Frjáls þjóð - 05.07.1958, Page 4
4
cHa.uQa.rcla
aiicjardaýinn 5. ju
T Tm 1880 bjó að Álftárósi á
Mýrum fornbýll efnabóndi,
Erlendur Sigurðsson að nafni.
Hann var við sextugt, fæddur
og uppalinn á Mýrunum, og
hafði tvítugur að aldri gengið
að eiga fertuga konu, Guðnýju
Einarsdóttur, ættaða sunnan úr
Melasveit. Voru þau þá bæði
vinnuhjú á Álftárósi og það
voru þau enn um mörg ár eftir
giftinguna, unz þau hófu þar
búskap. Fátæk munu þau hafa
verið í öndverðu, en með mik-
illi elju, sparsemd og forsjálni
jukust þeim efni, unz auður
mátti heita í búi hjá þeim.
Var búskapur allur í föstum
skorðum á Álftárósi, löngum
sama fólk hjá þeim ár eftir
ár og allt reist á traustum
grunni.
Guðný húsfreyja var orðin
áttræð, er hér var komið sögu,
og varð þá Erlendi það, sem
ekki var fátítt um gömlu bænd-
urna, að hann leitaði sér þess
yndis, er hin aldraða eiginkona
mátti ekki veita, hjá ungri
vinnukonu, Guðríði Guðmunds-
dóttur að nafni. Átti hann með
henni fjögur börn á næstu ár-
um. Faðir stúlkunnar, Guð-
mundur Guðmundsson, var
einnig vinnumaður á Álftárósi.
Ekki er annars getið en heimil-
isbragur hafi verið góður, þótt
margt muni hafa verið með
fornlegu sniði, og lítt var um
það fengizt, þótt Erlendur léti
sér ekki einhlíta eilimóða eigin-
konu sína.
J
Tvessi saga gerðist á þeim tíma,
er enska gullið var tekið
að berast til landsins. Bændur
seldu enskum fjárkaupmönnum
sauðfé og hesta og jafnvel naut-
gripi gegn staðgreiðslu í gulli,
'og þeir, sem mest máttu sín,
hófu að safna gullpeningum í
kistuhandraðann. Gullpening-
ar urðu æðst keppikefli alls
veraldarauðs. Erlendur á Álft-
árósi var einn af þeim, sem
nutu þeirrar ánægju að sjá gull-
hrúguna sína stækka.
Á- Álftárósi var útiskemma
læst, og þar gengu fáir um
nema húsbóndi sjálfur, enda
var þar geymt allt það, sem
hann hélt mest utan að. Sumt
heimilisfólk, er lengi hafði ver-
ið á Álítáró'si, hafði varla komið
þar inn fyrir staf. Þar höfðu og
fáir utanbæjarmenn komið,
nema þá helzt húsfreyjur úr
nágrenninu endrum og sinnum,
þegar kaffinauð var og leitað
var úrlausnar hjá þeim bónda,
er allir vissu manna fornbýlast-
an, og örfáir vildarvinir, sem
Erlendur leiddi þangað til þess
að hressa þá á brennivíni.
Meðal þess, sem Erlendur
geymdi í skemmu sinni, var
kista læst. í henni varðveitti
hann gullpeninga sína og aðra
mótaða mynt. Þar geymdi hann
og gjarna nokkuð af kaffi og
eina eða tvær flöskur af víni.
s
peqat futljtehinyat írlenfa á ftlfft-
áréÁi kuráu út kiMukatufraíanútn
Svo fáir sem höfðu átt þess
kost að svipast um í sjálfri
skemmunni, þá voru þeir þó
enn færri, er séð höfðu niður í
þessa kistu. Hitt var almanna-
rómur, að Erlendur ætti pen-
inga í kistu sinni — mikla pen-
inga — og heimilisfólkið þóttist
engrar véfréttar þurfa að leita
um geymslustað Álftáróssgulls-
ins.
í Álftárósi var ekki siður að
drolla lengi fram eftir á
kvöldin. Þar voru menn aftur
á móti árrisulir í bezta lagi. Er-
lendi þótti það búmannslegt að
sofa ekki úr sér augun.
Föstudaginn 10. nóvember
1882 var farið að hátta á Álft-
árósi klukkan níu um kvöldið,
og klukkan tíu var komin á al-
ger kyrrð. Allt heimilisfólkið,
fimmtán manns, sofnaði skjótt
og svaf vært. Nóttin leið af, án
þess að vart yrði við nokkurt
þrusk né háreysti, og ekkert
heyrðist til hunda tveggja, sem
á bænum voru. Enginn vissi sér
neins ills von.
Þegar leið að morgni, tók Er-
lendur bóndi að losa um svefn-
inn. Hann rumskaði seint á
fimmta tímanum, bylti sér
nokkuð og hlustaði á andar-
drátt sofandi fólksins í baðstof-
unni. En það var ekki kominn
fótaferðartími, og bóndinn gat
leyft sér að sofa enn dálítinn
blund.
Þegar hann vaknaði næst,
voru komin rismál. Klukkan
var farin að ganga sjö. Sumt
af fólkinu var að byrja að
klæðast. Klukkan hálf-sjö var
Erlendur kominn á fætur. Guð-
mundur vinnumaður og tvær
vinnukonur, Guðríður og Gróa
nokkur Sigvaldadóttir, urðu fá-
einum mínútum á undan hús-
bónda sínum út úr baðstofunni.
Vinnukonurnar fóru að taka
upp eld, en Guðmundur gekk
út á stétt, signdi sig, kastaði
af sér vatni og gáði til veðurs.
Þar stóð hann, er Erlendur
kom út.
Fyrsta morgunverk Erlends
var að gefa hrútum sínum, er
hann hafði fyrir skömmu tekið
í hús. Er hann gekk fram hjá
skemmudyrunum, varð hann
þess var, að þær stóðu opnar.
Honum þótti einkennilega við
bregða og leit inn, en með
því, að enn var skuggsýnt, sá
hannþar ekki neitt nýrra.
E
rlendi var enginn uggur í'
huga, þótt skemman stæði
opin, og hann gaf sér góðan
tíma hjá hrútunum, hagræddi
vandlega heyinu í jötunni hjá
þeim, svo að þeir slæddu ekki,
tók á kviðnum á þeim og þukl-
aði bakholdin. Við þetta dund-
aði liann í hálftíma. Þegar hann
sneri aftur til bæjar, gekk
hann í skemmuna til þess að
ganga úr skugga um, að þar
væri allt í réttu horfi. Varð
honum fyrst fyrir að ganga að
peningakistu sinni, þótt hann
byggist í rauninni ekki við, að
þar hefðu nein spellvirki verið
framin.
En nú brá honum í brún.
Kistan hafði verið brotin upp.
Hann lyfti í skyndi lokinu af
handraðanum og þreifaði fyrir
sér. Og það var sem við mátti
búast: Horfinn var stokkur eða
skúffa, sem hann geymdi gullið
sitt í — gullið, sem hann hafði
dregið saman með súrum sveita
í mörg ár. Hann vissi ekki til
fullnustu, hversu mikið fé hann
hafði átt þar, en ekki höfðu það
verið innan við þrjú hundruð
krónur í gulli, sem hann hafði
geymt þarna í handraðanum.
Einnig var horfin budda, sem
nokkrar krónur höfðu verið í.
Af öllum peningum Erlends á
Álftárósi var ekki annað eftir
en tuttugu og fimm aurar, sem'
þjófnum hafði sézt yfir í
myrkri næturinnar. Aftur á
móti hafði ekki verið hreyft
við rommflösku og kaffiskjóð-
um og annarri munaðarvöru,
sem í kistunni var.
Erlendur var fyrst sem
þrumu lostinn. Svo tók hann
á rás út úr skemmunni. Guð-
mundur vinnumaður og Gróa
Sigvaldadóttir urðu fyrst á vegi
hans. Hann kallaði til þeirra
og bað þau að koma með sér í
skemmuna til þess að sjá verks-
ummerkin. •
Tnnbrot í læst hús og stór-
þjófnaður var ekki neinn
hversdagsviðburður vestur á
Mýrum. Þess vegna var það
ekki nema von, að sá, sem fyrir
slíkum tiltektum varð, þyrfti
nokkurn tíma til þess að átta
sig. En hvernig sem Erlendur
á Álftárósi skoðaði huga sinn,
þá gat hann engan fundið, er
hann grunaði öðrum fremur um
þennan vonda verknað.
Um þetta leyti var Guðmund-
ur Pálsson sýslumaður í Borg-
arfjarðar- og Mýrasýslu. Hann
bjó að Arnarholti í Stafholts-
tungum. Hann var prestssonur
frá Borg og þess vegna ger-
kunnugur í héraðinu allt frá
uppvaxtarárum sínum. Á þriðja
degi settist Erlendur á Álftárósi
niður og skrifaði sýslumanni
bréf, skýrði frá málavöxtum og
óskaði þess, að hann rannsakaði
málið og þefaði uppi þjófinn.
Það dróst fram eftir mánuð-
inum, að Guðmundur sýslu-
maður kæmi vestur á Mýrar.
Þegar hann kom, rannsakaði
hann fyrst ummerki öll. Fann
hann far á skemmuþröskuldin-
um, líkt og reynt hefði verið
að lyfta hurðinni af hjörum
með mjóum járnkarli. Þóttu all-
ar líkur benda til, að við þetta
hefði verið notaður járnkarl
Erlends sjálfs, er geymdur var
við skemmuvegginn. Kistan
virtist sýslumanni, að spennt
hefði verið upp með - kúbeini
og hnifi, sem í skemmunni var.
Þessu næst yfirheyrði sýslu-
maður heimafólk á Álftárósi og
hóf síðan eftirgrennslanir um
það, hverjir verið hefðu á ferð
á þessum slóðum, daginn áður
en stuldurinn var framinn. Tók
hann sér jafnvel ferð á hendur
á ýmsa bæi til þess að ræða við
menn utan réttar, ef vera
mætti, að hann yrði frekar ein-
hvers áskynja með þeim hætti.
1958 “* FRJALS ÞJDÐ
Þeir reyndust allmargir, er
verið höfðu á ferð um sveitina.
Ókunnugur ferðamaður hafði
komið úr Hjörsey að Ánastöð-
um, föstudaginn áður en stolið
var á Álftárósi, og gist þar. En
hann hafði aldrei farið út, eftir
að hann kom að Ánastöðum, og
sofið í náðum um nóttina. Magn-
ús Jónsson í Álftártungukoti
hafði farið frá Krossnesi klukk-
an þrjú á föstudaginn og kom-
ið kindum í geymslu á Arnar-
stapa, haldið síðan heim og sótt
þær að morgni. Sigurður Saló-
monsson í Miklaholti hafði farið
heim til sín úr Króknesi. Jó-
hann Sigurðsson í Skíðsholti,
Benjamín Bergsson í Gerðhús-
um og Einar Guðmundsson í
Hólmakoti höfðu allir verið á
ferð úr Borgarnesi og tekið
gistingu á Hrafnkelsstöðum
klukkan átta á föstudagskvöld-
ið. Birgitta á Hvítsstöðum hafði
brugðið sér að Vogalæk. Loks
hafði Halldór Valdason, vinnu-
maður á Hömrum í Hraun-
hreppi, farið heim til sín frá
Leirulækjarseli.
í Þverholtum hafði fólk farið
á fætur á laugardagsnóttina.
rúmlega stundu fyrir dag til
þess að binda hey úr galta, er
úti var á engjum.
Peninga sína fékk Erlend-
ur á Álftárósi aftur með
harla óvæntum og einkenni-
legum hætti. Frá því segir
í næsta blaði.
SUIViAR
FÖT
HUtima
Laugavegi 20 . Sími 22208
Áfengisneyzla fyrr
og nu
Opinberar skýrslur greina frá
þvi, að minna áfengismagn
sé nú drukkið að meðaltali af
hverjum landsmanni en gert var
um síðustu aldamót. Er þetta
að sjálfsögðu byggt á ölskýrslum
Áfengisverzlunar ríkisins.
Hér hljóta að vera maðkar í
mysunni. Um síðustu aldamót
var drykkjuskapur ekki almenn-
ur, t.d. var það því nær óþekkt
fyrirbæri, að konur og unglingar
innan tvítugs neyttu áfengis, og
þótt flestir fullorðnir karlmenn
kunni að hafa haft góða lyst á
áfengi, þá voru tekjur flestra
svo litlar, að ekki var hægt að
verja miklu fé til áfengiskaupa.
En nú er öldin önnur. Allur
þorri fólks, konur sem karlar,
allt frá fermingaraldri, neytir á-
fengis, og nóga peninga hefur
það til áfengiskaupa. — Saman-
burður á áfengisneyzlunni hlýt-
ur því að vera rangur ellegar að
nú sé áfengi smyglað í stórum
stíl, en slíkt var óþekkt um alda-
mót, því að þá voru engir telj-
andi tollar á innfluttu áfengi.
Vegna núgildandi verðlags á á-
fengi er það bersýnilega stór-
gróðavegur að smygla áfengi, og
ber því ekki að neita, að almanna
rómur telur það vera gert í stór-
um stíl. —
Vafalaust er hægt að hafa
betra eftirlit með þessum smygi-
málum en gert hefur verið. En
það er engu líkara en opinberir
aðilar, — og þar á meðal dag-
blöðin, — séu sammála um að
hafa hljótt um áfengissmyglið.
Fjái’málaráðherrann hefur þó
oft lotið að smærri bitum fyrir
ríkissjóð heldur en ágóðanum
af því áfengismagni, sem nú er
smygiað til landsins.
K.K.
VÖRll H APPDRÆTTIÐ
Dregift á tnorgun (laugardag). 350 vínningar að fjárhæð alls 060 þúsund krónur
Hæsti vinningur V2 milljén