Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.07.1958, Page 3

Frjáls þjóð - 05.07.1958, Page 3
Ifcjáls oCauaarcbi augardaýinn D. fitl 1958 AFGREIÐSLA: INGÓLFSSTRÆTI 8 SÍAH 19985 PÓSTHÓLF 1419 I Ctgeíanði: ÞjóOvarnarflokkur IsJan/U. Ritstjóri: Jón Helgason, slmi 1-€1C9. Fr amkvæmdarst jóri: Jón A. GuSmundsson. Aj»i::.“C79;c:d kr. 7.50 á zcásu5i. kr. 50 á áij. VerS S laueasölu kr. 2.00. FélagsprentemiSjan h.I. Svartur íslandi eru fimm stjórn- málaflokkar, og við skulum gera ráð fyrir, að þorri fólks skipi sér í stjórn- málaflokka eftir því, hvaða flokkur því virðist hafa bezt málefnin og hreinastan skjöld. Við vitum að vísu, að undantekningar eru frá þessari reglu, því að stjórn- málaskoðun er vanaatriði, og sumir láta þrengstu hagnað- arvonir ráða. En eigi að síð- ur verður að kallast senni- legt, að þeir séu flestir, er iáta mat sitt á kostum flokk- anna ráða. Fiokkarnir og málgögn þeirra leggja afar mikla á- herzlu á að sýna fram á, hve þeir sjálfir séu góðir, flekk- lausir og óskeikulir, en and- stæðingar að sama skapi spiiltir og afvegaleiddir. Þessi málfiutningur bendir til þess, að almennt sé talið, að fólk gildi ekki einu, hvers konar flokk það aðhyllist. Og gott er það, svo langt sem nær. ó er eitt atriði í málflutn- ingi flokka og flokks- biaða, sem stingur mjög í stúf við þetta. Þegar einhver flokkur eða flokksblað á i vök að verjast, er nefni- iega sífellt viðkvæðið: Hinir eru ekkert betri. Varla líður nokkurn tima svo heil vika, að dagbiöðin bregði ekki fyr- ir sig slíkum málsvörnum, ef málsvarnir skal kalla, og verður ekki betur séð en öðr- um þræði sé við því búizt, að flokksmennirnir hafi heldur lítinn metnað fyrir hönd flokks síns. í þessum siendurteknu svörum, að andsíæðingurinn hafi það á samyizkunni, sem ekki sé hótinu betra, felst nefnilega bakþanki, að það sé fullnægj- andi — flokksmennirnir geti verið sæmilega ánægðir, ef einhvers staðar er hægt að íinna viðlíka saurindi og flokkur þeirra hefur velt sér upp úr. Þetta er mjög auvirðilegur hugsunarhátt- ur, þar gægist fram lágt mat á skvnsemi og siðgæðiskröf- um þess fólks, sem verið er aö tala til. u m þétta mætti tilfæra aragrúa dæma úr ís- lenzkum stjórnmálablöðum. Hér skulu aðeins nefnd tvö nýleg dæmi. Þjóðviljinn hefur oft núið Sjálfstæðisflokknum því um nasir, hvernig útgerðina rak hvað eftir annað í strand í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, svo að vertið hófst ekki á eðlilegum tíma. Og núna á dögunum mannaði Morgun- blaðið sig upp og svaraði. Og hvert skyldi svarið hafa verið? Jú — auðvitað það, að í sjávarútvegsmálaráð- „Fsngeisin eru nö heimahöfn friöarvina41 herratíð Lúðvíks Jósepsson- ar hefði vetrarvertið ekki heldur ætíð hafizt strax í öllum verstöðvum. Með öðr- um orðum: Kjósendur Sjálf- stæðisflokksins geta verið hæstánægðir með frammi- stöðu fyrrverandi ríkisstjórn ar, því að svipað hefur gerzt við stjórn þess manns, sem Morgunblaðið málar ár og síð eins og skrattann á vegg- inn. Þetta er viðmiðunin, sem Sjálfstæðismenn eiga að hafa, þegar þeir meta, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé nógu góður. Snúum okkur svo að hinu dæminu. Griðrof og dóms- morð hafa verið framin í Ungverjalandi. Þar er köllun Þjóðviljans að berja í brest- ina. Og málsvörnin er vita- skuld sú, að menn eigi ekki að láta sér vaxa þetta í aug- um, því að Frakkar hafi gert morðárás á saklaust fólk i Túnis, börn, konur og gamal- menni, og leiki Serki í Alsir grimmdarlega, Englendingar hafi haldið uppi ógnarstjórn á Kýpur og í Kenýa og Bandaríkjamenn hafi drepið Rosenberg og með óviður- kvæmilegri íhlutun kollvarp- að löglegri stjórn í Guate- mala. Auðvitað vitnar Þjóð- viljinn hér til' verka, sem allir heiðarlegir menn eiga að fordæma. En er það full- nægjandi þeim mönnum, sem trúa á kommúnismann, til afsökunar á atferlinu í Ungverjalandi, að líka er hægt að benda á illvirki, sem auðvaldsríkin eru sek urn? Höfðu þeir ekki í öndverðu hugsað sér, að kommúnism- inn væri stefna, sem bæri að gera hærri kröfur til en svo, að verk hans yrðu ekki afsökuð nema með sam- anburði við verstu verk auðvaldsins? Þjóðviljinn virðist vera hæstánægður með kommúnismann, ef hann getur lagt vond verk auðvaldsins á vogarskálina á móti vondum verkum kommúnista. Fyrir slíka hug- sjón ætlast hann til, að fylg- ismenn Sósíalistaflokksins vilji heyja baráttu. - O-jæja. „Fyrrum átti ég falleg gull — nú er ég búinn að brjóta og týna“. i^etur ekki alþýða manna verið sammála um það, að svona málsvarnir séu nei- kvæðar og verri en engar? Þegar blöð fara að tína til allt það versta, sem þau sjá í fari andstæðinganna, er- lendra og innlendra, og nota það sem mælisnúru fyi'ir sína eigin menn, sinn eigin flokk og sínar eigin hugsjónir, þá er lágt lagzt. Þá er verið að löggilda allt hið versta og aumasta sem mælikvarða. Slíkan málflutning ætti ís- Amilli klukkan fjög-ur og fimni á hverjum miðvikuclegi safn- ast hópur manna saman við fangelsi í Honolúlú og gengur þar fram og aftur með mótmælaspjöld á lofti. I þessu fangelsi eru nú nefnilega fjórir menn af áhöfn skútunnar „Gullna regl- an“, er sigla ætlaði í mótmælaskyni inn á bannsvæði Banda- rikjahers við eyna Eniwetok í Marslialleyjaklasanum, þar sem Bandaríkjamenn liafa gert síðustu helsprengjutilraunir sínar. Á skútunni voru fjórir menn, Albert BigeloW, Georg Will- oughby, Orion Sherwood og Will- iam Huntington — allt banda- rískir þegnar og sumir kunnir menn og meðal forystumanna kvekara og alþjóðlegra samtaka friðarsinna. Skútan hélt frá Honolúlú í lok mnímánaðar, en áður en hún var •komin eina sjómílu frá landi, var hún stöðvuð af strandgæzluskipi. Áhöfnin öll var leidd fyrir rétt, ákærð fyrir brot gegn banni, er lagt hafði verið við því, að hún sigldi brott á skútunni. Var síð- an áhöfnin öll dæmd í sextíu daga fangelsi skilorðsbundið. „Read in papers“. A' höfnin afréð þegar að gera aðra tilraun til þess að kom- ast brott frá Hawaii, þrátt fyrir þennan dóm. En aðeins tveir mannanna voru siglingafróðir, Bigelow og Huntington. Þar sem ákveðið var að gera þriðju til- raunina, þótt önnur kynni að mistakast, þótti ekki rétt, að þeir Bigelow og Huntington hættu sér báðir samtímis. Það varð því að ráði, að Huntington yrði ekki með, er önnur tilraunin var gerð, og var fenginn nýr maður í hans stað, Jim Peck. Huntington átti síðan að taka við stjórninni og fá nýja menn sér til föruneytis, ef hinum yrði varpað í fangelsi. Þessir atburðir allir vöktu mikla athygli í Honolúlú, og oft var mannmai’gt á bryggju, þar sem skútan var. Einn daginn kom miðaldra Japani niður að skútunni. Skipverjar veittu því athygli, að andlit hans var tár- vott. Þessi japanski maður gaf sig á tal við þá, en gat þó varla gert sig skiljanlegan á ensku. „Read in papers“, sagði hann. Þeir skildu þó, að hann var kom- inn til þess að biðja þeim farar- heilla. Hann hafði fyrr meir ver- ið búsettur í Hírósjíma, og þrettán manns úr fjölskyldu hans höfðu látið lífið, er Banda- ríkjamenn vörpuðu kjarnorku- sprengjunni á tforgina 1945. Sjóliðsforingjar koma að sjá, hverju fram yndi. Flestir létu í Ijos samúð sína með skip- verjum, en nokkrir voru þeim sýnilega óvinveittir. Á tólfta tímanum hófu skip- verjar vinnu á þilfari og tóku að undirbúa brottför sína. Stúlk- ur gengu fram með ,,leis“, blóm- sveiga, er þær hengdu um háls- inn á skipverjum að Hawaii-sið. 1 þessum svifum birtust sjóliðs- foringjarnir á ný. Þeir höfðu meðferðis skipun um að taka Bigelow fastan. Hann gekk þá I fram i staíninn og ávarpaði I mannfjöldann stuttlega, en var síðan leiddur brott fangi með blómsvelginn um hálsinn. Fé-1 lagar hans fylgdu honum í lög- reglustöðina, þar sem honum var birt ákæra. Ákveðinn var tveggja daga frestur, unz mál hans yrði tekið til meðíerðar, og síðan var farið með hann í fangelsi. Handtaka á riunsjo. Þeir félagir, sem enn ' voru frjálsir ferða sinna, sneru aftur til skips og biðu átekta. Huntington, sem nú átti að taka við stjórninni, var ekki staddur „GuIIna reglan“, áður en látiff var úr höfn í Honolúlú. félaga í „Gullnu reglunni" I gjallarhorn: „Gullna reglan“ — hvert er ferðinni heitið? Til Marshalleyja, svaraði Hunt- ington. Hvert á Marshalíeyjar? spurðí foringinn. Til Eniwetok, svaraði Hunting- ton. Við höfum fyrirskipun um að handtaka William Huntington, sagði foringinn á gæzluskipinu. Huntington vefengdi þegar rétt hans til þess að handtaka menn utan landhelgi, en foringinn skír- skotaði til þess, að strandgæzlu- skipin hefðu heimild til þess að handtaka bandaríska þegna hvar sem væri. Hann lét síðan flytja sig yfir i skútuna og skipaði svo fyrir, að snúið skyldi til Honolúlú. Fjórir menn i fangelsf. á vettvang. Þeir félagir fóru ekki leynt með fyrirætlanir sínar. Þeir hengdu upp í stafni skútunnar spjald með þeirri áletrun, að þeir myndu láta úr höfn klukkan tólf á hádegi 4. júní og sigla til bann- svæðisins við Marshalleyjar. Urn klukkan tiu hinn fyrir- hugaða brottfarardag komu tveir bandarískir sjóliðsforingjar út í skútuna og afhentu Jim Peck af- rit af banni því, er lagt hafði verið við því, að skútan léti úr höfn. Peck var nýliði, og honum hafði ekki fyrr verið lögform- lega birt þetta bann. Skipstjórinn liandtekinn nieð blómsveig um hálsinn. ^egar leið að hádegi, þyrptist fólk á bryggjurnar til þess lenzkur almenningur ekki að láta bjóða sér af einum né jneinum. Helmökkur eftir tilrauna- sprengingu. í Honolúlú, en þeir höfðu ekki beðið nema svo sem klukku- stund, er hann kom til skips. Plann hafði komið m-eð flugvél til borgarinnar og frétt um hand- tökuna á leiðinni af flugvellin- um. | Hann ákvað. að þegar skyldi | látið úr höfn. Að skammri stundu liðinni var skútan komin út úr. höfninni og sigldi fyrir! fullum seglum á haf út. Stinn-I ingsgola var á, sjór ókyrr og skútuna bar óofluga undan. Hún var komin út úr landhelgi, er sást til tveggja strandgæzluskipa í allmikilli fjarlægð. Eltingaleik- ur var hafinn. Þetta var þó ójafn leikur, því að strandgæzluskipin bar ótt yfir, og þau náðu skútunni, er hún var komin sex sjómilur und- an landi. Foringi á öðru skipinu kom út að borðstokknum og ávarpaði þá. Aleiðinni til Honolúlú hreppti skútan storm og mikla á- gjöf, og auk þess var hellirign- ing. Skipverjar komu holdvotir til hafnar i myrkri um kvöldið. Þrátt fyrir vont veður var þ6 fjöldi fólks á bryggjunum. Það lét ákaft í Ijós samúð sina með þeim félögum á „Gullnu regl- unni“. Jafnskjótt og skútan hafði ver- ið bundin við bryggju, var farið með Huntington í fangelsi. Fé- lagar hans þrír voru aftur skip- stjóralausir og höfðu engum siglingafróðum manni á að skipa. En þeir þurftu ekki lengi að bíða. Huntington var leiddur fyrir rétt snemma næsta morg- un og dæmdur í sextíu daga fangelsi. Tæpum tveimur klukku stundum síðar fóru Willoughby og Sherwood í heimsókn til hans í fangelsið og voru handteknir þar. Peck var handtekinn í sam- komuhúsi kvekara, þar sem hann var að teikna spjöld handa rnönnúm til þess að bera í mót- mælagöngu til fangahússins. Þeir voru allir þrír leiddir fyrir rétt og dæmdir sekir. Dómur Pecks var þó skilorðsbundinn, þar sem þetta var talið fyrsta brot hans. Hinir skyldu afplána sex- tíu daga fangelsisvist. Daginn eftir skýrði eitt blaðið i Honolúlú frá þessum atburðum í grein, er bar yfirskriftina: „Fangelsin eru nú heimahöfn friðarvina.“ SendiS blaSgjald Frjálsr- ar þjóðar 1957, kr. 81.00, þegar í stað tíl afgreiðslu blaðsins.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.