Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.11.1957, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 16.11.1957, Blaðsíða 1
Gróðurskikkja á holtin kringum Reykjavík Kringum Reykjavík eru ber og nakin holt, sem gróð- urtorfan hefur fletzt af end- ur fyrir löngu. Grá og auðn- arleg blasa þau við allt í kringum Reýkjavík, án þess að nokkur framkvœ.md sé höfð til þess að gera þau mildari álitum, ef undan er skilið það, sem gert hefur verið á kolli Öskjuhlíðar. í þessum gráu, kuldalegu lioltum er samt strjáll gróð- ur. En hann er þess ekki megnugur að veita þeim hlý- legri svip. Nú er á hinn bóg- inn sannað, að með því að nacra þennan strjála gróð- ur, má auka svo vaxtarmagn hans, að hann breiði á skömmum tíma græna skikkju yfir holtin. Til þess að það megi verða, þarf að dreifa áburði yfir þau. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi nýtur svo góðra kjara hjá Sogsvirkjuninni, að gjöf má heita að nokkru leyti. Hún er frek á raforku, svo að í rauninni er ekki um lítið tillag af hálfuReykjavík ur að ræða, henni til styrkt- ar. Það væri ekki nema sómasamleg viðurkenning á þeim vildiskjörum, þótt á- burðarverksmiðjan gsefi Reykjavíkurbæ árlega slatta af tilbúnum áburði til þess að dreifa yfir holtin í ná- grenninu og græða þau upp. Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa, sagði Hannes Hafstein. Áburðarverksmiðj- smiðjan og Reykjavíkurbær eiga að sameinast um að græða sárin hér í kringum höfuðstaðinn. SCosnsBigaskrif stof a opnuð í Reykjovik Þjóðvarnarfélögin í Reykja- ar að sjálfsögðu lengur. vík Iiafa nú opnað kosninga- Stuðningsmenn Þjóðvarnar- skrifstofu í Ingólfsstræti 8. flokksins eru hvattir til að líta Skrifstofan er á neðstu liæð inn í skrifstofuna, veita upp- hússins, gengið inn úr portinu. lýsingar og efla kosningasjóð Verður hún opin frá kl, 5—7 flokksins. daglega fyrst um sinn, en síð- M'eð tilkqmnj hinna nýju félagsheimiia í sveitum íamlsins, liefm aðstaða heirra, sem dreifbýlið byggja, batnað mjög til alls, sem félagslífi og samkomuhaldi við kcmur. JVÍyndin hér að ofaji er tekin, er bændur og búalið í Innri-Akratieshreppi liéldu sani- eiginleg töðugjölá iiú á s.I. hausti. Eisenhower segir: Ekki lagí meginkapp á langdræg skeyti, því að Bandaríkjamenn hafa svo margar herstöðvar erlendis í íomöld þótti það Iítt sæmiiegt á Norðurlöndum, eí höfómgjar liðs drógu sig í hlé í bardögum og tefidu þar öðrum fram, er mannhætta var mest. Nú gilda önnur siðferðislög í heimmum. Bandaríkjamenn hafa í tveimur heimsstyrjöldum komið tii skjalanna, þegar þyngsta sóknarlotan var gengin yfir Englendmga og Frakka. 1 þriðju heimsstyrjöldinni verður, ef til hennar dregur, beití eldflaugum hlcðnum helsprengjum. — Bandaríkjamenn hugsa sér, aS þær stöðvar Atlants- hafsbandalagsins, sem slíkum vopnum verða búnar, verði í „hinum ytri varnarhring“ — en ekki í heima- landi þeirra sjálfra. Þeir ætla að Ieggja áherzlu á smfö meðaldrægra eldflauga — þeirra, sem skjóta má inn yfir rússneskt Iand frá löndum í Evrópu, þar á meðal Islandi, norðurströnd Kanada og Alaska. Eisenhower Bandaríkjafor- seti flutti sjónvarpsræðu að- faranótt 8. nóvembers. Atlants- hafsbandalagsblaðið Vísir sagði svo frá þessari ræðu 8. nóve- ember: „Forsetinn kvaðst lita svo á, að BANDARÍKJUNUM stafaði ekki bein hætta af fjarstýrðum skeytum. Hann kvað Bandai-íkjamenn ekki leggja megináherzlu á fram- leiðslu langdrægra skeyta, þar sem SKAMMDRÆGARI HENTUÐU ÞEIM BETUR, þar sem þeir hefðu HER- STÖÐVAR MARGAR I HIN- UM YTRI VARNARHRING.“ Morgunblaðið birtir þessi beryrði ekki nema að hálfu leyti: „Hann kvað atburð þennan (þ. e. að Rússar höfðu skotið gervitungli á loft) ekki hafa nein bein áhrif á öryggi BANDARÍKJANNA, en rúss- nesku gervihnettirnir hafa engu að síður hernaðarlega þýð- ingu, sagði hánn.“ Engirrn vænir íhaldsblöðin um að gera bitrari broddinn í orðum Eiseniiowers en efni stóðu til. Eldflaugasíöðvarnar yrðu skoímörk. Hvað er svo forseti Banda- ríkjanna að segja, þegar hann lýsir yfir því, að fyrst og fremst eigi að smíða eldílaugar til staðsetningar í herstöðvum ut- an Bandaríkjanna? Svarið virðist aðeins geta verið eitt: Rússar hafa ekki mikið magn af eldflaugum. Þeim yrði ekki eytt í stríði, nema á þá staði, þar sem óvin- irnar hafa komið fyrir hættu- legasta herbúnaði sínum. Bandaríkjamenn ætla ckki að leggja megináherzlu á lang- clræg skeyti, heldur þau, sem skammdrægari eru, og þeim á að koma fyrir í hersíöðvum þeirra í „hinum ytri varnar- hring“. Það yrðí því að hinum ytri varnarhring, sem Rússar beindu eldflaugum sínum fyrst og fremst, því að umfram allt myndu þeir í fyrstu lotu leit- ast við að tortíma þeim stöðv- iliseBsh&av&Fs Hin lilvitnuðu orð Eisen- howers voru svolátandi: „Our baEistic test missiles have had successful fLights ío as much as 3,500 miles. An intercontinental missile is rccjuíred, and wc have sorne of them in an advanced state of development. But, BECAUSE OF OUR MANY FORWARD POSITIONS, FOR US AN INTERMEDI- ATE RANGE MISSILE IS FOR SOME PURPOSES AS GOOÐ AS AN INTERCON- TINENTAL ONE.“ um, er þeim stafaði mest hætta af. Sem sagt: „Öryggi Banda- ríkjanna stafar ekki bcin hætta a£ fjarstýrðum skaytum.“ Island í „himim ytri vamarhring“. ísland er í „hinum ytri varn- arhring11 Bandaríkjanna, ásamfc ýmsum öðrum Evrópuríkjum. Það er samt verr sett en nokk- urt annað Evrópuríki. Fæst þeirra hafa bandarískar her- stöðvar innan sinna landa- mæra. Ekkert þeirra hefur slík- an her án innlendrar þekking- ar á hernaði og hernaðartækni og fullrar yfirsýnar um það, hvað í þeim herstöðvum er að gerast — nema ísland eitt. Ekk- ert þeirra hefur stórkostlega bandaríska herstöð í næsta ná- grenni við höfuðborgina, ein- mitt á því svæði, þar sem HBS Q) i ffl Framsókn kveðst styðja kommunista í verkalýðsfélögunum - Alþýðufl. kýs íhaldið í síðastliðnum mánuði var haldinn fundur níu manna, þriggja frá hverjum stjórn- arflokkanna, í skrifstofu Dagsbrúnar í Reykjavík. Fundur þessi var haldinn að undirlagi Eysteins Jónssonar cg átti að hræða saman flokkana í kosningum verka- lýðsfélaganna í vetur. Á fundinum gerðusí þau tiðindi, að fulltrúar Alþýðu- flokksins neituðu samvinnu við kommúnista eftir fram- I:omu þeirra ó síðasta AI- tít Æ.n'nwaiiwimiwME mfmmœtm þýðusambandsþingi og kváð- ust s'inna með íhaldinu, eft- ir því sem þörf gerðist. Eð- varð Sigurðsson, fuíitrúi kommúnista, kvað þá grand- völlinn lxorfinn undan s.tjóra- arsamviiinunni. Þá iýsti er- indreki Framsóknar, Þráinn Valdimarsson, yfir því, að Frainsókn mundi styðja kommúnista í verkalýðsfé- Iögunum. Framsóknarmað- urinn Guðlaugur Guðmunds- son, stjórnarmeðlimur Sam- vinnufélagsins Hreyfils, kvaðst þó fyrir sitt leyíi ckki styðja kommúnista gegn stjórn Bcrgsteins Guðjóns- sonar. Verkalýðssinnar um ailt land! Þannig er þá ástandið í herbúðum stjórnarflokk- arana. Annar helmingut Hræðsluhandalagsius er í faðmlögum við kommúnista, en hinn við íhaldið! Væri vanþörf á að skera upp her- ör gtegn þessum óheillaöfl- um og fylkja sér um þau samtök, sem ein eru óháð pólitísku vaídabrölti íhalds og kommúnista?

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.