Vikublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 10
VIKUBLAÐIÐ 29. NÓVEMBER 1996
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, sagði í setn-
ingarræðu sinni fyrir viku að sam-
einingarviðleitni vinstri manna
væri ekkert annað en tálsýn og
stefnumót við fortíðina. Þessi orð
eru ekki látin falla að ástæðulausu.
Halldór Ásgnmsson skynjar eins
og aðrir þá þungu undiröldu í
Framsóknarflokknum sem kallar á
þátttöku í þessum umræðum. Þess
vegna hvatti hann ungt, félagslega
sinnað fólk til að kynna sér frekar
sögu Framsóknarflokksins í áttatíu
ár. Halldór heldur sennilega að í
samvinnufélagshugsjóninni og
Sambandinu sáluga sé að finna til-
vísanir sem eigi upp á pallborðið
hjá ungu fólki í dag. Að þar sé að
finna þann vegvísi sem lýsi leiðina
inn í næstu öld. Að í haftaróm-
antíkinni sé framtíðin fólgin. Sam-
bandið var nefnilega engin tálsýn.
Og lestur í sögu Framsóknar-
flokksins í áttatíu ár er ekki stefnu-
mót við fortíðina. Ónei, óseisei,
ónei.
Hvemig á jafn veruleikafirrtum
stjómmálamanni að takast að móta
stefnu sem dugir Islendingum inn í
21.öldina? Islendingar eiga ekki
von á góðu ef þetta er það sem
koma skal. Engin ný hugsun, engin
framtíðarsýn. Halldór Ásgrímsson
talar um sjávarútveginn sem
áframhaldandi undirstöðuatvinnu-
veg íslendinga. Er það líklegt? Er
það jafnvel eftirsóknarvert? Nei,
það er hvorki líklegt né eftirsókn-
arvert. Á tímum vaxandi aflasam-
dráttar, stöðugra átaka vísinda-
manna og stjómmálamanna við
ákvörðun heildaraflamagns og sí-
vaxandi andstöðu við óvistvænar
veiðiaðferðir í heiminum er ekki
líklegt að við taki nýtt blómaskeið
fiskveiða. Það er heldur ekki eftir-
sóknarvert að byggja afkomu heill-
ar þjóðar á jafn sveiflukenndum at-
vinnuvegi og fiskveiðar em. Öll
lögmál sjávarútvegsins ráðast af
aðstæðum sem erfitt er að hafa
áhrif á. Á það bæði við um fisk-
veiðamar sjálfar svo og verðmynd-
un á mörkuðum erlendis.
íslendingar verða að leita nýrra
leiða. Hér skal bent á áframhald-
andi uppbyggingu ferðamannaiðn-
aðar, þar er umhverfisvemd frnrn-
forsenda, eflingu smáiðnaðar og
hugbúnaðargerð. Söluvara 21. ald-
arinnar er þekking. Forsenda þekk-
ingar er menntun. Og hvað gerir
Framsóknarflokkurinn? Hann
gengur í lið með Sjálfstæðis-
flokknum við það að rífa og tæta
niður menntakerfið í landinu. Að
takmarka aðgang að skólastofnun-
um með skólagjöldum, fallskatti
og handónýtum lánasjóði. Þeim,
sem lítið er léð, verða margar
syndir fyrirgefnar.
Sókn og sigrar Framsóknar-
flokksins hvíla í blárri fortíð. Eftir
situr karlægur gamlingi sem lítur
um öxl sér í biturri meðvitund um
auðnir liðinnar ævi.
Stefna Framsóknarflokksins í
síðustu kosningum reyndist tálsýn
ein. Framsóknarflokkurinn er
stefnumót við fortíðina.
Viðmælandi okkarer Uagnlieiður (íesísdóUir, 21 árs Ueykvíkiniiur. Ilíin iiíski il'aðist Irá Vlenníaskólanum við
Sund vorið 1995 oí> á sa*(i í stjórn Verðandi. Uagnlieiður leggur nú síund á mannl‘ra*ði við lláskóla Islands.
Ef við byrjum á því að tala um
eitthvað annað en pólitík, hvað
ertu að gera þessa dagana?
Eg er á fyrsta ári í mannfræði í HI og
er að vinna með unglingum í félags-
miðstöðinni Þróttheimum samhliða
náminu. Ég kann ótrúlega vel við
mig í mannfræðinni og stefni á klára
hana hér heima og fara til útlanda í
framhaldsnám. Reyndar býst ég við
að taka mér ársfrí á þessu tímabili og
fara til Suður-Ameríku.
Af hverju Suður-Ameríku?
Eftir stúdentsprófið tók ég mér frí frá
skóla, vann fyrst á bamaheimili og
fór svo í fjögurra mánaða ferðalag
um Mexíkó og Guatemala. Það hafði
verið draumur hjá mér í mörg ár að
fara til Mið- eða Suður-Ameríku,
svo að mér fannst upplagt að skella
mér út svpna áður en alvara lífsins
tæki við. Ég fór með bestu vinkonu
minni, við einfaldlega keyptum okk-
ur miða og fórum. Það er í rauninni
ekki hægt að undirbúa sig fyrir ferð
eins og þessa. Hvorug okkar kunni
orð í spænsku þegar við komum út,
svo við byrjuðum á því að fara í
spænskuskóla í mánuð. Svo lögðum
við bara af stað með hálftóma bak-
poka suður á bóginn til Oaxaca og
Chiapas, sem eru syðst í Mexíkó,
þaðan til Guatemala, upp á Yucatán-
skagann í gegnum Belize. Við höfð-
um auðvitað mestan áhuga á að
kynnast landi og þjóð svona innan
frá og vorum þar að auki peningalitl-
ar svo við tókum lélegustu rútumar,
gistum á ódýmstu hótelunum eða
bara í hengirúmum í pálmakofum og
borðuðum gjaman á mörkuðunum
með hinum innfæddu.
Hvað heillaði þig mest á ferðalag-
inu? Hvað kom þér mest á óvart?
Ég var langhrifnust af Chiapas og
Guatemala þar sem hinir innfæddu
eru í meirihluta. Það var eins og þar
væri maður kominn að hjarta lands-
ins, indíánamir í sínum litríku þjóð-
búningum vom mjög áberandi. Mér
fannst ég vera stödd einhvers staðar
lengst aftur í fortíðinni. Þrátt fyrir að
staða indíánanna sé auðvitað hrika-
lega slæm, þeir búa í lélegum húsa-
kynnum og strita til að eiga í sig og
á, þá er fólkið ótrúlega lífsglatt, alltaf
brosandi og mjög vingjamlegt. Þetta
er fólk sem kann að lifa lífinu, laust
við stress og það lífsgæðakapphlaup
sem við þekkjum á Vesturlöndum.
Það sem kom mér mest á óvart var
að flestir eiga sjónvarp og videó,
jafnvel græjur í allri fátæktinni. Það-
an fær fólkið sínar hugmyndir um
okkur, í gegnum sápuópemr og
bandarískar bíómyndir. Við emm
náttúmlega moldrík í samanburði við
þetta fólk enda lítur það að miklu
leyti á okkur sem tekjulind. Það sem
er kannski mest heillandi við þennan
heimhluta em andstæðumar. Eg held
að það geti enginn ferðast um þessi
lönd án þess að falla algjörlega fyrir
þeim.
En hvað með pólitíkina, af hverju
Verðandi og Alþýðubandalagið?
Mér var boðið að taka sæti í stjóm
Verðandi og mér leist bara vel á að
taka þátt í starfinu, líka til að komast
inn í umræðuna. Varðandi Alþýðu-
bandalagið þá gengur stefna flokks-
ins langnæst minni lífsskoðun al-
mennt, svo að það kemur einfaldlega
ekkert annað til greina. Það sem Al-
þýðubandalagið hefur verið að berj-
ast fyrir em ekkert annað en sjálf-
sögð mannréttindi.
Hvernig líst þér svo á starfið?
Satt best að segja þá hefur mér ekki
fundist félagið nógu áberandi út á
við, en Verðandisíðan í Vikublaðinu
og kynningarbæklingurinn sem við
emm að vinna að em vissulega spor í
rétta átt. Þetta er öflug og framtaks-
söm ungliðahreyfing og hún sýnir
það í verki.
Á hvað fínnst þér að samtök eins
og Verðandi eigi að leggja
áherslu?
Tvímælalaust menntamál og jafnrétt-
ismál. Maður hreinlega skammast
sín fyrír ástandið í menntamálum á
íslandi, það er rneira en að segja það
að eiga við LIN eins og kjörin þar
em í dag. Það er alveg ljóst að það
verður að taka fjárframlög ríkisins til
menntamála til rækilegrar endur-
skoðunar ef við ætlum ekki að drag-
ast aftur úr á öllum sviðum. Mennt-
unin er jú gmnnurinn að bjartari
framtíð fyrir þjóðina.
Nú, svo em það jaínréttismálin. Það
er alveg út í hött að við skulum enn
berjast fyrir eins sjálfsögðum réttind-
um og sömu launum fyrir sömu
vinnu, óháð kyni. Eftir hveiju er eig-
inlega verið að bíða?
Hvað með stöðu Verðandi innan
Alþýðubandalagsins? Heldurðu að
hreyfingin geti haft virkileg áhrif?
Það er nauðsynlegt fyrir alla stjóm-
málaflokka að hafa virka ungliða-
hreyfmgu og Verðandi er helsti vett-
vangur ungs róttæks fólks til þess að
koma hugmyndum sínum á framfæri
og hafa áhrif á gang mála. Hver ann-
ar ætti að geta komið baráttumálum
ungs fólks á framfæri? Þannig að
ungliðahreyfingin bæði getur og á að
hafa áhrif innan Alþýðubandalags-
ins.
Nú er mikil umræða um .samvínnu
stjórnarandstöðuflokkanna,
hvernig líst þér á hana?
Mér líst ofsalega vel á sameiningu
og ekki síst þá forystu sem ungt fólk
á vinstri vængnum hefur tekið í þeim
málum. í grundvallaratriðum stefn-
um við að sömu markmiðum og ég
er ekki í nokkrum vafa um að við
getum sameinast um helstu stefnu-
málin. Ef við ætlum að breyta áhersl-
unum í þjóðfélaginu verðum við ein-
faldlega að standa saman gegn hægri
öflunum.
Nátturuval hinna feitu
Grímur Hákonarson
skrifar
Við lifum í feitri veröld þar sem
manngildi er orðið að undir-
hökugildi og menn eru ekki
óhultir nema að þeir séu í Golfklúbbi
Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru síður
en svo nýmæli í sögunni því alla tíð
hafa yfirstéttir þjóða auðkennt sig
með óhóflegri fellingasöfnun. „Ef þú
ert nógu djéskoti feitur þá lifirðu
nógu helvíti góðu lífi”, segir hægra-
máltækið. Ríkisstjómir Davíðs
Oddssonar hafa fylgt þessari kólest-
erólstefnu undir Thatecherískri for-
skrift síðastliðin fimm ár og gert
þeim fituminni sífellt erfiðara um
vik. Það sem er efst á afrekalista
stjómarmanna eru markvissar fjár-
magnstilfæringar úr jöðrum samfé-
lagsins til fjölskyldna í feitari kantin-
um. Vegna þess að fjármagnsstreym-
ið er „stöðugt”, þ.e.a.s kemst á leið-
arenda án nokkurs hnjasks, prísa
stjómmálamenn sig fyrir að viðhalda
stöðugleika í samfélaginu. Stöðug-
leiki er algjörlega vindlaust hugtak
og engin mælistika á gott þjóðfélags-
ástand heldur einungis afsökun
hægrimanna til að viðhalda misskipt-
ingu. Þetta er skólabókardæmi Milt-
ons Friedman um það hvemig hent-
ugast sé að réttlæta arðránsstarfsemi
og rányrkju í þriðja heiminum. „Við
lánum ykkur peninga og þið viðhald-
ið stöðugleikanum”, segja erindrekar
alþjóðlegu bankanna í New York
þegar þeir heimsækja fátækar ríkis-
stjómir.
Einn áherslupunktur í þessari
stefnu ríkisstjómarinnar hefur verið
að koma betur og betur í ljós með
hverju árinu og tengist erfðapólitík
af verstu gerð. Hér er um að ræða af-
dráttarlausa skerðingu á tækifæmm
fólks til náms og þ.a.l. aðgang að
lífsins gæðum. Hæfileiki einstak-
lingsins er metinn út frá ummáli
vambarinnar. Ef þú ert feitur og átt í
námserfiðleikum þá er þér juðað
áfram á fitunni, en ef þú ert „magur”
og átt í námserfiðleikum, þá áttu á
hættu að vera vísað frá vegna fitu-
skorts. Gott dæmi um þetta er fyrir-
komulag LÍN (Lánasjóður íslenskra
námsmanna) sem er ekki tilbúinn að
lána fólki fyrir en það hefur „staðið
sig vel” fyrsta árið í námi. Annar
merkur liður í þessari síunarstarf-
semi auðvaldsins birtist á dögunum
og beinist að framhaldsskólunum.
Nemendur eiga nú að borga 1500
krónur fyrir hvert fag sem þeir falla í
á önn, hyggist þeir halda áfram
námi. Þett^ líkist helst fomeskjuleg-
um ættbálkahugmyndum og er ein-
ungis liður í því að koma á skýrari
stéttahlutföllum í íslensku samfélagi.
Kynbótafræðingurinn Bjöm Bjama-
son er hér í forsvari sem endranær og
virðist hafa tryggt sig í sessi á stein-
öldinni sem leið.
Sjálfstæðismenn, einkum Hitlers-
æskan í SUS, hafa að undanfömu
gagnrýnt íslenskt menntakerfi fyrir
það sem þeir kalla forsjárhyggju, og
telja lausnina felast í einkavæðingu
(Kolkrabbavæðingu). I sannleika
sagt - þeir vinna að því að gera for-
sjárhyggju ríkisins að forsjárhyggju
fjölskyldna í feitari kantinum. Þeir
vilja sem sagt allt forræði yfir til for-
ráðamannsins sjálfs, sem verður því
lélegur forráðamaður ef hann er ekki
feitur. „Við viljum ekki að ríkið sé
að skipta sér af - okkur þykir vænt
um pabba og viljum vera hjá hon-
um”, segja þeir. Hér miðast þarfir
hægrimannsins enn og aftur við að
skerða jafnrétti fólks því stóri pabbi
segir, og hefur alltaf sagt, að sam-
keppni sé vond. Fyrirmyndin í þessu
tilfelli er „stéttaskólakerfið” í Banda-
ríkjunum þar sem pabbastrákamir fá
aðgang að menntasetrunum en þeir
efnaminni fá að dúsa í ríkisreknum
hreysum og læra aðallega að taka í
nefið og reykja CIA-krakk. Sérstöðu
Verzlunarskólans innan íslenska
menntageirans gætum við notað sem
útópíska hliðstæðu, því hann nýtir
jafnt og aðrir framlög úr ríkissjóði en
auk þess nýtur hann sérvemdar frá
íslensku yfirstéttinni. Það er þá
kannski engin tilviljun að skólastof-
umar skuli vera merktar Kolkrabban-
um. Þegar MH-ingar fara í stofur 14,
15 og 16, þá fer Verzlingurinn í Sjó-
vá-Almennar, Flugleiðir og Eimskip.
Við getum líka sagt okkur að það er
„pabbinrí’ sem borgar 40 þúsund
króna námsgjaldið. Það er heldur
engin tilviljun að ég tengi einkavæð-
ingu við Kolkrabbavæðingu vegna
þess að fræðslustofnanir era „undan-
þegnar” skatti. í Bandaríkjunum æru
einkaskólar í eigu auðhringa nefni-
lega miklu fýsilegri ljármágns-
geymslur heldur en nokkra siiíni
bankar í þeirra eigu.
Að sjálfsögðu er þessi hægri árátta
svo í beinharðri mótsögn við yfir-
varpið. Enda ekki skrýtið því að hug-
myndafræði á hægri-vængnum hefur
alla tíð alið á endalausum mótsögn-
um. Það sem hljómar vel á blaði,
hljómar yfirleitt illa í raunveraleik-
anum. „Frelsi einstaklingsins” er al-
gjörlega gildissnautt hvað þetta varð-
ar. Mennimir eru ekki jafnir fyrir líf-
ins gæðum nema þeir „fæðist feitir”.