Frjáls þjóð

Issue

Frjáls þjóð - 12.05.1956, Page 5

Frjáls þjóð - 12.05.1956, Page 5
FRJÁLS ÞJÓÐ 5 Laugardaginn 12. ma; 1956 Mirynleitur Steingrítnssan cand. Ögrandi valdabarátta Sjálfstæðisflokkurinn hefur skyndilega orðið skýrara og af- markaðra fyrirbæri í íslenzk- um stjórnmálum. Það hefur farið fyrir honum eins og trján- um á haustin. Hann hefur skyndilega fellt lauf sitt og sýn- ir nú broddóttar greinar sínar. Margan mun furða á því hverfiflugi, sem orðið hefur í stjórnmálunum síðustu mán- uðina.- Stjórnarstefnan hefur reynzt ófær. Ótrúleg hræðsla hefur gripið um sig meðal for- ingja Framsóknar og Alþýðu- flokksins. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur gerzt berari en áður að þýlyndi sínu og raunveru- legri afstöðu til hernámsins. Kommúnistar hafa loksins, á óvefengjanlegan hátt, orðið sannir að sök um tilræði við lýðræði og frumréttindi frjáls manns. Hvernig margir slíkir at- burðir geta gerzt með svo skjótri svipan, er næsta furðulegt. Hvernig bað get- ur gerzt, að stjórnarstefna, sem fyrir örfáum mánuðum var lofuð og vegsömuð af stjórnarflokkunum : áheyrn allrar þjóðarinnar, er allt í einu gersamlega ófær, er mjög furðulegt, nema því aðeins, að allt .annað hafi raunverulega alltaf verið uppi á teningunum en sagt var — nema bað sé, að for- ingjar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi gert sér það að leik að segja ó- satt til um þau mál, sem þeir höfðu forystu fyrir og báru ábyrgð á fyrir þjóðinni Eftir að Jónas Jónsson frá Hriflu tók að sveigjast til hægri, til mannanna, sem hann áður kallaðd ,,filistea“, hófst nýtt tímabil í sögu Framsókn- arflokksins. Með falli Jónasar hófst valdastreitutímabil þeirra manna, sem undir forystu Jónasar höfðu fundið bragðið að völdunum og hugðust njóta þeirra, Ifvað sem yrði um mál- efni og fyrri hugsjónir. Saga Framsóknarflokksins allt þetta tímabil hefur verið saga sam- felldra hnútukasta í allt og alla, samslungin þeim grimmu örlögum að eiga samstarf við þá eina, sem voru upphaflega höfuðfjendur flokksins og hann var settur til höfuðs. Samstarf Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar undanfarin ár hefur verið sambúð ein- lægrar og gagnkvæmrar vin- áttu. Á stjórnartímabili þessara flokka hafa verið teknar ein- hverjar örlagaríkustu ákvarð- anir, sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið. Það hefur verið mörkuð örlagarík stefna í efna- hagsmálum, það hefur verið tekin ákvörðun, utan alþingis, um afsal á íslenzku landi, í- hlutun erlends ríkis um mál íslendjnga. Slíka og þvílíka hluti er ekki hægt að gera, nema sjónarmiðin séu lík, hug- irnir samstilltir. Og þannig var það: Innsti hringur Framsókn- arflokksins átti mörg áhuga- mál sameiginleg Sjálfstæðis- flokknum. Og unnið var í þeim anda. Við kosningarnar 1953 létu Framsóknarmenn í það skína og meira en það, að ekkert yrði af áframhaldandi stjórnar- samstarfi. Þeir höfðu meira að segja lýst sérstöku vantrausti á þáverandi dómsmálaráðherra og gert flokksþingssamþykkt um stjórnarslit. — En hvað skeður? Þegar eftir kosning- arnar gera flokkarnir með sér nýjan stjórnarsamning, og nú tók Framsókn við utanríkis- málunum, en dómsmálaráð- herra hélt velli. Ekki hafði Framsóknarflokkurinn hand- bæran mann í utanríkisráð- herraembættið, sem væri inn- an þings, heldur sóttu þeir til þess fallinn frambjóðenda. Vitandi það, að utanríkisstefna flokksins var þegar orðin mjög óvinsæl með þjóðinni og átti eftir að verða það enn meir, sá formaður flokksins sér ekki fært að taka embættið sjálfur en setti í það mann, sem alla- vega var vonarpeningur í ís- lenzkri pólitík. Slík var um- hyggja hans fyrir íslenzkum málstað, slík heilindi hans í sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Hið dýrkeypta tækifæri rann upp fyrir Hermanni Jón- assyni. Hægristefna flokksins beið afhroð. Stefna ríkisstjórn- arinnar, og þá einnig Fram- sóknarflokksins, var allt í einu ófær. Nauðsyn varð á að söðla um og taka upp nýja og vin- sælli stefnu. Og hvað skeður? Vitandi það, að Þjóðvarnar- flokknum hafði vaxið fiskur um hrygg vegna einbeittrar stefnu í efnahags- og sjálf- stæðismálum, gripu nú for- ingjar Framsóknarflokksins til þess úrræðis að skreyta sig með atriðum úr stefnu Þjóðvarnar- flokksins, treystandi því, að áróðurstækni þeirra væri svo góð, að fólk áttaði sig ekki á því á hinum skamma tíma, sem var til kosninga, að hér var komin stefna, sem mörkuð var löngu fyrr og var þá að dómi Framsóknarforystunnar óalandi og óferjandi. Dómgreind kjósenda hef- ur aldrei verið ögrað svo mjög sem við bessar kosn- ingar. Framsóknarflokkur- inn hyggst skyndilega taka upp bá stefnu, sem hann áður hefur fordæmt, og nú dugir honum ekkert minna en að bera hana fram til meirihlutavalds á alþingi. Hverjir muna dæmi slíkra hluta úr stjórnmálasögunni? Brynleifur Steingrímsson, frambjóðandi Þjóðvarnar- flokksins í Austur-Húnavatns- sýslu. Engan veginn er Framsókn- arflokkurinn einn um hituna. Alþýðuflokkurinn, sem nú má segja, að sé eins og sprengju- brot vítt um völlinn, vill hefja nýtt valdaskeið með Framsókn- arflokknum, og sér nú ritari flokksins ekkert lengur athuga- vert við stefnu hans í efnahags- málum, því að hann veit, að forystumenn Framsóknar eru nýir og betri menn! Þannig getur menn dreymt í örviln- an sinni, þegar þeir hvorki vaka, né sofa. Hann stendur einn og ber að fylgispekt sinni við her- nám og hernámsbrask og gerist svo djarfur í einangr- un sinni að lýsa yfir fylgi við eilíft hernám íslands. En slíka skoðun aðhyllast að- eins þeir, sem grundvalla ekki einungis afkomu sína á peningum, heldur sálarlíf- ið líka. Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, hefur beðið mikið' afhroð nú síðustu mánuðina, vegna falls foringj- ans, Stalíns. Þeir, sem heitastir voru kommúnistar áður, eru nú aðeins volgir. Það má teljast hundsleg tryggð, ef menn, sem fylkt höfðu sér af heilum huga undir merki réttlætis og betra þjóðfélagsfyrirkomulags að eigin dómi, láta sem ekkert sé, þótt aug- ljós verði þverbrestur í skipulag það, sem þeir vildu berjast fyrir og hugðu gott og betra en það, sem þeir lifðu við. Það er ekki aukaatriði, held- ur aðalatriði, hvort menn búa við réttaröryggi eða ekki. Að eiga von á fangelsi án saka og minnsta tilefnis er dauðadómur á þjóðfélagsformi. Krafan um bætt þjóðskipu- lagsform er eilíf og í brjósti margra hrópandi, vegna þess að misrétturinn er líka eilífur. Réttlætisvitund mannsins mun ætíð verða bezti viti hans í bar- áttunni við misréttinn. Þess vegna verður maðurinn alltaf að vera frjáls og geta í frelsi sínu gert kröfu um réttlæti. Það, sem öllum hlýtur að vera ljóst nú við þessar kosn- ingar, er: að stjórnarstefnan hefur reynzt ófær, tveir stjórn- málaflokkar vilja láta eins og þeir hafi sameinazt um stefnu A förnu I I vegi ♦ MÉR hefur borizt stuttur kafli úr enskri bók. Höfundur hennar er blökkumaður, er rekur minningar frá bernsku • sinni og æsku. Ungur lærði hann að t-aka aðkasti hvitra jafnaldra sinna með þögn og þolinmæði. Eg eitt sinn bar svo til, er tveir hvítir dreng- ir töluðu niðrandi um föður lians, að liann svaraði fyrir sig. Hvítu drengirnir vildu liefna þeirrar ósvinnu, en svarti pattinn tók á móti og sló frá sér. . i Drengurinn var í fóstri hjá frænda sínum. Um kvöldið, er liann var liáttaður, kom livít- ur maður í heimsókn. Erindi hans er að kenna þessum svarta dreng betri siði. Fóstri drengsins lætur sem hann liafi þegar refsað honum ótæpilega. Hvíti maðurinn dokar við. Gamli maðurinn tekur dreng- inn tali og reynir að knýja fram auðmýktarorð hjá lion- um, en fær treg svör. Hvíti maðurinn stendur álengdar. Svo keraur hér stuttur kafli úr bókinni, er segir allt, sera segja bar: „Sam mælti: „Þú skammast þín? Talaðu!" „Hann svívirti föður minn,“ sagði ég. Hvíti maðurinn brosti. „Jæj-a, Sam. Refsingin þin liefur verið í vægara lagi. „Hann er bara barn, stam- aði Sam frændi. „Þrjózkast þú lika, Sam?“ „Nei, herra.“ „Gott, Þá kennirðu honum að lifa, Sam. Ef þið ætlið að búa liér, þá er það eins hyggi- legt. Skilurðu mig?“ „Já, lierra.“ Sam haltraði inn í hina lier- bergiskytruna og kom aftur með gilda og langa leðuról. Hann lyfti ólinni seinlega og lét hana ríða á bakið á mér. Ég beit á jaxlinn og starði á Elísabetu frænku. Ég hljóðaði ekki við fyrstu þrjú höggin. En skyndilega yfirbugaðist frænka. Tárin dundu úr aug- um henrear. ólin reið livað eftir annað á bakið á mér. Ég veinaði af öllum mætti og bað um miskunn. Ég grúfði mig að fótum Sams frænda og bað liann að hætta og lofaði há- tiðlega að andmæla aldrei nokkurri hvitri mannskju. — Loks lieyrði ég tómlátlega rödd livita mannsins: „Þetta er orðið gott, Sam“.“ ★ Og þannig heldur sagan á- fram, blaðsíðu eftir blaðsiðu, kapítula eftir kapitula, látlaus og hógvær frásögn, en svo sársaukafull, að hún hlyti að hræra steinlijarta. Með þá bók i liendi er hægt að skilja or- sakir kynþáttahatursins í Af- riku og Ameríku. Hun skýrir hryðjuverkin í Alsír. Hún varpar ljósi úm þann myrkvið, sem Mau-Mau-hreyfingin er sprottin í. Hún boðar þann örlagadag, sem biður aðdáenda Strijdoms, þegar hnifár og spjót liafa verið liert nægjan- lega i smán og lægingu vnrn- arlauss fólks. Klængur. Þjóðvarnarflokksins og vilja nú allt í einu hrinda henni frám til sigurs. Kommúnistar vilpa skýla ósigrum sínum á kostn^ð A.S.Í. og hætta jafnvel á klofþ- ing í sambandinu, ef aðeiþs þeir fá fleytt sér yfir mestu ó- færuna. Sjálfstæðisflokkurinn vill nú beita reglunni, að eng- inn borgarmúr sé svo hár, að úlfaldi klyfjaður gulli komist ekki inn fyrir hann. Sú bjartsýni, sem kemur fram hjá Framsókn, að halda, að með fundarhöldum og ferða- lögum umtveggja mánaðaskeið sé hægt að sannfæra fólk um furðulegustu hluti, er sú ögrun við dómgreind manna, að furðu sætir. Halda þessir menn, að fólk treysti þeim mönnum, sem alveg fram á síðustu stundu fylgdu þeirri stefnu, sem þeir nú allt í einu telja ófæra? Halda sömu menn, að þeim verði treyst í sjálfstæðismálum þjóðarinnar eftir að hafa orðið uppvísir að þeirri skinhelgi, þeirri glópsku og þeirri glæfra- mennsku, sem einstök er? Halda þessir menn, að fólk vilji, að valdasjúkir stjórn- málamenn hafi að leiksoppi þau mál, sem ráða ekki ein- ungis öllu um afkomu þess, heldur eru hluti af arfleifð þess, þjóðleg verðmæti þess? Til þess hlaut íslenzk þjóð menntun sína, sögulega þekkingu, að varast vítin, að varast ósvífna og valdasjúka menn og vera-minnug þeirr- ar brotlausu baráttu, sem það kostaði hana að; fá enn á ný að stjórna málum sín- um sjálf, drottna í sínu eigin landi. ----4-—— Er nokkur meðsekur? í Tímanum á miðvikudaginn er lýst yfir því, að Ólafur Thors hafi „breytt Sjálfstæðisflokkn- um úr íhaldssömum og að ýmsu leyti gætnum stjórnmála- flokki! í ævintýra- og glæpa- flokk“. Því má bæta við þessa yfir- lýsingu, að þau sömu ár og þessi breyting hefur átt sér stað, hefur Framsóknarflokkurinn stöðugt haft mjög nána sam- vinnu við Ólaf Thors. Þá vakn- ar þessar spurningar: Er nokkur meðsekur? Hefur sök fallið á hærukollana vegna stuðnings þeirra við „ævintýra- og glæpaflokkiún"? Er ekkert athugavert við að vera í stjórn með „glæpa- flokki?“ O

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.