Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.11.1957, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 16.11.1957, Blaðsíða 2
2 Landið okkar Landið okkar, hin ágæta bók Pálma Hannessonar, fæst hjá bóksölum og umboðsmönnum Bókaútgáfu Menningar- sjóðs. Aðalútsala: Bókabúð Menningarsjóðs, Hvei'fisgötu 21, Rvík, pósthólf 1398, sími 10282. Verð kr. 115.00 ób., 150.00 í skinnlíki, 195,00 í skinn- 1 bandi. Félagsmenn Bókaútgáfu Menningai’sjóðs fá 20% afslátt; frá útsöluverði. Félagsmenn í Reykjavík: Félagsbækurnar 1957 eru komnar út. Gjörið svo vel og vitjið þeirra í bókabúð- ina, Hverfisgötu 21. — Kaupið jólabækumar hjá yðar eigin forlagi og njótið þeirra hlunninda, sem það býður. ; BÓKAtTGÁFA MENNINGARSJÓÐS. Auglýsið í FRJÁLSR! ÞJÓÐ um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti, útflutningssjóðsgjaldi, iðgjaldaskatti og farmiðagjaldi. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 86, 22. desember 1956, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt, útflutningssjóðsgjald, iðgjaldaskatt og farmiðagjald III. ársfjórðungs 1957, svo og viðbótarsöluskatt og fram- leiðslusjóðsgjald eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. - Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar íil tollstjóra- skiifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjái'inn í Reykjavík, 14. nóvem.ber 1957. SIGURJÓN SIGURÐSSON. .odau^arcía^inn 16. nóuem íer 1957- FRJALS ÞJÖO (■ráísönijvarínii LEIKFÉLAG REYKJAVÍK- í UR frumsýndi á mánudaginn | var gamanleikinn Grátsöngv- i| arann eftir brezka leikhöf- | undinn Vernon Sylvaine. ; Þetta er fyrsta nýja vei’kefni : leikfélagsins á þessum vetri, i en áður voru teknar upp að i nýju sýningar á Tannhvassri : tengdamömmu frá síðasta i leikári. Grátsöngvarinn er heldur i skemmtilegur skopleikur, því i að höfundur er fyndinn vel og i kemur það mjög viða fi'am í tilsvörum, og það vantar svo 1 sem ekki heldur, að á margt sé drepið. Það er fjallað um ii dægurlagaraulara, sem er ii þeirri gáfu gæddur að geta ii komið öllum áheyx’endum sin- ! um til að skæla, sem hann ii og sjálfur gerir með aðstoð ii lauks. Það er brugðið upp | mynd af sextán ára telpu- ki’akka með ástarsting, stutt- buxuðum existensíalista, sem er þó í raun og veru íhaids- maður, og það er komið inn á efni eins og absti’akt list, sjálfstæði, barnauppeldi og guð veit hvað fleira. Á köfl- um er höfundur anzi skemmti- lega hæðinn, þó að engart svíði undan, en það er með hann eins og marga aðra minniháttar leikhöfunda, að andlegur þróttur hans virðist varla hafa nægt til að semja alla þrjá þætti leiksins, enda er slappleikui’inn augljós, er liða tekur á. Þrátt fyrir það er leikurinn í heild dágóð skemmtun. Jón Sigurbjörnsson heíur stjórn leiksins á hendi og tekst það ágætlega. Hann heldur uppi góðum hraða til enda, og það er vel skipað í hlutyerkin, heildarblær sýn- ingar góður. Aldursmunur er þó of lítill sjáanlegur milli grátsöngvarans og hinnar ást- hrifnu ungmeyjar, því verð- ur maður hissa að heyra, að hann skuli vera 21 árs. Árni Tryggvason ætti sem sagt að vera nokkru rosknari í gervi sínu, en annars leikur han-n grátsöixg.varann af stakri prýði. Og lögin sin söng hann með þeim árangri hins sanna grátsörtgvara, að sumir í á- horfendasal grétu — af hlátri. Brynjólfur Jóhannesson leikur heimilisföðurinn Bent- ley vel, en gerir þó ekki meira en efni standa til úr ágætu hlutyerki. Or söng„númer- inu“ í þriðja þætti náði hann ekki nógu góðri kimni. Það atriði held ég þeir leikstjór- inn hefðu mátt leggja meiri rækt við. Annai’s ber leikur Brynjólfs allur svipmót hins reynda leikara. Seinni kona Bentleys er bráðvel leikin af Helgu, Val- týsdóttur. Þetta er glæsileg kona, var eitt sinn á sviðinu og er kannske ekki alveg hætt að leika enn þá. Svip- brigði Helgu og látæði í hlut- verkinu eru gulls ígildi, bezti leikur kvöldsins. Dæturnar á heimilinu, S Gwen og Pat, eru leiknar af | þeim Kristínu Önnu Þórarins- dóttur og .Margréti Ölafsdótt- ur, og fara þær báðar vel með sin hlutverk. Slikt hið sama | má segja um Hólmfriði Páis- dóttur, sem leikur þernuna | Lindu, en hún hefur þann skemmtilega sið að líða i ó- | megin í hvert sinn sem hún lítur grátsöngvarann augum. | Existensíalistinn alskeggj- | aði er prýðilega leikinn af | Steindóri Hjörleifssyni, og | gei'vi hans eitt og „þjóðbún- | ingurinn" komu mönnum til | að hlæja. Knútur Magnússon ! leikur sálfræðinginn Schneid- j er, Þjóðverja. Knútur leikur I þetta hlutverk yfirleitt ágæt- i lega, en málþx’eimur hans ! er rangur. Þjóðverjar hafa j vafalaust of hai'ðan fram- j bui’ð, er þeir mæla á enska j tungu (og má vera, að á slíkt sé minnzt í insti'úksjónum j höfundarins). En enginn j Þjóðverji hefur of harðan j framburð á íslenzku, heldur j miklu fi’emur hið gagnstæða. j Þetta er kannske engin höfuð- | synd, en ber þó að hafa rétt, jjj ef unnt er. Einar Ingi Sigui-ðsson er j]i góður sem blaðamaðurinn sí- § hlæjandi og Margrét Magn- jj- úsdóttir leikur lauslætisdrós- ina trúlega. J Leiktjöldin, sem Magnús jj Pálsson hefur gert, eru mjög smekkleg og hæfa leiknum vel. H. H. i Greinargerð framEeðshiráðs Af tilviljun rakst ég á blað yðar frá 9. nóvember sl. Á fremstu síðu var greinarkorn ! sem hét: „Dauðu kýrnar í Ól- i afsvík og mjólk, sem aldi'ei var j til.“ í grein þessari er sagt frá j því, að til ,,íhaldskaupfélagsins“ ; í Ólafsvík hafi borizt tilkynn- ing um 27—28 þús. króna greiðslu vegna niðurgi'eiðslu á1 mjólk, en greiðsla þessi hafi átt að fara til Kf. Dagsbrúnar á s. st. í grein þessari er fleira sagt, ■ sem ég hirði ekki um að tína upp hér, enda eru það dylgjur,! runnar undan í’ifjum einhverr- ar dulrænnar óþekktrar persónu, sem augsýnilega vill helzt, að nafns hennar sé að engu getið. Niðurgreiðslur á mjólk hafa síðan 1. 9. 1956 verið fram- kvæmdar af Framleiðsluráði landbúnaðarins, og hefur um- rætt bréf eða tilkynning hlotið að vera frá skrifstofunni hér. Upphæð þessi passar engan veginn við neina þá gx'eiðslu, sem greidd hefur verið í sumar, enda er oftast greitt fyrir marga mánuði 1 einu. Hins vegar var Kf. Dagsbrún greitt hér í nóvember 1956 kr. 27.575.10, samkvæmt bráða- birgðalista yfir móttekna mjólk í þeim mánuði. Þegar sá listi var svo endurskoðaður, kom í ljós, að skrifstofa kaupfélagsins hafði tekið íneð á listann mjólk frá mjólkursamlaginu í Borg- arnesi. Þá hafði skrifstofan , reiknað með innleggi frá bónda einurn, sem brá búi í október og gei'ði þá ráð fyrir sama inn- leggi frá honum og verið hafði mánuðinn áður. Að slíkt skyldi hafa komið fyrir, stafaði af því, að bændur eiga að senda nótur með hverju innleggi, en oft vill verða á slíku misbrestur, og áætlar þá skrifstofan sama inn- legg hjá viðkomandi bónda og mánuðinn áður. Þetta var svo allt leiðrétt í desembermán- uði 1956, en þá var innlegg mjólkur og niðurgreiðslur stemmt nákvæmlega af fyrir árið 1956. Til þess að sannfæra mig um, að slíkt hefði verið gert og eins til þess að koma' þessum hluta bókhalds kaup- félagsins í fastari skorður, fór ég svo sjálfur vestur til Ólafs- víkur í sumar. Vona ég, að þessar skýringar nægi þeim rithöfundum blaðs- ins, sem hafa svo mikinn áhuga á þessu máli, en virðast þó hafa haft á því nxeiri áhuga að koma þessu á þrykk en leita upplýs- inga hjá réttum aðilum. Rvík, 11. 11. 1957. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Aths. Frjáls þjóð hefur alls engar dylgjur haft í frammi um þetta mál. En blaðið liefur tvívegis með margra vikna milíibili óskað greinargerðar um þeta mál. Verðuppbætur á mjólk eru greiddar af al- mannafé, og almenningur á fulla heimtingu á því að vita, hvað veldur, þegar mistök verða eins og með Ólafsvíkux- mjólkina í nóvembermánuði í fyrra. Að þegja algerlega uixr slíkt mál, sem þó er á almanna vitorði í heilum héruðum, er sama og erja jarðveginn fyrir tortryggni og getsakir. Eftir að FRJALS ÞJOÐ hafðf hvað eftir annað gert fyrir- spurnir um það til stjórnar- valdanna, lxvort í gleymsku væru fallin bráðabirgðalögin, sem sett voru um bann við því, að hús, sem byggð eru án fjái’- festingarleyfis, væru notuð sem skrifstofur, var loks látið til skarar skríða út af Morgun- blaðshöllinni. Vo'ru fimm. stjórnendur Sölumiðstöðvax' hraðfrystihúsnna dæmdir í sextíu þúsund króna sekt hver fyrir ólögleg afnot fimmtu og sjöttu hæðar. &ÍfJB&9\Vé8»S£ Nýkomin er út barnabók, seru heitir Fuglinn sigursæli. í henni eru nokkrar þulur eftir Jónas Árnason með myndskreytingu eftir Atla Má. Þulurnar eru um hænsnin og kríuna og korna þar raunar mörg fleiri dýr við sögu. Þetta er áreiðanlega bók, sem börn á ungum aldri hafa gaman af, og valda. því bæði þulurnar sjálfar og myndirn- ar.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.