Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.11.1957, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 16.11.1957, Blaðsíða 6
tt _odaugarclacjinn 16. nóuemíer 1957- FRJÁLS Þ J □ Ð Séwa Mjj«ÞW8i O. Mjöwnsson: Viðhorf í kermá Framvinda sögunnar er hx'öð nú á dögum. Stafar það af því, að náttúruvísindin eru komin á svo hátt stig', að það kostar orðið ekki öllu meira orku- íramlag hugans að finna upp vetnissprengju, eldflaug, er dregur hálfán hnöttinn, geim- far, heldur en, til dæmis að taka, betri tegund sauma- maskínu fyrir einni öld! Fyrir einu ári var þjóð okk- ar það í senn skylt og nauð- synlegt að taka af alhug þátt í hervarnasamtökum vestrænna þjóða, Norður-Atlantshafs- toandalaginu. Nú er það skylt og nauðsynlegt að endurskoða frá rótum afstöðuna til Natós. Þessu valda hinar gífurlegu framfarir, sem orðið hafa á einu ári í hernaðartækninni og þeim hluta náttúruvisindanna, er hún hvílir á. í erindi um hervarnir ís- lands, sem ég flutti nálægt árs- toyrjun í Gamla Bíó (fyrir hér- umbil tómu húsi), sýndi ég fram á, að íslandi væri af- dráttarlaus þátttaka í Nató hlutleysi hættuminni í öllum hugsanlegum aðalafbrigðum heimsstýrjaldar — nema einu: ef styrjöld milli Rússlands og Bandaríkjanría yrði útkijáð méð vopnaviðskiptum beint milli þeirra landa á fyrstu dægrum-styrjaldarinnar. Ef svo færi, væri íslandi það fullkom- ín gereyðingarhætta að vera með stóra, bandaríska herstöð, en að sama skapi fengur að Vera herstöðvalaust. Um þær mundir, sem ég samdi erindið, var ekki enn tekíð að reikna með langdræg- um eldflaugum (enda þótt játa verði, að Rússar höfðu þá þegar, um haustið, hótað Bret- um og Frökkum landauðn af eldflaugahríð, ef þeir hættu ekki umsvifalaust árásinni á Egyptaland). Ég taldi því í er- dndi mínu hættuminna, þegar á allt væri litið, fyrir ísland að vera í Nató og hafa Keflavík- ur-flugvöll hersetinn (en raun- ar þó því aðeíns, að komið væri upp tryggilegum vörnum fyrir almenning í Reykjavík og haupstöðum Gul'ibringusýslu). j. Nú er það hins vegar komið á. daginn, að Sovétríkin hafa ekki verið að „lofá upp í erm- ina sína“, er þau í fyrrahaust hótuðu Bretum og Frölckum. Rússar hafa meðaldrægar eld- íiaugar, er þeir gætu trúlega haldið ailri Evrópu og öllum herstöðvahring Bandaríkjanna umhverfis sig í skefjum með. ©g þeir hafa langdrægar eld- fiáúgar, sem þeir gætu rústað 3neð sjálf Bandáríkin. Aftur á hióti verður að álíta, að Bandaríkin verði ekki búin að koma sér upp kerfi meðal- drægra eldflauga með æfðu liði fyrr en eftir eitt til tvö ár, og enn síður fvrr en þetta búin áð koma því fyrir í löndum toandamanna sinna, — ef Rússar þá yfirleitt létu slíkt viðgangast. J Það gefur auga leið, úr því að langdrægar eldflaugar eru komnar til skjalanna, að komi til styrjaldar, yrði suðvestur- kjáJki íslands eitthvert fyrsta slvolmark Rússa, níeðan Banda- ríkin hefðu hér tiltölulega mjög þýðingarmikla herstöð. Og jafn- augljóst er bað, að um hervarnir fyrir ísland getur þá eklii leng- ur verið að ræða. Og það verð- ur að gera sér ljóst, að þessi sannindi liaggast ekkert af því, þó að Bandaríkin kæmu sér upp kúlueldflaugakerfi, jafngildu því rússneská, áður en styrj- öldin brytist út. Hér eftir cr það því hleklting að tala um „hervarnir fyrir ísland“ og „varnarliðið“. Ekki er heldur sjáanlegt í fijótu bragði, að Bandaríkin gætu, úr því sem komið er, haft neitt teljandi gagn af herstöðv- um hér — né Nató í heild. Þó gæti vel hugsazt, að þessir að- ilar yrðu þess ekki fúsastir að viðurkenna slíkt, því að þeir halda, síðan uppvíst varð um árangur Rússa á eldflauga- sviðinu, dauðahaldi í þá ó- tryggilegu hughreystingu, að berjast megi við eldfiaugaríki með flugvélum. Annáð var þó að heyrá á Bretum í fyrra, er þeir — í áætlun •—• umsteyptu gersamlega hermálakerfi sínu1 í stórfenglegri lítilsvirðingu j flugvéla. Það liggur 'líka í aug- um uppi, að stjórnendur og blöð í Bandaríkjunum verða að gera sem allra minnst úr til-| kynningum Kússa um árangur á eldflaugasviðinu, því að al-| menningur þar í landi myndi ganga gersamlega af göflunum,' ef hann yrði að horfást afdrátt-! ariaust í augu við vitundina um ! að nú, ufn hríð, lifi Bandaríkin — að ekki sé nefnd Vestur- Evrópa — af því einu, að Rúss- ar kunni, eftir alit saman, ekki við að leggja lönd þessi í auðn! Hins vegar liggur augljóslega stór hætta í því, að Bandaríkin kunna ekki við áð hætta skyndi- lega að leika sitt alþjóðlega verndarhlutverk, þó að undir- stöðunni hafi nú, er minnst varði, verið kippt undan að- stöðunni til slíks. ÞaU láta sem þau geti boðið RússUm fullan byrginn í Tyrklandi og Sýr-1 landi, og hvar sem væri, og virðast þess albúin að ana út í 'hvaða ófæru sem vera skyldi, gersamlega rin'gluð af stórköst- legustu og sneggstu endaskipt- unum, sem um getur í mann- I kynssögunni. Rússar eru dá- lítið hlálega settir — að ekki sé meira sagt! Jú, það getur vel skeð, að Bandaríkln verði eftír þrjú— fjögúr nlisseri búin að koma sér upp lcerfi meðaldrægra eidflauga í herstöðvum sínum erlendis allt umhverfis Ráð- ’ stjórnarríkin. Og það er alls ekki ólíklegt, að Bandaríkin verði búin að koma sér fyrir með langdrægar eldflaugar' heima fyrr, en eftir svo sem þrjú' —fjögur ár. Allt þó að vísu að| því tilskildu, að Rússar neyti ekki aðstöðu sinnar til að koma! í veg fyrir það. En — væru Rússar þá svo grábölvaðir, að ekki sé eig- andi undir að gera við þá þegar allshérjar afvopnunarsamning nérrta með „tryggingum“, er ekki geta samrýmzt tortryggní þeirra og metnaði (er að Óþarfi ætti að vera að taka fram, að þjóðvarnar- menn bafa frá öndverðu ver- ið andvígir erlendri hersetu á Islandi og fært að því rök, að hún væri hættulegri landi og þjóð cn hlutleysi. En með tilkomu eldflaug- anna, sem Rússar ráða nú yfir, þýða herstöðvar í land- inu augljóslega og óumdeil- anlega tortímingu þess, ef til styrjaldar kæmi. Það eru þessi geigvænlegu viðhorf, sem séra Björn O. Björnsson dregur níjög skýrt fram í grein sinn, ásamt þeirri vitn- esk'ju, að á fundi forsætis- ráðlierra Atlantsliafsbanda- lagsríkjanna í desember í haust er ætlun Bandaríkj- anna að knýja stjórnir ann- arra bandalagsríkja til þess að afsala sér íhlutunarrétti um hermál sín. nokkru helgast nú orðið af að- stöðu þeirra)? Noti þeir sér ekki þá yfirburðaaðstöðu, sem þeir nú hafa komizt í, hvaða „tryggi'rigu“ er þá unnt að hugsa sér raunverulegri? Ef þeir myndu misnoía trúnað, er þeim væri sýndúr, með því að ganga inn á tilb'óð þeirra um allsher j araf vopriuri, múriu þeir þá ékki líká nota sér riú- verandi eða upprennandi að- stöðú? Hver er þá áhættan, úr því svona er komið, af að ganga inn á afvopnunarlilboð þeirra? MaðUr nokkur, í kallíæri við annari, seni hefur sverð eitt vopna-, miðar á sverðberann vélbyssu, en gerir honum jafn- framt þess kost, að báðir leggi niður vopnin. Sá með sverðið svarar: „Aldrei að eilífu skal ég leggja frá mér þetta sverð, nema þú leggir fýrst fram fúll- gilda tryggingu um, að þú drepir mig ekki, þegar ég hef lagt 'það frá mér!“ Bandaríkjunum þykir nú sjálfsagt tiyggilegra að prófa fyrst, hvort Rússlahd geti stillt sig um að fyrirbyggja, að þau komi sér upp eldflaúgáher heima og erlendis. Ei'gi það fyrir þfeim að liggja að lifa slíkt af, geti alltaf kornið til mála að eiga eitthvað undir þegnskap Rússa! ísland hefur hins vegar ekki ráð á að bíða eftir, að slíkt próf komist á. Það getur tæpast tal- izt óhugsandi, að Rússar guggni á því að láta Banda- ríkjunum eftir tima og tæki- færi til að ná jafningjaaðstöðu við sig aftur. Og því síður er hitt óhugsandi, að Bandaríkin ögri Rússum með jafningja- eða yfirburðatilboðum, sem ónóg undirstaða er fyrir, út af málefnum eins og deilu Tyrk- lands og Sýrlands, — með þeirri útkomu, að fyrr en var- ir sé hafirin staðbundinn ófrið- ur, er skv. nýrri yfirlýsirigu Bandaríkjanria myndi hafa í för með sér árás af þeirra hálfu á sjálft Rússland. Island hefur hreint og beint eriga ástæðxi til að standa í eidinrim, þótt það hafi stigið í hann. Eldflaugaárás ■ méð kjarnorkusprengjum er ekkert unnt að gera til að verjast. Sterkasti lier með vísindaleg- asta tælcriiútbúnaði er þar jafn- ' varnarlaus og óvarin borg. Jú, eitt er unnt að gera, en það kemur bara í sjálfu sér ekki neinum herbúnaði við: Það má gera neðarijarðarhvelf- ingar, sem fullgild vörn væri í gegn jafnvel vetriissprengj- um, ef íbúarnir hefðu tíma til að koma sér þangað. En enda þótt það hefði borgað sig h’ið' bezta fyrir Bandaríkin að láta Reykjavík og öllum kaupstöð- um Gullbringusýslu slík byrgi í té — hefðu forráðamenn ís- lands haft vit á að kréfjast þeirra, og þau hefðu vafalaust orðið við þeirri kröfu, á meðan Keflavíkurflugvöllur hafði enn raUnverulega hei’naðarþýð- ingu, þá þarf ekki að ætla, að þau færu að leggja í þann kostnað, úr því sem komið er. Og mætti af því bezt marka, hváða trú Bandaríkin hafa — þégar til þrautar væri kannað — á eigin fullyrðingum um, að þáu hafi raunverulegt bolmagn, með flugvélaflota sínum, til að étja kappi algerrar styrjaldar við Rússa, búna langdrægum og meðaldrægum kúlu-eld- fláugum — auk kafbátaflotans, flugflotans og landhersins. „Rússar hafa ekki enn yfir að ráða neinu vígbúnu kerfi kúlu- feldflauga og liði til að „starf- riekja“ það,“ segir einhver. Hver getúr ábyrgzt það? Rússar hótUðu Bretum og Frökkum þegar í fyrra, og þeir vöruðú flestallar bandalags- þjóði'r Bandaríkjanna við í vet- ur sem leið. í sumar sendu þeir upp mánann. Dulles hefur gefið þeitn þann vitnisburð, að yfirleitt hafi aldrei sannazt á þá skrum, að því 'er snertir óp- inberar yfirlýsingar um efni sem þessi. Hver þorir, að nauð- sjmjalausu, að I'eggja líf sitt og þjcðar sinnar xiridir áréiðan- leika þeirrar ágizlamar, að Rússar hafi hér farið með stað- litla stáfi? En enda þótt svo væri, að Rússar hafi ekki slík kerfi til- tæk' enri, þá er greinilegt, að þeir eru engu að síður langt á 'undári Bandafíkjunum, að því 'er langdrægar kúlueldflaugar sriertir, og eithvað til muna á undan, að því er tekur til með- aldrægra kúlueldflauga. Það verður því aldrei vefengt, að þótt svo væri, að tímab'd þcss- ara aigeru yfirburða Rússa sé Frh. á 7. síðu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.