Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 24.08.1957, Side 4

Frjáls þjóð - 24.08.1957, Side 4
tjílattgarclacjinn 24• ágúit .1957 — FRJÁLS ÞJ□Ð StikupMótti? í ýeMui/n TT'yrr á tímum var það einn helzti vegur ungra stúlkna til aukinnar menningar að fara í vist á góðum heimilum. Það þætti ekki veglegur skóli nú á dögum, en samt hefur þetta oft orðið að verulegum notum. Sé lesin niður í kjölinn lífssaga fólks á nítjándu öld, fer ekki hjá því, að greinileg merki finnist um meiri myndarskap og menningarbrag þess fólks, sem til dæmis dvaldist lang- dvölum í Viðey hjá höfðingjum þeim, er þar sátu, heldur en almennt gerðist. Var hvort tveggja, að höfðingjasetrin gátu valið úr fólki sökum þess, að þar þurfti ekki að óttast hungur og harðrétti, og svo hitt, að þar sá fólkið íyrir sér meiri mynd- arbrag en annars staðar. Því opnaðist víðari sjóndeildar- hringur, og það kynntist nýjum háttum. Þegar það kom aftur úr slíkum vistum, fylgdi því dálitið af þeirri virðingu, sem þessi fyrirmannaheimili nutu í landinu. Það hafði forfram- azt. Ekki þótti það þó sízt fínt, ef stúlkur af góðum ættum urðu þjónustustúlkur eða stofuþern- ur. „jómfrúr*1, á heimilum fyrir- fólks. Það hefðarfólk, sem svo mikið hafði við sig, var að sönnu harla fátt, svo að þetta hlutskipti gat ekki fallið nema fáum stúikum í skaut. Þó voru jafnan á hinum mestu höfð- ingjasetrum landsins ein eða tvær stofustúlkur, jafnvel þrjár, og kaupmenn ýmsir og stöku fyrirmenn aðrir höfðu á sér sama snið. Dæmi finnast meira að segja um s'iikt meðal emb- ættislausra bænda. Nokkuð aigengt var, að til þessa veldust fyrirmannadætur, sem misst höfðu föður sinn eða forsjá, áður en þær staðfestu ráð, sitt. © [eðal þessara heimila voru Jskupssetrin. Þegar þangað voru ráðnar stofuþeinur, var að sjálfsögðu ekki tekið af verri endanum. Laugarnes var sem kunnugt er biskupssetur um alllangt skeið á fyrra helmingi nítjándu aldar. Þar sat Steingrímur Jónsson sina biskupstið. Bisk- upsfrúin var Valgerður Jóns- dóttir, enginn viðvaningur við stjórn stórra og virðulegra lieimila, því að hún hafði einnig verið síðust biskupsfrú í Skál- holti, seinni kona Hannesar biskups Finnssonar. Áratug eftir lát þessa síðasta Skálholts- biskups giftist hún fyrrverandi skrifara hans, Steingrími Jóns- syni, er þá var lektor í Bessa- staðaskóla, en var skipaður biskup 1824 eftir Geir Vídalín. Átján ára gömul hafði hún gerzt biskupsfrú í Skálholti við hlið fimmtugs manns. Rösklega fimmtug settist hún aflur í sama sæti í Laugarnesi við hlið Steingríms. Faðir hennar, Jón sýslumaður Jónsson á Móeiðarhvoli, var Fyrsti hluti einn auðugasti maður landsins á sinni tíð. Sá auður hefur að sjálfsögðu varpað miklum ljóma á hann og ætt hans, auk þess sem hann var sjálfur tal- inn mannkostamaður og lærður vel að þeirrar tíðar hætti. Hitt skipti nokkuð í tvö horn, hvern orðstír börn hans gátu sér. Einn sona hans var Jón umboðsmað- ur á Stóra-Ármóti, er þótti af- bragðsmaður, en annar var Guðbrandur sýslumaður i Feigs dal vestur, sem bæði var talinn lítt kunnandi og ranglátur og sérdrægur í meira lagi, þótt kammerráð yrði hann að nafn- bót. Meðal dætra Jóns á Móeiðar- hvoli var Ragnheiður, sem giftist Helga rektor á Móeiðar- hvoli, Sigurðssyni frá Miðfelli á Hvalfjarðarströnd, dóttursyni Torfa prcsts Hannessonar, sem drukknaði í Leirá veturinn 1728. Um Helga konrektor er í annála fært, að honum voru látnir í té tuttugu ríkisdalir af gjöf, sem send var hingað til lands þurfamönnum til handa eftir móðuharðindiíi. En það var að vísu áður en hluti Mó- eiðarhvolsauðs féll honum í skaut. Meðal barna Helga konrekt- ors og Ragnheiðar var Þor- steinn, síðar prestur í Reyk- holti, einn þeirra ungu ágætis- manna, sem mestar vonir voru tengdar við á æskudögum Jónasar Hallgrímssonar og lifir enn í minningu þjóðarinnar af erfiljóði Jónasar. Þegar Þorsteinn Helgason var í bernsku, var Steingrímur, síðar biskup, prestur í Odda. Þar var Þorsteinn mörg ár við jnám í skjóli Valgerðar, móður- systur sinnar, en sigldi síðan til háskólanáms sevtján ára gamall og gat sér hinn bezta orðstír ytra. G T Tm þessar mundir sat öldruð ^ kona, Sigriður Örum, ekkja Jens Örums kaupmanns og systir Geirs biskups Vídalíns, að Hallfreðarstöðum í Hróars- tungu og hafði mörgum barna- börnum forsjá að veita. Faðir hennar var séra Jón Vídalín Jónsson í Laufási, sonur Helgu Steinsdóttur bisk- ups á Hólum og sonarsonur Páls lögmanns, en móðir hennar var Sigríður Mágnúsdóttir prests í Húsavík, systir Skúla fógeta, svo að ekki skorti ættgöfgi. Dóttir Sigriðar Örum, sem Malena hét, hafði áttan Pál sýslumann Guðmundsson frá Krossavík, en þeir feðgar höfðu mann fram af manni verið sýslumenn í Norður-Múlasýslu. Páll sýslumaður dó ungur frá allmörgum börnum og Mal- ena, kona hans, áratug síðar. Ein dætra þeirra Páls sýslu- | manns og Malenu bar nafn Sigríðar ömmu sinnar. Iíún var tvítug árið 1829, og var þá amman fyrir skömmu dáin. Þá skipaðist svo, að hin munaðar- lausa sýslumannsdóttir var látin ganga þann veg ungra, ættbor- inna stúlkna, sem hlotið höfðu breið skörð í frændgarð sinn, að framast á fjarlægu höfð- ingjasetri og vinna upp foreldra- missinn. Það var afráðið, að Sigríður Pálsdóttir gerðist þjón- ustustúlka hjá biskupshjónun- um í Laugarnesi. Sumarið 1829 hélt hin unga stúlka í langferðina að austan. Hún fékk fyrst samfylgd Gríms amtmanns Jónssonar úr Vopna- firði í Eyjafjörð og þaðan nýja samfylgd vestur sýslur og suð- ur heiðar. Á þann veg var þá háttað ferðalagi sýslumanns- dóttur af Fljótsdalshéraði, sem fór í vist suður að Viðeyjar- sundi. Við komuna í Laugarnes var hún titluð jómfrú — virð- ingarheiti, sem féll fáum í skaut. T\að mun hafa verið gömul -*• ráðstöfun vandamanna, að Þorsteinn Helgason frá Móeið- arhvoli skyldi eiga frændkonu sína, Sigriði, dóttur Hannesar biskups og Valgerðai- biskups- frúar í Laugarnesi. Höfðu þau Valgerður og Steingrímur bisk- up haft hönd í bagga með hon- um og biskupsfrúin lánað hon- um peninga óbeðið, þegar hon- um lá á. Flestum mun hafa þótt lán Þorsteins mikið og braut hans greið til álits og efna. Einhvern kann að hafa dreymt um, að þar væri efni í nýjan biskup, þegar Steingrímur féili frá, og þótt það vel eiga við. Þorsteinn var á hinn bóginn þaulsáetinn í Kaupmannahöfn, en æskublómi biskupsdóttur- innar að því kominn að föina. Loks kom þó Þorsteinn heim upp úr miðju sumri 1830 og flutti föggur sínar að Laugar- nesi. Þar hefur honum að sjálí- sögðu verið tekið tveim hönd- um og biskupshjón litið glöð- um augum til dags, er þessi efnilegi maður, sem fyrir ágæti sjálfs sín og styrk voldugra frænda og venzlamanna gat skjótt hafizt til hinna álitleg- uesu embætta, gengi að altarinu með Sigríði Hannesdóttur. Sigríði hefur án efa þótt mannsefni sitt gott, enda mátti henni finnast svo. Gáfur Þor- steins voru ótvíræðar, og góða menntun hafði hann hlotið. Er- lendis hafði hann numið háttu danskra menntamanna. í æð- um hans rann blóð hinna virðu- legustu höfðingjaætta í landinu. í ættum hans voru biskupar, lögmenn og sýslumenn og mergð presta. Hann var efni í framasælan embættismann. Að álitum var hann einnig vænn maður, flestum hærri vexti, fríður sýnum og þrek- mikill. Andlitið var fremur stutt og kringluleitt, hörundið bjart, hárið jarpt. Við fyrstu fundi var hann fálátur, en að jafnaði viðræðugóður, þegar hann hafði verið tekinn tali. Það fór þó svo, að þetta unga glæsimenni hafði ekki langar setur hiá festarmey sinni um sinn. Hann hélt skjótt austur í sveitir, dvaldist um hríð hjá móður sinni og ferðaðist tals- vert um Suðurland, þar sem hann hafði átt sín unglingsár. Undir haustið tók hann þó á sig náðir í Laugarnesi. En sú veturseta varð samt með öðrum hætti en menn höfðu búizt við. • I^'inn bræðra Sigríðar Páls- ■J dóttur frá Hallfreðarstöð- um var Páll amtsskrifari á Arn- arstapa hjá Bjarna amtmanni Þorsteinssyni, sem kvæntur var Þórunni Hannesdóttur, eldri dóttur Valgerðar biskupsfrúar. Jafnan hafði verið kært með þeim Páli amtsskrifara og Sig- ríði systur hans, enda þótt hún væri á barnsaldri, er hann fór í fjarlægð. Hann var líka vinur Steingríms biskups, því að hjá honum hafði hann verið við stúdentsnám. Enn var gamall og gróinn kunningsskapur frá námsárunum í Odda með Páli og Þorsteini Helgasyni. Þessum bróður sínum hafði Sigríður byrjað að skrifa bréf, þegar hún var hálfvaxin telpa, og segja honum frá hesti sínum og ltind og öðrum þeim hugðar- efnum, sem fönguðu barnshug- ann. Eitt af þessum barnabréf- um sínum hóf hún með þessari vísu: Vil ég ekki, að veröid það viti og hermi sínum, að kunni ég ei að klóra blað kærastanum mínum. Þau systkinin héldu síðan uppi tíðum bréfaskiptum um tugi ára, og oft leitaði Sigríður ráða hjá Páli, þegar henni bar vanda að höndum. í K A 1» !H R L E S E \ A Barnaskólarnia* næst? girt hefur vcrið frótt íun það í blöðum, að sjö íslcnzkir gagn- fræðaskólanemendur sóu nýlega farnir til Bandaríkjanna til þess að stuinla nám uin eins árs skeið við bandariska gagnfræðáskóla. l>að er bandariskur fólagsskapur, sem ncfnisl Ameriean Field Ser- viee, er gengizt hefur fyrir þessu og útvegað nemendunum ókeypis skólávist, en Íslenzk-ameríska fó- lagið hefur annazt alla fyrir- greiðslu liór á landi. Ætlunin er, að starfsemi þessi verði aukin, þvi að íslenzk-ameriska fóhigið gerir sór vonir um, að á næsta ári fari 15 islenzkir gagnfræða- skólanemendur til náms i Banda- rikjunum. Af tiletni þessarar fróttar hljóta margir íslenzkir foreldrar að varpa lrani þeirri spurningu, hvort farið só út á heppilega braut með því að senda íslenzka unglinga á fermingaraldri liópum saman til slikrar náinsdvalar i annarri heimsálfu. Að hvaða gagni keniur unglingunum þetta námsár við gerólík skilyrði og Óstjórnin á Reykjavíkurbæ III Mannvirki h.f. Að þessu sinni verður rakin hór ádeila Bárðar Daníelsson- ar hæjarfulltrúa á viðskipti bæjarstjórnarmeirihlutans við hyggingarfyrirtækið Manil- virki h.l' Nokkrir efnaðir Reykvík- ingar, sem standa mjög nærri hjarta bæjarstjórnarmeiri- hlutans í Reykjavík, stofn- uðu vorið 1953 byggingar- fyrirtæki og hugðust reisa stórhýsi við Kaplaskjólsveg. Sá hængur' var á, að bæjar- verkfræðingur taldi öll tor- merki á því að Ijúka skolp- veitu í tæka tíð. Vandi þessi' var þó sam- stundis leystur, og lausnin var jafn-,,elegant“ og hún var einföld. Mannvlrki h.f. bauðst til að annast sjálft al’ar framkvæmdir vi'ð ræs- ið — að sjálfsögðu á kostn- að bæjarsjóðs. Snremma á þessu ári var þó ræsið enn ókomið, og var j)á bæjar- verkfræðingi falið að taka verkið að sér, en kostnaður mun verða um 2 milljónir króna. Enga undrun þarf að vekja, þótt Mannvirki h.f. slægðist eftir umræddri lóð, en það, sem furðu hlýtur að vekja í þessu máli, eru ,,ílottheit“ bæjarráðs. Umrætt 2 millj- óna króna ræsi var að vísu í heildaráætlun um holræsi í Kaplaskjólshverfi^ en það var engan veginn aðkallandi framkvæmd, nema fyrir þó sök eina, að búið var að útluta umræddum lóðum. Fé það, sem Reykjavíkurbær getur árlega innt af höndum . til verklegra framkvæmda, er eins og dropi í haíið mið- að við þarfir. Fjöldi verk- efna bíður óleystur vegna fjárskorts, þótt enga bið þoli. Það er þvi bein slcylda bæj- aryfirvaldanna að vega og meta hverju sinni, hvaða verkefni eru brýnust, og nota hina takmörkuðu fjármuni til að leysa verkefnin í réttri röð. I ljósi þessara staðreynda vcrður ekki hjá því komizt að víta harðlega þá ráðs- mennsku að neyða bæjar- félagið í tVeggja milljóna króna ótímabæra fjárfest- ingu, einungis til að greiða f.yfir lóðaúthlutun til ör- fárra gæðinga Sjólfstæðis- flokksins, sem höfðu gróða- vonina eina að lclðarljósi.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.