Frjáls þjóð - 20.11.1954, Blaðsíða 2
2
FRJÁLS ÞJÓÐ
• Laugardaginn 20. nóvember 1954.
yWWWWWV^MWAVWWUVWWWWWWVVWVVWWVWWVVVWVyVWiWtfVWWVWWVW
^JJiÁja ocf Ldátnl
(Hugleiðing um Matt. 22, 15—
22).
I
-Það var spurt í skammsýni
öfundar og liaturs. Það var
svarað af djúpsæi kærleikans.
Spurt í þvi skyni að flækja og
fella, svarað til þess að leið-
beina og blessa. Spurt að
vandlega yfirveguðu ráði af
djúpfundnum, mannlegum
klókskap. Svarað umsvifa-
laust, án undirbúnings, af tær-
um, guðlegum vísdómi.
Jesús frá Nazaret og menn-
irnir — ein lítil mynd af sam-
skiptum lians og þeirra, ein-
kennandi, yfirgripsmikil.
En á undan þeirri spurningu
og þvi svari, sem er þunga-
miðja guðspjallsins, er hermd
játning spyrjendanna. Þeir
segja við Jesúm: Meistari, vér
vitum, að þú ert sannorður og
kennir Guðs veg.
Líka táknræn mynd og víð-
tæk.
Þannig tala mennirnir,
þannig tölum vér, lika þú, sem
ekki venur komur þinar í
kirkju og ekki vilt að jafnaði
láta orða þig við neinn krist-
indóm. Þú veizt líka, að hann
er sannorður og kennir Guðs
veg, segir það jafnvel oft.
Innst í vitund þinni, innar en
allt annað, leynist altari, sem
honum er helgað, þessum
meistara. Og þótt þú spyrjir
liana aldrei til vegar i alvöru
og leitir aldrei i einlægni ráða
i sannleiksorði hans, þá ertu
ekki sæll á þeim vegi, sem þú
gengur, því að sá, sem þar
liefur leiðsögn, er. ckki meist-
ari þinn, og það veiztu, þótt
ekki sé nema i hugboði, sem
ekki verður að vissu fyrr en
á stundu skelfingarinnar í
vegleysunni.
Og vér, sem förum i kirkju
og viljum játa og rækja kristna
trú, vér lútum honum og segj-
um með sérstákri áherzlu:
Meistari, vér vitum, að þú ert
sannorður og kennir Guðs veg
í sannleika.
En livernig fylgjum vér
þessum meistara, hvernig
spyrjum vér hann til vegar,
livernig förum vér eftir því,
sem hann kennir? Vér vitum,
en hvar er viljinn, spyrjum,
en hvernig hlustum vér, heyr-
um, en hvernig hlýðnumst
vér?
Jesús frá Nazaret og menn-
irnir, sagan af samskiptum
þeirra og hans.
Guðspjallið er augnabliks-
mynd, sem bregður leiftri yf-
ir þá sögu, sem i heild er skráð
i guðspjöllunum og lauk á
Golgata. En svo fellur leiftrið
yfir miklu stærra svið, yfir
mannlífssöguna síðan, einnig
kirkjusöguna, og yfir þann
þátt, þann örsmáa þátt þeiri-ar
sögu, sem er mín ævisaga og
þín, yfir samtíðina, liðandi
stundu, jörðina í dag.
Vér vitum — engir hafa
mælt þessi orð hreyknari
rómi og svip en sú kynslóð,
sem nú lifir og sú næsta á
undan. Ekki ófyrirsynju. Eng-
ir vissu meir. Og þrátt fyrir
allt fráfall frá kristinni trú
liafa fleiri menn vitað deili á
vissum atriðum liennar á
þessari öld en nokkru sinni
áður i sögunni. Hefur það
ekki meira að segja orðið vel
metin tizka að tala um „meist-
arann frá Nazaret“? Menn
þekkja orðin: „Allt, sem þér
viljið, að aðrir menn gjöri yð-
ur, það skuluð þér og þeim
gjöra,“ vita margir, að þessi
ummæli hafa verið kölluð
„lífsreglan gullvæga", viður-
kenna flestir, að það væri
sjálfsagt gott að fara eftir
þessu, segja jafnvel, að þetta
sé hið eina af öllu þyi, sem
(prestarnir segja og jafnvel
aðrir meiri spekingar, er sé
nokkurs virði.
En hvað svo?
Mennirnir i guðspjallinu
með játningu varanna: Vér
vitum, að þú ert sannorður
og kennir Guðs veg, þeir yfir-
gáfu meistarann og gengu
burt. Skömmu siðar horfði
Jesús tárvotum augum yfir
borg þeirra og sagði: Ef þú
hefðir vitað, hvað til friðar
heyrir, en nú er það hulið
sjónum þinum. Sjá, þeir dag-
ar munu koma, að óvinir þin-
ir munu leggja þig að velli og
börn þín og ekki skilja eftir
stein yfir steini, vegna þess
Dansiagakeppni S.K.T. 1955
S. K. T. hefur ákveðið að efna til 6. danslagakeppni sinnar
snemma á nsesta ári. Frestur til áð senda nótnahandrit er að
þessu sinni tirdO. jaiiúar næstkomandi. S.K.T. hefur látið
fjölrita nokkur af kvæðum þeim, sem bárust Danslaga-
keppninni, og gefur kost á að semja lög við þau. Kynnið
ykkur reglur keppninnar.
Pósthólf keppninnur er 501, Reykjavík.
Aðalf undur
SAMLAGS SKREIÐARFRAMLEIÐENDA verður haklinn
föstudaginn 3. desember næstkomandi í fundarsal L í. Ú.
í Hafnarhvoli og hefst kl. 10 f.h.
Dagskrá samkvæmt lögum sanilagslns.
Sa ne líf «./.v.v (fvírte iat
að þú þekktir ekki þinn vitj-
unartíma.
Það er til mynd af þingi
stórvelda. Þar sitja þeir á
rökstólum, höfðingjar og leið-
togar þjóðanna, og tcfla um
örlög hnattarins. í salargætt-
inni er Kristur, en hann er á
leiðinni út úr þinghöllinni.
Og undir myndinni standa
orðin: Hann fékk ekki að
vera með.
Enginn situr á rökstóli
slíkra þinga, sem ekki kannast
við það í orði, að lifsreglan,
sem ég nefndi, sé gullvæg.
En hvað vegur liún í reynd á
móti því gulli, sem barist er
um á málþingum og vigvöll-
um? I.otningin fyrir meistar-
anum dugir skammt — þeir
fara sína leið og.hann sína,
eins og i guðspjallinu. Og sjá,
þeir dagar munu koma ....
Og vér.kristnir menn, kirkj-
an. Vér vitum. Vér erum þess
um komnir að kenna heimin-
um lög guðsríkisins. Vér
kunnum Fjallræðuna, kunn-
um kærleiksboðorð kristin-
dómsins, segjum og skrifum
þrátt og titt: Komið og lærið
þessi lög, breytið eftir þessari
ræðu. Vér vitum ..
En hvað gildir Fjallræðau
meðal vor sjálfra? í sam-
skiptum kristinna bræðra?
Vér getum kennt stórveld-
um þann sannleika og Guðs
veg að gjalda ekki illt með
illu, heldur rétta hægri kinn,
ef vér erum slegnir á vinstri.
En gerum vér þetta sjálfir?
Er lífsreglan gullvæga í fullu
gildi í samstarfi kristinna
bræðra? Er þar einlæg og
bróðurleg viðleitni til þess að
skilja, er það ríkjandi afstaða
til hins kristna bróður, að
vér „afsökum hann, tölum vel
um hann og færum allt til
betri vegar“ — svo að nú sé
þokað iir liæðum Fjallræð-
unnar og blátt áfram vitnað
í Lúther?
Vér vitum og kennum og
lútum Kristi sem meistara,
tökum undir hver með öðrum
orð hans: Einn er yðar meist-
ari, en þér eruð allir bræður.
En hvað er þetta meira en
orð?
Var ekki einu sinni sagt við
lærifeður útvaldrar þjóðar:
Guðs riki mun frá yður tekið
verða og gefið þeim, sem bera
ávöxtu þess?
Sigurbjörn Einarsson.
Mikilvægur ígripaiðnaður —
Framh. af 1. síðu.
tvídefni fyrír um það bil 120
milljónir króna, og bar af var
meira en helmlngurinn seldur
til Bandaríkjanna fyrir fjórar
milijónir dollara. Á Suðureyj-
um voru ofnir fimm milljónir
metra af þessum efnum, aðal-
lega á Lewiseyju, þar sem 60%
íbúanna hafa meiri og minni
atvinnu af þessum iðnaði, fjöl-
margir í ígripum frá síldveið-
um og öðrum störfum, er háð
eru árstíðum.
En athyglisverðast er, að
þetta er að langmestu leyti
heimilisiðnaður, bví að það
er krafa Harrisfélagsins, að
efnin séu úr skozkri ull, sem
sé „spunnin, lituðogfullunn-
in á Suðureyjum hinum ytri,
og dúkarnir handofnir af
eyjarskeggjum á heimilum
þeirra sjálfra.“ Ástæðan til
þessarar kröfu er sú, að
megináherzla er lögð á gæði
dúkanna og fegurð, sem
tryífgir sölu þeirra. Með
handvefnaði má fá þá marg-
breytni um gerð og mynztur,
sem ekki svaraði kostnaði, ef
dýrar, sjálfvirkar vélar væru
notaðar, og með mismun-
andi þenslu og áslætti getur
góður vefari gefið voðinni
persónulegan svip.
Það eru að vísu ekki upp-
gripalaun, sem menn hafa af
þessum ullariðnaði, en þó 460—
640 krónur á viku. Og þess er
að gæta, að þetta er vinna, sem
hægt er að grípa til, þegar hlé
verður á annarri vinnu, svo
sem sjósókn eða búskaparönn-
um. Nú er þessi iðnaður í upp-
gangi á eyjunum, og í Storno-
way er rekinn sérstakur tækni-
skóli, þar sem kennt er allt það,
er að vefnaðinum og meðferð
ullarinnar lýtur.
Spuni og litun.
Mest af ullinni er spunnið í
vélum í sérstökum iðntúnum,
en þó er einnig talsvert spunn-
ið á rokka að gömlum hætti.
Mjög mikið af þræðinum er
jurtalitað, þótt einnig séu notuð
önnur litarefni, og með þeim
hætti fást skærir, fagrir og
Sannleikurinn er sagna beztur.
Höfum til sölu:
60 bifreiðar 6 manna,
35 bifreiðar 4ra manna,
20 sendiferðabifreiðar,
10 jeppabifreiðar.
Vanti yður bifreið þá leitið til olckar, við gefum yður
sannar upplýsingar um bifreifearnar. — Tökum bifreiðar
í umboðssölu.
RfreðasaÍM Klapparstig 37,
Sími 82032.
S
WJWWWWV.VAV.WWWVWVWWWWVWWWW
Undirritið kröfuna um uppsögn h&rstöðvasamningsins
fágætir litir. Eru í þessu skyni
notaðar ýmsar skófir, mosi,
jurtarætur, ber og aðrir jurta-
hlutar. Þeir, sem fastheldnastir
eru á gamlar venjur, láta jafn-
vel dúkana liggja í keytu til að
fá á þá réttan litblæ og þétta
þræði. En að því búnu eru dúk-
arnir þvegnir og þæfðir og loks
þurrkaðir yfir móeldi, svo að
þeir fái í sig ilman, er fylgir
klæðinu æ síðan. Enn má geta
þess, að Harris Tweed-félagið
lætur setja sérstakt vörumerki
með orðunum „Harris Tweed“
á alla dúka félagsmanna, og er
það vörumerki orðið heims-
frægt.
íslenzkur
ullariðnáður.
Enginn vafi er á því, að við
getum gert okkur ullina stór-
um verðmætari en hún er enn,
og auk þess látið hana veita
mikla vinnu á vissum tímum
árs, þegar atvinnuskortur er í
stórum landshlutum. Vefnaður,
svipaður þeim, sem hér hefur
verið lýst, er ein leiðin til þess.
En fleiri leiðir eru áreiðanlega
til.
Islenzka ullin hentar mjög
vel í hlífðarföt, gólfteppi og
margt fleira. Nýlega lýsti
Júlíana Sveinsdóttir list-
málari því í útvarpi, hve vel
hún væri fallin til verðmæts
listvefnaðar, og alveg vafa-
laust mætti afla markaðar
erlendis fyrir prjónaðan
sportfatnað úr íslenzkri ull.
En um þetta allt mim gilda,
að vinnan verður að vera
vönduð, fegurð í mynztrum
og allri gerð. Það er trygg-
ingin fyrir góðu verði og
tryggum markaði. En list-
rænum árangri er ekki hægt
að ná, nema um sé að ræða
handgerða muni, sem fólk
leggur í sál sína, ef svo má
segja.
Asíustyrjöld —
Framh. af 1. síðu.
þeirra Bidaults í París 23. apríl.
Þegar Bidault fór fram á hern-
aðarþátttöku Bandaríkjanna,
fékk hann það svar, að það ylti
á Englendingum. Daginn eftir
kom Radford til Parísar. Þar
sagði hann Eden, að forsetinn
myndi snúa sér til Bandaríkja-
þings á mánudaginn — daginn,
sem Genfarráðstefnan átti að
hefjast — og biðja um heimild
til íhlutunar, ef Englendingar
vildu samþykkja það. Árásin á
Díen Bíen Fú gæti hafizt á mið-
vikudaginn, bætti hann við.
Það var þá, að Eden hélt
snögglega til Lundúna á ráð-
herrafund, er boðaður var í
skyndi. Óttinn við, áð Genfar-
ráðstefnan færi út um þúfur og
allsherjarstrið skýlli á í Asíu,
knúði Englendinga til þess að
hafna ráðagerðum um, að þeir
veittu siðferðilegan stuðning til
„sameiginlegra átaka“, er þó
áttu að vera einhliða íhlutun
Bandaríkjanna. Það virðist hafa
forðað styrjöid, að Bandarikja-
þing vildi ekki vera eitt um
ákvörðtinina og Englendingar
vildu alls ekki eiga' hlut aði
þessu.“