistar og hlutverk tónskáldanna á hverjum tíma. Einnig er dágóðum hluta varið til sögu hljóðfæranna; gerð er nákvæm grein fyrir því hvernig þau hafa komið fram á sjónarsviðið í ólíkum og fjölbreyttum flokkum og tegundum. Mannsröddinni eru einnig gerð góð skil. Meginefni bókarinnar er þó umfjöllun um líf og störf 150 tónskálda frá öllum tímum sögunnar. Þeim er skipað niður á ólík tímabil, sem hvert um sig fær ákveðna kynningu ásamt með um- fjöllun um stórviðburði hvers tíma, þjóðfélags- umhverfi og stefnur í öðrum listum. Æviágrip tónskáldanna eru jafnt fróðleg sem skemmtileg aflestrar og halda bókinni uppi. Þá fylgja tóndæmi með hverju tónskáldi og eru þau til þess fallin kynna helstu einkenni og stíl hvers tónskálds. Það var tímaritið Gramop- hone sem valdi tón- dæmin og Sembal frá 1729 verður ekki annað sagt en afar vel hafi tekist til. Öll tónskáldin sem eru í bókinni eiga vissu- lega vel heima þar. En sjónarhornið er dálítið breskt og of lítið fjallað um tónskáld frá Norður- löndunum. Menn eins og Sibelíus og Grieg skipa að sjálfsögðu sinn sess, en það hefði ver- ið skemmtilegra ef skandinavískri tónlist hefðu verið gerð betri skil. Bókin er prýdd fjölda mynda og málverka og á heildina litið er hún mjög aðgengileg og ekki þarf neina sérfræðikunnáttu á sviði tónlistar til þess að njóta hennar. Þessi bók ætti því vera fagnaðarefni öllum þeim sem unna sígildri tón- list. i Ungir menn á uppleið / HSh , * Út er komin hljómplatan “Ungir menn á yi** J uppleið” með hinu ástsæla Ríó tríói. iJfanHB’ ! r W Þetta er tuttugusta hljómplata þeirra fé- ____jK__________lill. £r._________________Æ____laga Ágústar Atlasonar, Helga Péturs- sonar og Ólafs Þórðarsonar, og þriðja hljómplata þeira með lögum Gunnars Þórðarsonar og textum Jónasar Friðriks Guðnasonar skálds á Raufarhöfn. Á plötunni, sem hljóðrituð var að hluta til á írlandi eru 10 lög. Fjölmargir íslenskir og írskir listamenn lögðu þeim félögum lið við gerð hljómplötunnar. Tríóið hefur nú starfað nær óslitið í rúmm 30 ár og að sögn þeirra sjálfra eru þeir ekki á því að gefast upp og eru þegar farnir að huga að annari hljómplötu sem kemur út með vorinu. Allar útsetningar og hljómsveitarstjórn var í höndum Gunnars Þórðarsonar. Spor gefur plötuna út. HJARTAGÁTAN VIKUBLAÐIÐ 29. NÓVEMBER 1996 A I T 1 12 Á J U 2 13 B K Ú 3 14 D L V 4 15 Ð M X 5 16 E N Y 6 17 É O Ý 7 18 F Ó Þ 8 19 G P Æ 9 20 H R Ö 10 21 I S 11 22 23 Setjið rétta stafi í TT reitina neðan við Tz krossgátuna. Þeir myndaþábæjamefii. Lausnarorð T7 krossgátunnar í síðasta rV blaði er SNÁKABANL 2 5 •f í? O ? 8 2 1 O 1 3 2 10 T 3 4- 5“ 2 T )&> 8 2, !o 3 2 8 » ? 19 8 b )8 20 2 i S2 8 5' 1 l Uo 2 (p z 12 1 15T 5/ 3 £2 s? S II 8 18 5 V 13 8 23 2 18 S )8 2S 2ö d 13 25 18 20 8 )b )3 2í> H- 18 15 $2 22 25 22 22 % S2 8 !é? 2o 2! ío 8 2Js> T )8 J7- y 25 22 3 2 fl T~ 8 S? 2É )5~ 8 & S? 18 1) SP s )b I) 25 T H? \ )§ f 22 28 20 20 y )8 2o n s? 23 28 20 )3 f )$ 2b )S 25 SF 28 b ~Z~~ 8 23 20 <?> )i 2 11 V 22 28 13 2.8 30 8 51 2D 22 3 8 n 8 23 T J8 lo 5T " )y )3 o0 V 18 4 IS 1— IO iVi > 1. j3 Einn af helstu gítarleikurum djassins; Doug Raney, mun leika í hópi íslenskra djassleikara á Jómfrúnni í Lækjargötu í kvöld (föstudaginn 29. nóv.) og hefjast tónleikarnir kl. 21:00. Þetta er í fjórða skipti sem Doug heimsækir ísland. Fyrst kom hann hingað árið 1978. Þá var hann 22 ára gamall og lék á gítar í tríói píanistans Horace Parlans. Þeir tónleikar voru fyrstu djass- tónleikarnir er Jazzvakning skipulagði með erlendri hljómsveit. Doug kom hingað í annað sinn 1993 og lék á opnunartónleikum RúRek djasshátíðarinnar og síðan í ársbyrjun 1995 á vegum Menningarstofnunar Bandaríkjanna og lék þá gítardúett með Birni Thoroddsen. Á tónleikunum á föstudagskvöld leiða þeir Björn aftur saman hesta sína og hrynsveitina skipa Tómas R. Einarsson bassaleik- ari og Einar Valur Scheving trommari, sem einnig léku með 1995. Margir af helstu saxófónleikurum landsins koma í^heimsókn og blása með Doug og félögum í tilefni af því að JAZZÍSÚTGÁF- AN helgar íslenskum saxófónleikurum þetta útgáfuár. Út er komnir diska með Stefáni S. Stefánssyni og Sigurði Flosasyni og um heigina er von á diski með Gunnari Ormslev: Jazz í þrjátíu ár, sem gefin er út í samvinnuvið Menningarsjóð Jazzvakningar. Doug er búsettur í Kaupmannahöfn, en ferðast oft til Bandaríkj- anna til hljómleikahalds. Hann hefur hljóðritað fjölmarga hljóm- diska um dagana m.a. með föður sínum djassgítaristanum, Jimmy Raney, sem var einn af höfuðsnillingum djassgítarsins, Chet Bak- er tríóinu þar sem hann sló gítar og Niels- Henning bassa og einn- ig með hljómsveitum, þar sem leikið hafa menn á borð við George Cabels, Adam Nussbaum, Billy Hart og Jesper Lundgaard. Það er Jazzvakning sem stendur fyrir tónleikunum. Að- gangseyrir er 1000. - kr. Út er komin bókin Þórsmörk - land og saga eftir Þórð Tómas- son safnvörð í Skógum. Þórsmörk skipar stóran sess í huga þúsunda íslendinga, enda er hún ein helsta perla íslenskrar náttúru. Þórður rekur í bókinni sögu Þórsmerkur frá öndverðu, fjallað er um búsetu, friðun, landnýtingu og flest annað sem viðkemur Þórsmörk. Þá er í bókinni ítarleg lýsing á náttúru og staðháttum í Þórsmörk og nágrenni. Ekki hefur áður komið út bók um Mörkina og er því bætt úr brýnni þörf. Frásögn höfundar er lifandi og kjarnyrt og bókina prýða einnig um 300 Ijósmyndir eftir bestu Ijósmyndara þjóðarinnar. Þórður Tómasson á að baki hálfrar aldar feril sem höfundur rita um þjóðleg fræði og liggja eftir hann yfir tuttugu bækur auk fjölda tímarita- og blaðagreina. Bókin er öðrum þræði gefin út í tilefni af 75 ára afmæli höfundar á þessu ári. Doug Raney ú\ Islands

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.