Vikublaðið


Vikublaðið - 29.11.1996, Qupperneq 9

Vikublaðið - 29.11.1996, Qupperneq 9
VIKUBLAÐIÐ 29. NÓVEMBER 1996 UPPMEÐ BURT MEÐ BAKSLEIKJUVIÐBIT • • Ogmundur Jónasson hélt erindi á ráð- stefnu fjármálaráð- herra um nýskipan í ríkis- rekstri að Hótel Sögu sl. þriðjudag. Fyrirlestur Ög- mundar kallaðist „Breytt umhverfi starfsmannsins ”. I upphafi máls síns fjallaði Ögmundur um stjómenda- hyggjuna í fjármálaráðu- neytinu og Ráðhúsi Reykja- víkur, þar sem verið er að fela stjórnendum aukin völd og ábyrgð. Síðan sagði Ögmundur: „í hverjti felaxt aukin völd forstjór- ans?jí’fyrsta lagi gera lögin ráð fyrir ])ví að hann hafi meira svigrúm til verkstjórnar - í. þessu samhengi er rétt að vekja athygli á þeirri hugsun sem fram kemur í greinargerð frum- varpsins um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna og er orðuð á þann veg, að mikilvægt sé að starfsfólki sé gerð grein fyrir því til hvers ætlast er af því. Með öðrum orðum, starfs- maðurinn er ekki sjálfstæður og skapandi einstaklingur heldur tæki sem stjómandinn beitir. í öðru lagi er svigrúm til að segja síarfsmönnum upp störfum aukið, biðlaun eru úr -sögunni. forstióri fær völd til að þvinga fólk tif að sinna storfum í allt að hálft ár eftir upp- sögn starfsmanns, þ.e. þremur mán- uðum umfram uppsagnarfrest, ef honum býður svo við að horfa og þess má geta til upplýsingar að samninganefnd ríkisins hefur lagt til við samningaborð að við komandi kjarasamninga verði gengið enn lengra en lögin gera ráð fyrir í þá átt að ráða fólk - allt að einu ári - með einnar viku uppsagnarfresti í stað þriggja mánaða. Auðveldara að reka fólk Fýrirlesari frá ráðgjafafyrirtæki sem ráðíagt hefur sveitarfélögum um þjónustusamninga og einkavæðingu orðaði kosti þessa fyrirkomulags á mjög skýran hátt á ráðstefnu hér í þessu húsi fyrir fáeinum dögum. Hann sagði : „Sveigjanleiki í rekstri verður meiri, t.d. varðandi opnunar- tíma og bakvaktir og hægt er að fela sama starfsmannninum fjölþætt verkefni. Einnig er samdráttur í rekstri auðveldari því ekki þarf að segja upp opinberum starfsmönnum og greiða biðlaun”. Svo mörg voru þau orð. Reyndar voru þau miklu fleiri og flest á þennan veg. En hvað hafa lögin um réttindi og skyldur með einkavæðingu að gera? Markmiðið með lögunum er að skapa svipaðar aðstæður innan opin- bera kerfisins og ríkja á markaði. Því eins og áður segir á það ekki að skipta máli hver framkvæmir verkið, opinber aðili eða einkaðili. Forsend- umar eiga að vera hinar sömu. Gera eigi „forstjórum auðveldara en nú er að miða fjölda starfsmanna við raun- vemlega starfsmannaþörf stofnunar” einsog sagði orðrétt í greinargerð með lagaftumvarpinu um réttindi og skyldur og greiða kaup samkvæmt lögmálum markaðarins. Viðbótarlaun eru rangnefni Og þar erum við komin að hinum margumræddu viðbótarlaunum. í rauninni er rangnefni að tala um við- bótarlaun því ætlunin er ekki að hækka launin sem viðbótinni nemur. Ætlunin er að búa til launakerfi þar sem gmnnlaun vega minna en nú gerist. Ofan á grunnlaun komi hins vegar álag. Umræða um fyrirkomu- lag af þessu tagi er ekki einskorðuð við Island. Hatrammar deilur geisa nú á Norðurlöndum og víðar þar sem ■atvinnurekendur þrýsta mjög'á;fyrjr- komulag af þessu tagi. í Danmörku hafa komið fram kröfur af hálfu ríkis og sveitarfélaga að gmnnlaun verði lækkuð um 10 til 20 % en möguleik- ar til viðbótarálags auknir að sama skapi. Með þessu móti er hluti launa- myndunarinnar á valdi forstjórans, hann verðalunar þá sem gera vel en hinir sem ekkert fá geta væntanlega sjálfir sér um kennt. Með þessum hætti er ætlunin að örva starfsmenn til dáða, brýna þá einsog önnur verk- færi. Launamisréttið eykst Enda þótt mikið hafi verið um það rætt á íslandi að launakerfi hins op- þess að reka fólk þýða minna starfs- öryggi fyrir starfsfólk. - Eftir því sem gmnnlaunin vega minna í launamynduninni en viðbót- in meira þeim mun meira verður starfsmaðurinn háður þeim sem við- bótina skammtar enda leikurinn til þess gerður að hann fái á honum matarást. Baksleikjan Danir kalla þetta ekki viðbót heldur fedtrövs-tillæg, sem myndi útleggst baksleikjuviðbit, ekki beint yndislegt hugtak en með því er gefið til kynna hvað það getur kostað að njóta slíkr- ar viðbótar á laun. raunvemlega vakir fyrir fjárveitinga- valdi ftjálshyggjuríkisstjómar gagn- vart þeirri starfsemi sem þeim er treyst fyrir.” Ögmundur tók síðan Nýja-Sjáland sem dæmi um misheppnaðar tilraunir í þessa áttina. „Alls staðar hefur þetta fyrirkomulag þjónustusamn- inga og breytts launafyrirkoumlags á forsendum stjómandans, leitt til auk- ins launamisréttis. Afleiðingin hefur því miður einnig orðið sú að þjónust- ustigið hefur versnað þrátt fyrir ær- inn tilkostnað við opinbert eftirlit, sem hefur reynst nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að notandinn verði hlunnfarinn.” Ögmundur Jónasson: Danir kalla þetta ekki viðbót heldur fedtrövs-tillæg, sem myndi útleggast baksleikjuviðbit, ekki beint yndislegt hugtak en með því er gefíð til kynna hvað það getur kostað að njóta slíkrar viðbótar á laun. inbera sé hmnið og ónýtt þá er stað- reyndin sú að þorri manna fær greitt samkvæmt umsömdum launatöxtum. Þeir launataxtar em of lágir - enn sem komið er, en það er önnur saga. Öðm vxsi er þessu farið á almennum launamarkaði. Þar er láglaunafólkið víða á afar lágum kauptöxtum, bund- ið við taxtana sem era jafnvel lægri en tíðkast hjá hinu opinbera. Hópar starfsmanna em hins vegar yfirborg- aðir, á launum langt umfram kaup- taxta og kemur í ljós við nánari skoðun karlar em almennt með miklu meiri yfirborganir fyrir dag- vinnu en konur. Hugmyndin með viðbótarlaunakerfinu er að búa til samsvarandi kerfi hjá hinu opinbera; launakerfi þar sem miklu meiri mis- munun er en almennt tíðkast hjá ríki og sveitarfélögum. Að siglaundir fölsku flaggi Það er mjög skiljanlegt að fjármála- ráðherrann,' sem er maður meðvitað- ur um hvert hann stefnir, skuli streit- ast gegn því að semja við stéttarfé- lögin um hin svokölluðu viðbótar- laun því hugmynd hans er sú að þau verði markaðsþátturinn í launamynd- uninni en um leið og um þessar greiðslur yrði samið væri botninn dottinn úr hugmyndafræðinni. Allt tal síðastliðið vor við umræðuna um lögin um réttindi og skyldur, að sett- ar yrðu sérstakar reglur til að bæta hlut kvenna eða láglaunahópa al- mennt, vom því miður blekking, og það mjög gróf blekking, því það er gróft aðsigla undir fölsku flaggi. En hver em viðhorf starfsmanna til þessara breytinga? í fyrsta lagi má hverju bami vera augljóst að á sveigjanleika forstjórans er önnur hlið og hún snýr að þeim sem sveigður er, það er starfsmanninum. - Aukin völd forstjóra hafa í för með sér minni áhrif starfsmanna. - Minni tilkostnaður við að leggja niður störf og aukin völd forstjóra til Það er mjög mikilvægt að ekki verði ruglað saman greiðslum af þessu tagi, það er að segja greiðslum á for- sendum forstjóra, við umsamdar launahækkanir á forsendum stéttarfé- laganna og samþykktar af félags- mönnum við samþykkt kjarasamn- inga. Lítum ögn nánar á þetta kerfi og þá hugsun sem býr að baki. Launamun- ur er kerfisbundin mismunun. Sú mismunun getur byggst á ólíkum forsendum, menntun, álagi, ábyrgð, sterkri samningsstöðu eða öðmm þáttum. Nú er auðvelt að færa að því rök að mismunun sem byggir á einstak- lingsbundnum dugnaði sé réttlátari en mismunun sem byggir á þeim þáttum sem hér voru nefndir. En hér ber að hafa í huga mikilvægar félagslegar hliðar og þá einkum tvennt: 1) Flestum einstaklingum finnst þeir vera sérstaklega hæfir og duglegir. 2) Flestum einstaklingum finnst þeir vera of lágt launaðir.” Leiðin til launaleyndar Síðan ræddi Ögmundur það sem hann kallar launaleyndina og fullyrti að reyndin er sú að „það er ekki hinn duglegi og hinn iðjusami sem fær umbun heldur hinn sem er í náðinni en þangað hefur hann oftar en ekki komist með hnjáliðamýkt. Það segir sig sjálft að eitthvað meira en lítið er bogið við kerfi sem ekki þolir dags- ljós. Þess vegna em starfsmenn því almennt andvígir”. Og Ögmundur spurði síðan hverjir það væm sem vildu svona kerfi og sagði um stjómendur: „Þeir gera sér grein fyrir skaðlegum áhrifum launaleyndarinnar, og vildu helst vera lausir undan því að semja beint um laun. Þeir vita sem er að góður starfsandi er öllu öðm mikil- vægari og líklegri en allt annað til árangurs. Laun sem stjómtæki þygg- ir á gamalli og úreltri hugsun. I öðm lagi gera^þeir sér grein fyrir því sert) _ Grunnlaunahækkun fyrir alla Og Ögmundur hélt áfram: „Fyrir samfélagið allt er það íhugunarefni að með þvf að bijóta niður grann- launakerfið - sem veitir öllum vöm og tryggingu hvort sem hann er ung- ur og áhugasamur eða gamall og þreyttur, karl eða kona, - er samfé- lagið að afsala sér möguleikanum á því að draga á markvissan og yfir- vegaðan hátt úr iaunamun og þar með launamisrétti kynjanna. Anita Hariman sem var hér á dögun- um á vegum Jafnréttisráðs tók sér- staklega fram í sínum málflutningi að ókynbundið starfsmat væri sú leið sem best hefði gagnast til að draga úr launamun kynjanna en gmndvallar- forsenda þess að það skilaði árangri væri að starfsmatið tæki til viðbótar- launa, ekki einvörðungu gmnnlauna. Atvinnurekendavald, hvar sem það er að finna hvort sem er hjá ríkis- valdi, sveitastjómarvaldi eða Reykja- víkurvaldi, verður að gera það upp við sig á hvaða forsendum það vill hækka laun starfsfólks. Það hefur sýnt sig hjá ýmsum stofn- unum.að áhugavekjandi tilraunir til að örva fólk til afkasta skila oftast nær árangri og nú síðast hafa menn ráðist í slík verkefni hjá Rafmagns- veitum Reykjavíkur. Það er gott að færa yfirvinnu inn í launataxtann og það er gott að örva starfsfólk til að leita léiða til að gera vinnu sína markvissari og þannig búa í haginn fyrir styttri vinnutíma. Þetta má gera með margvíslegu móti og hefur reyndar verið gert á ýmsBm vinnu- stöðum í áranna rás. Gamaldags húsbóndavald. En því verður hins vegar ekki trúað fyrr en á verður tekið að skilyrði til að hækka þau smánarlaun sem fólki er boðið upp á hjá ríki og borg sé að starfsfólk taki sig á í starfi umfram það ,sfm á það þefur,yerið lagt. .Stað- reyndin er sú að vinnustaðir hjá ríki og Reykjavíkurborg, svo sem sjúkra- húsin, em of fáliðaðir og fólk undir ómanneskjulegu álagi. En auðvitað er hægt að beita öllum brögðum til að koma á bónuskerfi hjá hinu opin- bera ekki síður en í fiskviimslunni. Og það segir sína sögu þegar þeir viðsemjendur sem fara með mál heil- brigðis- og menntastofnana em famir að tala um ágóðahlut starfsmanna af starfseminni; nokkuð em menn þá famir að fjarlægjast það þjónustu- hlutverk sem þolinmóður og um- hyggjusamur sjúkraliði sýnir í starfi þegar honum best tekst upp. Eða trúa menn því virkilega að skólastofan eða sjúkrastofan, eða tökum nánast hvaða vinnustað sem er - að hann verði betri og skemmti- legri þegar hver einasti starfsmaður hugsar um það dag og nótt hvað hvert viðvik gefur í aðra hönd. Og finnst mönnum það virkilega væn- legt til árangurs að stilla upp sem andstæðum stjómendum og starfs- mönnum. Einhverjum finnst þeir ef- laust vera afskaplega nútímalegir með þessum breytingum en í raun er verið að taka upp gamaldags hús- bónavald. Bætum starfsandann Hvað er þá til ráða? Það á að bæta starfsandann og það á að hækka gmnnlaunin vemlega. Hjá öllum, líka þeim sem em orðnir gamlir og þreyttir. Og það á að afnema allt sporslukerfi. Mönnum verður tíðrætt um að launa- kerfið sé ranglátt og ógagnsætt. Það er vissulega ranglátt en ógagnsætt er það ekki. Launakannanir hjá Reykja- víkurborg og Norræna jafnlauna- verkefninu leiddu í ljós að launamis- réttið væri einkum að finna í yfir- borgunum. Þessar yfirborganir em hins vegar gagnsæjar. Þær heita bíla- peningar og yfirvinna, það er að segja greiðslur umfram það sem unn- ið er eða ekið. Hvort tveggja em auðskiljanlegar mælieiningar. Það er hægt að mæla hve mikið starfsmað- urinn ekur eða hve lengi hann vinn- ur. Ef það er gert kemur í ljós að þeir sem standa ofarlega í stjómkerfinu fá meira á kostnað hinna. Mælieiningin er því ekki vandamálið heldur sá sem mælir. eða öllu heldur sá sem skammtar, forstjórinn og nú á að búa til kerfi sem færir honum aukin völd í hendur. Burt með sporslukerfið Það kerfi sem nú er verið að bjóða upp á er hins vegar ógagnsætt. Vís- bending um hvert stefnir era svokall- aðar starfseiningar sem kjaranefnd og kjaradómur hefur tekið upp. Þær eru blanda yfirvinnu og álags og ábyrgðar. Með öðmm orðum ekki er lengur hægt að sjá fyrir hvað er verið að greiða hverju sinni. Um þetta þarf ekki að hafa mörg orð önnur en þau að misrétti á að afnema ekki festa í sessi. Það er ótrúlegt hve langt ráðamenn eru tilbúnir að ganga í feluleik og ekki síður í viðleitni til að skjóta sér undan ábyrgð. Eða hvað skyldi mönnum þykja eðlilegt að bjóða skrifstofumanni sem ekki þykir verðugur viðbótalauna. Því væntanlega verða margir án þeirra - eins og tíðkast hjá láglaunafólki á al- mennum vinnumarkaði. Hagsmunir þjónustustarfsemi á veg- um hins opinbera eru að skapa rétt- látt kerfi. Góð mannsæmandi gmnn- laun og vinnuumhverfi þar sem ein- staklingnum er gert kleift að ganga uppréttur. Það er starfsmaðurinn en ekki stjómandinn sem stendur not- andanum næst. Ef allt er með felldu, starfsmaðurinn býr við starfsöryggi og ánægju á réttlátum vinnustað þá emm við nú flest þahnig gerð að okkur langar til að vinna vel, að sinna þjónustuhlutverki okkar gagn- vart meðborgaranum og samféalginu eins vel og best verður á kosið.”

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.